Bændablaðið - 29.05.2007, Side 26

Bændablaðið - 29.05.2007, Side 26
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200726 Victor Örn Victorsson skólastjóri í Grunn- skólanum á Hólmavík hefur starfað þar í 15 ár, en hann fluttist úr Reykjavík árið 1991 ásamt konu sinni og börnum. Victor er kvæntur Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur meinafræðingi og saman eiga þau syn- ina Viðar Örn og Egil og dótturina Önnu Lenu. „Áður en ég kom hingað kenndi ég þrjú ár í Fellaskóla í Reykjavík og lærði mikið af því að starfa með fólkinu sem vann þar. Ég veit að sumir þessara kennara kenna enn við góðan orðstír. Þarna lærði ég meðal ann- ars heilmikið um viðhorf gagnvart námi og skilning á aðstæðum barnanna. Þetta hefur mótað mann á kennaraferlinu síðan. Það eru alltaf einhverjar skýringar á hegðun barna og ef maður leitar þeirra á maður auðveldara með að skilja hegðun þeirra og aðstoða þau. Þarna starfaði ég með hæfileikaríkum kenn- urum og hlaut mikla eldskírn í byrjun kenn- araferilsins 25 ára. Ég er búin að starfa hérna á Hólmavík í fimmtán ár, kom hérna 1991 en tók leyfi í eitt ár og kenndi þá fyrir sunnan. Kom svo hingað strax um vorið aftur, þegar ég var búin að ljúka störfum hjá grunnskól- um Reykjavíkur.“ Gjörbreytt atvinnulíf og samfélag „Atvinnulífið hér hefur breyst mjög mikið á þessu fimmtán ára tímabili. Mér er minn- isstætt að höfnin var hér full af bátum og mikið líf. Einn góðan veðurdag þegar ég var nýlega komin hingað, sé ég að flotinn er allur á leið úr höfn rétt fyrir sjómannadag. Það hvarflaði að mér að Flóabardaginn var að byrja en þá var Hólmadrangur á leið í land. Þrengslin við bryggjuna voru það mikil að það þurfti að endurraða öllum bátunum svo Hólmadrangur gæti lagst að bryggju. En nú stendur stóra bryggjan meira og minna tóm en smábátarnir eru orðnir fleiri. Búum hefur líka fækkað í sveitunum og svo er sláturhúsið horfið sem setti mikinn svip á bæinn á haust- in. Í rauninni finnst mér mesta furða hvað héraðið hefur haldið velli. Ég held að það megi þakka hæfum stjórnendum fyrirtækja og sveitarfélaga. Hér býr gott fólk sem ætlar sér að eiga heima hér. Það ríkir gott mann- líf og mikið af fólki sem er að skapa eitthvað nýtt.“ Victor segir viðhorfsbreytingu í jákvæða átt hafa átt sér stað gagnvart skólanum. Hann telur samband við milli skóla og foreldra sé almennt gott, „enda eru þau meginuppstaðan í að hvetja krakkana áfram í námi sínu. Svo höfum við farsælt samstarf við sérfræðinga, sálfræðing og talmeinafræðing úr Borgarnesi. Viðhorf til þeirra starfs er jákvætt og þeir hafa mikið að gera þegar þeir koma hingað. Þeir hafa þjónustað okkur lengi, fólk er farið að þekkja þjónusta og foreldrar og nemendur eru duglegir að nota sér hana. Þessa eru jafn- vel dæmi um að nemendur biðji sjálfir um viðtöl án þess að kennari eða foreldri komi þar nærri.“ Þrjátíu prósent fækkun nemenda á fimmtán árum „Hérna voru 117 nemendur þegar ég kom til starfa en talan er komin í kringum 80 í dag. Bæði hefur verið fólksfækkun og svo skóla- hverfið er að eldast, svona eins og gengur og gerist í skólahverfum í Reykjavík. Þegar ég kom til starfa ásamt Skarðhéðni Jónssyni sem síðast var skólastjóri hér var skólaárið átta og hálfur mánuður. Leikfimin var kennd á gang- inum í gamla skólanum (sem er eldri hlutinn af skólabyggingunni) og sundið kennt í næsta firði, Bjarnafirði. Í dag er komin 25 metra sundlaug hér og glæsileg íþróttamannvirki. Skólinn var svo einsettur veturinn 1993 -1994 og skólaárið varð á sama tíma níu mánuðir. Kennsla yngri barna var og er mikið sniðin að skólaakstri og eru 10-15% nemenda úr sveitunum enn í dag,“ segir Victor. Grunnskólinn á Hólmavík komst mjög í fjölmiðla árið 1995 þegar árangur skóla í samræmdum prófum var birtur í fyrsta sinn opinberlega og kom þá í ljós að skólinn var í neðsta sæti. „Við vissum að staðan var slæm og morguninn sem þetta var birt vorum við báðir í símanum að svara fjölmiðlum og vorum ekki einu sinni búnir að fá niðurstöð- urnar í hendur,“ rifjar Victor upp. „Þetta vakti mikla athygli en samfélagið brást mjög rétt við og það var ekki farin sú leið að leita að sökudólgum. Stjórnendur sveitarfélagsins brugðust líka vel við og eitt af því sem grip- ið var til var hvetja fólk sem bjó á staðnum til að fara í nám en þá var kennaramennt- um í fjarnámi að byrja. Þetta skilaði sér í því að tíu-tólf árum síðar eru allir kennarar sem hér starfa með réttindi og um helm- ingur sem hefur náð í þau hér á staðnum. Starfsmannaveltan minnkaði mikið en sum árin voru ráðnir fimm til sex nýir kennarar og það var líkast því að stofna nýjan skóla á hverju hausti. Eðlilega þurfti allt að vera mjög miðstýrt á meðan. Kennarafundir fóru mikið í að útskýra sömu hlutina aftur og aftur, núna veit fólk að hverju að gengur.“ Victor segir útlitið í starfsmannamálum svipað útlit næsta skólaár: „Það er auðvitað alltaf ein- hver smá hreyfing eins og gengur. Við erum með hörkukennara og þeir eru líka að þreifa sig áfram á öðrum vettvangi en það er líka til dæmis um hversu hæfileikaríkt fólk þetta er. Við höfum við verið mjög heppin með fólk, mjög frambærilegt skólafólk sem er uppfullt af hugmyndum og við höfum reynt að leyfa fólki að njóta sín í starfi.“ Fámennari bekkjardeildir og hætta á minni fjölbreytni „Helstu óskostir fámennra skóla eru kannski þeir að bekkjardeildir geta orðið ansi smáar. Hóparnir verða líka mjög misstórir, t.d. eru núna sextán börn á leið í fjórða bekk og ekki nema fimm í yngstu bekkjunum. Eftir nokk- ur ár eigum við von á öðrum stórum árgangi en ári síðar ekki nema einu barni að öllu óbreyttu. Við höfum reynt að kenna þrem- ur yngstu bekkjunum sér meðan þau eru að fóta sig í skólanum. Nú stöndum við frammi fyrir fækkun og þurfum að byrja samkennslu neðar. Samkennsla er ekki endilega ókostur, en óneitanlega auðveldara að halda utan um minni hópa sem eru á sama róli í náminu. Fækkun gerir það líka erfiðara að bjóða upp á fjölbreytt námsframboð í valgreinum. Í vetur höfum við t.d. boðið upp á þýsku, hesta- mennsku, fjölmiðlun og tjáningu í vali fyrir 9. og 10. bekk.“ Victor telur fámenna skóla í einhverjum tilfellum þurfa að verja tilvist sýna. „Það er líklega helst örskólar eru undir mikilli pressu að sameinast og leggja niður skóla- starf. Það er ekki endilega af fjarhagslegum ástæðum heldur líka til að skapa nemendum tækifæri til félagslegra samskipta barnanna, sem skiptir gífurlegu máli. Þá erum við að tala skóla með innan við tíu nemendur og þar af eru kannski 2-3 systkini í hópnum. Það er mikið búið í viðkomandi byggðarlagi þegar skóli er lagður niður. Skólinn er svo stór hluti af menningarlífi sveitarfélagsins. En sum staðar eru landfræðilega aðstæður þannig að það er ekkert annað í stöðunni, t.d. í Árneshrepp hérna fyrir norðan okkur. Í minni tíð hafa tveir skólar verið lagðir niður hér á Ströndum; Broddanesskóli sem samein- aðist okkur og Klúkuskóli í Bjarnafirði. Svo erum við með börn úr Ísafjarðardjúpi sem eiga um langan veg að fara og er erfitt fyrir unga krakka.“ Victor nefnir dæmi um að fámennir skólar geti líka stutt hvern annan: „Við vorum fyrst grunnskóla til að prófa fjarkennslu, á milli Broddanesskóla og Hólmavíkur.“ Nemendur og kennarar njóta sín „Skóli gegnir miklu menningarhlutverki í sínu samfélagi, t.d. með tónleikahaldi, árshá- tíðum, þemaviku og sýningum sem eru haldn- ar í skólanum. Hér höfum við t.d. átt gott samstarf við leikfélagið á staðnum. Í síðustu uppfærslu voru t.a.m. sex kennarar og enn fleiri nemendur sem komu að sýningunni á einn eða annan hátt.“ Kostir fámennu skólanna, segir Victor meðal annars, þá að kennarar geti fengið að njóta sín með sínar hugmyndir. „Ef kenn- arar vilja prófa eitthvað nýtt þá er upplagt að gera það í svona skóla. Einstakir kenn- arar setja mikinn svip á skólabraginn þar sem gefst skemmtilegt tækifæri til að nýta kosti hvers kennara fyrir sig. Tónlist og tjáning eru dæmi um áherslur í okkar skóla. Þetta skilar sér í því að nemendur halda áfram þegar þau koma í framhaldsnám. Aðalatriðið er alltaf að nemendum líði vel. Nemandi sem líður ekki vel hann lærir ekki neitt, þetta er okkar ein- falda skólastefna. Við reynum að lágmarka alla pappírsvinnu og stuðla að því að tími kennarans fari beint í kennslu og samskipti við nemendur. Skólinn stendur krökkunum opinn allan daginn, þau æfa tónlist og læra saman eftir skóla. Almennt ganga vel um og undantekning er ef eitthvað fer úrskeiðis. Skemmdir eða þjófnaði þekkjum við varla og þau eru meðvituð um hvað þau fá í staðinn.“ Sveitarfélagið stendur vel að skólanum Aðspurður um breytingar eftir að sveitarfé- lögin tóku við skólunum segir Victor: „Ég held að það sé ekki hægt að neita því að það er gjörbreyting í okkar tilfelli. Það er betur staðið að málum og sveitarfélagið hefur sett meiri pening í skólastarfið. Sveitarstjórn á hverjum tíma hefur staðið vel að baki skól- ans. Hér er sett meira tímamagn inn í skólann en óneitanlega vantar meiri peninga í við- haldi og búnað. Hér er meiriháttar mál fjár- hagslega ef þarf að endurnýja tækjabúnað og viðhalda húsnæði og erfitt að geta ekki haft aðbúnað nemenda og starfsfólks í lagi hvað þetta varðar. Það er tímabært að endurskoða Í fámennum skólum fá bæði kenn- arar og nemendur að njóta sín Victor með Símon Inga Alfreðsson nemanda í 3. bekk á hestbaki í þemaviku. Victor Örn Victorsson er Reykvíkingur sem settist að á Hólmavík fyrir sextán árum og er þar enn.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.