Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 29.05.2007, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200731 Vefrænt aðgengi BÍ að landfræði- legum gögnum Loftmynda ehf Föstudaginn 25. maí skrifuðu Bændasamtökin og Loftmyndir ehf undir samning þar sem BÍ og ráðgjafaþjónustur bænda fá vef- rænan aðgang að landfræðileg- um gögnum Loftmynda ehf. Loftmyndir ehf hafa nú yfir að ráða myndum af öllu landinu sem þeir ætla framvegis að halda við með reglubundnum hætti. Loftmyndir með mikla ná- kvæmni eru mikilvæg stoð við margt sem ráðunautar og bændur fást við á hverjum degi, t.d. mæl- ingar á ræktunarlandi, skurðum og girðingum, úttektarvinna ýmis konar, hnitun landamerkja o.s.frv. Ráðunautar fá því með þessum samningi aukna möguleika til að efla þjónustuna og bændur njóta góðs af. Nánari umfjöllun um þá mögu- leika sem þessi samningur felur í sér verður í næsta Bændablaði. Frá undirritun samningsins á milli BÍ og Loftmynda ehf. Það gerðu framkvæmdastjórarnir Sigurgeir Þorgeirsson t.v. og Örn Arnar Ing- ólfsson t.h.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.