Bændablaðið - 29.05.2007, Page 34

Bændablaðið - 29.05.2007, Page 34
Bændablaðið | Þriðjudagur 29. maí 200734 Undirbúningur er kominn í fullan gang fyrir bæjarhá- tíðina Hamingjudaga sem haldnir verða í þriðja sinn dagana 29. júní til 1. júlí á Hólmavík. Menningarmálanefnd Strandamanna hefur nú ráðið Bjarna Ómar Haraldsson fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar, en hann hefur einnig verið fram- kvæmdastjóri hin tvö árin. „Lagasamkeppni í tilefni ham- ingjudaga á Hólmavík fór fram á laugardaginn var. Það var Arnar Jónsson sem sigraði keppnina með lagi sínu „Hólmavík er best“, en áhorfendur í sal kusu sigurlagið. Þrír aðrir keppendur tóku þátt að þessu sinni og í ár voru lögin öll úr heimabyggð. Við prófuðum að hafa þennan hátt í fyrra og skemmst er frá að segja að við fengum fullt hús og fólk kunni vel að meta að fá að taka þátt í vali á Hamingjulaginu. Fyrsta árið var það dómnefnd sem kom saman fyrir luktum dyrum og valdið lagið. Þetta var því þriðja Hamingjulagið sem við völdum,“ segir Bjarni. Bjarni Ómar telur að hátíð- in hafi þegar öðlast sess í hugum heimamanna og ekki síst þeirra gesta sem sótt hafa Hólmavík heim á Hamingjudögum. Þá telur Bjarni að hátíðin ætti að geta öðlast við- urkenningu sem einn mikilvægasti liður í menningarlífinu með virkri þátttöku heimamanna sem gætu komið enn frekar inn í skemmti- dagskrá og aðra viðburði. „Ef vel er skoðað eru fáir þættir í svona hátíð sem heimamenn eru ekki tilbúnir til að leysa sjálfir og það dylst engum að þátttaka heimamanna og bak- landið frá þeim er grunnurinn að því að vel takist til. Markmið Hamingjudaga hafa frá upphafi verið að bjóða upp á dagskrá þar sem flestir aldurshópar kunna að finna eitthvað við sitt hæfi. Bæjarhátíð eins og Hamingjudagar þarf að vera í stöðugri endurskoð- un þó vissir liðir myndi ákveðna festu í hátíðinni. Áfram verður til að mynda haldið í hverfisliti sem hafa sett sinn í svip á bæinn með því móti að íbúar skreyta hús sín og umhverfi með ákveðnum litum eftir því hvar í bænum þeir búa. Í dagskránni hafa borið hæst fram að þessu, listsýningar, smiðjur, kassabílarall, dansleikir, útiskemmt- un á laugardegi og ýmis afþreying samhliða henni. Þá hafa atburðir sem samstarfsaðilar hafa boðið upp á orðið meira áberandi og tengjast dagskránni enn frekar ef allt gengur eftir. Þar má t.d. nefna Furðuleika Sauðfjárseturs á Ströndum sem nú hafa verið dagsettir á sunnudegi um Hamingjudagahelgina og vonandi mun Leikfélag Hólmavíkur koma að þessum Hamingjudögum sem hinum fyrri. “Á síðasta ári var lögð aukin áhersla á að auka almenna þátttöku og virkni gesta með því að bjóða upp á ýmsar smiðjur. Þetta er dæmi um það sem gekk ekki upp fjárhags- lega en segir ekkert til um að hug- myndin sé ekki góð eða eigi fullt erindi. Þeir sem nýttu sér smiðj- urnar tala mikið um hve gaman var að taka þátt í þeim. Þetta verður þó erfitt þegar fjárhagurinn er þröngt skorinn og viðburðir þurfa að skila tekjum. Auðvitað tekur líka tíma fyrir gesti og heimamen að átta sig á því hvað er í boði og hvað af dagskránni það vill nýta sér. Þetta á sérstaklega við þegar dagskráin er umfangsmikil eins og hún hefur verið undanfarin tvö ár,“ sagði Bjarni Ómar að lokum. -kse Tónlistarhátíðin Bjartar sum- arnætur verður haldin í Hveragerðiskirkju dagana 8.- 10. júní nk. og verður það í sjö- unda sinn sem hátíðin er haldin. Listrænir stjórnendur eru hjónin Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari og Gunnar Kvaran sellóleik- ari. Þau skipa, ásamt Peter Máté píanóleikara, Tríó Reykjavíkur sem ásamt öðrum tónlistarmönn- um stendur að flutningi á hátíð- inni. Auk tríósins koma fram mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, píanóleik- arinn Víkingur Heiðar Ólafsson, Greta Guðnadóttir fiðluleikari og Guðmundur Kristmundsson víóluleikari, en tvö þau síðast- nefndu eru búsett í Hveragerði. Á efniskrá allra þrennra tón- leikanna er fjölbreytt og aðgengi- leg tónlist þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Beethoven-veisla er yfirskrift fyrstu tónleikanna, föstudags- kvöldið 8. júní kl. 20. Þá verða ein- göngu flutt verk eftir Ludvig van Beethoven en á þessu ári eru 180 ár liðin frá andláti hans. Víkingur Heiðar ríður á vaðið með hinu undurfagra lagi Til Elísu. Síðan skiptir hann um ham og vindur sér í eina af voldugustu píanósón- ötum tónskáldsins sem nefnd er Appassionata. Tríó Reykjavíkur lýkur svo tónleikunum með allra þekktasta píanótríói Beethovens, Erkihertogatríóinu. Alþýðleg tónlist er yfirskrift annarra tónleikanna, laugardag- inn 9. júní kl. 17, þar sem efn- isskráin er í senn alþýðleg og alþjóðleg. Tónleikarnir hefjast á flutningi Gunnars og Peters á verki fyrir selló og píanó eftir Frakkann Francois Couperin, sem uppi var á seinni hluta 17. aldar og fram á þá 18. Síðan vindur sögunni fram á 20. öldina í Rússlandi. Þá koma fram báðir píanóleikararnir, Peter og Víkingur Heiðar, og leika fjór- hent nokkra þætti úr hinu fræga verki Pétrúska eftir Stravinsky. Síðastur fyrir hlé er svo Sígauninn (Tszigane) eftir Maurice Ravel í flutningi Guðnýjar og Peters. Eftir hlé verður farið á heimaslóð- ir. Guðrún Jóhanna og Víkingur Heiðar munu flytja margar af fegurstu söngperlum tónskáld- anna Sigfúsar Einarssonar, Emils Thoroddsen, Jóns Leifs, Jórunnar Viðar, Jóns Nordal, Ólafs Ó. Axelssonar og Sigvalda Kaldalóns. Þriðju tónleikarnir, sunnudags- kvöldið 10. júní kl. 20, bera yfir- skriftina Um lífið og ástina. Fyrst á efnisskránni er katalónska þjóð- lagið Söngur fuglanna, í umritun fyrir mezzósópran, selló og píanó, eftir X. Montsalvatge, í flutningi Guðrúnar Jóhönnu, Gunnars og Peters. Í kjölfarið fylgja spánskar rómönsur sem teknar eru úr svo- kölluðum „zarzúelum“, óperettum þar sem tal, söngur og dans skiptast á. Þá kemur hinn tryllti dans Mefistóvalsinn í flutningi Peters. Eftir hlé hefst leikurinn á píanó- kvintett eftir Robert Schumann þar sem tónskáldið tjáir eiginkonu sinni Clöru Schumann eilífa ást sína. Við píanóið verður Víkingur Heiðar og með honum allir strengjaleikarar hátíðarinnar. Í lokin verða flutt tvö lög eftir tónskáld frá Hveragerði. Atli Heimir Sveinsson hefur fært lögin í hátíðarbúning. Allir flytj- endur taka þátt en nöfn tónskáld- anna verða ekki gerð opinber fyrr en í hátíðarlok. Laugardaginn 9. júní verður Listasafn Árnesinga í Hveragerði enduropnað eftir viðgerðir með sýningunni Að flytja fjöll. Þar verða til sýnis verk eftir Ásgrím Jónsson í samhengi við verk yngri listamanna. Listunnendum gefst því kostur á að slá tvær flugur í einu höggi með því að byrja á að sjá sýninguna í Listasafninu kl. 15 og hlýða svo á tónleika í kirkjunni kl. 17. Kaupþing er aðalstyrktaraðili tónlistarhátíðarinnar sem haldin er á vegum menningar- og bóka- safnsnefndar Hveragerðisbæjar og Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölfuss. Hátíðin hóf göngu sína vorið 1997 og var haldin árlega fram til 2002 en hefur nú verið endurvakin eftir fjögurra ára dvala. Miðasala er á bæjarskrifstofunum, á bókasafninu og við innganginn. Jónas frá Hriflu og Laugarvatn eru yfirskrift Jónasarvöku sem haldin verður á Laugarvatni laugardaginn 9. júní næstkom- andi. Efnt verður til málþings í gamla Héraðsskólanum þar sem flutt verða erindi um ævi og störf Jónasar Jónssonar, skóla- mannsins og ráðherrans. Víða verður komið við en rauði þráð- urinn verður þó þáttur Jónasar í uppbyggingu skólaseturs á Laugarvatni sem hann átti hug- myndina að, jafnframt því sem hann barðist mjög fyrir fram- gangi málsins. Þá bast Jónas staðnum sterkum böndum og varð holdtekja hans í margra vit- und. Samkoman verður sett kl. 11 við hús Menntaskólans að Laugarvatni þar sem Hvítbláinn, sem Jónas vildi að yrði þjóðfáni Íslendinga, verður dreginn að húni. Síðan verður farið í göngu um Laugarvatn þar sem meðal annars verður höfð viðkoma á stöðum á Laugarvatni sem meðal annars tengjast starfi Jónasar og annarra frumkvöðla að skólasetr- inu. Fyrirlestrar um Jónas og Laugarvatn Málþingið hefst klukkan 13 sund- víslega. Þau sem leggja þar orð í belg eru Ívar Jónsson, prófess- or á Bifröst, en erindi hans nefn- ist Samtímann í Jónasi og Jónas í samtímanum. Fóstri héraðsskól- anna – Skólafrömuðurinn Jónas frá Hriflu er yfirskrift tölu Helga Skúla Kjartanssonar, prófessors við KHÍ, og Laugarvatn – borgarvirki stjórnmálastarfs Jónasar nefn- ist erindi Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings sem á sínum tíma ritaði ævisögu Jónasar. Pétur Ármannsson fjallar um Laugarvatn á teikniborði húsameistarans Guð- jóns Samúelssonar og Gerður Steinþórsdóttir, dótturdóttir Jónas- ar, ræðir um afa sinn, Jónas og tengsl hans og fjölskyldunnar við staðinn. Síðastur frummælenda er Kristinn Kristmundsson, fyrrver- andi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, og ræðir hann um Skólasetrið í tímans rás í ljósi hug- mynda Jónasar um þróun þess. Jafnhliða þessum atburði verður opnuð sýning í Héraðsskólanum á nokkrum ómetanlegum munum úr eigu skólans auk þess sem flutt verða nokkur viðtöl við Jónas sem til eru í segulbandasafni Ríkisút- varpsins. Í þjóðlegum anda Á kvöldvökunni í veitingahús- inu Lindinni, sem hefst kl. 19.30, verður slegið á léttari strengi. Tekið verður á móti gestum með sérlög- uðum fordrykk „Laugarvatni“ og svo verður borinn fram þríréttaður kvöldverður. Að honum loknum verður efnt til skemmtunar, sem Bjarni Harðarson alþingismað- ur stýrir, og verður hún í þjóð- legum anda. Kjartan Lárusson fjárbóndi stjórnar glímusýn- ingu, Laugvetningurinn Bjarni Þorkelsson fer fyrir hópi lands- þekktra sagna- og kvæðamanna, Regína Magg syngur einsöng, auk þess sem félagar úr Kirkjukór Laugdæla syngja nokkur lög sem tengjast Laugardalnum – enn frem- ur verður fjöldasöngur eins mikill og tíminn leyfir. Að lokum verð- ur slegið um dansleik þar sem söngkonan Hjördís Geirsdóttir og félagar leika. Hópur hollvina Heiðursgestur Jónasarvökunnar er Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, fyrrverandi menntamálaráðherra, einn þúsunda Íslendinga sem í tímans rás hafa sótt sína menntun að Laugarvatni og man er Jónas kom í skólann og las skólanemum pistilinn. Það eru hópur hollvina Héraðsskólans að Laugarvatni sem stendur að Jónasarvökunni. Fyrir þeim fer Guðmundur Guðmundsson, en hann hefur haft veg og vanda af öllum undirbún- ingi og gefur allar nánari upplýs- ingar í síma 899 3267 og á netfang- inu gudgu@simnet.is. „Á Laugarvatni eru sameinuð flest fegurðareinkenni íslenskrar náttúru og þau skilyrði sem mesta þýðingu hafa fyrir uppeldi ungra manna. Enginn annar staður á Íslandi er að öllu samantöldu jafn góður fyrir fjölmennan skóla eins og Laugarvatn.“ Jónas Jónsson í Tímanum í júlí 1928 Dagskrá um Jónas frá Hriflu og þátt hans í uppbyggingu skólaseturs á Laugarvatni: Jónasarvaka í júníbyrjun Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur í Hveragerði: Fjölbreytt og lifandi dagskrá Hamingjudagar hafa þegar fest sig í sessi í hugum heimamanna jafnt sem gesta segir Bjarni Ómar Haraldsson framkvæmdastjóri Hamingjudaga á Hólmavík Tími byggðahátíðanna að renna upp Sumarið er tími héraðs- og byggðahátíða. Þær eru af ýmsum toga og óhætt að segja að mikill vöxtur hafi hlaupið í þær hin síðari ár. Nú er búið að stofna samtök um þessar hátíðir og samkvæmt yfirliti frá þeim er fjöldi hátíða talinn í tugum, ef ekki hundr- uðum. Ætli sú fjölmennasta ár hvert sé ekki Fiskidagurinn miklu - ir erlendum þjóðum, safnadagar, tónlistarveislur, matarhátíðir, bændamarkaðir og svo framvegis og framvegis. Bændablaðið vill sinna þessu hátíðarhaldi eins og hægt er og birtir hér fréttir af nokkrum hátíðum. Um leið viljum við hvetja hátíðarhaldara að senda blaðinu upplýsingar um komandi hátíðir, helst með sæmilegum fyrirvara, á netfangið bbl@bondi.is Uppskera og handverk 2007 á Hrafnagili Handverkshátíð á Hrafnagili á sér 15 ára sögu og hefur tekið töluverðum breytingum á þeim tíma. Nú er þetta blanda af handverkshátíð og bænda- markaði þar sem meðal annars er unnið að verkefnum eins og myndin hér til hliðar er til vitnis um. Þema hátíðarinnar í ár verður Kornið og er það valið í samráði við Landssamband kornbænda og fleiri aðila úr íslenskri kornrækt. Eins og í fyrra verður nú val- inn handverksmaður ársins. Einnig verða Norðmenn fyrirferðarmiklir á sýningunni því von er á 20 manna hópi listamanna frá Noregi á hátíðina. Nánar verður greint frá hátíðinni þegar nær dregur en hún er haldin 10.-12. ágúst.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.