Bændablaðið - 12.06.2007, Side 7
Þjóðlendu mál in hafa vak ið upp
miklu fleiri spurn ingar en fengist
hafa svör við í meðferð þeirra fyrir
Óbyggða nefnd og dóm stólum.
Meðal þess sem fræði menn velta
fyrir sér er heimilda notkun þess-
ara stjórnvalda og málskilningur
dómara og annarra lögfræðinga
á forn um bréfum og heimildum
sem þeir styðjast við. Um þetta
fjall aði Einar G. Pétursson rann-
sóknarprófessor á Árnastofnun í
erindi sem hann flutti á málþingi
í Heklusetri 2. júní sl.
Einar hóf erindi sitt á vangavelt-
um manna um eignir kirkjujarða á
fjalldölum. Tók hann dæmi úr sinni
heimasveit, Fellsströnd í Dalasýslu
þar sem Staðarfell hefur um langan
aldur átt Flekkudal sem er langt frá
öðru landi jarðarinnar. Flekkudalur
er eign Staðarfells í kaupbréfi fyrir
Staðarfelli frá árinu 1385. Staðarfell
hefur alla tíð verið bændakirkja og
þess vegna hefur Flekkudalurinn
fylgt jörðinni og gerir það enn.
Mjög víða eiga kirkjur fjalllendi.
Þúsundir óskoðaðra bréfa
Því miður eru heimildir um eignir
jarða ekki alltaf svona skýrar. Einar
notaði einkum Íslenzkt fornfréfa-
safn, sem nær þó aðeins fram til
1570, og vísitasíubækur Brynjólfs
Sveinssonar biskups. Við rannsókn-
ina á eignarhaldi Flekkudals rakst
hann á bréf frá 1613 sem staðfesti
eldra bréfið en það bréf barst hon-
um í hendur þegar hann tók á móti
bréfum í handritaskilum úr Árna-
safni í Kaupmannahöfn.
Í erindi sínu harmaði Einar
hversu illa hafi verið staðið að út-
gáfu fornbréfa og heimilda á síð-
ustu áratugum. Það hafi verið gert
af myndarskap meðan á sjálfstæð-
isbaráttunni stóð en eftir það hafi
áhuginn fjarað út. Nú sé staðan sú
að í Árnastofnun liggi „skjöl svo
þúsundum skiptir, sem ekki hafa
verið skoðuð fyrir Óbyggðanefnd
og enginn veit í raun hvað geyma“.
Hvað merkir afréttur?
Einar fjallar nokkuð um merkingu
orðanna „af réttur“ og „afréttar eign“
sem fræði menn
hef ur greint
á um lengi
hvað feli í sér.
Þegar fossa-
mál in komu til
umræðu á al-
þingi 1917 var
Bjarni Jónsson
frá Vogi feng-
inn til að kveða
upp úr um það hvað orðið „afréttur“
þýddi og var niðurstaða hans sú að
yfirráð einstaklinga og sveitarfélaga
yfir slíku svæði takmörkuðust við
það sem „ríkið vill veita þeim“.
Eggert Briem bóndi í Viðey birti
um svipað leyti grein þar sem hann
komst að þveröfugri niðurstöðu,
þe. að ókleift væri að draga afrétt-
ir undir landssjóð fremur en hverja
aðra jarðeign í landinu.
Árið 2001 ritaði Gunnar F. Guð-
mundsson sagnfræðingur sem var
um tíma starfsmaður Óbyggða-
nefndar grein þar sem hann benti á
ýmsar veilur í rökstuðningi Bjarna
og segir að ekki sé hægt að full-
yrða „að afréttareign hafi einungis
falið í sér beitarítak og e.t.v einhver
takmörkuð not sem annaðhvort var
eigendalaust eða í eigu ríkisins“.
Segir Gunnar einnig að þjóðlendu-
lögin eigi sér frekar réttlætingu í
einhvers konar „heildarhagsmunum
þjóðarinnar“ en að þau styðjist við
söguleg rök.
Einar ræðir um notkun lögfræð-
inga á fjallskilareglum sem heimild
og hefur það við þær að athuga að
slíkar reglur hafi fyrst verið sett-
ar um aldamótin 1800 og eigi því
ekki við þegar eldri heimildir segi
annað.
Ofsatrú á Landnámu
Eina heimild hafi lögfræðingar
sem vélað hafa um þjóðlendumál
þó talið afar trausta og er marg oft
vitnað í hana í hæstaréttar dóm um.
Það er Landnáma. Þar er lýst um
400 landnámum í upphafi Íslands-
byggðar. Gallinn er hins vegar sá
að hún var sennilega samin rúmlega
200 árum eftir að landnám hófst
fyrir 900 og mjög breyttar gerðir
hennar sem hafa varðveist eru frá
því um 1300.
Á hinn bóginn hafi þessir sömu
lögfræðingar ekki haldið á lofti
ákvæði sem finna má bæði í Jóns-
bók og Grágás og segja til um það
að ekki sé skylda að ganga á merki
á fjöllum uppi, þe. ekki sé þörf á að
tilgreina nákvæmlega landamerki
á vatnaskilum. Einar bendir einnig
á þá staðreynd að á landnámsöld
náði byggð lengra inn á hálendið en
nokkru sinni síðar. Um þetta segir
hann að engu sé líkara en að sumir
lögfræðingar, þar með taldir hæsta-
réttardómarar, skilji ekki mælt mál.
Máldagar, þ.e. eignaskrár kirkna,
eru teknir með mikilli varfærni.
Aftur á móti meta lögfræðingar
Land námu svo mikils að ekki þarf
að ræða heimildagildi hennar.
Þegar málið um hvort Skjald-
breiður væri þjóðlenda var fyrir
héraðsdómi Suðurlands 13. október
2005 er eftirfarandi rökstuðningur
tilgreindur af hálfu ríkisins: „Það
liggi ljóst fyrir, að réttarþróun allt
að núverandi stöðu mála sé á þá
lund, að enginn hafi getað eignast
grunnrétt að hálendissvæðum utan
landnáma. Við athugun á því hvað
felist í hugtökunum „almenningur“
og „afréttur“ séum við Íslendingar
í þeirri einstæðu aðstöðu, að hafa
skjallegar frásagnir um landnám
Íslands, en þær frásagnir hafi verið
taldar áreiðanlegar af sagnfræðing-
um. Samkvæmt þessum heimildum
sé greint frá yfir 400 landnámum
og sé hvergi getið um þau, nema
þar sem um sé að ræða eignarlönd
sem síðar hafi verið byggð. Einnig
sé talið áreiðanlegt, að Jónsbók í
núverandi afritum sýni hver lög
voru talin gilda hér 1281.“ Einar
spyr hvaða sagnfræðingar það séu
sem telji Landnámu áreiðanlega,
skjallega heimild?
Málaferlin gætu dregist á langinn
Lokaorð Einars í erindinu eru á
þessa leið:
„Ekki er gott að segja til um
hvernig þjóðlendumál þróast í fram-
tíðinni. Nokkur mál eru nú kom in
fyrir Evrópudómstólinn og yrðu þau
tekin fyrir þar og ynnust, gæti það
þýtt að málaferli héldu lengi áfram.
Öruggt er aftur á móti, að sökum
þess hve illa var staðið að leit að
skjölum eiga einhver gögn eftir að
koma í ljós, sem verða grundvöllur
nýrra málaferla. Ótrúlegt er annað
en sagnfræðing ar hnekki trú lög-
fræðinga á Landnámu. Hér eiga
vel við orð Þór arins skólameistara
á Akureyri, er sagði: „Spillt þjóð fé-
lag þarf marga lögfræðinga.“ Fyrir
skömmu endurtók ég ofangreind
orð í eyru prófessors í lögum, sem
bætti við: „Og gjörspillt geysi-
marga.““ –ÞH
Ragnar Ingi Aðalsteinsson spyr um
höfund þessarar vísu:
Gakktu á skíðum gleðinnar
í grónum hlíðum lukkunnar.
Farðu á skautum farsældar
fram hjá brautum glötunar.
Kristján Bersi telur að þetta sé ein
af þeim vísum sem gjarnan voru
settar í minningabækur skólabarna
um 1950.
Heiður heillar sveitar
Sigurður Sigurðarson spurði um
höfund þessarar vísu á Leir og fékk
svar að hún væri eftir Borgfirðinginn
Jakob á Varma læk.
Það myndi heiðri heillar sveitar
bjarga,
hryggja fáa, en gleðja æði marga
og menninguna stórkostlega styrkja,
ef Sturla í Fossatúni hætti að yrkja.
Ný ríkisstjórn
Auðvitað tóku hagyrðingar til
við að yrkja um nýja ríkisstjórn á
ýmsan hátt. Kristján Bersi á þessa:
Boðaðrar stjórnar er beðið enn,
bráðum er látið vaða
og Bleikjustjórnin birtist senn
bæði til gagns og skaða.
Benedikt Jónsson orti:
Löngum reynist lánið valt,
en lukkan mætust.
Ingibjörg var þá eftir allt
allra stelpna sætust.
Kristján Bersi orti þessa vísu að
loknum lestri á Reykjavíkurbréfi
Moggans.
Sumum verður í hamsi heitt
og hatast við frama Ingibjargar.
En að henni finna má ekki neitt,
– Alveg sama hvað Styrmir
þvargar.
Hjálmar Freysteinsson sagði:
Annað skemmtilegt í fréttum, sem
féll auðvitað í skuggann, var að
Frjálslyndir hefðu boðið gömlu
stjórninni aðstoð sína.
Er þraukaði stjórn við þunga nauð
þrotið var afl og kraftur,
góðhjartaður Guðjón bauð
að gefa þeim sleggjuna aftur.
Kristbjörg heitir höfundur þessarar
vísu sem birtist á Leir:
Nú var Framsóknarflokkurinn
kvaddur
förinni lokið, sagan skráð,
nú er þar margur í nauðum staddur
nú þarf að stofna sendiráð.
Þessi spurning vaknaði hjá Hjálm-
ari Freysteinssyni:
Spurningar þeirrar spyrja má
spekinga í eðlisfræði,
hvort ríkisstjórn mynda eigi á
alræmdu sprungusvæði.
Og hann bætir við:
Ég hef tekið eftir því að óvenju-
mikið kossaflens fylgir myndun
þessarar stjórnar. Man ekki til að
Halldór og Davíð hafi sést kyssast
hér fyrrum þó ég efi ekki að þá hafi
langað til þess. Ingibjörg hefur nú
tilkynnt að kynjaskipting verði
jöfn í ráðherraliði Samfylkingar.
Efalítið er til bóta,
engan vegin skaðað getur
að Ingibjörg noti kynjakóta
svo „kossastjórnin“ endist betur.
Séra Hjálmar Jónsson flutti Geir
og flokksráði Sjálfstæðisflokksins
þessa limru:
Þó að oft megi árangurs vona
og Ingibjörg Sólrún sé kona
og stjórnin sé klár
og kvitt næstu ár
þá kysstu´ekki konuna svona.
Umsjón:
Sigurdór Sigurdórsson
ss@bondi.is
Í umræðunni
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 20077
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Fáir þekkja stöðuna í þjóðlend-
umálunum betur en Ólafur
Björnsson, lögmaður á Selfossi.
Bændablaðið bað hann að skýra
og meta stöðuna í málunum eins
og hún er núna.
,,Það má segja að þjóðlendumálin
séu í miðju kafi um þessar mundir.
Það er búið að taka um það bil hálft
landið til meðferðar. Suðurlandið
er lengst komið í því. Það er búið
að fara í gegnum óbyggðanefnd,
héraðsdóm og Hæstarétt. Nokkur
mál vestast í landnámi Ingólfs eru
þó um þessar mundir að fara fyrir
héraðsdóm. Þrjú mál úr Austur-
Skaftafellssýslu hafa verið kærð til
Mannréttindadómstóls Evrópu. Þær
kærur fóru nú í vor. Nýbúið er að
kveða upp úrskurði á N-Austurlandi
og menn eiga alla möguleika á að
skjóta þeim úrskurðum til dómstóla
og hafa til þess sex mánuði. Ég
reikna með að flestir bændur fari
með málin fyrir dómstóla,“ sagði
Ólafur.
Málin á öllum stigum
Hann segir að nú sé verið að vinna
að málum bæði í Norður- og
Suður-Þingeyjarsýslum en það sé
á byrjunarstigi. Til standi að skila
kröfulýsingum og greinargerðum
og flytja mál fyrir Óbyggðanefnd í
september nk.
,,Það má því segja að þjóð-
lendumálin séu á öllum stigum
því norðvestanvert og vestanvert
landið, sem og Vestfirðir, eru alveg
eftir. Það er því ljóst að áratugur
eða meira mun líða þar til þessum
málum lýkur,“ segir Ólafur.
Umdeilt atriði
Fyrir kosningarnar í vor var rætt
um að reyna að leysa þessi mál
meira í sátt en gert hefur verið. Það
segir Ólafur að gæti flýtt afgreiðslu
málanna umtalsvert.
Dæmi hafa verið nefnd um að
bændur hafi keypt lönd af ríkinu
sem nú séu allt í einu úrskurðuð
þjóðlendur og þar með eign rík-
isins. Ólafur segir að í flestum
þeim tilvikum hafi verið um að
ræða gamlar kirkjujarðir og gömul
afréttarlönd kirknanna og því verið
um afréttaralmenning að ræða. Það
geti enginn selt meira en hann eigi
og það skipti því engu máli þótt
einhver embættismaður hjá ríkinu
hafi afsalað landi. Inntak eignarrétt-
ar breytist ekki. Landið verði áfram
afréttaralmenningur og þar með
þjóðlenda. Ekki sé hægt að breyta
því í eignarland með einfaldri sölu
embættismanns. Slíkt yrði að gera
með lögum, að sögn Ólafs. Hann
tekur fram að þetta sé þó mjög
umdeilt meðal löglærðra manna
sem leikmanna og því margt óljóst
í málinu enn þá.
Um 80 þúsund mál bíða
afgreiðslu
Aðspurður hvort hann telji öruggt
að Mannréttindadómstóllinn taki
málin fyrir segir hann að því fari
fjarri að það sé öruggt. Það væri
hrein heppni ef svo færi enda bíði
um 80 þúsund mál afgreiðslu hjá
dómstólnum. Og jafnvel þótt dóm-
stóllinn tæki málin fyrir sé ekki
öruggt að landeigendur vinni þau.
Ólafur segir að menn hafi
deilt um eignarrétt á hálend-
inu í hátt í hundrað ár. Það byrj-
aði allt með Bjarna frá Vogi 1907
þegar átök hófust um fossana og
svo kölluð fossalög voru sett.
Síðan hafa fallið dómar eins og
Landmannaafréttardómur fyrri 1955
og Landmannaafréttardómur síðari
1981. Þá komst Hæstiréttur að þeirri
niðurstöðu að Landmannaafrétt ætti
enginn, hvorki ríkið, hrepparnir né
bændur. Um væri að ræða almenn-
ing óháðan öllum. Árið 1997 féll
dómur um Auðkúluheiði og þjóð-
lendumálin hófust svo árið 1999
en lög þar um höfðu verið sett árið
áður. Þjóðlendumálin hafa því stað-
ið yfir í 80 ár. S.dór
Þjóðlendumálin gætu að
óbreyttu tekið meira en áratug
Á hverju byggjast úrskurðir í þjóðlendumálum?
Einar G. Pétursson gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð og túlkun lögfræðinga
á heimildum þegar þeir fjalla um eignarhald á landi
Þjóðlendumálin geta snúist um veruleg verðmæti.