Bændablaðið - 12.06.2007, Side 10
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200710
Nýlega var haldinn fundur
um dreifikerfi eMax í Húna-
vatns hreppi. Á fundinn mættu
fulltrúar frá Hive, sem eru
nýir eigendur eMax, fulltrú ar
Bændasamtakanna og Húna-
vatns hrepps og er það von þeirra
síðar nefndu að netsamband á
svæð inu færist í betra horf í kjöl-
far fundarins.
Eftir að eMax hafði lokið upp-
byggingu á þráðlausu netsambandi
í Húnavatnshreppi lét fjarskipta-
nefnd Húnavatnshrepps gera úttekt
á dreifikerfinu. Verkefnið var unnið
af IceCom í byrjun maí 2007. Ægir
Sigurgeirsson formaður fjarskipta-
nefndar Húnavatnshrepps fór yfir
stöðu mála varðandi uppsetningu
á dreifikerfinu. Lýsti hann ýmsum
vandamálum sem komið hafa upp
við uppsetningu kerfisins og slæm-
um frágangi þess. Í skýrslu IceCom
kemur fram að frágangi kerfisins er
víða ábótavant hvað varðar lagnir,
einangrun og fagleg vinnubrögð.
Gerði hann kröfu um að staðið sé
við þann samning sem gerður var
við eMax um uppsetningu og virkni
kerfisins.
Niðurstaða fundarins var sú
að Hive verður send skýrsla um
ástand kerfisins eins fljótt og hægt
er en samkvæmt upplýsingum
Bændasamtakanna er skýrslan þegar
komin í hendur Hive. Fulltrúar
Hive gefa sér fimm virka daga til
að svara skýrslunni og gera áætlun
um lagfæringar. Farið verður yfir
uppsetningu kerfisins í Svartárdal
og Vatnsdal með það að markmiði
að laga tengingar þar. Síðan verður
kerfið yfirfarið í heild sinni.
Jákvæðir og neikvæðir þættir
Jón Baldur Lorange, yfirmaður
tölvudeildar Bændasamtakanna, sat
fundinn og vonast til að netteng-
ingar allra Húnvetninga komist nú
senn í viðunandi lag.
„Þetta er mál sem snertir hags-
muni landsbyggðarinnar mikið, enda
aðgangur að upplýsingasamfélag-
inu orðinn forsenda byggðar um
allt land. Við höfum heyrt óánægju
meðal bænda og sveitarfélaga varð-
andi þjónustu eMax en reksturinn
hefur verið mjög erfiður vegna innri
aðstæðna í fyrirtækinu og tíðra eig-
endaskipta en ég vonast nú til að
þetta lagist með nýjum eigendum.
Nýjum eigendum hefur verið send
skýrsla um ástand kerfisins og nú
er að sjá hvort hugur fylgi máli en
þeir lýstu sig reiðubúna að vinna
að skjótri úrlausn í samstarfi við
heimamenn. Það er vissulega rétt að
geta þess að með tilkomu eMax og
annarra smærri fjarskiptafyrirtækja
á landsbyggðinni hefur orðið meiri
samkeppni á fjarskiptamarkaði á
landsbyggðinni sem hefur orðið
til hraðvirkari Internettenginga
og lægri fjarskiptakostnaður hjá
bændum miðað við ISDN-þjónustu
Símans. Það breytir hins vegar ekki
því að fyrirtækið verður að standa
við gerða samninga og bjóða upp
á ásættanlega þjónustu við við-
skiptavini sína ella leita þeir annað.
Allt þetta vekur einnig upp spurn-
ingar um aðkomu Fjarskiptasjóðs
við uppbyggingu háhraðatenginga á
landsbyggðinni.“ ehg
Nýverið skipti fjarskiptafyr-
irtækið eMax um eigendur og
hefur nú sameinast fjarskipta-
fyrirtækinu Hive.
„Með sameiningunni verður
þetta mun stærri eining sem fylgir
meiri styrkleiki og meira þjónustu-
framboð. Við erum að fara yfir
allt dreifikerfi eMax til að styrkja
það og bæta. Það hafa verið veik-
leikar í kerfinu sem við erum að
vinna að en okkur er kappsmál að
bæta kerfið þannig að nettengingar
verði stöðugar og að þetta komist í
gott horf,“ útskýrir Einar Kristinn
Jónsson, framkvæmdastjóri Hive
og WBS (Wireless Broadband
Systems), og segir jafnframt:
„eMax-tæknin er barn síns tíma en
þegar fram líða stundir munum við
koma upp nýrri tækni hérlendis.“
Á döfinni hjá hinu sameinaða
fyrirtæki er að taka í notkun nýtt og
fullkomnara kerfi innan tíðar sem
er í þróun í Þýskalandi.
„Við sem stöndum að baki WBS
höfum verið að þróa fjórðu kyn-
slóðar fjarskiptatækni til að geta
flutt háhraðanet og verið með fjöl-
þáttaþjónustu þráðlaust sem hentar
bæði í dreifbýli og þéttbýli. Okkar
framtíðarsýn er að koma þessu fyrir
og veita þessa þjónustu um allt land
í náinni framtíð. Með þessari nýju
tækni verður netið mun afkast-
ameira og þá er til dæmis sjónvarp-
ið orðið gagnvirkt. Það eru því gríð-
arlega miklar breytingar í vændum
og tækifærið er núna til að ráðstafa
þessum fjármunum sem ríkið fékk
úr sölunni á Símanum. Ef það ger-
ist ekki fljótlega eykst ójöfnuður-
inn milli dreifbýlis og þéttbýlis enn
frekar því tækniþróunin er svo ör
og menn þurfa að ná í skottið á sér í
þessum málum,“ segir Einar.
Núverandi fyrirkomulag
samkeppnishamlandi
Þar sem talið berst að fjármunum
tengdum háhraðatengingum í dreif-
býli er ekki úr vegi að spyrja Einar
hvað honum finnist um aðkomu
Fjarskiptasjóðs og stjórnvalda til
að koma á slíkri þjónustu.
„Mér finnst þetta á kolrangri
leið og ég hefði talið að þessum
fjármunum væri mun betur komið
í höndum sveitarfélaga heldur en
Fjarskiptasjóðs. Þá væri hægt að
taka betur mið af aðstæðum í hverju
sveitarfélagi fyrir sig og slík aðferð
væri meira örvandi fyrir samkeppn-
ina. Miðað við pólitískar yfirlýsing-
ar sem gefnar voru þegar lögin um
Fjarskiptasjóð voru sett og loforð
gefin um að þá yrðu háhraðateng-
ingar í dreifbýli að veruleika, hefðu
menn átt að gera það í fullri alvöru
og standa við þær væntingar sem
voru gefnar. Fólk veit ekki hvaða
svæði verða styrkt og núverandi
fyrirkomulag er samkeppnishaml-
andi,“ segir Einar og bætir við:
„Það skiptir miklu máli til að
jafna aðstöðumun dreifbýlis og þétt-
býlis að netið sé öflugra og hraðara
en það er í dag. Við stöðvum ekki
þessa þróun því það verður áfram
þörf fyrir vaxandi hraða. Til að
dreifbýlið búi við sömu aðstæður
og þéttbýlið þarf að sjá til þess að
þar sé hægt að koma meiri þjónustu
yfir netið, eins og til dæmis síma
og sjónvarpi. Þetta verður ekki við-
unandi fyrr en dreifbýlið nýtur þess-
ara sömu aðstæðna í fjarskipta- og
margmiðlunarþjónustu.“ ehg
Fjarskiptafyrirtækið eMax skiptir um eigendur:
Breyttar áherslur og ný tækni
„Ójöfnuðurinn eykst ef við nýtum ekki tækifærin
núna,“ segir Einar Kristinn Jónsson frkvstj.
Húnvetningar langþreyttir á lélegu dreifikerfi
Forsvarsmenn Fjarskiptasjóðs
hafa undanfarið fundað með
fjarskiptafyrirtækjunum og
safnað gögnum til að finna út
hvar sé þörf á að fara í útboð.
Stefnt er að því auglýsa útboð í
byrjun júlí og að skrifað verði
undir samninga við fyrirtæki
í haust. Í framhaldinu hefjist
uppbygging og á henni að verða
að mestu lokið á árinu 2008.
„Við erum í miðju ferli með
háhraðanettengingarnar en búið er
að kortleggja öll lögbýli á landinu
og hnitsetningu þeirra. Undanfarið
höfum við fundað með öllum fjar-
skiptafyrirtækjunum um það hvar
þau eru með og hvar þau hyggjast
vera með þjónustu og síðan leggj-
um við þær upplýsingar yfir korta-
upplýsingarnar okkar. Samhliða
þessari vinnu erum við að vinna
útboðsgögn en stefnan er að geta
auglýst útboð í byrjun júlí fyrir
þau svæði þar sem enginn ætlar
að bjóða þjónustu,“ útskýrir Jón
Eðvald Malmquist, lögfræðingur í
Samgönguráðuneytinu.
Búnir að skilgreina vandann
Í dag eru um 95 prósent lands-
manna með ADSL-tengingu
og 2-3 prósent með þráðlausar
háhraðalausnir. Því eru enn 2-3
prósent sem eftir er að þjónusta og
Fjarskiptasjóður þarf að stuðla að
uppbyggingu á þeim svæðum ef
fjarskiptafyrirtækin hyggjast ekki
gera það.
„Við erum búnir að skilgreina
vandann og vitum betur stöðuna
í dag en áður. Landfræðilega er
þetta erfitt fyrir okkur á mörg-
um sviðum miðað við til dæmis
í mörgum Evrópulöndum en það
sem vinnur með okkur er að alltaf
er að koma betri tækni. Þá hefur
mikil uppbygging á þessu sviði átt
sér stað hér á landi á undanförnum
árum og sem dæmi hafa fyrirtæki
hér verið að setja upp ADSL-
stöðvar í dreifbýli fyrir um það
bil 100-200 manns á meðan víða í
Evrópu eru ekki settar upp stöðvar
fyrir minna en 4000 manns og því
eru margir þar ekki með neinar
tengingar,“ segir Jón Eðvald.
En hvað finnst ykkur um þá
einkennilegu stöðu sem upp er
komin hjá sumum sveitarfélögum
að vegna þjónustuleysis hafa sum
þeirra velt því fyrir sér að segja
upp samningum við fjarskiptafyr-
irtæki á grundvelli markaðsbrests
til að ríkið taki við á þeim stöðum
og styrki sveitarfélögin?
„Málið er að á nokkrum stöð-
um úti á landi hafa sveitarfélög
verið að gera samninga við fjar-
skiptafyrirtæki um uppbyggingu
á hráhraðatengingum og þannig
flýtt fyrir uppbyggingu á sínum
svæðum. Ef sveitarfélag, sem
gert hefur slíkan samning, segir
upp samningi við fjarskiptafyr-
irtæki er meginspurning hvort
fyrirtækið ætlar að halda áfram
að bjóða þjónustu á svæðinu eða
ekki. Ef fyrirtækið ætlar að halda
áfram að bjóða upp á þjónustu á
svæðinu er ekki þörf fyrir aðkomu
Fjarskiptasjóðs. Það sem skipt-
ir auðvitað mestu máli er að allir
hafi möguleika á háhraðatenging-
um,“ svarar Jón Eðvald. ehg
Fjarskiptasjóður:
Búnir að kortleggja öll lögbýli landsins
Í tilefni af 40 ára afmæli Fram-
leiðnisjóðs landbúnaðarins í lok
síðasta árs voru boðnir fram sér-
stakir styrkir til rannsóknaverk-
efna á tilteknum sviðum. Annars
vegar skyldi tekin fyrir notkun
landsins, frá haga til maga, til
framleiðslu vegna frumþarfa/
vöru og þjónustu – staða, skipu-
lag og möguleikar í innlendu og
erlendu markaðsumhverfi næstu
ára og hins vegar fjölþættur land-
búnaður, atvinnugrundvöllur
dreif býlis – faglegar, hagrænar
og fé lagslegar forsendur til þess
að efla hann á næstu árum.
Alls bárust sjö umsóknir. Sér-
stakri nefnd skipaðri fulltrúum Fram-
leiðnisjóðs, Bændasamtakanna
og Rannís var falið að leggja mat
umsóknirnar. Hlutskörpust varð
umsókn frá Háskóla Íslands vegna
rannsóknar á litrófi landbúnaðarins
og forsendum fjölbreyttrar atvinnu
í sveitum. Að umsókninni standa
Anna Karlsdóttir, lektor við HÍ,
Karl Benediktsson, dósent við HÍ
og Magnfríður Júlíusdóttir, lektor
við HÍ, öll á sviði landfræði og með
tengsl m.a. við ferðamálafræði,
sam félagsfræði, byggðaþróun og
stjórn málafræði.
Markmið þeirrar rannsóknar er
að kanna forsendur fyrir fjölþætt-
um landbúnaði á Íslandi. Kannað
verður hvers konar nýbreytni hefur
helst náð að festa rætur í íslensk-
um sveitum og hvaða atriði hafa
ýmist stuðlað að eða hindrað að
fjölþættur landbúnaður hafi náð að
dafna. Ekki verður horft eingöngu
til hefðbundins framleiðsluhlut-
verks landbúnaðarins, heldur horft
á atvinnugreinina á breiðari hátt en
hingað til hefur yfirleitt verið gert.
Verkefnið mun hefjast á grein-
ingu á mismunandi landfræðilegum
aðstæðum fyrir fjölþættan land-
búnað. Tekin verða viðtöl við fólk
í sveitum, sem farið hefur nýjar
leiðir. Í framhaldi viðtalanna verður
gerð spurningakönnun meðal úrtaks
bænda af öllu landinu, þar sem innt
verður eftir aðstæðum þeirra og við-
horfum til breytinga í landbúnaði.
Niðurstöður verða túlkaðar í ljósi
tiltekins líkans úr félagsvísindum,
um sjálfbært lífsviðurværi.
Með verkefninu fæst traustur upp-
lýsingagrunnur um íslenskan land-
búnað í samtímanum, bæði það sem
vel hefur tekist og það sem ekki hefur
gengið upp, sem og um mat bænda
á ástæðum þessa. Niðurstöðurnar
munu hafa umtalsvert hagnýtt gildi.
Unnt verður að skilgreina betur en
áður hvernig best verður stutt við
nýsköpun til sveita. Verkefnið mun
auðvelda mótun markvissrar land-
búnaðar- og byggðastefnu, sem
tekur mið af svæðisbundnum þörf-
um og fjölbreytileika.
Meðfylgjandi mynd var tekin á
stjórnarfundi FL þegar umsækjend-
ur komu til við viðræðna um fram-
vindu verkefnisins.
Háskóli Íslands hlaut afmælisstyrk Framleiðnisjóðs