Bændablaðið - 12.06.2007, Page 15

Bændablaðið - 12.06.2007, Page 15
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200715 Nýverið hlaut Elías Guðmundsson frá ferðaþjónustufyrirtækinu Hvíldarkletti ehf. á Suðureyri fyrstu verðlaun fyrir bestu mark- aðsáætlunina við útskrift í verk- efninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) ásamt Sigrúnu Guðjónsdóttur frá hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækinu Innn hf. í Reykjavík. „Við erum stolt af því að fá svona klapp á bakið og það er alltaf gaman þegar tekið er eftir því sem maður gerir. Nú stöndum við í stór- ræðum á Suðureyri og Flateyri við að taka á móti þýskum sjóstanga- veiðimönnum en uppbókað er að mestu í sjóstangaveiðina í sumar. Það hefur gengið nokkuð vel þrátt fyrir leiðinlega tíð en það er ótrú- legt hvað Þjóðverjarnir láta veðrið hafa lítil áhrif á sig,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hvíldarkletts. Ferðamenn og daglegt líf þorpsbúa Útflutningsráð Íslands stendur að verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur í samvinnu við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Landsbanka Íslands, Bakkavör Group, Byggðastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag kvenna í atvinnurekstri. Þetta er í 17. sinn sem ÚH-námskeið er haldið á vegum Útflutningsráðs en um er að ræða þróunarverkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Markaðsáætlun Hvíldarkletts byggist á sjávarþorpinu Suðureyri. Í raun gengur verkefnið út á að breyta Súgandafirði í nokkurs konar „þemagarð“ þar sem ferðamenn geta komið í heimsókn og tekið þátt í daglegum störfum þorpsbúa; veitt sér í soðið, unnið í frystihúsinu og svo framvegis. Íbúarnir verða þannig á vissan hátt þátttakendur í sínum eigin raunveruleikaþætti. ehg Hvíldarklettur ehf. á Suðureyri á hraðri siglingu

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.