Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200717 Framkvæmdir við 750 fermetra heilsulind við gufubaðið á Laugarvatni hefjast um miðjan ágúst. Áætlað er að þeim verði lokið um mitt næsta ár en í milli- tíðinni verður gufubaðið lokað. „Núverandi mannvirki verða rifin og byggð mun stærri aðstaða með tengingu við Laugarvatn. Þannig verður með góðu móti hægt að taka á móti ríflega hundr- að gestum í einu,“ segir Anna G. Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Bláa lónsins, en dótturfélag þess, Íslenskar heilsulindir, mun sjá um rekstur nýja gufubaðsins. Fyrirtækið Gufa ehf. kostar hins- vegar uppbyggingu á staðnum og er fjármagn fyrir framkvæmd- unum alveg í höfn, að sögn Önnu. Suðurland.is segir frá. Gjörbreytt gufubað á Laugarvatni Framkvæmdir hefjast í ágúst Heimasíða Bændablaðsins: www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.