Bændablaðið - 12.06.2007, Side 22

Bændablaðið - 12.06.2007, Side 22
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200722 Vélfang ehf. afhenti á dögunum stærstu dráttarvél sem fram- leidd er í Evrópu til Skarphéðins Jóhannesonar í Heflun ehf. Vélin er að gerðinni Fendt 936 Vario og er 360 hestöfl. Í fréttatilkynningu frá Vélfangi segir að vélin sé vel útbú- in og tæknilega fullkomin. Nefna þeir sérstaklega gírkassa vélarinnar og nýja tegund af vél sem ku vera einkar sparneytin sem munar um á tímum hás olíukostnaðar. Þess má geta til að ímynda sér stærð Fendt 936 að þyngdarklossinn framan á vélinni 2,5 tonn en heildarþyngd er 12,6 tonn. Litskrúðug lömb Áætlað er að í sauðburðinum á Íslandi komi um 800.000 lömb í heiminn. Að sjálfsögðu eru þau margvísleg að lit og hér fylgja með tvær myndir sem blaðinu bárust af skemmtilegum litaaf- brigðum. Fréttaritari okkar í Mývatnssveit sendi okkur þenn- an pistil um hrútlambið litskrúð- uga: Það er einstaklega fallegt þetta þrílita hrútlamb í búi Halldórs Árnasonar í Garði í Mývatnssveit. Ég fékk Árna Halldórsson til að litgreina lambið. Hann segir það goltótt með hvíta sokka á afturfót- um en hvíta leista á framfótum. Lambið er líka hvítkrúnótt og með hvítan dindil. Móðirin er kollótt og mórauð, ættuð úr Strandasýslu og þangað var sótt sæðið sem hún fékk og gaf mórauða gimbur auk hrútlambsins. Gimbrin var vanin undir aðra á. Þeir Garðsfeðgar vilja síður láta gemlinginn ganga með 2 lömb í sumar. Árni segir að guli lit- urinn hverfi með tímanum og verði hvítur að mestu. Trúlegast verður hann settur á vetur, sá litli. BFH Við þetta má bæta að Ólafur Dýrmundsson kallar þetta litaaf- brigði golsuflekkótt, nánar tiltekið golsuarnhosótt. Hann segir að þetta sé ekki algengt en komi þó fyrir af og til. Frá Jóni S. Sigmarggyni barst einnig mynd af lambi sem fæddist að Desjamýri í Borgarfirði eystra. Það er hvítt með svartan blett í andliti. Ólafur sagði að þetta væri í raun ekki sjálfstætt litaafbrigði en skemmtilegt engu að síður að sjá svona lamb. Bóthildur hefur borið 26 lömbum á níu árum Ærin Bóthildur á Heydalsá við Steingrímsfjörð bar á dögunum þremur lömbum en það hefur hún gert árlega síðan árið 2000. Sem gemlingur var hún tvílembd en ekki hefur brugðist að hún kæmi með þrjú lömb síðan. Það er Branddís Ösp Ragnarsdóttir sem á þessa frjósömu kind og eru þær jafnöldrur, báðar níu ára. Kindina fékk Branddís að gjöf þegar hún var á fyrsta ári, frá föðurforeldrum sínum þeim Braga Guðbrandssyni og Sólveigu Jónsdóttur sem einnig búa á Heydalsá. Í fyrrahaust höfðu lömb alls 944 kg að þyngd komið af fjalli undan Bóthildi, að vísu með hjálp „kjörmæðra“ því þriðja lambið hefur jafnan verið vanið undir aðra á. Samtals hefur hún borið 26 lömb- um á níu árum og hafa þau öll lifað. Bóthildur hafði þá skilað tæpum 250 kílóum af kjöti en einnig hefur mikið verið látið lifa undan henni. Bóthildur er undan hrútnum Þyrli 94-399 frá Heydalsá en sá mun hafa verið afar frjósamur. Eru hrútar undan honum notaðir á sæðingarstöðvum og afkvæmi til undan honum víða um land. Ragnar Bragason, bóndi á Heydalsá, segir þrjár ær enn vera á lífi undan Þyrli. Hann telur að Bóthildur muni senn ljúka ævistarfinu, enda orðin níu vetra og þar með elsta ærin í fjárhús- inu. Á myndinni að ofan er Branddís með lömbin Rose og Jack sem heita eftir persónum úr uppáhalds- kvikmyndinni, Titanic. Þriðja lamb- ið, Aron, var vanið undir aðra á. Á hinni myndinni eru systurnar Þórey og Branddís að skoða lítið lamb. kse Stærsta dráttarvél í Evrópu til Íslands Blaðið Landnámshænan 2007 er komið út. Eigenda- og rækt- endafélag Landnámshænsna (ERL) gefur árlega út þetta tímarit sem er helgað ræktun landnámshænsna á Íslandi. Blaðið er fullt af fræðandi efni um landnámshænuna og falleg- um myndum af þessum litríka hænsnastofni. Því er ætlað að vekja áhuga á ræktun land- námshænsna og kynna kosti þessa einstaka stofns, sem nú telur líklega um 3000 einstakl- inga víðs vegar um landið, og auglýsa árlega sýningu félagsins sem verður 30. júní næstkom- andi. Blaðið er allt litprentað en meðal efnis er veggspjald í und- irbúningi þar sem landsmenn eru beðnir að láta vita ef þeir eiga lýs- ingar á mynstri og litum hænsn- anna á veggspjaldinu sem er mis- munandi eftir landshlutum; mynd- ir af sýningu félagsins 2006; grein um rannsóknir sem sýna ótvírætt að egg úr lausagönguhænum eru mun næringarríkari og hollari en egg úr verksmiðjubúum; grein um fóðrun hænsna og umgengni barna við hænur, svo fátt eitt sé nefnt. Tímarit um landnáms- hænur komið út

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.