Bændablaðið - 12.06.2007, Qupperneq 29
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200729
Í lok maí var haldið málþing
um starfsmenntun og fræðslu í
atvinnu lífinu og starfsemi Lands-
mennt ar, fræðslusjóðs Sam taka
atvinnulífsins og Starfs greina sam-
bands Íslands. Góð þátttaka var
á þinginu þar sem ýmis málefni
voru á dagskrá en nokkur þeirra
verða rakin hér.
Kristín Njálsdóttir forstöðumað-
ur Landsmenntar kynnti starfsemi
sjóðsins sem hóf starfsemi í sept-
ember árið 2000 sem og var fyrst
hugsaður sem tilraunaverkefni.
Sjóð urinn var síðan festur í sessi
í kjarasamningunum árið 2004.
Hlutverk hans er að styrkja fræðslu
og færni í atvinnulífinu á lands-
byggðinni og ná þannig að bæta
árangur fyrirtækja og auka ánægju
og hæfni fólks sem aðild á að
honum. Kynnt voru helstu verk-
efni sem sjóðurinn hefur styrkt, svo
og ýmsar áhugaverðar upplýsing-
ar sem koma fram í ársskýrslunni
fyrir árið 2006. Þá kom fram í máli
Kristínar að stéttarfélögin almennt
hefðu hingað til verið aðaldrif-
fjöðrin í að koma á fræðslu fyrir
verkafólk og að hvetja félagsmenn
sína til frekara náms. Til eru fyr-
irmyndarfyrirtæki á landsbyggð-
inni sem sinna fræðslu starfsmanna
sinna á markvissan hátt en almennt
mættu þó fyrirtækin taka sig taki
og koma á fræðslu í meira mæli en
verið hefur og taka frumkvæði að
fræðslu fyrir sitt starfsfólk. Kristín
sagði að menntun í atvinnulífinu
væri sameiginlegt hagsmunamál
stjórnvalda, atvinnurekenda og
stétt arfélaga.
,,Góð menntun er allra hagur”
voru lokaorð hennar.
Guðrún Vala Elíasdóttir frá
Sí menntunarmiðstöð Vesturlands
kvaddi sér hljóðs og kynnti nýstár-
legar hugmyndir að sérstökum
námskeiðum fyrir karlmenn á létt-
ari nótunum en komið hafði fram
að þeir væru ekki eins duglegir
við að sækja sér menntun og konur
eftir að hefðbundnu námi væri
lokið. Steinunn K. Pétursdóttir
frá Smellinn hf. kynnti sögu fyr-
irtækisins og lagði áherslu á að
starfsmönnum þyrfti að líða vel í
vinnunni og að ef starfsmenn væru
ánægðir þá ykist framleiðnin.
Þórunn Kristinsdóttir frá verka-
lýðs félaginu Stjörnunni í Grundar-
firði ræddi um starfsmenntun og
almenna fræðslu í atvinnulífinu frá
sjónarhóli stéttarfélags.
Í máli hennar kom fram að þeir
sem ættu að baki stutta skólagöngu
sætu oft í láglaunastörfum með
lítið sjálfstraust. Ýmis námskeið
hefðu verið haldin í gegnum tíðina
af til dæmis stéttarfélögum sem sótt
hefðu um styrk til námskeiðahalds
til ýmissa aðila.
Eftir stofnun starfsmenntasjóð-
anna varð mikil hvatning einstakl-
inga til að sækja sér aukna fræðslu
eins og til dæmis á tölvunámskeið.
Með tilkomu framhaldsskólans á
Snæfellsnesi opnast möguleikar
fólks á að sækja þangað einstakar
námsgreinar. Mikilvægt væri að
yfirmenn væru jákvæðir og hvettu
starfsmenn til starfsmenntunar.
Þórunn kom inn á að starfsfræðslu-
námskeið fiskvinnslunnar væri
hvetj andi fyrir starfsfólk því það
veitti launaflokkahækkanir.
Ásmundur Sverrir Pálsson frá
Fræðslu neti Suðurlands skýrði frá
uppbyggingu og umhverfi fræðslu-
miðstöðva. Hvernig næst til nem-
enda en þeir sem helst þyrfti að ná
til koma ekki án áreitis frá til að
mynda vinnuveitenda/stéttarfélagi.
Dreifibréf til viðbótar við hefð-
bundinn námsvísi skilaði í einhverj-
um tilfellum árangri. Ákjósanlegt
væri að fyrirtæki hefðu starfandi
fræðslunefndir starfsmanna og yfir-
manna. Hann nefndi síðan dæmi
um samstarfsaðila fræðlsunetsins,
sem aðallega voru fyrirtæki og
stofnanir og kynnti dæmi um nám
og námskeið sem staðið hefði verið
fyrir. Einnig rakti hann ferlið frá
því hugmynd að námskeiði verður
til og þar til því hefur verið komið
á koppinn og nefndi síðan helstu
hindranir fyrir því að fólk sækti
námskeið eins og til dæmis les-
blindu og fleira. ehg
Starfsmenntun og
fræðsla í atvinnulífinu
Frá málþingi um starfsmenntun og fræðslu í atvinnulífinu sem haldin var í Skíðaskálanum í Hveradölum í lok
maí.