Bændablaðið - 12.06.2007, Qupperneq 30
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200730
Laugardaginn 26. maí 2007 var mikill dag-
ur á Möðruvöllum. Þá var Leikhúsið vígt
eftir glæsilega uppbyggingu. Þar er komið
safnaðarheimili kirkjunnar og aðstaða til
funda- og veitingasölu. Til vígsluhátíð-
arinnar komu yfir 120 gestir.
Dagskráin hófst á því að Kirkjukór Möðru-
valla klaustursprestakalls söng ljóð Jónasar
Hallgrímssonar, Smávinir fagrir. Það var
Davíð Stefánsson, formaður sjálfseignar-
stofn unar innar Amtmannssetursins á Möðru-
völlum, sem setti hátíðina og bauð menn
vel komna. Hann skipaði séra Solveigu Láru
Guðmundsdóttur veislustjóra. Fyrst las Þór-
odd ur Sveinsson stuttan kafla úr bókinni Minn-
ingar frá Möðruvöllum og Guðrún Jónsdóttir
arkitekt las kafla úr endurminningum móður
sinnar, Huldu Á. Stefánsdóttur. Þá söng kirkju-
kórinn Fífilbrekka gróin grund og séra Gylfi
Jónsson las hluta af ljóði Davíðs Stefánssonar
sem nefnist Möðruvallaskóli fimmtugur. Þar
eru meðal annars þessi er indi:
Vorið er komið heim í Hörgárdalinn,
heilsar á ný og fagnar gömlum vinum,
ber frá þeim kveðju, er kól og féllu í valinn,
kemur með söng og gleðst með öllum hinum.
Vorið það heilsar vinum sínum öllum:
Velkomnir aftur heim að Möðruvöllum!
Margt hefur breytzt, og margs er hér að sakna.
Mörgum er ljúft að gista fornar slóðir.
Moldin er trygg, og minningarnar vakna.
Máli hins liðna tala steinar hljóðir.
Margt hafa árin tengt við gamla grunninn.
Geymt er hér margt – og þó er skólinn brunninn.
Bræður og vinir, blessum liðna daga.
Breytingum tímans æðri kraftar ráða.
Vel er, ef okkar verk og æfisaga
verða þeim ungu hvöt til nýrra dáða.
Þá hafa rætzt í Íslandsbyggðum öllum
óskir, sem fengu líf á Möðruvöllum.
Þá kynnti Bjarni E. Guðleifsson bygging-
arsögu Leikhússins og Solveig Lára sagði
frá framtíðaráformum um notkun hússins og
uppbyggingu á staðnum. Hún fór að lokum
með húsblessun og síðan tóku allir undir
sönginn Ísland ögrum skorið. Að því loknu
þáðu gestir veitingar og spjölluðu saman.
Í tilefni af vígslunni voru Amtmannssetrinu
færðar margar góðar gjafir.
Saga Leikhússins í stuttu máli
Árið 1880 var stofnaður gagnfræðaskóli á
Möðruvöllum sem var undanfari Mennta-
skólans á Akureyri. Möðruvallaskóli var þó
einungis starfræktur í 22 ár því þegar skóla-
húsið brann árið 1902 var skólinn fluttur til
Akureyrar. Á tímum skólans bjuggu á Möðru-
völlum margir merkismenn sem unnu mik-
ilvægt brautryðjendastarf í skólamálum og á
sviði náttúruvísinda. Skólinn útskrifaði yfir
230 nemendur sem margir urðu áberandi í
þjóðlífinu. Til dæmis var algengt að Möðru-
vellingar gerðust kennarar í sínu heimahér-
aði. Þá má geta þess að alls 18 nemendur
skólans voru kosnir þingmenn til Alþingis.
Einu sýnilegu minjar skólans sem eftir eru
á Möðruvöllum er sk. Leikhús sem var byggt
sem leikfimihús og pakkhús. Leikfimihúsið
var byggt sumarið 1881 og var það einn-
ig nefnt danshús eða leikhús. Þar var kennd
leikfimi og þar glímdu nemendur. Leikhúsið
var þó tvímælalaust þekktast sem dans- og
samkomuhús sveitarinnar en þar voru haldin
harmóníkuböll nánast á hverjum sunnudegi.
Leikhúsið var lítt innviðað, nema skilrúm
um það nokkuð austan við miðju. Í vestari
endanum var stórt salargólf. Leiksalurinn
var 10x12 álnir að gólffleti eða 43 fermetrar
en austurendi byggingarinnar var pakkhús.
Skilrúm var á milli húsanna upp að skamm-
bitum, en uppi var opið milli skemmuloftsins
og leikfimihússins. Á fánastöng hússins var
fáni með íslenska fálkamerkinu dreginn að
húni við hátíðleg tækifæri.
Vesturendinn á þessu húsi, hið raunveru-
lega Leikhús, var rifinn 1911-1912 og við-
urinn notaður í viðbyggingu íþróttahúss
Mennta skólans á Akureyri, viðbyggingu sem
kölluð er Fjós. Eftir stóð þá Pakkhúsið. Þegar
Bjarni E. Guðleifsson flutti í Möðruvelli
árið 1978 var Pakkhúsið orðið mjög lúið
og hlaðið drasli. Síðar var fleygt inn í það
hey böggum sem reyndar voru aldrei notaðir.
Við vesturstafninn hafði verið byggð ein lyft
skúrbygging með flötu þaki og var sagt að
þar hefði fólk búið eftir að íbúðar hús brann
á Möðruvöllum árið 1937. Fannst Bjarna og
ýmsum öðrum að þetta næstelsta hús staðarins
ætti skilið verðugra hlutverk en að grotna
niður. Var gerð áætlun um það hve mikið
mundi kosta að endurbyggja húsið svo að það
yrði nothæft, en hugmyndin var þá að í hús-
inu yrði hægt að vera með sölu á ýmiss konar
handverki og framleiðslu manna í nágrenn-
inu. Var árið 1981 áætlað að það myndi kosta
150.000 krónur. Í grein í Heimaslóð árið
1982 var spurt: Hver vill fjármagna svona
fyrirtæki? Þá veitti Menningarsjóður KEA
fyrsta styrkinn til þessarar uppbyggingar,
krónur 3.500.
Endurreisnin
Það var ekki fyrr en Húsafriðunarsjóður byrj aði
að styrkja bygginguna um 1990 að framkvæmd-
ir hófust. Árið 1995 stofnuðu tíu áhugamenn
sjálfseignarfélagið Leikhúsið á Möðruvöllum
og var fjármagns til uppbyggingar leitað víða
með litlum árangri. Sjálfseignarfélag þetta
ákvað að nota virðulegra nafnið, Leikhús, og
undir því nafni er húsið nú. Var félag þetta
skráð með kennitölu og tóku þá að berast
fyrirspurnir um það hvað væri á fjölunum í
Leikhúsinu á Möðruvöllum og voru forsvars-
menn hússins stundum í virðulegum bréfum
ávarpaðir sem leikhússtjórar. Hlutverk þessa
sjálfseignarfélags var að vinna að endurbygg-
ingu Leikhússins. Seinna komu fram áform um
enn meiri uppbyggingu hér á staðnum og upp úr
því var árið 2006 formlega stofnuð sjálfseign-
arstofnunin Amtmanssetrið á Möðruvöllum og
að henni standa Landbúnaðarháskóli Íslands,
Möðruvallaklausturssókn, Arnarneshreppur
og Prestsetrasjóður. Hlutverk þess er fyrst
og fremst að sjá um uppbygginguna á Möðru-
völlum og er endurbygging Leikhússins fyrsti
liðurinn í því starfi. Fjármagns í endurbygg-
inguna hefur verið leitað víða en það var ekki
fyrr en Arnarneshreppur kom inn sem eins
konar kjölfestufjárfestir á árinu 2006 sem hlut-
irnir fóru að ganga. BEG/ÞS
Amtmannssetrið vígir Leikhúsið á Möðruvöllum
Það eru margir Íslendingar sem
muna eftir Jósef á gula hjól-
inu, enda hefur hann ferðast um
Ísland á hverju sumri í 24 ár.
Hann kemur á hverju vori, birgir
sig upp af mat og heldur út í nátt-
úruna. Núna er hins vegar mikil
breyting á ferðahögum hans því
hann hefur lagt gula hjólinu og
innréttað lítinn rauðan Suzuki
jeppa sem húsbíl.
Jósef Niderberger er með sanni
hægt að kalla ferðalang Íslands. Á
hverju vori heldur hann frá heima-
landi sínu Sviss áleiðis til Íslands.
Hann hefur farið út um allt land,
farið hringinn í kring um landið en
segist kunna best við sig á norð-
austurhorninu. „Það er svo mikið af
lækjum hérna og það er gott til að
gera Bragakaffi,“ segir hann brosandi
en hann hefur tileiknað sér íslenska
tungu nokkuð vel. Síðasta haust áður
en hann fór aftur heim fékk hann vil-
yrði fyrir því að innrétta þessa rauðu
Suzuki bifreið sem húsbíl. Hann var
gestur á Ytra-Álandi í Þistilfirði þegar
blaðamaður Bændablaðsins hitti á
hann en það var Skúli Ragnarsson
bóndi þar sem gaf honum bílinn. Til
landsins kom hann 18. maí og byrj-
aði strax að vinna í bílnum en hann
var nánast fullbúinn þegar myndirnar
voru teknar.
Baðar sig í ísköldum ám og
lækjum
Jósef stoppar vanalega um 2-3 vikur
á hverjum stað. Í sumar ætlar hann
að fara úr Þistilfirðinum, í gegn-
um Raufarhöfn og Kópasker og til
baka yfir Öxarfjarðaheiði. Áður
tjaldaði hann alltaf en núna leggur
hann húsbílnum og á þá auðveldara
með að færa sig úr stað. Hann sest
að við á eða læk enda finnst honum
íslenska vatnið svo gott. Á hverjum
morgni vaknar hann um átta, fær
sér morgunmat og baðar sig svo í
köldum læknum. Þá stendur hann
útí vatninu í stígvélunum einum
saman og þvær sér. „Ef það líður
dagur á milli þá fer ég aðeins ofaní
vatnið, í svona 10 sekúndur,“ segir
hann og hlær dátt að grettu á svip
blaðamanns, „það er svo gott fyrir
hjartað, já, já.“ Jósef segir að hann
labbi svo um, fylgist með fuglunum
og blómunum, skrifi bréf til vina
sinna heima og teikni aðeins.
Innrétting bílsins er úthugsuð,
þar er hver rúmsentimetri nýttur og
hann er búinn að útbúa eldhús, skrif-
stofu og svefnpláss, auk þess sem
farangurinn fær sitt pláss. Húsbíllinn
er að sjálfsögðu bara fyrir einn, enda
er bílstjórasætið eina sætið sem eftir
er. Þar situr hann með þar til gerð-
an planka yfir stýrinu og er þar með
kominn með skrifstofu. Eldhúsið er
til hliðar, þar setur hann upp prím-
us til að elda á en undir plötunni er
matargeymslan. Síðan setur hann
upp rúmið sitt ofan á sama plank-
anum, sem nær frá mælaborðinu og
alveg aftur að aftuhurðinni og notar
einungis þunna tjalddýnu undir.
Farangursrýmið var ekki alveg
fullbúið en hann var þó búinn að
setja spýtu fyrir aftan bílstjórasætið
þannig að ef hann stoppar snögglega
þá fer farangurinn ekki í höfuðið á
honum.
Ísskápinn grefur hann í jörðu,
setur kassa af mat ofaní holuna og
segir að þar sé vanalega um 5°C hiti
í jörðinni þannig að maturinn hald-
ist góður, smjörið endist í margar
vikur. Áður en hann leggur af stað
upp í sumardvölina kaupir hann
um 30 kíló af mat og þarf þá ekki
að fara í kaupstað í nokkrar vikur.
Þegar mjólkurvörurnar eru búnar,
skyr, súrmjólk og fleira, hefur hann
farið í kaupstað einu sinni í viku,
hann nýtir sér ferðir póstbílsins
sem fer frá Akureyri til Þórshafnar
og til baka aftur. Sá bíll stoppar í
eina klukkustund á Þórshöfn og þar
með hefur Jósef nógan tíma til að
versla, fara í pósthúsið eða sinna
öðrum erindum.
Aðspurður um hvort hann eigi
sér einhverja uppáhaldsfugla á
Íslandi segir hann að þrjár tegund-
ir séu honum sérstaklega kærar, í
móunum er það heiðlóan sem syng-
ur svo fallega, í loftinu er það krían
en á sjónum finnst honum lóm-
urinn vera fallegastur. „Lómurinn
er svolítið líkur Íslendingum, hann
horfir svolítið upp og er stoltur,
alveg eins og Íslendingar,“ segir
Jósef og minnist svo sérstaklega
á íslenskar konur, „hér eru karlar
og konur jöfn, gera svo margt af
því sama og allar konur kunna að
keyra. Konurnar hér eru sjálfstæð-
ar og það líkar mér, franskir menn
hlaupa og opna dyr fyrir konum
en konur eru engin börn, þær geta
alveg opnað dyrnar sjálfar.“
Lítið fjallaþorp í Sviss
Vetrursetu hefur Jóesef í litlu fjalla-
þorpi í Sviss. Hann er kominn á
eftirlaun en starfaði sem rafvirki.
Þorpið er fyrir ofan þéttbýlan dal-
inn en í þorpinu er ekkert fyrirtæki
heldur sækja íbúarnir vinnu niður í
dalinn. Þar búa um 130 manns og
þar af eru 5 bændur. Jósef segir að
hann labbi stundum upp fjallið og
fái sér morgunmat, þar er lítil kaffi-
tería sem einn bóndi rekur með
búskapnum. „Ég nota tímann á vet-
urna til að undirbúa næsta sumar,
gera við tjaldið mitt og fötin mín.
Svo mála ég kannski aðeins heima
hjá mér, vinn aðeins með timbur
og labba í fjöllunum, alltaf nóg að
gera,“ segir hann. „Ég fór fyrst til
Íslands árið 1982, svo fór ég sum-
arið 85 og á hverju ári eftir það. Ég
er hálfur Íslendingur, blóðið er ekki
íslenskt en hjarta mitt er íslenskt,“
segir hann brosandi. Hann ber
Íslendingum góða söguna, segir
að eftir að hann fór að hægja á sér,
vera lengur á sama stað þá kynn-
ist hann fólkinu í sveitinni. Oft
fær hann heimboð og einnig gefa
margir sér tíma til að stoppa við hjá
honum og spjalla.
En hvað gerist ef bíllinn bilar?
„Ef bíllinn bilar þá bara bíð ég ef
ég á nógan mat, svo sendi ég skila-
boð til Skúla og hann kemur þá
kannski á næstu dögum og kíkir á
mig,“ segir hann sæll og ánægður
með nýja bílinn sinn. Jósef lagði af
stað til sumardvalarinnar í íslenskri
náttúru skömmu eftir að hann gaf
sér tíma til að spjalla við blaða-
mann og fréttist til byggða að hann
væri mjög ánægður með vistina í
húsbílnum sínum. GBJ
Hjarta mitt er íslenskt
Jósef á gula hjólinu kominn á Suzuki-jeppa
Rúmið er hvorki stórt né útbúið neinum nútíma þægindum en Jósef vill
ekki hafa þykka dýnu undir sér. Undir rúminu eru box undir mat og aðrar
nauðsynjar.
Það verður eflaust rjúkandi heitt
Bragakaffi í eldhúsinu hjá honum
í sumar.
Einföld lausn á skrifstofunni, þarna
les hann og teiknar.
Harmóníkan þanin aftur í Leikhúsinu eftir ríf-
lega hundrað ára hlé. Vígslugestir viðra sig í
góða veðrinu.
Þessi fallegi bjarndýrafelldur er gjöf Helenu
Dejak eiganda Ferðaskrifstofunnar Nonna til
Amtmannssetursins. Rithöfundurinn Nonni
(Jón Sveinsson) sem ferðaskrifstofan er
nefnd eftir fæddist á Möðruvöllum. Ísbirnir
koma mikið við sögu í bókum Nonna.