Bændablaðið - 12.06.2007, Page 41

Bændablaðið - 12.06.2007, Page 41
Bændablaðið | Þriðjudagur 12. júní 200741 Menningar- og listasmiðja var formlega stofnuð í skólahús- inu á Húsabakka sl. laugar dag og jafnframt var stofnað fé lag um hana með 21 stofnfélaga úr Svarfaðardal, Dalvík, Ár skógs- strönd og víðar að. Kjörin var stjórn til haustsins en þá er gert ráð fyrir að haldinn verði aðal- fundur. Að sögn Ingibjargar R. Kristinsdóttur formanns er mik- ill áhugi á listasmiðjunni. Hún segir að sjálfboðaliðastarf hafi verið unnið við undirbúninginn, tiltekt, málningu o.þ.h., og telst henni til að sú vinna nemi um 220 vinnustundum. Stefnt er að því að starfsemi hefjist fyrir alvöru með haustinu og þá verði opið tvisvar í viku, annars vegar á dagtíma og hins vegar seinni parta. Félaginu hafa borist marghátt- aðar gjafir; tæki og tól, bækur og ýmis efniviður. M.a. gaf Guðrún Guðmundsdóttir listakona frá Karlsá smiðjunni gamla rokka, hesputré, mikið af bókum um list- iðn og hannyrðir og ýmislegt fleira úr fórum sínum. Markmiðið með stofnun lista- smiðjunnar er að sögn Ingibjargar að fólk geti komið saman og unnið að list sinni og lært jafnframt nýja hluti. Félagsskapurinn mun gangast fyrir námskeiðum. Fyrsta námskið- ið á vegum þess verður námskeið í nýtingu villtra jurta. Það fer fram á Klængshóli í Skíðadal þann 24. júní nk. frá 11-16 og er í umsjá Önnu Dóru Hermannsdóttur. Þá verður síðsumars haldið námskeið í nýt- ingu sveppa. Bæði þessi námskeið fara fram með þeim hætti að fyrst er fræðsla, síðan tekur við söfnun og loks er unnið úr uppskerunni. Menningarsmiðjan komin í gang Skólinn á Húsabakka í Svarfaðardal fær nýtt hlutverk Nokkrar af stofnfélögum Menningar- og listasmiðjunnar, frá vinstri: Lena Gunnlaugsdóttir, Sigríður Hafstað, Ingibjörg R. Kristinsdóttir, Friðrika Jónmundsdóttir, Svala Sveinbergsdóttir, Guðrún Ingvadóttir, Bjarnveig Ingvadóttir, Jónína Hjaltadóttir og Inga María Stefánsdóttir. Allur útbúnaður til fluguhnýtinga er á staðnum. Tehettan Freyja hefur eignast heim- ili á Húsabakka. Flagheflar Vinnslubreidd 2,5 m Verð kr. 268.000 m. vsk. H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík Sími 588 1130 Æðarbændur Tökum á móti æðardúni til hreinsunar og sölu. Hafið samband í síma 892-8080 Dúnhreinsunin ehf. Digranesvegi 70 - 200 Kópavogur

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.