Bændablaðið - 01.04.2008, Qupperneq 25

Bændablaðið - 01.04.2008, Qupperneq 25
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200825 Um 7 þúsund áskrifendur í 24 löndum Um 5.200 áskrifendur nýttu sér WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, síðasta hálfa árið. Um eitt hundrað áskrif­ endur gerðu fyrirspurnir um alls 3.000 hross eða meira á þessu tímabili. Algengast var að áskrif­ endur gerðu fyrirspurnir um 200­300 hross á þessu 6 mánaða tímabili. Skráðir áskrifendur World Fengs í dag eru um 7 þúsund sem eru búsettir í 24 löndum. World Fengur er samstarfsverkefni Bænda sam­ taka Íslands og FEIF, alþjóðasam­ taka eigenda íslenskra hesta, en í samtökunum eru 19 lönd. World­ Fengur var formlega opnað ur á Heims meistaramóti íslenska hests­ ins í Austurríki í ágúst 2001. Öll aðildarlönd FEIF eru með skrásetjaraaðgang að WorldFeng og hafa eftirtaldin lönd samið um frían aðgang allra sinna félaga: Austurríki, Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Holland, Noregur, Slóvenía, Sviss, Svíþjóð og Þýskaland. Á Íslandi er samkomulag á milli Félags hrossa­ bænda og þriggja hestamanna­ félaga í LH (Hörður, Máni og Sörli) um frían aðgang félagsmanna. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, verkefnisstjóra WorldFengs, eru mikilvægustu verkefnin framundan að tryggja alþjóðlega samvinnu um DNA ætternisgreiningar, söfnun og varðveislu þeirra í upprunaættbók­ inni, ná samkomulagi við FEIF um frían aðgang allra félaga í FEIF og að gera WorldFeng að eina ættbók­ arkerfi allra FEIF landa en sam­ þykkt liggur þegar fyrir um það háleita markmið. „Það þarf að styðja við bakið á aðildarfélögum FEIF á næstu miss­ erum og árum til að unnt sé að ná þessu fram enda þýðir þetta að ættbókarkerfi sem t.d. Danir nota í dag verður aflagt og eingöngu treyst á WorldFeng í framtíðinni við útgáfu allra formlegra skjala á grundvelli laga og reglna hvers lands og Evrópusambandsins,“ sagði Jón Baldur. Áskrifendur geta valið á milli níu tungumála, íslensku, ensku, þýsku, hollensku, dönsku, norsku, sænsku, frönsku og finnsku. Hvert aðildarland skipar WorldFengs skrá setjara sem ber ábyrgð á skráningum síns lands og var haldin ráð stefna WorldFengs fyrir skrásetjara í London í nóv­ ember sl. Kyn bótadómar allra aðild­ arlanda FEIF eru skráðir beint í WorldFeng á meðan á kynbótasýn­ ingum stendur en allar skráningar og reglur um kynbótadóma eru sam­ eiginlegar og byggja á alþjóðlegum reglum (FIZO) sem eru samþykktar af FEIF. WorldFengur inniheldur í dag upplýsingar um tæplega 300 þúsund hross í 31 landi. Í núverandi FIZO reglum er kveðið á um ættern­ issannanir á grunni DNA greininga og þurfa öll folöld sem fædd eru á Íslandi frá og með árinu 2007 að hafa slíka sönnun til að fá A gæðavottun. Hýsi - verslun ehf. Völuteigur 7 • 270 Mosfellsbær • Sími: 534 6050 Fax: 534 6051 • hysi@hysi.is • www.hysi.is Hús og húshlutar Þegar kemur að lausnum þar sem þaks og veggja er þörf erum við í HÝSI í essinu okkar Z strukture hús Stálgrindarhús Límtré Yleiningar BogahýsiGluggar, hurðir og sérlausnir. Z structure hús Þegar kemur að hagkvæmum lausnum á byggingum þá er varla hægt að finna hagkvæmari kost en Z structure húsin frá JorisIde í Belgíu. Allt stál er galvaníserað og samsetningarjárn eru heitgalvaníseruð. Húsin koma með öllum nauðsynlegum áfellum og frágangslistum. Nýja fjölnotahúsið á Halldórsstöðum í Eyjafirði er gott dæmi um hve glæsileg þessi hús eru uppkomin en þau eru einnig afar fljótleg í uppsetningu. Hýsi - verslun ehf. Völuteigur 7 • 270 Mosfellsbær Sími: 534 6050 • Fax: 534 6051 hysi@hysi.is • www.hysi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.