Bændablaðið - 22.10.2009, Side 1
11 17-18
Evrópskir bændur
í uppreisn vegna
lágs mjólkurverðs
18. tölublað 2009 Fimmtudagur 22. október Blað nr. 313 Upplag 20.500
8-9
Jón Bernódusson
stýrir repjuverkefni
Siglingastofnunar
Er þetta hið
nýja Ísland?
Beint frá býli hlaut á dögunum
Fjöreggið 2009, verðlaun Mat-
væla- og næringarfræðafélags
Íslands (MNÍ), fyrir lofsvert
framtak á matvælasviði. Er
þetta í 17. sinn sem verðlaun-
in eru afhent og þykir mik-
ill heiður fyrir aðila í mat-
vælaframleiðslu að fá þau.
Verðlaunin voru afhent á árleg-
um matvæladegi MNÍ sem að
þessu sinni bar yfirskriftina
„Matvælaframleiðsla og gjald-
eyrissköpun“.
Hlédís Sveinsdóttir, formaður
Beint frá býli, tók við verðlaun-
unum en í umsögn dómnefndar
segir: „Vinnsla og sala á mat-
vælum beint frá býli til neyt-
enda miðar að því að auka sókn-
arfæri til fjölbreyttari og vaxandi
heimavinnslu þar sem öryggi og
gæði framleiðslunnar eru höfð að
leiðarljósi. Heimavinnsla tengist
mjög ferðaþjónustu og kröfum
neytenda um fjölbreyttara vöru-
úrval og nýja þjónustu.“
Þess má geta að samtökin
Beint frá býli hafa komið sér upp
nýju félagsmerki og hafið útgáfu
á sérstöku gæðamerki sem bænd-
ur þurfa að uppfylla strangar
kröfur til þess að merkja fram-
leiðslu sína með. Sjá nánar á bls.
20.
ehg
Hlédís Sveinsdóttir, formaður Beint frá býli, tók við Fjöregginu 2009,
sem eru verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands.
Hvað segirðu, eigum við að borga Icesave-reikninginn? mynd | smh
Verkefni Fjarskiptasjóðs og
verktakans Símans hf. um teng-
ingu rúmlega 1.700 heimila og
fyrirtækja víðsvegar um landið
er á áætlun og í nóvember hefst
sala í þriðja áfanga verksins þar
sem Aust- og Vestfirðingum verð-
ur boðið að tengjast háhraðaneti.
Í nóvember hefst sala í þriðja
áfanga. Um er að ræða Borg ar fjarð-
ar hrepp, Fljóts dals hérað, Fljóts-
dals hrepp, Ísa fjarðar bæ, Reyk-
hóla hrepp, Seyðis fjarðar kaup stað,
Súða víkurhrepp, Tálkna fjarðar-
hrepp, Vesturbyggð og Vopna fjarð-
ar hrepp. Sjóðurinn sendir alltaf
kynningarbréf á heim ilis föng á
staðarlista í hverjum áfanga áður
en sala hefst. Alltaf má fylgjast
með staðarlista og stöðu verkáætl-
unar á heimsíðu Fjar skipta sjóðs
www.fjarskiptasjodur.is
„Mismunandi tækni er notuð
til að tengja hvern stað en hraði
hverrar tengingar er meðal ann-
ars háður því hvaða tækni er notuð
og fjarlægð staðar frá sendistöð.
Tengingar í boði með 3G kerfi
Símans verða 1Mb/s-2Mb/s fram
að verklokum. Eftir það verður
boðið upp á pakka með meiri hraða.
ADSL-tengingar verða í boði þar
sem hentugt verður að koma þeim
við. Notuð verður gervihnattatækni
í nokkrum undan tekningartilvikum
þar sem erfitt verður að koma við
hefðbundnum aðgangsnetum,“
útskýrir Gunnar Svavarsson, for-
maður Fjar skiptasjóðs.
Heimili í Skagafirði og Akra-
hreppi urðu fyrst fyrir valinu í verk-
efninu í lok ágúst en í september
byrjaði Síminn hf. í kjölfar kerfis-
uppbyggingar að selja þjónustu og
setja upp teng ingar hjá notendum í
sveitar fé lög unum Arnarneshreppi,
Dal vík urbyggð, Eyja fjarðarsveit,
Fjalla byggð, Grýtu bakka hreppi,
Hörg ár byggð, Langa nes byggð,
Norð ur þingi, Skútu staða hreppi og
í Þing eyjar sveit.
„Símanum hf. ber að bjóða íbú-
um þjónustu en þess er vænst að
aðrir söluaðilar netþjónustu bjóði
íbúum einnig þjónustu enda stend-
ur það öllum söluaðilum til boða.
Gera má ráð fyrir mikilli svörun
í þessu verkefni, en vissulega er
það svo að hver og einn notandi
tekur ákvarðanir um tengingar og
þá um leið þjónustuaðila. Þar sem
skammt er síðan sala hófst hefur
ekki verið kannað til hlítar hvert
hlutfall þeirra sem gerast áskrif-
endur er, hinsvegar hafa margir
beðið í nokkur ár eftir möguleika
á háhraðaneti,“ segir Gunnar sem
bendir á að verkinu eigi að ljúka
seinnihluta ársins 2010. ehg
Vel miðar með
háhraðatengingar
Beint frá býli hlaut
Fjöreggið 2009
Næsta Bændablað
kemur út
5. nóvember
Mjólka/KS
Enn beðið úrskurðar
Samkeppniseftirlits
Kaup KS á Mjólku eru enn til
skoðunar hjá Sam keppn is eftir-
litinu. Óhætt er að segja að aðil-
ar málsins séu orðnir langeygir
eftir niðurstöðu stofnunarinnar
en nokkuð langt er um liðið síðan
Samkeppniseftirlitinu voru send
þau gögn sem stofnun in bað um.
Samkomulag náðist um kaup
KS á Mjólku í heild sinni og helm-
ingshlut í Vogabæ í ágúst síðast-
liðnum en fyrirtækin hafa verið
rekin hvort á sinni kennitölunni
til þessa. Stutt er í að upphaflegur
frestur Samkeppnisstofnunar til
að úrskurða um málið renni út en
kallað var eftir fleiri gögnum frá
Mjólku og má búast við að miðað
verði við þann tíma sem liðinn er
síðan þeim var skilað. Ekki fengust
þó upplýsingar um hversu langan
tíma stofnunin hefur eða ætlar sér
til að klára málið.
Páll Gunnar Pálsson for-
stjóri Samkeppniseftirlitsins segir
að málefni Mjólku og KS séu í
vinnslu. „Samruni Mjólku og KS
er til skoðunar af hálfu Sam keppn-
is eftir litsins, en eftirlit ið kallaði
eftir upplýsingum vegna samrun-
ans. Meðal annars er til skoð-
unar hver staða Mjólku er gagnvart
búvörulögunum, það er hvort þau
ákvæði búvörulaga sem heimila
samruna afurðastöðva í trássi við
samkeppnislög taka til Mjólku.“
Rétt er að taka fram að búvöru-
lög eru sérlög sett af Alþingi og
ganga því framar almennri löggjöf
sem samkeppnislögin eru. fr
Ögmundur segir bænd-
ur lífakkeri þjóðarinnar
Á 42. þingi
BSRB sem stend-
ur yfir dagana
21.-23. október
mun Ögmundur
Jónasson láta
af embætti for-
manns eftir að
hafa gegnt því starfi í 21 ár. Í for-
mannstíð sinni lagði Ögmundur
áherslu á góð samskipti við bænd-
ur og Bændasamtök Íslands.
Ögmundur ávarpaði þingið
við setningu þess í gærmorgun og
flutti þar kveðjuræðu sína. Í henni
sagði hann meðal annars: „Á þess-
um tíma hófst einnig afar farsælt
samstarf við Bændasamtökin
með áherslu á hagstætt verðlag
nauðþurfta, mikilvægi innlendrar
hágæðamatvöru, matvælaöryggis
og einnig vilja til að efla byggðir
landsins. BSRB hefur litið á bænd-
ur landsins sem lífakkeri þjóðarinn-
ar, nokkuð sem mun koma í ljós að
byggir á raunsærri framtíðarsýn.“
Bændur þakka Ögmundi sam-
starfið í gegnum tíðina og óska
honum velfarnaðar í framtíðinni.
Jafnframt vonast Bændasamtök
Íslands eftir áframhaldandi góðu
samstarfi við BSRB og nýjan for-
mann. fr