Bændablaðið - 22.10.2009, Síða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009
Fréttir
BÍ aðili að Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna
Síðastliðinn mánudag, 19. október, var undirritaður aðildarsamningur Bændasamtaka Íslands (BÍ) að
Ráð gjafarstofu um fjármál heimilanna. Með aðildinni styrkir BÍ enn frekar ráðgjafastarf sitt og búnaðar-
sambanda á sviði fjármála og tryggir bændum eins víðtæka þjónustu og unnt er á því sviði.
Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ og Böðvar Héðinsson, formaður framkvæmdastjórnar ráðgjafastofn-
unnar, undirrituðu samninginn. Með þeim á myndinni eru Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafastofu
um fjármál heimilanna, og Jóhanna Lind Elíasdóttir ráðunautur BÍ. -smh
Í haust bar á því að menn beittu
torfæruhjólum við smala-
mennsku, meðal annars í Borg-
ar firði í nágrenni Hreða vatns.
Víða skilja hjólin eftir sig ljót sár
á landinu en utanvegaakstur af
þessu tagi er með öllu bannaður.
Birgir Hauksson einn landeig-
enda Hreðavatns segir aðfarir
af þessu tagi ólíðandi. „Ég vona
að þetta endurtaki sig ekki.
Vissulega hefur maður heyrt
af því sögur að akstur af þessu
tagi eigi sér stað víðar, meðal
annars uppi á afréttum. Það er
hins vegar fortakslaust bann við
utanvegaakstri af þessu tagi. Það
sem okkur gengur til með því að
vekja máls á þessu er að stoppa
þetta af strax. Nú fer rjúpna-
veiðitímabilið að ganga í garð
og þá geta menn freistast til að
keyra þessi för með því fororði
að þeir séu hreinlega að keyra á
slóðum. Svo er ekki ólíklegt að
menn hreinlega átti sig ekki á að
akstur þarna sé bannaður þegar
menn sjá þessi för í landinu.“
Birgir segir að smalamennska
í haust hafi meðal annars verið
mönnuð af sveitarfélaginu. Land-
eig endur hafa sent fjallskilanefnd
erindi þar sem farið er fram á skýr-
ingar því auðvitað sé ótækt að fram-
ferði af þessu tagi sé skipulagt af
sveitarfélagi og fjallskilanefnd. Því
segist Birgir reyndar ekki vilja trúa.
Ólafur Dýrmundsson ráðunaut-
ur hjá Bændasamtökum Íslands
segir að bændur verði að hafa var-
ann á við notkun tækja af þessu
tagi til smalamennsku og annarra
ferða utan vega. „Umferð fjór-
hjóla og sexhjóla er óheimil utan
vega og bændur ættu að kynna
sér reglur um akstur utan vega.
Bændur hafa gagnrýnt það árum
saman að fólk keyri utan vega og
valdi landsspjöllum. Þess vegna
er það afar sorglegt að menn skuli
fara fram með þessum hætti við
smalamennsku. Það er mjög alvar-
legur hlutur og bændur mega ekki
láta það um sig spyrjast. Það er líka
vert að vekja athygli á því að um
níutíu prósent sauðfjárbænda eru
með gæðastýringu sem er vottorð
meðal annars um góða meðferð á
landi. Það á líka við um umferð um
land. Menn verða að vera vakandi
fyrir þessum hlutum.“ fr
Notkun torfæruhjóla við smala-
mennsku veldur landsspjöllum
Mikil kjötsúpuveisla er fram-
undan í Reykjavík en þar ætla
bændur að bjóða almenningi upp
á hressingu á næstu dögum.
Í tengslum við matreiðsluþætt-
ina „Eldum íslenskt“, sem sýndir
eru á ÍNN og mbl.is, munu bænd-
ur skenkja ekta íslenska kjötsúpu
í verslunum Krónunnar á Granda
og í Lindum Kópavogi fimmtudag-
inn 22. október og föstudaginn 23.
október kl. 16. Tiltækið er unnið
í samstarfi Krónunnar, Lands-
samtaka sauðfjárbænda, Bænda-
samtakanna, ÍNN, mbl.is og mat-
reiðslumanna í „Eldum íslenskt“.
Laugardaginn 24. okt. á fyrsta
vetrardag verður síðan hinn árlegi
kjötsúpudagur Markaðsráðs kinda-
kjöts. Þá er gestum og gangandi
boðið í kjötsúpu á Skólavörðustíg
í Reykjavík frá kl. 13-16. Þetta er
sjötta árið í röð sem Markaðsráð
gengst fyrir kjötsúpudeginum í
samvinnu við verslunareigend-
ur í götunni. Siggi Hall, Úlfar
Eysteinsson, Snorri Birgir Snorra-
son og Friðgeir Ingi Eiríksson, sjá
um súpugerðina – hver með sínum
hætti. Ýmislegt verður til skemmt-
unar s.s. Kvæðamannafélagið
Ið unn, harmonikkufélagið Vind-
belg irnir og fleiri tónlistarmenn,
ásamt söngelsku fé á hjólum. Menn-
ing ar ganga Birnu Þórðar verð ur um
Skólavörðustíginn kl. 14.
Þá má að einnig nefna að í þætt-
inum „Eldsnöggt með Jóa Fel“,
sem sýndur er á Stöð 2 fimmtudag-
inn 22. okt. kl. 20:10, mun hann
taka kjötsúpuna fyrir og gera með
sínum hætti - en eins og menn
vita er engin ein uppskrift rétt að
íslenskri kjötsúpu.
Heitir kjötsúpupottar verða á
eftirtöldum stöðum:
Fimmtudagurinn 22. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl.
16.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl.
16.
Föstudagurinn 23. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl.
16.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl.
16.
Laugardagurinn 24. október
Skólavörðustígurinn í Reykjavík
kl. 13-16.
Bændur bjóða í kjötsúpuveislu
www.bbl.is
Þann 8. október sl. hófst form-
lega starfsemi í Matvæla mið stöð
Austurlands í húsi Mjólkur-
stöðvarinnar á Egilsstöðum.
Aust urlamb reið þá á vaðið
og stendur vinna þar yfir við
sögun, pökkun og sendingar
kjöt afurða Austurlambs.
Að sögn Sigurjóns Bjarnasonar
umsjónarmanns Austurlambs ættu
allir þeir sem hafa pantað kjöt fyr-
irfram að hafa fengið það í hendur
núþegar. Hann segir að pantanir í
forsölu hafi verið 20-20% fleiri í
ár en í fyrra, en reiknað er með að
starfsemin í Matvælamiðstöðinni
standi til 25. október. „Einhverjir
bændur hafa selt upp nú þegar, en
aðrir hafa góðar birgðir, svo að
hægt verður að gera innkaup fram
eftir vetri,“ segir Sigurjón.
Góð aðstaða
Að sögn Sigurjóns er Matvæla-
miðstöðin rúmgóð og snyrtileg
og hafa heilbrigðisyfirvöld veitt
tímabundið leyfi til starfsem-
innar á meðan á vinnslu stendur.
„Væntum við þess að framhald
geti orðið á þessu samstarfi og
að fleiri bændur nýti sér þessa
aðstöðu. Austurlamb er alltaf
reiðubúið til viðræðna um sam-
starf við þá sem vilja selja kjöt-
afurðir sínar beint til neytenda,“
segir hann.
Í viljayfirlýsingu um Matvæla-
miðstöð Austurlands kemur fram
að meginmarkmið verkefnisins
sé að byggja upp þróunarsetur
fyrir smáframleiðslu matvæla á
Austurlandi, með vöruþróun og
rannsóknum á afurðum úr hér-
aði. Það rými sem í mjólkurstöð-
unni sem ekki er notað til mjólk-
urvinnslu í dag mun verða nýtt í
þessum tilgangi. Auðhumla leggur
til húsnæðið og verður samið sér-
staklega um það, sem og búnaðinn
sem tiltækur er. Samstarfsaðilar
um verkefnið munu í sameiningu
vinna að því að tryggja framgang
verkefnisins svo hægt verði að
nýta aðstöðuna í mjólkurstöðinni,
m.a. til þróunarstarfs, kennslu,
námskeiða og tilraunastarfsemi
í matvælaiðnaði. Þróunarfélag
Austurlands hefur stýrt þessu
verkefni í samvinnu við mjólk-
urframleiðendur á Héraði,
Búnaðarsamband Austurlands og
Auðhumlu. Til liðs við verkefnið
hafa síðan komið Matís og sveit-
arfélagið Fljótsdalshérað. -smh
Austurlamb vinnur kjöt, pakkar og sendir
Húsnæði Matvælamiðstöðvar Austurlands er í húsi Mjólkurstöðvarinnar á
Egilsstöðum.
Bændafundaferð Bændasamtaka
Íslands á komandi vetri hefst í
Eyjafirði 5. nóvember. Fundað
verður í Hlíðarbæ kl. 20:30 en
framsögumaður verður Har ald-
ur Benediktsson formaður sam-
takanna. Daginn eftir verður
fund ur formanna búnaðarsam-
bandanna þar sem m.a. verða
rædd ar nýjar hugmyndir um
skipulag, stjórnun og fjármögn-
un ráðgjafarþjónustu í landbún-
aði. Víst er að bændafundirnir
munu bera keim af því árferði
sem nú er í landinu.
Haraldur Benediktsson segir
að nánari dagskrá bændafundanna
verði auglýst von bráðar. Hann
boðar hins vegar að fundirnir verði
færri en undanfarin ár og dreifist
jafnvel yfir lengra tímabil en áður.
„Helgast það fyrst og fremst að
því bændur hafa verið mjög virk-
ir á margskonar bændafundum sl.
mánuði. Í apríl var fundarherferð
um búvörusamninga og einnig
voru bændafundir í aðdraganda
kosninga mjög fjölsóttir. Þá eru
bæði Landssamtök sauðfjárbænda
og Landssamband kúabænda með
fundarröð þessi dægrin þar sem
fundir hafa verið góðir og fjölsótt-
ir,“ segir Haraldur.
Hann segir að eins og á almenn-
um bændafundum verði leitast við
að ræða um viðfangsefni heildar-
samtakanna. Nú verður bændum
sendar upplýsingar fyrir fund-
ina sem gera ýmsum málum skil.
Tilgangurinn með því er að koma
bændafundaefni beint heim til
bænda. Haraldur segist vona að
fundirnir verði nýttir til þess að
ræða þau stórmál sem uppi eru.
„Þá er rétt að minna á að óskir um
aðkomu BÍ að fundum eru vel
þegnar og reynt að verða við þeim.
Við höfum velt fyrir okkur hug-
myndum að miðla efni bændafunda
á nýstárlegri hátt en áður en meira
um það síðar,“ segir Haraldur
Benediktsson.
Bændafundir framundan
Haraldur Benediktsson formaður
BÍ er að ferðbúast þessi dægrin
á haustfundi bænda. Hvort hann
fari um landið á dráttarvélinni skal
ósagt látið en myndin er tekin að
sumarlagi á Vestri-Reyni.