Bændablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 7

Bændablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 Pöntun Skömmu eftir aldamótin 1900 fór flokkur vegavinnumanna frá Reykjavík upp í Kollafjörð til starfa. Þeir fengu vistir með bát vikulega og sendu um leið nýja vistapöntun. Einn úr hópnum sendi eitt sinn pöntun í bundnu máli og fylgir hún hér á eftir. Nú, öld síðar, er fróðlegt að sjá hvaða vörur og gripir voru mönnum í huga hér á landi á þeim tíma. Margt er þar enn í fullu gildi en annað horfið eða orðið að safngripum. Orðið „drifholt“ er t.d. heiti á trébút, sem notaður var til að slá niður gjarðir á tunnum og var í fullu gildi hér á landi fram yfir miðja síðustu öld. Á hinn bóginn eru sími, rafmagn og vélknúin ökutæki ekki komin þarna til sögunnar. Pöntun Ég panta sóda og sápu saltkjöt og rúgbrauð mörg, klofhá stígvél og kápu, kaffi og alls kyns björg, rauðmaga, reglustikur, rúsínur, margarín, kringlur, kex og sykur, kvenfólk og brennivín. Fá vil ég líka frakka, flibba, lykil og skrá, geltinn og röskan rakka, því reka þarf ég frá, skóflu, pál, skæri og brýni, skrúfhamar, töng og þjöl, tóbak í munn og trýni, tertur og haframjöl. Grjótklöppu, grútarlampa, griffil og reiknispjald, sódapúlver og svampa, sjálfskeiðing, húfu og tjald, sög, öxi, hamar, hefil, hárgreiðu, vagn og plóg stormjakka og stóran trefil, strákúst og leðurskó. Svo þarf ég salt og rengi, silung og prjónabol, hespu, lás, hurð og kengi, hálfbaunir, grjón og kol, fáeina harða fiska, fingravettlinga og nál, skeiðar og djúpa diska, drifholt og matarskál. Flesk þarft og flautaþyril, fýlunga, skyr og mjólk, hnappeldu, snæri, sneril, snældu, kopp, orf og hólk, kartöflur, krítarmola, kynbótahrút og á, hest, meri, belju, bola, brauðhníf og sláttuljá. Eins þarf ég pott og pönnu, prímus, skilvindu og strokk, ketil, skörung og könnu, klifbera og spólurokk. Torfljá og þverbakstösku, trog, ausu, kjöt og lax, fernisolíu í flösku, og fá vil ég dótið strax. Um höfund Pöntunarinnar og birtingarstað liggja ekki lengur fyrir upplýsingar, en umsjón- armaður lærði ljóðið fyrir hart- nær 60 árum. Botninn sleginn Vel fer á því að Steinn Steinarr eigi lokaorðið að þessu sinni, en kveðskapur hans með hefð- bundnum háttum mun ekki síður halda nafni hans á loft en hinn óhefðbundni: Bragarföngin burtu sett, botn í söng minn sleginn. Situr löngum sorgum mett sál mín öngu fegin. Umsjón: Matthías Eggertsson me@bondi.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Gríðarlegt gengisfall krónunnar hefur leitt til mikilla verðhækk- ana á öllum aðföngum til mjólk- urframleiðslu og haft veruleg áhrif til hins verra á afkomu kúabænda. Nú hillir hins vegar loks undir að starfsemi bank- anna komist í eðlilegt horf eftir lömunarástand frá hruni þeirra síðastliðið haust. Fyrir mjólkur- framleiðsluna skiptir miklu hvern ig til tekst og hvaða lausnir bjóð ist skuldugum bændum. Framleiðsla á mjólk hefur aldrei verið jafnmikil á einu verðlagsári og því sem nú er nýliðið, tæplega 126 milljónir lítra og nær 340 þús- und betur. Sala á mjólkurafurðum á innanlandsmarkaði var nokkuð minni en vænst hafði verið og hafa umtalsverðar tilfærslur orðið á milli flokka. Ekki hefur náðst viðunandi árangur í sölu mjólkurafurða á erlenda markaði, en heildarendur- skoðun á útflutningi stendur yfir og verða niðurstöður kynntar innan skamms. Veðrátta hefur víðast hvar verið kúabændum hagstæð, þó þurrkar og kuldar hafi sett strik sitt í reikninginn við fóðuröflun, eink- um hvað varðar kornrækt nyðra en sunnan heiða var hún aftur á móti góð. Handhöfum beingreiðslna hefur lítillega fækkað, þeir voru 706 alls í byrjun október í fyrra en eru nú 697. Haustfundur Landssambands kúa bænda, sá fyrsti í röð nokkurra slíkra, var haldinn með ey firskum og suðurþingeyskum bændum í Sveinbjarnargerði á Sval barðs- strönd í liðinni viku. Sigurður Lofts son formaður LK og Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmda- stjóri héldu framsögu og fóru yfir síðasta starfsár sambandsins, þar sem ofangreint kom m.a fram. Mikilvægt að lausnir leiði ekki til mismununar milli framleiðenda „Frá bankahruninu síðasta haust hefur bændum fátt staðið annað til boða í úrlausn vegna skuldavanda en skammtímaúrræði. Nú virðist þó loks vera að hilla undir einhverj- ar raunhæfar framtíðarlausnir,“ sagði Baldur Helgi. Hann nefndi að Kaupþing hefði nýverið kynnt þær lausnir sem mögulegar eru í stöðunni fyrir bændum og bún- aðarsamböndum. Annars vegar væri um að ræða úrræði í takt við það sem stjórnvöld hafa kynnt og hins vegar sértæk úrræði frá bank- anum sjálfum. Líklegt þótti fram- kvæmdastjóra sambandsins að úrræði hinna ríkisbankanna yrðu á svipuðum nótum. Almennu úrræð- in felast í því að greiðslujöfnunar- vísitala sem sett er saman úr launa- vísitölu og atvinnuleysi er nýtt til greiðslujöfnunar á verðtryggðum lánum. Greiðslujöfnun erlendra lána miðist við 1. maí árið 2008, en þá var gengisvísitalan um það bil 150. Í báðum tilvikum færist það sem út af stendur við hvern gjald- daga afturfyrir og lengir lánið sem því nemur. Þá væru væntanleg lög sem kveði á um að lánstími leng- ist að hámarki um þrjú ár. „Þessar lausnir gagnast hins vegar fyrst og fremst þeim sem hafa nægjanlegt veðhlutfall,“ sagði Baldur Helgi. Hann nefndi einnig að til standi að boða skuldbreytingaaðgerðir fyrir bændur þar sem skuldsetning er umfram greiðslugetu bús og mjög oft umfram markaðsvirði eigna og rekstrar. Þar eru í boði þrjár leiðir sem valdar yrðu eftir stöðu hvers og eins. Fram kom að af um 280 kúa- bændum sem eru í viðskiptum við Kaupþing teljist um 70 þeirra þurfa á endurskipulagningu skulda að halda. Þá væri greinilegur sá vilji bankans að fá viðskiptamenn til að færa sig úr erlendum lánum í inn- lend. Sagði Baldur Helgi það fagn- aðarefni að lausnir væru í sjónmáli varðandi skuldavanda kúabænda. Að mati sambandsins væri samt afar mikilvægt að þær leiði ekki til óeðlilegrar mismununar milli einstakra framleiðenda. Eins væri nauðsynlegt að þeir bændur sem þurfi á fjárhagslegri endurskipu- lagningu að halda leiti sér ráðgjafar og umsagnar hjá þriðja aðila, t.d. ráðgjöfum búnaðarsambandanna. Meðalverð birgða hærra en fyrir ári vegna neyslubreytinga Sigurður Loftsson fór í sínu máli yfir framleiðslu og sölu mjólkuraf- urða og nautakjöts. Framleiðsla á mjólk var 1,1% meiri á nýliðnu verðlagsári en því fyrra. Hvað sölu varðar var meiri sala í drykkjar- mólk og viðbiti en áður, en sam- dráttur í sölu á jógúrt. Aðrir flokkar voru í jafnvægi, en þó vekti athygli að lítilsháttar samdráttur varð í sölu á ostum og væri það í fyrsta sinn í langan tíma sem sú staða kæmi upp. Útflutningur á mjólkurvörum gengur ekki vel og er skilaverðið afar lágt, um 20 til 25 krónur fyrir lítrann. Tap er af slíkri útflutnings- starfsemi, en mjólkuriðnaðurinn og LK vinna sameiginlega að stefnu- mörkum um útflutningsmál mjólk- urafurða. Ríflega 20 þúsund nautgripum var slátrað á nýliðnu verðlagsári, af þeim komu um 3.700 tonn af kjöti. Sala á nautakjöti var svipuð milli áranna 2008 og 2009. Sigurður benti á að neyslubreytingar hefðu gert vart við sig í nautakjötssölu, hakk selst mjög vel, en millidýr- ir vöðvar síður. Meðalverð birgða hjá kjötvinnslum er því talsvert hærra en var fyrir ári. Innflutningur nautakjöts hefur dregist umtalsvert saman á liðnum mánuðum eða um 75%. Á fyrstu 6 mánuðum þessa árs voru flutt inn 71 tonn af nauta- kjöti, en voru 276 tonn fyrir sama tímabil í fyrra. „Enn má þó finna í frystiborðum verslana lundir sem fluttar voru inn fyrir hrun og eru því komnar nokkuð nálægt síðasta söludegi,“ sagði Sigurður. Verð á nautakjöti hefur ekki breyst frá því vorið 2008, en til- kostnaður er aftur á móti mun meiri en á þeim tíma. Nægir þar að nefna að áburður vegur mun þyngra í framleiðslu nautakjöts en mjólk- ur. „Afkoma framleiðslunnar fer því hratt versnandi og er hægt að merkja lítilsháttar samdrátt í ásetn- ingi nautkálfa á síðustu mánuðum,“ sagði Sigurður. MÞÞ > ‚|  #    " # +=  Um 70 kúabændur af um 280 í viðskiptum við Kaupþing þurfa að endurskipuleggja skuldir Suður-Þingeyingarnir glaðbeittir, Ketill Indriðason, Ytra-Fjalli, Hallgrímur Óli Guðmundsson, Grímshúsum og Sigurður Árni Snorrason, Miðhvammi. Kristján Jónsson, Tréstöðum, Anna Jónsdóttir, Svalbarði, Leifur Guðmundsson, Klauf, og Sigurður Ingólfsson, Gröf, á haustfundi Landssambands kúabænda í Sveinbjarnargerði á dögunum. Bernharð Arnarson og Þórdís Þórisdóttir, Auðbrekku glugga í pappíra fyrir haust- fundinn. Frummælendur og forystumenn, Baldur Helgi Benjamínsson fram- kvæmdastjóri og Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.