Bændablaðið - 22.10.2009, Side 11
11 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009
Það stendur til heilmikil upp-
stokkun í ríkiskerfinu ef allar
þær hugmyndir og tillögur sem
ríkisstjórnin hefur kynnt að und-
anförnu ná fram að ganga. Það á
að sameina og fækka ráðuneyt-
um og ríkisstofnunum, endur-
skoða og hagræða hér og þar.
Auk þess er verkefnum sveiflað
milli ráðuneyta. Einnig á að sam-
eina sveitarfélög og fækka þeim
verulega og síðast en ekki síst á
að setja ráðherrum og starfsfólki
ráðuneyta siðareglur.
Um síðustu mánaðamót breytt-
ust nöfn fjögurra ráðuneyta. Sam-
gönguráðuneytið heitir nú sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðu-
neyti í takt við þá tilfærslu sem
gerð var í byrjun árs 2008; mennta-
málaráðuneytið heitir nú mennta-
og menningarmálaráðuneytið en
sú breyting varð að ýmis verkefni
á sviði menningarmála, einkum
umsjón safna og menningarsetra,
fluttist frá forsætisráðuneytinu;
dóms mála ráðuneytið heitir nú
dóms mála- og mannréttinda-
ráðu neyti en þar er nú öll fram-
kvæmd kosninga, fasteignamat og
-skráning, neytendamál og fleira;
viðskiptaráðuneytið heitir nú efna-
hags- og viðskiptaráðuneytið
en þangað flyst forræði efnahags-
mála sem áður var í forsætis- og
fjármálaráðuneytum. Nú heyra
því bæði Hagstofa, Seðlabanki og
Fjármálaeftirlit undir þetta ráðu-
neyti.
Breytingar voru gerðar á for-
sætis- og fjármálaráðuneytum
en það fyrrnefnda á fyrst og fremst
að sinna verkstjórn innan Stjórn-
ar ráðs ins. Skipuriti hefur verið
breytt og stofnaðar fjórar ráðherra-
nefndir sem fjalla um jafnréttis-
mál, Evrópumál, efnahagsmál og
ríkisfjármál. Til fjármálaráðuneyt is
flyst eignarhald ríkisins í opinber-
um hlutafélögum á borð við Ríkis-
útvarpið, Íslandspóst o.fl.
Áfram verður haldið að sameina
og fækka ráðuneytum því ríkis-
stjórnin hefur boðað að fyrir árslok
verði lagt frumvarp fyrir Alþingi
þess efnis að iðnaðarráðuneytið
og sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðu neytið sameinist í atvinnu-
vega ráðu neyti. Í tengslum við það
verður endurskoðuð verkaskipt-
ing milli þessa nýja ráðuneytis
og umhverfisráðuneytisins sem
að þeim breytingum loknum mun
nefnast umhverfis- og auðlinda-
ráðuneyti. Að þessu loknu verður
tekið til við að sameina félags- og
tryggingamálaráðuneyti og heil-
brigðisráðuneytið í velferðarráðu-
neyti og dóms- og mannréttind-
aráðuneyti verður sameinað sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
í innanríkisráðuneyti. Þegar allt
þetta verður komið til framkvæmda
verða ráðuneytin orðin níu en eru
nú 12.
Skattstjórar, lögreglan og fleira
Þessar breytingar í Stjórnarráðinu
kalla svo á ýmsar breytingar í rík-
isrekstrinum og þær hafa einnig
verið kynntar. Forsætisráðuneytið
birti á dögunum lista yfir 19 atriði
sem á að breyta „á næstu miss-
erum, aðallega á árinu 2010,“ eins
og segir í frétt frá ráðuneytinu. Þar
kennir ýmissa grasa:
Það á að fækka og stækka lög-
regluembætti og sýslumannsemb-
ætti (vinnu við það síðarnefnda var
þó frestað núna í vikunni), sameina
héraðsdómstóla í einn og gera land-
ið að einu skattumdæmi.
Í heilbrigðiskerfinu á að koma
á markvissari verkaskiptingu milli
heilbrigðisstofnana, sameina átta
heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi
og tvær í Fjallabyggð.
Í sjávarútvegs- og landbúnað-
ar ráðuneytinu er boðuð mikil
upp stokkun sem fylgja á í kjölfar
athug unar á öllum stærri stofnunum
ráðuneytisins „undir forystu sjálf-
stæðs ráðgjafa, þar sem farið er yfir
verkefni, mögulega skörun, breytta
verkaskiptingu, aukið samstarf og
hvað annað sem getur leitt til hag-
ræðingar…“. Það vekur athygli að
þetta er eina tilvikið þar sem sér-
staklega er kveðið á um að sóttur
skuli utanaðkomandi ráðgjafi til að
stjórna endurskoðuninni. Auk þessa
á að móta stefnu í nytjaskógrækt
og leggja mat á skipulag og rekst-
ur landshlutaverkefna í skógrækt af
sérstakri nefnd.
Ýmis önnur ráðuneyti verða
skoð uð ofan í kjölinn og reynt
að sameina stofnanir og hagræða
í rekstri þeirra. Til dæmis er til
skoðunar að sameina stofnanir á
veg um samgönguráðuneytisins,
Vega gerðina, Siglingastofnun,
Um ferðar stofu og Flugmálastjórn,
auk þess sem boðuð er sameining
Kefla víkur flugvallar og Flugstoða.
Loks er rætt um endurmat á há-
skóla kerfinu, svo sem aukið sam-
starf eða sameiningu háskóla, þar á
meðal er rætt um hugsanlega sam-
einingu Háskóla Íslands og Land-
bún aðar háskóla Íslands. Og það á
að leggja nýstofnaða Varnar mála-
stofn un og dreifa verkefnum henn-
ar á aðrar stofnanir.
Sveitarfélög sameinuð
Í þessari frétt er líka minnst á flutn-
ing verkefna frá ríki til sveitarfélaga
en það tengist undirritun samkomu-
lags á milli samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðuneytis og Sambands
íslenskra sveitarfélaga á dögunum.
Í því samkomulagi er kveðið á um
stofnun fjögurra manna samstarfs-
nefndar sem fara á um landið, ræða
við sveitarstjórnarmenn og íbúa og
leggja síðan fram tillögur um sam-
einingarkosti í hverjum landshluta.
Í kjölfarið verður lögð fram áætlun
um sameiningu sveitarfélaga sem
á að verða komin til framkvæmda
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
árið 2014.
Eins og alþjóð veit hefur það
lengi verið á óskalista stjórnvalda
að fækka sveitarfélögum og stækka
þau svo þau geti tekist á við stærri
verkefni. Þar hefur í fyrsta áfanga
verið rætt um tilfærslu málefna
fatlaðra og aldraðra til sveitarfélaga
sem á að gerast á árunum 2011-
12, en næstu skref gætu orðið þau
að sveitarfélögin taki við rekstri
heilsugæslu og framhaldsskóla, auk
verkefna á sviði samgöngumála.
Ýmsum aðferðum hefur verið
beitt til að knýja sveitarfélög til
sameiningar, efnt til kosninga og
frumvörp boðuð um að færa lög-
bundinn lágmarksíbúafjölda sveit-
arfélaga úr 50 eins og hann er nú í
400 eða jafnvel 1.000. Þetta hefur
borið þann árangur að sveitar-
félögum hefur fækkað úr 229 árið
1950 þegar þau voru flest í 77. En
betur má ef duga skal.
Samband íslenskra sveitarfélaga
hefur hvatt til sameiningar en ekki
viljað fara þá leið að þvinga sveit-
arfélög til sameiningar með því að
lögbinda lágmarksíbúafjölda. Nú
hefur því verið ákveðið að fara eins
konar millileið, senda vaska sveit
manna um landið til þess að snúa
upp á handleggi oddvita og sveit-
arstjóra og sannfæra þá um ágæti
þess að fækka fyrirmönnum í hér-
aði eins og stundum er sagt. Hefur
verið rætt um að reyna að búa
til sveitarfélög sem eru eðlilegar
heildir út frá landfræði- og menn-
ingarlegum aðstæðum. Ekki vilja
menn gefa upp hversu mörg þau
eiga að vera, en fyrir hálfum öðrum
áratug var talað um þau gætu orðið
25 og nú er jafnvel rætt um að þau
verði enn færri.
Greinilegt er að áhugi sveitar-
stjórnarmanna á sameiningu hefur
farið vaxandi að undanförnu. Það
sést meðal annars á því að á þingum
landshlutasamtaka á Vestfjörðum
og Austfjörðum nú í haust var
ályktað um nauðsyn þess að kanna
kosti og galla þess að sameina
þessa landshluta í sitt sveitarfélagið
hvorn. Nú eru samtals 19 sveitar-
félög á þessum svæðum.
Siðareglur fyrir stjórnarráðið
Allar þessar breytingar gera að
sjálfsögðu miklar kröfur til stjórn-
enda og starfsmanna hins opinbera
um að þeir tileinki sér ný vinnu-
brögð og nýja hugsun. Til þess að
auðvelda mönnum þann umsnún-
ing og til að mæta háværum kröf-
um um að klíkuskap og geðþótta-
ákvörðunum verði úthýst úr starf-
semi ríkisins hefur ríkisstjórnin
látið semja siðareglur fyrir ráðherra
og starfsfólk Stjórnarráðsins.
Reglurnar eru samdar af þriggja
manna nefnd, tveggja úr stjórnsýsl-
unni og eins utanaðkomandi sér-
fræðings, og þær fjalla um grunn-
gildi stjórnsýslunnar sem eru óhlut-
drægni, ábyrgð, þjónusta og heil-
indi. Reglurnar eru ítarlegri en svo
að hægt sé að fjalla um þær hér en
lesendum er bent á að þær má nálg-
ast á heimasíðu forsætisráðuneytis-
ins, http://www.forsaetisraduneyti.
is/utgefid-efni/nr/3987. Almenningi
gefst færi á að segja álit sitt á siða-
reglunum og setja fram tillögur um
breytingar fyrir 9. nóvember nk.
Athugasemdir er hægt að senda á
netfangið postur@for.stjr.is fyrir
þann tíma. –ÞH
Í tengslum við þær breytingar sem boðaðar hafa
verið á íslenskri stjórnsýslu og tíundaðar eru
hér á síðunni hefur verið unnið að því sem nefnt
er Sóknaráætlun 20/20, „nýrri sókn í íslensku
atvinnulífi og samfélagi“. Um markmið hennar
segir í frétt frá nefndinni:
„Verkefnið felst í því að draga fram styrkleika
og sóknarfæri þjóðarinnar og gera tillögur og áætl-
anir á grunni þeirra. Lögð er áhersla á að ná breiðri
samstöðu um sameiginlega framtíðarsýn og lyk-
ilákvarðanir í endurreisnarstarfinu. Markmiðið er að
forgangsraða fjármunum, nýta auðlindir og virkja
mannauð þjóðarinnar til að vinna gegn fólksflótta og
leggja grunn að almennri velsæld.“
Sjö svæði en mörkin sums staðar óljós
Meðal þess sem nefndin hefur unnið að er að skipta
landinu upp í sjö svæði „sem hvert um sig stefnir að
sameiginlegum markmiðum til samfélagslegrar upp-
byggingar“. Svæðaskiptinguna má sjá á korti sem
birt er efst á síðunni.
Í greinargerð með þessari skiptingu segir að þörf
sé á að henni, ekki síst í ljósi þess að hið opinbera
hefur stuðst við ekki færri en 14 mismunandi skil-
greiningar á skiptingu landsins í umdæmi eða svæði.
Þegar litið er á skiptinguna sést að hún er keim-
lík gömlu kjördæmaskiptingunni, þó með nokkrum
undantekningum. Ýmislegt er óljóst í þessari tillögu,
svo sem staða sveitarfélaga syðst á Vesturlandi og
vestast á Suðurlandi, en þau virðast ýmist eiga að
starfa með sínum landshlutasamtökum eða sem hluti
af Stórhöfuðborgarsvæði sem nær þá frá Borgarnesi
til Árborgar og inniheldur einnig Reykjanesskagann.
Ekki þriðja stjórnsýslustigið
Þegar fjallað er um það hvers konar skipting hér er
á ferðinni verður málið enn óljósara. Tekið er skýrt
fram og ítrekað að ekki sé verið að búa til þriðja
stjórnsýslustigið á milli ríkis og sveitarfélaga. Þau
tengjast hins vegar augljóslega því að hægt sé að
breyta verkaskiptingu þessara tveggja stjórnsýslu-
stiga. Auk þeirra verkefna sem oftast eru nefnd til
sögunnar þegar slíkan flutning ber á góma, þ.e. mál-
efni aldraðra og fatlaðra og rekstur heilbrigðisstofn-
ana og framhaldsskóla eru í greinargerðinni nefnt að
svæðin geti annast rekstur svæðisbundinna löggæslu-
stöðva, menningarstofnana, flugvalla, almennings-
samgangna og viðhald vega.
Við lestur þessarar greinargerðar, sem augljóslega
á eftir að vinna mikið í, vaknar sú spurning hvort
kortið efst á síðunni sé framtíðarsýn um fjölda sveit-
arfélaga á Íslandi, að þau verði sex á landsbyggðinni
og svo eitthvert óskilgreint kraðak á suðvesturhorn-
inu. Hver veit?
Ráðuneytum fækkað, stofnanir stokk-
aðar upp og sveitarfélög sameinuð
&
=
$
Svæðaskipting landsins sem nú er unnið eftir í gerð Sóknaráætlunar 20/20 á vegum ríkisstjórnarinnar. Um hana er fjallað í rammgrein hér að neðan.
Er þetta hið nýja Ísland?