Bændablaðið - 22.10.2009, Síða 15
16 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009
Vestræn lönd fagna því að Kína
hefur ákveðið sig. Kínverjar
hafa loksins lýst sig reiðubúna
til að taka þátt í baráttunni
gegn hlýnun lofthjúpsins. Það
voru góðu fréttirnar frá fundi
leiðtoga helstu iðnríkja heims
í New York í september sl. Hið
slæma er að það er hreint ekki
Kína sem er dragbíturinn í kerf-
inu. Dragbíturinn, sem stendur í
vegi fyrir aðgerðum, eru velaldir
Vesturlandabúar eins og þú og
ég. Það erum við og lífsstíll okkar
sem veldur tregðunni á að taka á
málum. Þess vegna erum það við
Vesturlandabúar sem verðum að
borga reikninginn svo að þróun-
arlöndin hafi ráð á aðgerðum til
að bregðast gegn hlýnuninni. Það
getur tæpast talist fréttnæmt.
Leiðtogar Vesturlanda á heim-
leið af fundinum hrósuðu forseta
Kína, Hu Jintao, í hástert. Loksins
lítur út fyrir að veðurfarsráðstefn-
an í Kaupmannahöfn í desember
nk. skili árangri. Þessir leiðtogar
blekkja hins vegar kjósendur sína
ef þeir láta eins og það séu Kína og
þróunarlöndin sem stöðvi málið.
Að sjálfsögðu verða þessi lönd að
sýna vilja sinn til breytinga, eins
og Kína hefur nú gert. En ein-
hver verður að borga, ef Kína á að
breyta orkustefnu sinni og draga úr
losun á CO2. Þessir „einhverjir“ eru
kjósendur í ESB, Bandaríkjunum
og við.
Fæstir þeirra, sem ráða yfir fjár-
magni sem þarf í aðgerðir gegn
hlýnuninni, eiga heima í Kína. Þeir
búa við góðan hag á Vesturlöndum
og verða að vera reiðubúnir til að
deila útgjöldum vegna umhverf-
ismála á réttlátan hátt milli ríkra
og fátækra í heiminum. Áætlun
Kínverja í umhverfismálum geng-
ur út á það að draga úr mengun
við núverandi raforkuframleiðslu í
landinu, jafnframt því að efla hana,
skipta yfir í endurnýjanlega orku,
auka skógrækt og nota kjarnorku
til rafmagnsframleiðslu. Það kost-
ar sitt. Og jafnvel þó að hagkerfi
Kína sé að mörgu leyti sterkt, þá
glímir þjóðin einnig við gífurlega
fátækt sem og umhverfis- og þró-
unarvandamál. Hu Jintao er það
fullljóst að hann getur ekki lagt
það á 1,3 milljarða íbúa Kína að
taka einir á sig útgjöld við að leysa
umhverfisvandamálin.
Að sjálfsögðu eru það stórtíð-
indi að forseti Kína, fjölmennasta
ríkis heims, sem jafnframt náði
því árið 2007 að menga andrúms-
loftið mest allra landa, viðurkenni
að veðurfarsógnin sé raunveruleg.
Hann vill meira að segja gera eitt-
hvað í málinu. Þegar núverandi
forseti Bandaríkjanna sendir þar að
auki frá sér allt önnur skilaboð um
veðurfarsvandamál en fyrirrennari
hans þá stöndum við á vegamótum,
en Bandaríkin hafa um árabil losað
mest af CO2 á íbúa á ári í heim-
inum.
Við skulum því fagna því sem
gerðist á fundinum í New York.
Og við skulum vona að það leiði
til nýrra og brýnna samninga í
Kaupmannahöfn í desember. En
erfiðar lausnir í veðurfarsmálum
nálgast ekki aðeins í tíma og rúmi.
Þær höggva einnig nærri lífsstíl
okkar og ekki síst fjárráðum okkar.
Við eigum engin mótrök gegn
þeim málflutningi fátækra landa
að það séu ríku löndin sem verða
að borga brúsann fyrir það hvern-
ig komið er í umhverfismálum.
Það er lífsstíll okkar og velmegun
sem eru völd að því hvernig komið
er. Þess vegna verðum við bæði
að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda og greiða fyrir sjálfbæra
þróun í fátækum löndum. Við hljót-
um að vænta þess að fátæk lönd
vilji iðnvæðast áfram. Og bæta lífs-
kjör sín.
Þeir, sem veita sér mest, verða
að taka á sig mestar byrðar og
borga mest. ESB mun hafa reiknað
út að það kosti 900 milljarða n.kr.
(1.800 milljarða ísl. kr.) á ári að
„hreinsa til“ í þróunarlöndunum.
Þetta er dökk framtíðarsýn, þrátt
fyrir bjartsýni leiðtoganna á fund-
inum í New York sem marka stefnu
og gefa loforð. En þeir verða einn-
ig að sannfæra okkur um það að
aðgerðaáætlanir þeirra skili árangri,
jafnt heima fyrir og í alþjóðasam-
starfi og að þeim verði framfylgt.
Nationen/Drude Beer, stytt
Utan úr heimi
Metan, CH4, er ein af þeim
lofttegundum sem skipta hlýnun
lofthjúpsins mestu máli, en um
20% hlýnunar hans af manna-
völdum má rekja til metans.
Hlutfall þess í lofthjúpnum er
nú um 25 sinnum meira en fyrir
iðnbyltinguna.
Fram að nýliðnum aldamótum
jókst magn metans í lofthjúpnum
um 1% á ári en síðan hefur dreg-
ið úr aukningunni og nú helst það
nær stöðugt.
Mikinn hluta af losun met-
ans má nú rekja til niðurbrots líf-
rænna efna án aðkomu súrefnis,
þ.e. loftfirrts niðurbrots. Það fer
fram í náttúrunni í votlendi eða í
landbúnaði, svo sem á hrísgrjóna-
ökrum og í áburðarkjöllurum, en
einnig í sorphaugum. Þá losnar
mikið af metani við meltingu trén-
is í maga jórturdýra.
Ýmsar ástæður eru fyrir því að
losun metans hefur dregist saman
á síðustu árum, svo sem betri frá-
gangur á gasleiðslum og aðgerðir
til að safna metani frá sorphaug-
um og nýta það sem orkugjafa. Þá
vegur þungt aukin losun brenni-
steins frá kolakyntum raforkuver-
um í Austur- og Suður Asíu. Þessi
brennisteinn dreifir sér yfir stór
landsvæði, binst kolefni og veld-
ur þannig minni losun metans frá
hrísgrjónaökrum og öðru votlendi.
Þegar lönd á borð við Kína og
Indland fara að beita sér fyrir því
að draga úr losun brennisteins,
af heilsufarsástæðum, mun losun
metans aukast.
Árið 2007 mældist aftur greini-
leg aukning á metani í lofthjúpn-
um eða um 0,5%. Þessi aukning
virðist halda áfram og hún stafar
af aukinni losun metans á norður-
slóðum. Þar hefur sífreri legið um
langan aldur eins og skjöldur yfir
afar víðfeðmu mýra- og votlend-
issvæði, þar sem mikið af metani
er að finna. Það gildir um Síberíu,
Kanada og Alaska. Þarna getur
orðið mikil losun metans við hlýn-
un lofthjúpsins. Hversu mikil er
ógerlegt að spá um en sú losun
getur skipt verulegu máli um
þróun veðurfars á jörðinni.
Hiti hefur stigið hratt að undan-
förnu víða á norðlægum slóðum.
Í Síberíu hefur hlýnunin verið allt
að 2,5-3°C. Þar hefur hún hald-
ist í hendur við útbreiðslu skóga
og skógarjaðarinn færst norðar og
hærra yfir sjávarmál. Þá hefur kjarr
aukist á mýrlendi. Þannig hafa
svæði hulin snjó minnkað og yfir-
borð jarðar bundið sólarorkuna
meira. Þetta ferli herðir trúlega sjálf-
krafa á sér og klaki í jörðu missir tök
sín á sífellt stærri svæðum.
Í löndum, sem liggja að
Norðuríshafinu, á sér einnig stað
mikil losun á hláturgasi, N2O. Það
á uppruna sinn í mýrum með djúpa
klakabrynju þar sem gróður nær
ekki að festa rætur. Undir henni
myndast nítrat við súrefnislaust
niðurbrot lífrænna efna. Þar er
hins vegar ekki gróður sem getur
nýtt sér það en aftur á móti bakt-
eríur sem breyta því í hláturgas.
Það berst síðan út í andrúmsloftið
þegar klakinn lætur undan.
Metanlosun á hafsbotni
Á hafsbotni er mikið af metani
í föstu formi, bundið kolvetnum
(sykrum). Þegar hiti hækkar eða
þrýstingur minnkar breytast þessi
efnasambönd í lofttegundir. Fyrir
55 milljónum ára var mikið hlý-
indaskeið á jörðinni og sú kenning
er uppi að það hafi stafað af því að
mikið af metani hafi þá losnað frá
hafsbotni og valdið þessari hlýnun.
Nú á tímum berst metan frá
hafsbotninum, en aðeins lítill hluti
þess nær alla leið upp í lofthjúp-
inn. Mest af því binst súrefni í
hafinu og hefur lítil áhrif á hlýnun
hans.
Koltvísýringur í andrúmsloft-
inu hefur langtímaáhrif, sem mæl-
ast í öldum, en helmingunartími
metans í lofthjúpnum er aðeins 12
ár. Aðgerðir til að draga úr losun
metans til að draga úr hlýnuninni
skila sér því miklu fyrr en minnk-
un koltvísýrings í lofthjúpnum. Ef
unnt væri, fræðilega séð, að stöðva
alla losun metans af mannavöldum
þá tæki það aðeins nokkra áratugi
að kæla lofthjúpinn niður í hitastig
hans fyrir iðnbyltinguna.
Slíkt er að sjálfsögðu ekki unnt,
þvert á móti er hætta á að losun
metans aukist verulega ef sífrer-
inn í jörðu sleppir tökum sínum á
víðfeðmu votlendi á norðurslóðum
á sama tíma og auka verður veru-
lega matvælaframleiðslu í heim-
inum. Sú aukning blasir við næstu
áratugi, bæði fjölgar fólki og kjöt-
neysla eykst meðal þjóða þar sem
lífskjör fara batnandi.
FAO áætlar að kjötframleiðsla
vaxi úr 284 milljónum tonna í 465
milljónir tonna árið 2050. Aukin
framleiðsla á líforku, svo sem úr
sykurreyr og maís, eykur einnig
losun metans.
Bondevennen/Tryggve Refsdal
Áhrif metans á hlýnun lofthjúpsins
Breytingar
í dönskum
landbúnaði
Mikið breytingaskeið gengur nú
yfir í dönskum landbúnaði. Þess
er vænst að setnum bújörðum
fækki um helming næsta áratug-
inn og að þær verði þá komnar
niður í um 22 þúsund. Af þeim
verða tvær af hverjum þrem-
ur mjög litlar og reknar ásamt
vinnu utan bús. Á þessum jörð-
um verður hvorki mjólkurfram-
leiðsla né svínarækt, en á hinn
bóginn kjötframleiðsla af naut-
gripum og garðrækt af ýmsu
tagi. Þá verða þar einnig rækt-
aðar nytjajurtir til líforkufram-
leiðslu, svo sem sykurrófur og
maís.
Meðalstór bú munu aftur nán-
ast hverfa en stór bú munu stækka
enn frekar og meðalfjöldi slátur-
grísa á búi á ári verður um 7.000
í stað 1.900 nú. Af þessu leiðir að
það dregur úr fjölskyldubúskap og
búin verða í auknum mæli rekin
sem fyrirtæki. Sjálfseignabændur
verða ekki lengur hin ráðandi stétt
í dönskum sveitum, en í stað þess
mun fjölga þar fólki sem sækir
dag lega vinnu til borga og bæja í
grenndinni.
Eftirsókn eftir kostum dreifbýl-
isins mun aukast, jafnframt því
sem tómstundabændum, sem
stunda lífræna ræktun og framleiða
lúxus matvæli, mun fjölga.
Á hinn bóginn munu verða til
landsvæði sérhæfð í stórrekstri þar
sem hefðbundin átök við samfé-
lagið í kring munu harðna.
Danskur landbúnaður er bjart-
sýnn á þessa þróun. Bóndinn er
ekki á útleið, en staða hans breyt-
ist. Fjölbreytnin vex og landbún-
aðurinn fær nýtt hlutverk, – einnig
við orkuframleiðslu.
Bondevennen/Kristelig Dagblad í
Danmörku
Fæstir búa í Kína
Vísindalegur ráðgjafi bresku
ríkis stjórnarinnar, Jonathon
Porr itt, hefur kynnt þá hugmynd
að bresku þjóðinni þurfi að
fækka úr 61 milljón manns í 30
milljónir árið 2100. Tilgangurinn
með því væri að koma í veg fyrir
matarskort, draga úr átökum og
minnka losun gróðurhúsaloftteg-
unda um 80%.
Jonathon Porritt bendir á að
færra fólk gefi bæði fólki og fé
aukið rými, fallegra umhverfi,
meira næði og færri árekstra fólks.
Bretar eigi að ganga á undan með
góðu fordæmi og stefna að því
að konur eignist ekki fleiri en tvö
börn. Þá verði einnig að herða inn-
flytjendalöggjöfina. Stóra-Bretland
verði að framleiða mat til eigin
þarfa í auknum mæli og láta þróun-
arlöndin njóta sjálf í meira mæli
þeirra matvæla sem þau framleiða.
Áætlað er að íbúafjöldi jarð-
ar sé nú um 6,5 milljarðar en að
hann geti orðið 12-13 milljarðar
um næstu aldamót að óbreyttri
þróun, en það gengi mjög nærri
varanlegum auðlindum jarðar, svo
sem jarðvegi og vatni. Markmiðið
er hins vegar að á jörðinni lifi dýr
og menn í sátt við náttúruna. Færra
fólk þarfnast einnig minni fæðu.
Á stórum verksmiðjubúum á
búfé þess lítinn kost að hreyfa sig
og í stað þéttsetinna flotkvía, sem
menga umhverfið, getum við látið
náttúrulegar fisktegundir hafsins
fjölga sér á eðlilegan hátt.
Í sumum löndum fækkar fólki.
Á Ítalíu eignast hver kona að með-
altali 1,3 börn og á Spáni er stað-
an svipuð. Í Japan, þar sem nú búa
120 milljónir manna, er áætlað að
íbúafjöldinn verði 90 milljónir um
næstu aldamót. Í Rússlandi eru nú
142 milljónir íbúa en talið að þeir
verði 100 milljónir um 2100.
Hin ríku G20-lönd eiga nú að
taka forystuna í þessum efnum, að
áliti Jonathon Porritt. Bretar nota
125 sinnum meiri orku á mann
en hver íbúi í Darfur í Súdan.
Norðmenn framleiða 150 sinnum
meiri orku á mann en Darfurbúinn.
Ríku löndin taka sífellt meira til sín
af gæðum jarðar. Byltingin verður
því að hefjast á norðurhveli jarð-
ar. Takmörkun fólksfjölda mundi
einnig leiða til minni fólksflutn-
inga.
Fjórðungur Breta vill eignast
tvö börn eða fleiri, sem kollvarpar
þessum áætlunum og gerir að engu
allar áætlanir um betri framtíð.
Til að vinna þeim fylgi verður að
verðlauna fjölskyldur sem eignast
aðeins eitt barn.
Lækka verður laun til þess
að hlífa auðlindum jarðar.
Heildarneyslan verður að minnka.
Það eru einkum ríku löndin sem
verða að draga úr neyslunni. Ráð,
sem enginn þorir að beita, er að
lækka svo um munar laun hinna
hæstlaunuðu. Hvaða stjórnmála-
flokkur þorir að setja það í stefnu-
skrá sína? Launahópar með lægri
laun létu ekkert teljandi af hendi.
Vilja stjórnmálamenn hlusta á það?
Hvenær hefur forstjóri fyrirtæk-
is lýst sig reiðubúinn til að lækka
í launum og sleppa hlunnindum í
formi kaupauka og bónusa?
Hvað gerðist ef launakjör jöfn-
uðust? Neyslan minnkaði, færri
bílar, minni mengun o.s.frv. Sam-
staða þýðir það að við venjum
okkur við að standa jafnar að vígi.
Vinnan varðar ekki aðeins laun,
heldur einnig velferð og samkennd.
Í hörðu samkeppnisþjóðfélagi er
hlegið að fólki sem talar máli hóf-
semdar.
Norski heimspekingurinn Peter
Wessel Zappe (1899-1990) hélt
því fram að maðurinn ætti of auð-
velt með að fjölga sér. Þess vegna
væri hegðun hans jörðinni skaðleg.
Austurríski vísindamaðurinn og
umhverfissinninn Tim Flannery
hefur talað fyrir minni neyslu og
minni kaupmætti stórra þjóðfélags-
hópa.
Jonathon Porritt er ekki hinn
fyrsti til að viðra þessar hugmyndir.
Bondebladet/John Gustavsen, stytt
Fólksfækkun um helming og lækkuð laun