Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 18
20 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 Um félagið Beint frá býli Félagið var stofnað í febrúar 2008 og hlaut nafnið Beint frá býli – Félag heimavinnsluaðila, skamm- stafað BFB. Stofnfélagar voru 30 og hefur félagsmönnum fjölgað jafnt og þétt síðan og eru nú 76. Starfssvæði félagsins er allt Ísland. Í samþykktum félagsins segir m.a.: „Tilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu, einnig vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hvers konar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum. Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru eru í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefð- um í matargerð, öllum neytendum til heilla og hagsbóta.“ Um félagsaðild segir m.a: „Rétt til aðildar að félaginu hafa þeir ein- staklingar og lögaðilar sem stunda eða hyggjast stunda framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum á lögbýlum“. Félagið hefur nú starfað í tæp tvö ár. Á síðasta vori kom út sam- eiginlegur bæklingur Beint frá býli, Ferðaþjónustu bænda og Opins landbúnaðar. Þar voru kynntir 36 bæir í BFB, framleiðsla þeirra og þjónusta. Reiknað er með að nýr bæklingur komi út árlega og að á næsta vori bætist allmargir bæir við. Ný og öflug heimasíða var tekin í notkun nú nýlega og býður hún upp á vandaða kynningu á bæjum og vöruframboði félagsmanna. Þá hafa tvö einkennismerki félagsins litið dagsins ljós, þ.e. nýtt félagsmerki og sérstakt gæðamerki. Hlutverk þeirra er að kynna og afmarka starf félagsins og skapa ímynd þess, ásamt því að vekja athygli á sérstöðu og gæðum fram- leiðslunnar. Hér á eftir er fjallað nánar um þessi merki félagsins. Félagsmerki Beint frá býli Félagsmerki Beint frá býli er ein- kennismerki félagsins sem stjórn þess notar á umslög, bréfsefni og við almenna kynningu á félaginu og starfi þess. Félagsmönnum er heimilt að nota merkið á kynning- arefni sem þeir gefa út til þess að vekja athygli á vörum sem falla undir þá skilgreiningu að vera „beint frá býli“. Öðrum er óheimilt að nota merkið nema með sérstöku samþykki stjórnar. Merkið er þó ekki ætlað á umbúðir eða vörur. Sjá nánar um notkunarreglur á heima- síðu félagsins; beintfrabyli.is Gæðamerki félagsins – „Frá fyrstu hendi“ BFB hefur fengið einkaleyfi á sér- stöku gæðamerki félagsins undir heitinu „Frá fyrstu hendi“. Merkið er einungis ætlað félagsmönnum, enda uppfylli þeir reglur um notk- un þess, auk þess sem gerð er krafa um að ásýnd og aðkoma að býlinu sé viðunandi. Um notkun merkisins gilda sértækar og nokkuð strangar reglur og fylgja þær hér á eftir í heild sinni: Almennar reglur „Frá fyrstu hendi“ og hugtakið „Sveitamatur“ eru gæðamerki á matvælum íslenskra sveita, þar sem meginþættir framleiðslunn- ar byggja á íslensu hráefni og íslenskri framleiðslu. Með íslensku hráefni er átt við hráefni frá land- búnaði, fiskveiðum og nýtingu afurða villtrar náttúru. Með fram- leiðslu er átt við framleiðslustað, hráefni, starfskrafta, reynslu, þekk- ingu og sögu- og menningarlegar hefðir. Starfsemin verður að uppfylla allar íslenskar kröfur um gæði, rekstur og eftirlit og sýna fram á nauðsynlega viðurkenningu á slíku. Starfsemin skal vera traustvekjandi og trúverðug. Heildaráhrif afurða og rekstrar eru grundvöllur vott- unar á hverjum tíma. Ásamt því að uppfylla almennar íslenskar reglur, þá setja samtökin BFB eftirfarandi sértæk skilyrði fyrir vottun með „Frá fyrstu hendi“ sem gæðamerki á vörum, og við framleiðslu og sölu. Kröfur um notkun gæðamerkisins „Frá fyrstu hendi“ £ Einungis félagsmenn í samtök- unum BFB mega nota gæða- merkið „Frá fyrstu hendi“ og aðeins á þær framleiðsluvörur sem samþykktar eru. £ Framleiðslan verður að hafa fag- legt yfirbragð. £ Afurðin skal tengjast viðkom- andi býli með eftirfarandi hætti; a) Mestur hluti afurðanna skal vera frá býlinu. b) Úrvinnsla skal hafa átt sér stað á býlinu eða á samþykkt- um framleiðslustað. c) Sem mestur hluti hráefnis, sem notaður er í framleiðsl- una (annað en frumfram- leiðslan), skal vera íslenskt og helst úr héraði. d) Ef mikilvægir hlutar fram- leiðslunnar fara fram utan býlisins, eða eru í höndum annarra, eða ef verulegur hluti hráefnanna á ekki upp- runa sinn á býlinu, verður að upplýsa hvar úrvinnslan fór fram eða hvaðan hráefnið er komið. Það er í samræmi við kröfur um merkingar. £ „Frá fyrstu hendi“ má nota á vörur félagsmanna hvort sem þær eru seldar á viðkomandi býli eða annars staðar. £ Ekki er heimilt að nota „Frá fyrstu hendi“ hjá öðrum en félagsmönnum, til þess að auglýsa aðrar vörur eða versl- un í heild sinni. Þó er heimilt að vekja athygli á því að vörur undir þessu gæðamerki séu til sölu á viðkomandi stað. £ Þeir sem selja vörur undir gæðamerkinu „Frá fyrstu hendi“ skulu þekkja vel til afurða við- komandi framleiðanda og fram- leiðslu, kaupanda til upplýsing- ar. Viðurkenningarferli Umsóknir um leyfi til að nota merki samtakanna „Frá fyrstu hendi“ skal senda stjórn BFB, sem leggur mat á þær. Stjórn BFB leitar umsagnar og upplýsinga um umsóknir. Stjórn BFB tekur endanlega ákvörðun um að leyfa notkun merkisins. Þetta vald getur stjórnin falið sérstakri „nefnd um gæðamál“, ef slíkt hent- ar betur og /eða ef viðkomandi aðili óskar eftir því. Þeir sem hafa fengið leyfi til að nota gæðamerkið skulu nota það sem mest, bæði á afurðir og til að vísa viðskiptavinum á þær. Framleiðendur og notendur gæða- merkisins, sem hafa ekki lengur með höndum rekstur samkvæmt viðurkenndum reglum um notkun þess, er skylt að tilkynna það til stjórnar BFB, eða upplýsa um að þeir noti merkið ekki lengur. Þeir, sem hafa leyfi til að nota merkið, missa leyfið og réttinn til að nota það, ef þeir hætta sem félagsmenn. Samtökin BFB áskilja sér rétt til þess að fylgjast með því að skilyrði fyrir notkun gæðamerkisins séu uppfyllt og að grípa til aðgerða ef vafi leikur á því. Ofangreindar reglur um gæða- merki BFB má jafnframt sjá á heimasíðu félagsins; beintfrabyli.is Árni Snæbjörnsson Líf og starf SUMARIÐ 2009 var að mörgu leyti svo óvenjulegt á Suðurlandi í veð- urfarslegu tilliti að nánast má líkja við náttúruhamfarir. Næturfrost tvær nætur í röð þann 24. og 25. júlí olli miklu tjóni í kartöflurækt- inni, sérstaklega í Þykkvabæ. Júní og júlí mánuðir voru einnig með eindæmum þurrir. Úrkoman í júní nam 29 mm í Reykjavík og var það 58% af meðalúrkomu og júlí- mánuður var enn þurrari. Þá féllu einungis 11,5 mm í Reykjavík sem er fimmtungur af meðalúr- komu þess mánaðar. Í haust bar á misvexti í gulróf- um á Suðurlandi í yrkinu Vige sem menn hafa ekki séð áður, í það minnsta ekki í þeim mæli sem nú varð. Í nokkrum tilvikum urðu heilu garðarnir ónýtir og svaraði ekki kostnaði að taka upp úr þeim. Svo virðist sem rótarendar hafi drepist og í stað einnar stólpa- rótar sem þykknar og myndar róf- una hafi fleiri rótarendar myndast og fleiri rófur farið að myndast undir sama rófukolli. Venjulega er aðeins einn megin rótarendi þar sem lengdarvöxtur rótarinnar fer fram og beitir hann toppstjórn og kemur í veg fyrir að hliðar- brum vaxi í nýjar stofnrætur. Ef rótarendinn deyr af einhverjum ástæðum lifna hliðarbrum sem bæld hafa verið og er þá spurn- ing hvort eitthvert þeirra nái topp- stjórninni og fari að bæla önnur brum svo eðlileg rófa myndist eða hvort vöxtur margra er það kröft- ugur að fleiri rófur gildni. Svo virðist sem það síðarnefnda hafi gerst. Hér er einungis hægt að geta sér til um hvað átt hafi sér stað. Eftir nokkra úrkomu í lok maí hefur vöxtur náð að fara af stað en eftir það verður mjög þurrt. Á Eyrarbakka sem dæmi kom vart dropi úr lofti fyrri hluta júní og mjög þurrt var í júlí. Þurrkurinn einn og sér getur skýrt visnun rót- arenda en einnig er hugsanlegt að kröftugur áburður eigi einhvern þátt. Engin útskolun verður þegar svo lítið rignir og hætt er við að styrkur áburðarefna í svo takmörk- uðum jarðvegsraka verði of mik- ill svo rætur jafnvel missi frá sér vatn út í jarðveginn í stað þess að ná vatni úr jarðveginum. Í slíkum tilvikum er sagt að vatnsspennan sé lægri í jarðvegsrakanum en í rótinni. Síðan komu afbragðsgóð vaxtarskilyrði í byrjun ágúst með nægri úrkomu, háum dag- og næt- urhita og gnægð áburðar sem gerir öllum rótum plöntunnar færi á að vaxa og engin ein nær að tryggja sér yfirráð. Hér gildir það sama og um tjón kartöflubænda vegna næturfrosta í júlí að ekki verður séð hvernig unnt er að verjast slíkum duttl- ungum náttúrunnar öðruvísi en að gæta þess að vera ekki með öll eggin í sömu körfu. Það gera menn með því að rækta fleiri en eitt yrki, rækta í mismunandi garðlandi og hafa breytilega rækt- unartækni sem menn telja að geti aukið öryggi. Sigurgeir Ólafsson Matvælastofnun Misvöxtur í gulrófum Vansköpuð rófa. Beint frá býli eignast félags- og gæðamerki Á myndinni má sjá Guðmund Jón Guðmundsson í Holtseli, Hlédísi Sveins- dóttur, formann samtakanna og Árna Snæbjörnsson, starfsmann samtak- anna, veita viðtöku Fjöregginu 2009, verðlaunum Matvæla- og næring- arfræðafélags Íslands. Hér til hliðar er gæðamerkið og félagsmerki sam- takanna fyrir neðan það. Hér má sjá nokkur girnileg sýnishorn af heimaunnum afurðum bænda.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.