Bændablaðið - 03.12.2009, Side 2

Bændablaðið - 03.12.2009, Side 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009 Fréttir Nýverið hélt Matvælastofnun fræðslufund um upprunamerk- ingu matvæla þar sem Jónína Þ. Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun, og Baldur P. Erlingsson, lögfræðingur hjá sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu, fjölluðu um nýja reglugerð um upprunamerkingu grænmetis og upprunamerk- ingar almennt. Þann 1. september tók gildi ný reglugerð um að merkja skuli ferskt grænmeti og aðrar fersk- ar matjurtir upprunalandi. Þegar matjurtir eru seldar í lausasölu eða seljandi pakkar þeim á sölustað eiga upplýsingar um upprunaland að vera aðgengilegar með sýnileg- um hætti þar sem matjurtirnar eru á boðstólum. Þær almennu reglur sem gilda um upprunamerkingar matvæla hér á landi eru samræmd- ar reglur á Evrópska efnahags- svæðinu (EES), sem byggja á reglum Evrópusambandsins. Upplýst val neytenda Jónína fór almennt yfir merkingar matvæla og ástæður fyrir því að slíkar reglugerðir eru settar, líkt og varðandi geymsluþol, ofnæmi, uppruna og næringarupplýsingar, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig kom hún inn á mikilvægi neytendaþátt- arins, en neytendur eiga rétt á upplýstu vali og varðandi mat- vælafyrirtæki eru slíkar merkingar nauðsynlegar til markaðssetningar og fyrir leikreglur. Baldur fjallaði um reglur um upprunamerkingar matjurta, þar sem meðal annars kemur fram að upprunaland ferskra matjurta skuli vera skráð á umbúðir með. Það sama gildir um vörutegund- ir úr ferskum matjurtum þar sem þeim er blandað saman og/eða þær skornar niður. Þegar um er að ræða vörutegund þar sem ferskar mat- jurtir hafa uppruna í fleiri en einu landi skal tilgreina nafn hverrar matjurtar og upprunaland hennar á umbúðum. Þó er ekki þörf á að merkja umbúðir þegar framleið- andi dreifir sínum vörum milliliða- laust til neytenda. Í máli Baldurs kom fram að reglur um skráningu upp runa mat- jurta falli ekki undir EES-lög gjöf- ina og að landbúnaðarvörur séu utan við gildissvið EES-samn- ingsins. Evrópu sam bandið hefur lög fest eigin reglur um uppruna- merkingu ávaxta og grænmetis en þær verða til umræðu í komandi aðildarviðræðum íslenskra stjórn- valda við sambandið. Meginreglur sambandsins um upprunamerking- ar eru að merkja á afurð sem fell- ur undir ákvæði reglugerðarinnar með upprunalandi. Undantekning er gerð vegna blandna í pakkning- um sem eru 5 kg. eða léttari, þar sem heimilt er að skipta út tilvísun í upprunaland fyrir þrjár merkingar sem jafnan eru notaðar og tilgreina ýmist að vara sé frá aðildarlöndum ESB eða frá löndum utan ESB, eða bæði frá aðildarlöndum ESB og löndum utan sambandsins. ehg Merkingar Krónunnar eru til fyrirmyndar, þar sem neytandinn sér skýrt og skilmerkilega uppruna bæði grænmetis og ávaxta. Í Nóatúni eru merkingar grænmetis fyrir ofan hillur, þannig að neytandinn þarf að líta upp fyrir, en upprunamerkingar voru til sóma. Upprunamerkingum grænmetis í Hagkaup var frekar ábótavant, þar sem land var merkt á stöku stað með agnarsmáu letri en annars staðar skorti alveg merkingar. Merkja skal upprunaland matjurta á umbúðum Húsfyllir á samkomu til heiðurs þýsku landbúnaðarverkafólki Það var fullt út úr dyrum í samkomusal í Bændahöllinni 21. nóv. sl. þegar þess var minnst að 60 ár voru liðin frá komu þýskra landbúnaðarverkamanna til Íslands. Þýski sendiherrann Dr. Karl-Ulrich Muller ávarpaði gesti og það gerði einnig Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna sem m.a. þakkaði fólkinu fyrir vel unnin störf fyrir íslenskan landbúnað. Tvö erindi voru flutt um komu Þjóðverjanna en það gerðu þau Pétur Eiríksson sagnfræðingur og Nína Rós Ísberg mannfræðingur. Það var notaleg stemning í yfirfullum salnum á Hótel Sögu þar sem fólk rifjaði upp gamla tíma með ættingjum og vinum. Kvenfélagskonur í Biskups tung- um fóru heldur betur óhefð- bundna leið til fjáröflunar þetta árið og gáfu út dagatal fyrir árið 2010 þar sem 13 félagskonur sátu fyrir naktar á myndum á smekk- legan hátt. Vinsældirnar hafa ekki látið á sér standa og renna dagatölin út en ágóðinn verður gefinn til góðgerðarmála. „Ég gekk í kvenfélagið fyrir fimm árum og þessi hugmynd hefur komið upp reglulega frá hinum og þessum konum innan félagsins. Hugmyndin er komin frá bresku Calendar girls og var sett fram í gríni og ég held að fyrir ári hefði engri okkar dott- ið í huga að þetta myndi einhvern tíma verða að veruleika. Hugmyndin hefur þó alltaf verið á sveimi og þetta var spurning um hvort einhver tæki að sér að gera þetta. Þannig að ég sló til, því mér fannst allt eitthvað svo dapurt í þjóðfélaginu og var orðin leið á stöðugri Icesave-umræðu og krepputali. Viðbrögðin voru góð og það var rífandi stemning í þeim sem komu að þessu, svo við drifum okkur í myndatöku,“ segir Svava Theódórsdóttir, gjaldkeri kvenfélags- ins. Sérstök upplifun Myndataka dagatalsins fór fram í Hrosshaga í Biskupstungum en Íris Jóhannsdóttir ljósmyndanemi tók myndirnar. Henni til aðstoðar var Lilja Matthíasdóttir. Hárgreiðslu annaðist Guðfinna Jóhannsdóttir en Auður Kjartansdóttir sá um förðun. „Við erum 52 í félaginu og flest- ar gátu verið með sem vildu. Það voru þó ekki allar sem vildu vera með og sumar voru mikið á móti þessari hugmynd. Fyrirfram vorum við ekki alveg vissar hvernig þetta yrði, því sumar sýna meira en aðrar. Þegar við vorum komnar saman í myndatökuna var þetta ekkert mál. Við skemmtum okkur konung- lega og það var sérstök upplifun, verð ég að segja, að vera á mynd með mörgum öðrum fáklæddum konum,“ útskýrir Svava hlæjandi og segir jafnframt: „Við létum gera þúsund daga- töl og erum búnar að selja fyrir kostnaði. Ágóðinn fer í að heilsu- efla sveitungana og vonandi fáum við meira til svo við getum gefið í fleiri góð málefni. Þetta hefur vakið athygli í sveitinni og fólki finnst þetta gott framtak, svo það verður sannarlega ekki vandamál með skemmtiatriði á þorrablótinu á næsta ári.“ Hægt er kaupa dagatalið á heimasíðunni www.garn.is ehg Sexí og smekklegar í Tungunum Kvenfélagskonur í Biskupstungum útbjuggu dagatal fyrir árið 2010 í fjár- öflunarskyni, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að 13 félags- konur sátu fyrir naktar á myndum dagatalsins. Meginskilaboð samráðsfundar í tilefni Athafnaviku um „Ný sókn- ar færi á Norðurlandi vestra – um- hverfi og afurðir“ er að á tím um breyt inga þurfi að finna nýjar leið ir til að renna styrkari stoðum undir byggðaþróun. Það snýst um að nýta enn betur auðlindir svæð- isins, umhverfi og mannauð, með áherslu á sjálfbærni. Fundurinn var haldinn í Blöndustöð í liðn- um mánuði. Landsvirkjun bauð til fundarins í tilefni af Alþjóð- legri athafnaviku og var hann skipu lagður í samstarfi við Vaxt- ar samning Norðurlands vestra. Umsjón með fundinum var í hönd- um Sigur borgar Kr. Hannesdóttur, hjá ILDI, þjónustu og ráðgjöf. Um tuttugu þátttakendur hvaðan- æva að úr fjórðungnum tóku þátt í líf leg um umræðum og hugmynda- vinnu. Nokkur umræða varð um sam- eiginlega vottaða gæðaímynd NV, sem gæti tekið til fleiri þátta en einungis matvæla af svæðinu. Af öðrum hugmyndum sem hlutu brautargengi, var efling dreifðra og lítilla búa með aukinni samhæfingu þeirra á milli og samþættingu við ferðaþjónustu og fræðslu. Þannig mætti gefa ferðamönnum kost á að taka þátt í daglegu lífi t.d. í formi óvissu- og söguferða. Rætt var um spennandi möguleika í rann- sóknum og þróunarstarfi, sem getur skapað virðisauka á ýmsum svið- um. Gagnaver yrði jákvæð viðbót í atvinnulífi á svæðinu, að mati ýmissa fundarmanna. Norðurland vestra býr yfir fjöl- mörgum auðlindum sem felast í umhverfi og mannafla á svæðinu. Meðal annars má nefna náttúru, frumvinnslugreinarnar landbún- að og sjávarútveg, verkþekkingu, afurðir og vinnslu, þ.m.t. heima- vinnslu, menningu, hesta, handverk og listsköpun, rannsóknir, söfn og setur. Allt þetta er síðan grunnur að eflingu ferðaþjónustu og annarrar nýsköpunar og atvinnuþróunar. Ákveðið var að fylgja fundinum eftir með því að afla upplýsinga um möguleika varðandi vottun og efna til vinnufundar um málið. Einnig að marka stefnu um rannsóknir og þróunarstarf, fá yfirsýn yfir stefnu- mótun í ferðaþjónustu á svæðinu í heild og standa fyrir námskeiði um landbúnaðartengda ferðaþjónustu. Með fundinum var stigið skref sem getur orðið upphafið að því að „varan“ Norðurland vestra verði þróuð enn frekar og mark- aðssett. Áhersla verði á sjálf- bærni og atvinnusköpun. Myndun tengslanets og frekari umræður eru leiðin til að koma á hreyfingu. Vaxtarsamningur Norðurlands vestra mun fylgja fundinum eftir og hefur Landsvirkjun hug á að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er. MÞÞ Samráðsfundur um ný sóknarfæri á Norðurlandi vestra Finna þarf nýjar leiðir til að styrkja byggðaþróun

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.