Bændablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 27
27 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009
Skráning á sauð-
fjársæðingum
Eins og gerð var grein fyrir á kynn-
ingarfundum um sauðfjársæðingar
víða um land á síðustu tveim vikum
hefur nú verið byggt upp kerfi fyrir
heildaruppgjör á árangri sauð-
fjársæðinga um allt land. Þetta er
rafrænt kerfi í FJARVIS.IS. Þetta
kerfi kemur í raun í stað dagbók-
ar sæðingamanns sem notuð hefur
verið um árabil. Allir fjáreigendur
sem hafa aðgang að FJARVIS.IS
geta nú skráð sæðingar á eigin búi í
þetta kerfi og eru hvattir til að gera
það strax að sæðingum loknum.
JVJ
Nefnd sem samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra skipaði til að
fjalla um almenningssamgöngur
á Norðurlandi eystra hefur skil-
að tillögum sínum. Meðal annars
er lagt til að stofnað verði sam-
göngufélag sem skipuleggi sam-
hæft almenningssamgöngukerfi
sem rekið verði sem þróunarlík-
an.
Svæðið sem nefndin fjallar um
í greinargerð sinni er starfssvæði
Eyþings allt frá Fjallabyggð í vestri
að Langanesbyggð í austri. Lagt er
til að sveitarfélögin stofni einka-
hlutafélag, samgöngufélag, undir
forystu samtakanna sem fengið
verði það hlutverk að sjá um þróun,
stjórnun og eftirfylgni með upp-
byggingu og rekstri samhæfðra
almenningssamgangna á svæðinu.
Lagt er til að skilgreina svæðið
í mismunandi byggðastig til að
skapa forsendur fyrir opinberum
stuðningi án þess að brjóta í bága
við ákvæði samkeppnislaga og
regluverk EES.
Á þessum grunni verði síðan
skilgreindar mismunandi áætl-
unarleiðir milli þéttbýlisstaða
innan svæðisins og með tenging-
um út fyrir svæðið. Komið verði á
samhæfðu kerfi sem tengist sam-
bærilegum einingum og öðrum
ferðamátum, svo og samhæfðu
upplýsingakerfi og samræmdu
miðasölukerfi. Einnig er lagt til að
byggð verði upp samgöngumiðstöð
á Akureyri.
Í greinargerð nefndarinnar er
gerð ítarleg grein fyrir niðurstöð-
um í samræmi við skipunarbréfið
og þá afmörkun sem nefndin setti
sér. Fjallað er um forsendur og
markmið almenningssamgangna
á Eyþingssvæðinu, stjórnun og
rekstur, stefnumótun, uppbyggingu
leiðakerfis og upplýsinga- og
greiðslukerfi.
Greinargerðin fjallar einnig um
samvinnu ríkis og sveitarfélaga
á sviði almenningssamgangna.
Fjallað er um möguleika sem felast
í breyttri afstöðu vegna umhverf-
is- og efnahagsmála. Einnig mögu-
leika sem felast í tækni sem tiltæk
er nú þegar og gæti fært almenn-
ingssamgöngur nær fólkinu í land-
inu. Nefndin lítur á það sem verk-
efni væntanlegs samgöngufélags að
þróa og skipuleggja kerfi almenn-
ingssamganga svæðisins eins og
lýst er í greinargerðinni.
Lagt til að stofnað verði samgöngufélagEndurvinnslu-tunna við
hvert heimili
Gert er ráð fyrir endur-
vinnslutunnum við öll heim-
ili í endurnýjuðum samningi
um sorphirðu, sem Hörg ár-
byggð hefur gert við Gáma-
þjón ustu Norðurlands ehf.
Fram undan eru miklar breyt-
ingar á meðhöndlun úrgangs á
Eyjafjarðarsvæðinu, sem m.a.
munu leiða til þess að kostn-
aður við förgun óflokkaðs
úrgangs mun aukast mikið á
næstu árum. Því er mikilvægt
að sem allra mest af úrgangi
heimila, fyrirtækja og stofnana
verði flokkað til endurvinnslu
til að halda aftur af kostnaðar-
aukningunni. Í því sambandi
eru endurvinnslutunnurnar lyk-
ilatriði.