Bændablaðið - 11.03.2010, Síða 7

Bændablaðið - 11.03.2010, Síða 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010 Áfram skal haldið með kveðskap Rósbergs G. Snædal en hring- hendurnar bókstaflega flæddu frá honum. Stundum í gleði, en líka í leiða. Bakkus þekkti skáld- ið nokkuð náið: Detta hlýt ég, Drottinn, hér dyggða- þrýtur -veginn. Syndin ýtir eftir mér inn á vítateiginn. Böndin þoka af hug og hönd, hjartað strokið varma. Johnnie Walker yljar önd, útilokar harma. Varð mér heldur dropinn dýr dómsins hrelldur bíð ég. Eftir kveldsins ævintýr undir feldinn skríð ég. Sá er gín við fölskum feng frelsi sínu tapar. Bölvað svín úr besta dreng brennivínið skapar. Herðalotinn, haldinn geig, heim í kotið fer ég. Nú er þrotin nautnaveig, niðurbrotinn er ég. Ég átti því láni að fagna, að kynnast Rósberg. Við unn um um tíma saman við bygg ingu Stórutjarnaskóla í Ljósa vatns- skarði í kring um 1970. Á upp- slættinum sáust víða blýantsskrif- aðar vísur tengdar samstarfsmönn- um hans. Ég var að slá saman dyramótum við annan mann: Oft á snótum ylja kvið ekki spjótin vantar. Dyramótin djöflast við djöfulljótir fantar. Um einn vinnufélaga, Eirík að nafni, bersköllóttan, orti Rósberg: Ástandið er ansi klén afreksmönnum fækkar. Gróðurlöndin eyðast en Eiríksjökull stækkar. Hægt væri að halda árið út, ein- ungis með hringhendum eftir Rós berg. Að þessu sinni endum við með nokkrum vorvísum skálds ins, enda vorið handan við hólinn: Góða tíðin glæðir þrá gestir fríðir vappa, grænkar hlíð og glitrar á gyllta víðihnappa. Vængjaþytur yfir er yndi flytur hjarta. Ilm að vitum blærinn ber, bjartir litir skarta. Ekkert fróar okkar sál eins og lóukvakið. Hennar frjóa helgimál hefur móinn vakið. Gagnsamt og fróðlegt tal átti ég við Bjargeyju Arnórsdóttur fyrir skömmu. Hún er fædd á Tindum í Geiradal, nú búsett á Hofsstöðum í Reykhólasveit. Bjargey er hrífandi hagyrðingur, og afar næm á sál sveitarinnar. Mikil sannindi eru fólgin í þess- um tveimur vísum hennar: Sífellt grisjast sveitirnar sumum þungt að kveðja. Eyðibýlin eru þar eins og rofin keðja. Ekki skulum efa það þá úrræðanna leitum, að ferðalanginn laðar að líf og starf í sveitum. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Alls eru 56% landsmanna and- vígir aðild að Evrópusambandinu og 62,8% segja að framtíð ís- lensks landbúnaðar hafi mikil eða nokkur áhrif á afstöðu sína til aðildar Íslands að ESB. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Capacent sem kynnt var á nýliðnu Bún að- ar þingi. Niðurstöðurnar sýna að traust til ríkisstjórnarinnar í umsókn- arferlinu vegna aðildar Íslands að ESB er ekki burðugt. Alls 57,9% svarenda segjast treysta íslenskum stjórnvöldum illa eða alls ekki til að gæta hagsmuna þjóðarinnar í umsóknarferlinu en aðeins 26,8% segjast treysta stjórnvöldum vel eða að öllu leyti. Innlendur landbúnaður skiptir máli fyrir landsmenn Meirihluti landsmanna eða 84,3% telja að það skipti miklu máli að Íslendingar séu ekki öðrum háðir um landbúnaðarvörur. Alls 95,6% finnst mikilvægt að hér á landi sé stundaður landbúnaður til fram- tíðar. Í ársbyrjun 2007 voru þessar tvær spurningar lagðar fyrir svar- endur og þá voru tölurnar lægri. Þá sögðu 79,5% mikilvægt að vera ekki öðrum háð um landbún- aðarvörur og 93,8% sögðu mik- ilvægt að landbúnaður yrði stund- aður hér á landi til framtíðar. Stjórnmálamenn verða að gæta að hagsmunum landbúnaðarins Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna vék að skoðana- könnuninni í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi. Hann sagði að bændur væru þakklátir eindregn- um stuðningi við störf sín en það væru alvarleg skilaboð fólgin í nið- urstöðunum fyrir þá sem stjórna vegferðinni til Brussel og átti hann þar við stjórnvöld. „Þegar spurt er um áhuga fólks á að ganga inn í sambandið er ein- ungis þriðjungur sem svarar því játandi í dag. Þó svo að sú mæl- ing gefi okkur sem erum mótfallin aðild að sambandinu góðar vonir þá ítreka ég að baráttan er rétt að byrja og skjótt skipast veður í lofti,“ sagði Haraldur í ræðu sinni. Hann sagði jafnframt að niður- stöðurnar sýndu að málflutning- ur bænda ætti hljómgrunn meðal þjóðarinnar og þess vegna þyrftu stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir stæðu, að gæta að hagsmun- um landbúnaðarins. Niðurstöður könnunarinnar eru á vefnum bondi.is en þar má sjá nánari greiningu á svörunum, t.d. eftir aldurshópum, mennt- un og kyni. Könnunin var gerð í febrúar sl. af Capacent en úrtakið var 1.173 manns á landinu öllu, 16-75 ára, handahófsvalið úr þjóð- skrá. TB Skoðanakönnun Capacent Framtíð landbúnaðarins hefur áhrif á afstöðu fólks til aðildar Íslands að ESB Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að Íslendingar séu ekki háðir öðrum um landbúnaðarvörur? Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu? Hefur framtíð íslensks landbúnaðar mikil, nokkur, lítil eða engin áhrif á af- stöðu þína til aðildar Íslands að Evrópusambandinu? Hversu vel eða illa treystir þú íslenskum stjórnvöldum til að gæta hags- muna þjóðarinnar í umsóknarferlinu um aðild Íslands að Evr ópu sam band- inu? Systur í fyrsta sinn á þingi Í fyrsta sinn í sögu Búnaðar þings sitja þar systur, þær Guðrún Lárusdóttir í Keldudal í Hegranesi og Fann ey Ólöf Lárusdóttir á Kirkju bæjar klaustri II. Fanney Ólöf situr sitt þriðja þing en Guðrún er í fyrsta sinn fulltrúi á Búnaðarþingi. Þær feta í fót- spor móður sinnar, Sólrúnar Ólafsdóttur, sem var eitt sinn í stjórn Bænda sam takanna og sótti þar af leiðandi Búnaðarþing. „Þegar foreldrar okkar hættu búskap árið 2003 tók ég við og hef komið að félagsmálum bænda síðan. Ég hef mikinn áhuga á fé- lags málunum, er ráðunautur Bún- að arsambands Suðurlands og sit í stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda. Ég hef gaman af þessu og fyrir mig hefur það mikla þýðingu að geta haft einhver áhrif,“ útskýrir Fanney Ólöf. Konur í landbúnaði sýnilegar Systurnar eru báðar búfræðikand- ídatar frá Hvanneyri og láta að sér kveða þegar kemur að fé lags- málum bænda svo eftir er tekið. Guðrún bauð sig fram til stjórn ar Bændasamtakanna nú á Bún aðar- þingi en Fanney Ólöf frestaði því um stund vegna anna. „Mér finnst mikilvægt að konur í landbúnaði séu sýnilegar og að þær taki ábyrgð. Þess vegna bauð ég mig fram til stjórnar nú, sem gekk ekki, en ég mun halda ótrauð áfram í félagsmálunum,“ segir Guð rún sem er formaður félags kúa bænda í Skagafirði og Fanney Ólöf bætir við: „Ég hef mikinn áhuga á stjórn- arkjöri í Bændasamtökunum en ákvað að sitja hjá nú og bíða þar til börnin mín verða eldri, ég á þrjú börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Það fer mikið starf fram hjá Búnaðarsambandinu og ég vil geta sinnt mínum störfum vel þegar ég fer í þau, þannig að ég legg hug- myndir um stjórnarkjör til hliðar enn um stund.“ ehg Magnús Sigsteinsson var skrif- stofustjóri Búnaðarþings en því hlutverki hefur hann sinnt síð- astliðin 12 ár. Hann segir þingið hafa verið starfsamt og gengið mjög vel þrátt fyrir að fulltrúar þess hafi haft knappan tíma til að ljúka öllum málum á þremur starfsdögum. „Þetta gekk ákaflega vel. Þingið var starfsamt en 40 mál voru lögð fyrir og voru 33 þeirra afgreidd. Sex málanna hlutu ekki afgreiðslu og einu þeirra var vísað til stjórnar. Ef ég gæti sett út á eitthvað þá mætti að mínu mati flokka málin betur, því sum þeirra eru þess eðlis að stjórn Bændasamtakanna getur hæglega afgreitt þau,“ útskýrir Magnús sem segir þingstörfin hafa breyst töluvert í tímans rás: „Mitt starf er að setja upp starfsáætlun og að undirbúa dag- skrá þingsins og hvers einstaks fundar. Síðan sé ég um skjala- vörslu og passa að öll mál frá nefndum komi inn á þingið. Það þarf gott samstarf við starfsnefnd- ir og þingforseta því við höfum lítinn tíma, einungis þrjá starfs- daga. Hér áður gat þingið staðið allt upp í þrjár vikur, en þá voru ekki aðstoðarmenn nefnda, sem flýtir mjög fyrir og auðveldar starf, því þeir eru skipaðir með góðum fyrirvara og sjá um að kalla sérfræðinga fyrir nefndirn- ar. Þannig að umhverfið er mikið breytt frá því sem áður var og nú er mikið álag á fulltrúum þingsins. En eins og áður sagði gekk þetta mjög vel fyrir sig þrátt fyrir að óvenjumargir nýliðar sætu þing- ið, eða 18 talsins, og að kosið hafi verið til stjórnar og formanns, sem tekur örlítinn tíma frá þingstörf- unum.“ ehg „Gekk ákaflega vel“ Systurnar Fanney Ólöf (t.v.) og Guðrún á Búnaðarþingi. Reiðskemma á Gunnarsstöðum Þau tímamót urðu nýverið í starfsemi Hestamannafélagsins Snæfaxa í Þistilfirði að tekin var í notkun ný reiðskemma við Gunnarsstaði. Hún er 25x16 metrar að stærð ásamt tilheyr- andi aðstöðu og bætir mjög vetr- arstarfsemi félagins. Snæfaxi hefur gert samning til 25 ára við Jóhannes og Fjólu á Gunnarsstöðum um rekstur skemmunnar og aðgang að annarri aðstöðu þeirra. Staðan er þannig að hægt er að fara að nota skemmuna, en þegar eru fjögur hestpláss tilbúin og laus í hesthúsinu. Frágangi innan í skemmunni er reyndar ekki lokið, en þó er vel hægt að nota skemm- una. Fyrirhugað er að hefja reið- námskeið þar fljótlega.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.