Bændablaðið - 11.03.2010, Side 8

Bændablaðið - 11.03.2010, Side 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010 Sameining til sóknar er heiti á bæklingi sem dreift hefur verið í öll hús í Arnarneshreppi og Hörgárbyggð en íbúar hrepp- anna kjósa um sameiningu á laugardag í næstu viku, 20. mars. Kosið verður í Leikhúsinu á Möðruvöllum og í Hlíðarbæ. Tveir kynningarfundir verða um sameiningu hreppanna, sá fyrri var í gærkvöld og hinn síð- ari í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. mars. Hann hefst kl. 20.30 í Hlíðar bæ og gestur er Kristján L. Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Til að sam þykkja sameininguna þarf einfaldan meirihluta þeirra sem kjósa í báðum sveitarfélögum, en verði tillagan felld verður ekki kosið um slíka sameiningu aftur í bráðina. Sameiningarnefnd sem unnið hefur að málinu undanfarnar vik- ur leggur til að tillagan um sam- ein ingu verði samþykkt, það er mat hennar að með sameiningu skapist leiðir til að efla og bæta samfélagið. Segir nefndin í inn- gangs orðum í kynningarbæklingi að með sameiningu sveitarfélag- anna tveggja megi bæta þjónustu við íbúa og atvinnulífið umtals- vert. Tímabundin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fáist við sameiningu, þá náist sparn- aður með hagræðingu í yfirstjórn og eins fáist varanleg hækkun á ákveðnum framlögum úr Jöfn un- ar sjóði við það að sameina sveit- ar félögin. „Þeim fjármunum sem þannig skapast yrði varið til að efla atvinnulífið og styrkja almenna þjónustu við íbúana.“ Gert er ráð fyrir að í hreppsnefnd sameinaðs sveitarfélags verði fimm fulltrúar og að skrifstofu þess verði fundinn staður sem uppfyllir kröfur um aðgengi og þjónustu. Þá verð- ur þjónustumiðstöð komið upp á Hjalteyri þar sem verður starfsmað- ur sem hefur m.a. umsjón með eign- um sveitarfélagsins. Þess er vænst að framlag fáist úr Jöfnunarsjóði til að standa straum af þeim aukna kostnaði sem sú starfsemi hefur í för með sér. Nýjungar í landbúnaði styrkja stöðu greinarinnar Sameinað sveitarfélag mun hafa það að markmiði að styrkja grunn- gerð atvinnulífsins og skapa umhverfi sem veitir núverandi og nýjum fyrirtækjum aukið braut- argengi. Öflugur landbúnaður verður áfram í öndvegi innan sam- einaðs sveitarfélags, en nýjung- ar á því sviði hafa verið að ryðja sér til rúms á svæðinu sem taldar eru styrkja stöðu greinarinnar enn frekar. Engin sjáanleg vandamál eru varðandi fjallskil í samein- uðu sveitarfélagi, þar eru nú fjórar fjallskiladeildir og rætt er um að þær muni halda sér óbreyttar þó til sameiningar komi. Þá líta menn til möguleika ferðaþjónustunnar, m.a. í tengslum við menningarsögulega staði. Sem dæmi um merka sögustaði í sveitarfélögunum má nefna Gásir, þar sem eru mannvistarleif- ar frá verslunarstað á miðöldum, Hjalteyri, þar sem eitt sinn var stærsta síldarverksmiðja í Evrópu, Möðruvellir sem voru lengi eitt helsta höfuðból á Íslandi og loks má nefna Skriðu, sem er vagga trjáræktar á Norðurlandi. Sjávarútvegur hefur ekki verið fyrirferðarmikill innan sveitarfélag- anna, en horft er til bættra sjóvarna á Hjalteyri sem skapa hugsanlega forsendur fyrir útgerð þaðan á ný, auk vinnslu sjávarafurða. Hvað aðra atvinnustarfsemi varðar ber hæst þær hugmyndir að nýta iðn- aðarlóð við Dysnes undir einhvers konar mannaflsfreka starfsemi og þá er stefnt að því að hraða sem kostur er könnun á möguleikum til virkjunar jarðhita í Hörgárdal og Öxnadal. MÞÞ Kynningarfundir um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar Öflugur landbúnaður verður áfram í öndvegi Sameining til sóknar er heiti á kynningarbæklingi sem dreift hef ur verið inn á öll heimili í Arn ar nes- hreppi og Hörgárbyggð, en kosið verður um sameiningu sveitar- félaganna annan laugardag. Kynn- ing ar fundur verður í Hlíðarbæ í kvöld og kemur ráðherra sam- göngu- og sveitarstjórnarmála, Kristján L. Möller, á fundinn. Ein af ótrúlegustu fréttafyr- irsögnum sem höfundur hefur séð á hinni virtu vefsíðu visir. is var hin háfleyga fyrirsögn „Evrópusambandið flengir Grikki“. Það er ekki oft sem visir.is kemur með neikvæðar til- kynningar um ESB og því vakti athygli hin harða áhersla á þá staðreynd að ESB tók hreint og beint ákvörðunarvaldið af einu af sambandsríki sínu. Grikkland glímir við verulegan vanda. Eins og Írland, Spánn og Portúgal kemur landið ekki vel út úr hinni sterku efnahagslægð sem geisað hefur. Er fjárlagahallinn um 13% og því 10% hærri en sá halli sem aðildarríki Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu eiga að halda sér innan ár hvert. Í raun er Grikkland ekki eina ríkið sem er með tveggja stafa halla á sínum fjárlögum, en Grikkland er eina landið sem er komið upp í 120% skuldsetningu af vergri landsframleiðslu. Viðbrögð Evrópusambandsins eru söguleg. Í fyrsta sinn í sögu sambandsins er ákvörðunarrétt- ur heillar þjóðar tekinn af henni og 26 erlend ríki setjast niður og ákveða neyðarpakka fyrir heilt hagkerfi án atkvæðisréttar þjóð- arinnar. Þessi ríki hóta að grípa til 126. gr. Lissabonsáttmálans til að fyrirskipa grískum stjórnvöldum að skera niður næstu árin, líkt og ESB leggur til. Er talað um það mik- inn niðurskurð að halli fjárlaganna verði undir 3% á árinu 2012. Að ná hallanum niður fyrir þessa tölu mun kosta gífurlegan niðurskurð og skattahækkanir. Langflestir sammælast um það að tilgangur þessara harkalegu aðgerða er að viðhalda jafnvægi á evrusvæðinu. Grikkland á víst að hafa hulið raunverulega skulda- stöðu sína og eftir inngöngu í myntbandalagið hafa vextir verið of lágir. Skuldsetningin jókst stöð- ugt og má meðal annars rekja það til sterkrar stöðu evrunnar, en rík- isstjórn Grikklands gat aldrei almennilega brugðist við breyttum aðstæðum, til dæmis með hærri stýrivöxtum eða öðrum stýritækj- um. Efnahagsástandið hér á Íslandi er ekki ósvipað ástandinu í Grikklandi. Fjárlagahallinn verð- ur um 19% af fjárlögum árið 2010 og hefur AGS útbúið áætlun um hvernig við náum hallanum niður fyrir velsæmandi mörk. Icesave- deilan er búin að lama stjórnkerfið nú í heilt ár og hefur komið í veg fyrir að stjórnmálahreyfingar hér á landi fari að vinna raunverulega að hag heimilanna og viðskiptalífsins. Höfundur spyr sig hvort við Íslendingar hefðum fengið svip- aða útreið frá Evrópusambandinu ef Ísland hefði verið hluti af sam- bandinu þegar hrunið gekk yfir? Og ef svo hefði verið, hefðum við átt eitthvert val um hvernig væri best að komast úr stöðunni eða hefðum við þurft einfaldlega að hlýða stóra bróður? Afleiðingar niðursveiflunnar í ríkjum Evrópusambandsins eru ekki komnar hundrað prósent fram. Langflestar tölur gefa til kynna að hin unga mynt, €vran, sé ekki enn búin að festa sig nógu vel í sessi til að geta tekið fullkomlega á ástand- inu. Hin ólíku efnahagskerfi innan myntbandalagsins eru enn of ólík til þess að geta sveiflast saman í takt við hinar mismunandi aðstæð- ur landanna. Er því með aðgerðum ESB gagnvart Grikklandi ljóst að þegar hagsmunir stærri aðildarríkj- anna eru í húfi, þá er ekki mikil virðing borin fyrir minni aðild- arríkjum. Fyrir einstakling sem trúir því að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan sambandsins hefur áðurnefnd atburðarás ekki aukið þá trú að von sé á miklum skiln- ingi stærri ríkja innan sambands- ins, fyrst að ESB er það ósvífið að traðka svo harkalega á þjóð sem telst smáþjóð innan sambandsins með „einungis“ 11 milljónir íbúa. Þegar ákvörðunarvald er tekið frá sjálfstæðri þjóð... Hallgrímur Viðar Arnarson varaformaður Ísafoldar – félags ungra gegn ESB-aðild hallgrimur08@ru.is Evrópuumræðan Sendiherra Evrópusam bands- ins í heimsókn í Eyjafirði „Þetta kom nú þannig til að Timo Summa hafði samband við mig og óskaði eftir að fá að heimsækja bóndabæ, fræðast um landbúnað í héraðinu og heyra afstöðu bónda til íslenska landbúnaðarkerfisins og inngöngu Íslands í ESB,“ segir Vignir Sigurðsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, kynnti sér nýlega starfsemi Búgarðs og landbúnað í Eyjafirði. Sendiherrann heim- sótti Sigurgeir Hreinsson á Hríshóli ásamt konu sinni og ráðunautum. Voru þau hjón mjög forvitin um íslenskan landbúnað og fræddi Sigurgeir þau um bú sitt og afstöðuna til inngöngu Íslands í ESB. Taldi sendiherrann íslenskan landbúnað hafa mikla möguleika innan sambandsins og hvatti bændur og samtök þeirra til að horfa til framtíðar í samningaferlinu með möguleika landbúnaðarins í huga í stað þess að taka einarða afstöðu gegn inngöngu. Á eftir settust menn niður yfir kaffisopa að sveitasið og málin voru rædd fram og til baka. Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, og Sigurgeir Hreinsson í fjósinu á Hríshóli. Timo Summa og Marita kona hans slá á létta strengi með Ingvari Björnssyni ráðunauti hjá Búgarði sem fylgdi þeim hjónum í heimsóknina til Sigur geirs á Hríshóli sem sést að baki þeim. Talíur Ummál á hjólum 15,20,25,30,40 og 50 mm WWW.VELAVAL.IS Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888 Mikil samdráttur í umferð um Hringveg Umferðin eins og hún er mæld á 16 völdum talningarstöðum á Hringvegi hefur dregist mikið saman miðað við fyrstu tvo mán- uði ársins. Fara þarf aftur til árs- ins 2006 til að finna minni akstur í janúar- og febrúarmánuðum. Umferðin í janúar og febrúar í ár er 4,3 prósentum minni en í sömu mánuðum 2009. Mest dróst akstur saman á Suðurlandi, alls um 9%, sem er tæplega það hlutfall sem hann hafði áður aukist um á milli 2008 og 2009. Talsverður samdráttur varð einnig á höfuðborgarsvæðinu en Norður- og Austurland er einu landsvæðin þar sem akstur eykst milli áranna 2009 og 2010 á tveim- ur fyrstu mánuðum ársins. Friðleifur Ingi Bjarnason, verkefnastjóri hjá Umferðardeild Vegagerðarinnar á Akureyri, segir mjög sjaldgæft að umferð drag- ist saman á milli ára og það hafi raunar aðeins fjórum sinnum gerst frá árinu 1975. Hann telur líkleg- ast að minni umferð tengist minni umsvifum í landinu vegna efna- hagsástandsins. Þar hafi verð á eldsneyti sitt að segja en vissulega spili fleiri þættir inní og erfitt að einskorða skýringu við bensínverð. Friðleifur segir að tölur séu nýjar og ekki búið að fara í saum- ana á öllum þáttum, eins að aðeins sé um 16 valda talningarstaði að ræða, en alls er talið á um 300 stöðum í vegakerfinu á ári hverju. „Það ber að varast að draga of víð- tækar ályktanir af þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins, þetta er oft fljótt að breytast, en auðvitað gefa þessar tölur okkur vísbend- ingu sem tekin er alvarlega,“ segir Friðleifur. Fjögur ár aftur í tímann Hann bætir við að vissulega veki það athygli hversu mikið umferð um Hringveg hefur dregist saman á tímabilinu og að leita þurfi aftur til ársins 2006 til að finna sambærilega eða minni umferð á sömu stöðum í sömu mánuðum. „Ef við grípum til líkingamáls er vegakerfi landsins eins og æða- kerfi líkamans. Nú lítur út fyrir að hjarta Íslands sé farið að slá aðeins hægar en áður, það hefur hægst á öllu og má ef til vill segja að við höfum farið um fjögur ár aftur í tímann hvað lífsgæði varð- ar,“ segir Friðleifur. Meiri umferð á Austur- og Norðurlandi gæti tengst auknum ferðamannastraumi á Hringvegi og eins því að þessi landsvæði hafi ekki farið jafn illa út úr kreppunni og önnur. MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.