Bændablaðið - 11.03.2010, Síða 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010
Félag ferðaþjónustubænda og
Ferðaþjónusta bænda hafa nú
látið hanna nýtt bókunarkerfi
fyrir bændur sem gerir þeim
kleift að hafa mun betri yfirsýn
yfir stöðu bókana hjá sér. Kerfið
er tengt við bókunarkerfi Ferða-
þjónustu bænda sem gerir starfs-
fólki þar auðveldara um vik að
sjá hvar er laust rúm hverju sinni.
Síðast en ekki síst auðveldar kerf-
ið ferðafólki um víða ver öld sem
sækja vill íslenskar sveit ir heim
að skipuleggja ferðir sínar, bóka
og greiða fyrir gistingu og aðra
þjónustu í gegnum netið.
Eins og málið snýr við þeim
síð astnefndu geta þeir nú farið
inn á heimasíður Ferðaþjónustu
bænda, sveit.is eða farmholidays.
is, og leitað að bæjum til að gista
á. Á síðunum er mjög öflugt landa-
kortakerfi sem auðveldar leitina og
gerir fólki kleift að skoða aðstæður
á hverjum bæ. Síðan er hægt að fá
upplýsingar um laust gistirými og
aðra þjónustu sem er í boði, mál-
tíðir, hestaleigu, veiðileyfi eða
aðra afþreyingu. Þannig er í raun
hægt að skipuleggja ferðir sínar
um landið eftir þessu kerfi og að
lokum greiða fyrir það í gegnum
örugga greiðslumiðlun. Að lokinni
greiðslu fá þeir send ferðagögn og
upplýsingar á netinu.
Með því að tengjast Ferða-
þjón ustu bænda í gegnum þetta
bók unar kerfi geta bændur fylgst
með fram boði á gistingu, bæði hjá
sjálfum sér og á öðrum ferðaþjón-
ustubæjum. Bókanir birtast sam-
stundis í miðlægu bókunarkerfi
Ferðaþjónustu bænda og þar geta
starfsmenn ávallt fylgst með fram-
boðinu. Hingað til hafa þeir þurft
að treysta á upplýsingar úr tölvu-
pósti eða síma.
Hver bær er með sína undir-
síðu á heimasíðum Ferðaþjónustu
bænda. Þar geta bændur sett upp
með auðveldum hætti glugga fyrir
bókunarvélina. Þeir bændur sem
eru með eigin heimasíður geta
einnig fengið bókunarglugga inn á
þær. Þessu til viðbótar er nú í boði
svonefnd Gistibók en það er hót-
elbókunarkerfi þar sem hægt er
að skrá inn upplýsingar um nöfn
og þjóðerni gesta, fjölda og aðrar
athugasemdir, verð fyrir gistingu
og fleira. Þessa Gistibók er hægt
að nálgast yfir netið úr hvaða tölvu
sem er og í henni getur bóndinn
jafnt séð stöðuna fram í tímann
og fengið yfirlit yfir bókanir aftur
í tímann. Í Gistibókinni er hægt að
útbúa gistináttaskýrslur til að senda
Hagstofunni og hún tengist bók-
haldskerfum sem auðveldar rekstr-
arbókhaldið. –ÞH
Á markaði
Markaðssíða Bændablaðsins hefur
ekki látið sitt eftir liggja í umfjöll-
un um Evrópumál og landbúnað á
undanförnum misserum. Skýrsla
rannasóknastofnana landbúnaðar-
ins í Finnlandi og Svíþjóð (MTT
og SLI) frá 2007 um mat á áhrifum
norðlægs stuðnings í Finnlandi og
Svíþjóð er áhugaverð lesning fyrir
áhugafólk um þetta viðfangsefni
(og má finna í heild sinni á verald-
arvefnum). Í henni er víða komið
við en hér verður að þessu sinni
aðeins drepið á breytingar á við-
skiptum með landbúnaðarvörur í
Svíþjóð og samanburð á framleiðni
í norðurhéruðum Skandinavíu við
suðlægari hluta ESB
Í skýrslunni er lagt mat á breyti-
leika í framleiðni í landbúnaði eftir
héruðum í Finnlandi og Svíþjóð
samanborið við Danmörku. Dan-
mörk er notuð sem viðmiðunar-
svæði þar sem framleiðsluskilyrði
eru talsvert hagstæðari og bændur
þurfa ekki á sama hátt að glíma við
erfið skilyrði líkt og kollegar þeirra
í þeim héruðum Norður Finnlands
og Norður Svíþjóðar þar sem
Norðlægur stuðningur er greiddur.
Niðurstöður samanburðarins
eru sýndar í meðfylgjandi töflu.
Framleiðni landbúnaðar í Dan-
mörku er sett sem einn og fram-
leiðni samanburðarhéraðanna sem
hlutfall af því. Niðurstöðurnar sýna
yfirburði landbúnaðar í Danmörku,
Suður Svíþjóð kemst næst í fram-
leiðni, þó aðeins með 80% af fram-
leiðni dansks landbúnaðar. Lægst
er framleiðnin í Norður Svíþjóð
58% af framleiðni dansks land-
búnaðar og lítið eitt hærri í Norður
Finnlandi, 61% af framleiðni
dansks landbúnaðar.
Svæði Framleiðni
- hlutfall
Danmörk 1,00
Suður Finnland 0,71
Mið Finnland 0,70
Mið vestur Finnland 0,70
Norður Finnland 0,61
Suður Svíþjóð 0,81
Mið Svíþjóð 0,80
Norður Svíþjóð 0,58
Meðfylgjandi tafla gefur yfirlit
yfir viðskiptajöfnuð búvara frá
Svíþjóð árin 1995 og 2005, nei-
kvæð tala þýðir að innflutningur
er meiri en útflutningur. Glöggt má
sjá að innflutningur búvara jókst
stórlega á 10 ára tímabili. Svíþjóð
hefur ekki sambærilega yfirburði
í búvöruframleiðslu og Danmörk
og Þýskaland og því er kemur nið-
urstaðan ekki á óvart í ljósi þess að
viðskipti með búvörur urðu tolla-
laus frá fyrsta degi aðildar að ESB.
Nettó útflutningur búvara (í milljónum evra) frá Svíþjóð eftir löndum
1995 og 2005
Land
Kjöt og kjötvörur Mjólkurafurðir Egg
1995 2005 1995 2005 1995 2005
Finnland 8,5 11,7 14,5 3,3 -1,7 -2,4
Danmörk -75,9 -245,4 -7 -63,6 0,1 -1,7
Þýskaland -13,3 -135 -8,6 -54 0 -0,5
Önnur ESB lönd -42,2 -160,7 -38,3 -89,1 -0,1 -2,6
Önnur lönd -19,7 -28,5 21 66,2 1,8 4,1
Samtals -142,6 -557,9 -18,4 -137,2 0,1 -3,1
Heimild: An Evaluation on the impact of Nordic aid schemes in Northern Finland and
Sweden, skýrsla frá því í nóvember 2007.
Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur Bændasamtaka
Íslands
eb@bondi.is
Evrópumál
Í Markaðspunktum Greiningar deildar Arion banka mánudaginn 8.
mars segir að á árinu 2009 hafi mælst 6,5% samdráttur í landsfram-
leiðslu sem er lítillega undir spá deildarinnar um 7,5% samdrátt á
árinu. Mismunurinn endurspeglast í minni samdrætti í einkaneyslu
ásamt hagstæðari utanríkisviðskiptum.
Þessar tölur sýna ekki eins mikið hrun og í fyrstu var talið, þrátt fyrir
að samdráttur í landsframleiðslu sé einn sá mesti sem mælst hefur þá er
samdrátturinn minni en ætla mætti miðað við þjóðarútgjöldin. Þessi nið-
urstaða endurspeglast í breyttri neyslukörfu heimila frá hruni, þar sem
vægi innlendra vara hefur aukist á kostnað innfluttra. Slíkt hefur jákvæð
áhrif á utanríkisviðskipti (vegna minnkandi innflutnings) og þar með á
hagvöxtinn. EB
6,5% samdráttur í landsframleiðslu
Kjötmark-
aður í ESB
Í mars hefti Agra focus kemur
fram að innflutningur ESB á
nautakjöti jókst um 9,1% á
árinu 2009. Bæði Argentína og
Uruguay juku útflutning sinn til
ESB. Á móti dróst nautakjöts-
framleiðsla í ESB saman um
5,9% frá janúar 2009 til nóvem-
ber 2009. Útflutningur frá ESB
hefur að sama skapi dregist
saman um 14,9% á sama tíma,
mestur samdráttur varð í útflutn-
ingi nautakjöts til Rússlands,
bæði í magni og verðmætum.
Verð á nautakjöti í ESB í febrúar
sl. var sem hér segir: Ungnaut
328 evrur/100 kg, lækkun um
2,1% á ársgrundvelli. Verð á
kjöti af uxum var 301 evra/100
kg, lækkun um 2,6% á 12 mán-
aði tímabili. Verð á kýrkjöti var
222 evrur/100 kg, lækkun um
2,9% og verð á kjöti af kvígum
var 312,59 evrur 100 kg, lækkun
um 4%. Talsmenn kjötiðnaðar-
ins hafa bent á þessar breytingar,
minnkandi framleiðslu nauta-
kjöts í löndum ESB og vaxandi
innflutning frá Suður-Ameríku.
EB
Áhrif ESB-aðildar í Svíþjóð og Finnlandi
www.fishpal.com
Vil
tu
sel
ja
sta
ng
vei
ði?
Viltu selja erlendum veiðimönnum
stangveiði, gistingu og fæði?
Nánari upplýsingar gefur Jón Sigurðsson
Sími: 534-8082 Netfang: info@fishiceland.com
Heitasta
fermingargjöfin!
Vinsælu flís Hestaskjóls ábreið-
urnar eru sérhannaðar fyrir
íslenska hestinn, hlýjar, léttar
og auðvelt að þvo.
Sérmerktar eftir óskum
kaupanda.
Sendum gegn póstkröfu
Sími: 438 1026
Gsm: 865 7451 (Halldís)
Frá undirritun samninganna. Á myndinni eru, frá vinstri: Hafrún Þor valds-
dóttir, deildarstjóri söludeildar Orkuveitu Reykjavíkur, Þórhallur Bjarna-
son, formaður SG og Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orku söl-
unn ar.
Garðyrkjubændur semja um raforkukaup
Samband garðyrkjubænda hefur gert rammasamninga við Orkusöluna og
Orkuveitu Reykjavíkur til fimm ára sem eru til hagsbóta fyrir ylræktendur
með afsláttarkjörum á orkunni. Nýmæli samninganna eru að allir félags-
menn SG geta gengið inn í þá, hvort sem þeir framleiða gúrkur, garð-
plöntur, kartöflur eða blóm. Samningarnir taka sem sagt yfir alla notkun,
svo sem notkun heimilisrafmagns og kæla sem sumir notast töluvert við.
$
" $
Auðveldar og flýtir fyrir bókunum yfir netið
Bóka gistingu
Dagsetning frá
Dagsetning til
VELDU DAGSETNINGAR:
Bókunarglugginn sem birtist á
heima síðu býlisins.
20%
15%
10%
5%
0
-5%
-10%
-15%
-20%
-25%
Landsframleiðsla og þjóðarútgjöld á árunum 1981-2009.