Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010
6 2
4 3 8
3 5
5 8 6
8 4
2 5 9
2 7
1 7 9
6 4
9 6
8 7
4 3
5 4 1
3 7 8 9
1 5 4
6 3
9 2
6 1
6 1 2 8
9
5 7
8 4 5
3 5 8 4
2 3 7
7 3
9
2 8 9 6
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn-
ar. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og
heldur ekki innan hvers reits sem
afmarkaður er af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú
sem er lengst til vinstri er léttust og
sú til hægri þyngst en sú í miðjunni
þar á milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni
www.sudoku.com og þar er einn-
ig að finna fleiri þrautir ef þessi
skammtur nægir ekki.
Líf og lyst
Afríkubúar nota gjarna chili-ald-
in í sína matargerð ásamt hvít-
lauk og engifer sem gefa matnum
sannarlega góðan keim. Á aust-
urströnd Afríku eru töluverð ind-
versk áhrif og því er við hæfi að
gefa hér uppskrift að bragðgóðu
naan-brauði með hvítlaukskeim,
sem passar einstaklega vel með
afríska hrísgrjónakjúklingnum
þar sem kryddtegundirnar fyrr-
nefndu eru í aðalhlutverki.
Afrískur hrísgrjónakjúklingur
1 kg kjúklingabitar, gjarna leggir, læri
og vængir
salt
pipar
2 msk. olía
2 laukar, saxaðir fremur smátt
2-3 hvítlauksgeirar
1 chili-aldin, fræhreinsað og saxað
1 msk. rifin engiferrót
1 dós tómatar, saxaðir
700 ml sjóðandi vatn, eða eftir þörfum
1 msk. kjúklingakraftur
300 g hrísgrjón (helst basmati)
2-3 paprikur, helst mismunandi litar
væn lúka af spínati eða 75 g frosið
spínat
e.t.v. cayenne-pipar
Aðferð:
Kryddaðu kjúklinginn með pipar
og salti. Hitaðu olíuna í víðum,
þykkbotna potti eða á stórri pönnu
með þéttu loki og brúnaðu kjúk-
linginn vel á öllum hliðum við háan
hita. Taktu hann svo upp og settu á
disk. Lækkaðu hitann og láttu lauk-
inn krauma í olíunni í 5-8 mínútur
án þess að brúnast. Settu á meðan
hvítlauk, chili-aldin, engifer og
tómata í matvinnsluvél og láttu
hana ganga þar til allt er orðið að
mauki. Helltu tómatmaukinu í pott-
inn. Hrærðu sjóðandi vatni og kjúk-
lingakrafti saman við. Settu kjúk-
linginn út í, hitaðu að suðu og láttu
malla í um 10 mínútur. Hrærðu þá
hrísgrjónunum saman við og settu
lok á pottinn, helst svo þétt að nær
engin gufa sleppi út. Láttu malla
við mjög hægan hita í um 10 mín-
útur. Fræhreinsaðu á meðan papr-
ikurnar og skerðu þær í ræmur.
Settu þær í pottinn, settu lokið aftur
á hann og láttu malla áfram í um
10 mínútur, eða þar til hrísgrjónin
eru mjög meyr og grænmetið soðið.
Settu spínatið út í og láttu það
malla í 1-2 mínútur. Smakkaðu rétt-
inn og bragðbættu hann eftir þörf-
um, bættu við cayenne-pipar ef þú
vilt hafa hann krassandi.
Berðu réttinn fram í pottinum
og hafðu með honum gott brauð,
gjarna naan-brauð eða pítubrauð,
penslað með örlítilli olíu og hitað
í ofni eða undir grilli. (Úr Matnum
hennar Nönnu)
Naan-brauð með hvítlaukskeim
hálfur pakki þurrger (5g)
2 dl vatn
50 g sykur
1 dl mjólk
1 egg, vel hrært (allt að því þeytt)
2 tsk. salt
600 g hveiti
um 50 g brætt smjör
Aðferð:
Blandið saman sykri og vatni,
hrærið gerinu saman við og látið
hefast í 10 mínútur. Bætið síðan
mjólkinni, hrærðu egginu og salt-
inu saman við blönduna. Blandið
hveitinu saman við þar til deigið
er orðið mjúkt, það þarf ef til vill
ekki að nota allt hveitið. Hnoðið
deigið í um fimm mínútur og leyfið
því að hefast í klukkustund undir
klút. Hnoðið deigið saman aftur og
skiptið því í bolta á stærð við golf-
kúlur. Leyfið kúlunum að hefast í
30 mínútur undir klút.
Fletjið litlu kúlurnar út og gott er
að grilla þær í 2-3mínútur á hvorri
hlið. Gott er að pensla þær með
smjöri fyrir og þegar grillað er og
til að bragðbæta brauðið enn frekar
er gott að pressa örlítinn hvítlauk út
í smjörið fyrir penslun.
ehg
Afrísk og indversk áhrif
MATARKRÓKURINN
Afrískur hrísgrjónakjúklingur er kraftmikill réttur þar sem hvítlaukur, engi-
fer og chili-aldin gefa sterkt og gott bragð.
Á Hala í Háfshverfi gamla
Djúpárhrepps býr Jón V.
Karlsson og í Brautartungu
þau Jóhann Jónsson og Bettina
Wunsch og sonur þeirra Níls
Bjarni.
Býli?
Tvíbýlið Hali og Brautartunga.
Staðsett í sveit?
Í Háfshverfi, gamla Djúpárhrepps.
Ábúendur?
Jón V. Karlsson, Hala, Jóhann
Jónsson og Bettina Wunsch,
Brautartunga.
Fjölskyldustærð (og gæludýr)?
Jóhann er sonur Jóns, en þau
Bettina og Jóhann eiga soninn
Níls Bjarna. Þar eru þrír basenji-
hundar (afrískir veiðihundar),
dísupar, kakarikipar, finkupar,
spakan dísukarl (toppur), dúfur,
tveir kettlingar, tveir border collie
hundar.
Stærð jarðar?
Um 40 hektara tún, um 6 hektara
kartöflugarðar, 400 hektara beiti-
land.
Tegund býlis?
Blandaður búskapur.
Fjöldi búfjár og tegundir?
Um 300 vetrarfóðraðar kindur, 100
hross, 15 holdagripir og níu geitur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Við byrjum daginn á þvi að fóðra
skepnurnar. Tvisvar í viku vinnum
við kartöflur og keyrum þær svo
til Reykjavíkur. Jóhann er svo að
byggja þessa dagana. Bettina hreyf-
ir hestana þegar tími gefst til.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin?
Ef allt gengur vel er ekkert starf
leiðinlegt, en það er alltaf leiðinlegt
þegar skepnur deyja.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Tíminn mun leiða það í ljós.
Hvaða skoðun hafið þið á félags-
málum bænda?
Erfitt hefur reynst hjá bændum að
standa saman.
Hvernig mun íslenskum land-
búnaði vegna í framtíðinni?
Það fer eftir því hvort við förum í
ESB eða ekki.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í útflutningi íslenskra
búvara?
Kartöflum...hehe.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Léttmjólk, sojamjólk, ostur, græn-
meti, egg, smjör.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu?
Við gátum ekki ákveðið okkur um
það en SS pylsur með öllu eru alltaf
vinsælar, allvega hjá köllunum.
Eftirminnilegasta atvikið úr
búskapnum?
Þegar fyrsti kiðlingurinn fæddist –
sem var þá líka fyrsti kiðlingurinn
sem fæddist í gamla Djúpárhreppi.
Bærinn okkar
Brautartunga/Hali
Fyrsti kiðlingurinn sem er borinn í
gamla Djúpárhreppi.
Dagur.
Níls með afrísku veiðihundana.