Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 6
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR6
NeyTeNDAMál Reykjavíkurborg
mun ekki hirða jólatré í ár, frekar
en síðustu ár. Hins vegar bjóða
einhver íþróttafélög upp á að
hirða jólatré fyrir borgarbúa gegn
gjaldi. Þá hafa Skógræktarfélag
Reykjavíkur og Gámaþjónustan
hafið samstarf um að hirða jólatré
auk þess sem Íslenska gámafélagið
sækir jólatré.
Jólatré sem sett eru út fyrir lóða
mörk verða hirt í flestum sveitar
félögum höfuðborgarsvæðisins.
Hjálparsveit skáta og þjónustu
miðstöð í Garðabæ munu hirða
jólatré þar. Þau tré sem lögð verða
út fyrir lóðamörk 7. og 8. janúar
verða sótt íbúum að kostnaðarlausu.
Í Hafnarfirði munu starfsmenn
taka jólatré sem sett eru út fyrir
lóða mörk eftir helgina, þann 9. og
10. janúar. Á Seltjarnarnesi og í
Kópa vogi verður það sama uppi á
teningnum. Alls staðar er brýnt
fyrir fólki að koma trjánum vel fyrir
til að koma í veg fyrir að þau fjúki
burt.
Hægt er að fara með tré án
endurgjalds á endurvinnslustöðvar.
- þeb
Jólatré Sveitarfélögin biðja fólk að
koma jólatrjánum þannig fyrir að þau
fjúki ekki.
Borgarbúar geta keypt þjónustu til að láta sækja jólatrén heim:
Jólatrén sótt í flestum sveitarfélögum
e s t a b l i s h e d 1 9 3 4
OUTLET
LOKAR
OUTLET
Laugavegi 86-94
Rýmingarsala
Allur fatnaður og fylgihlutir
fyrir dömur og herra á
1.000-10.000 kr.
Rýmingarsalan stendur
aðeins út næsta
laugardag, 7. janúar
Nú fer hver að verða
síðastur...
BANDARíkIN Lögreglukonu hjá
lögreglunni í Portland í Oregon
ríki í Bandaríkjunum hefur verið
falin rannsókn á hvarfi Rögnu
Esterar Sigurðardóttur Gavin.
Ragna Ester fluttist til Portland
árið 1946 en síðast spurðist til
hennar snemma árs 1952.
Vefútgáfa blaðsins The
Oregonian hefur greint frá sögu
Rögnu Esterar undanfarið.
Hún bjó með manni sínum,
Larry Gavin, og börnum þeirra
tveimur.
Eiginmaðurinn var mjög
ofbeldisfullur og þegar Ragna
Ester þurfti að leggjast inn á
spítala eftir barsmíðar hans árið
1951 voru börnin þeirra sett á
barnaheimili.
Hjónin skildu svo og Ragna Ester
fékk fullt forræði yfir börnunum.
Hún gat hins vegar ekki reitt af
hendi þá upphæð sem þurfti til að
fá börnin í sínar hendur. Þau voru
síðar ættleidd.
Fjölskylda Rögnu Esterar hér
á landi hefur lengi leitað hennar
og reynt að komast að afdrifum
hennar.
Á síðasta ári komust þau í
samband við dóttur Larry af
seinna hjónabandi, Melissu Gavin.
Í kjölfarið tókst að hafa uppi á
börnunum tveimur, sem voru
ættleidd.
Dóttir Rögnu og Larry er látin,
en hún þjáðist af þroskahömlun,
mögulega vegna barsmíða Larry
meðan hún var í móðurkviði. Sonur
þeirra er hins vegar enn á lífi.
Melissa leitaði víða fanga í leit
sinni og hitti meðal annars konu sem
ólst upp sem systir barna Rögnu. Þá
hafði hún samband við lögregluna í
Portland og nú hefur lögreglukonan
Carol Thompson tekið við rannsókn
málsins.
Thompson sagði í sambandi
við The Oregonian að eina vonin
í málinu væri að fá DNAsýni úr
ættingjum hennar og skrá þau í
gagnagrunn svo hægt sé að bera
sýnin saman við sýni úr óþekktum
líkum sem finnast. - þeb
Hvarf Rögnu Esterar Sigurðardóttur í Bandaríkjunum fyrir sextíu árum rannsakað:
Lögreglukona vill DNA-sýni úr ættingjum
ár eru liðin frá
því að síðast sást
til Rögnu Esterar
en hún hvarf árið
1952 í Bandaríkjunum.
60
Ertu ánægð/ur með hvernig
snjómokstur hefur gengið í þínu
nágrenni?
JÁ 39,4%
NEI 60,6%
spurNINg dagsINs í dag:
Hefur ríkisstjórnin gengið of
langt í skattkerfisbreytingum?
Segðu þína skoðun á visir.is
UMhveRFIsMál Skeljungi, jafnt sem
Matvælastofnun, var ljóst á vor
mánuðum að áburður sem kominn
var til landsins var ósöluhæfur.
Þrátt fyrir það var tekin ákvörðun
um selja áburðinn.
Eins og bbl.is greindi frá í
desember og fréttastofa Rúv á
þriðjudag, var kadmíummagn í
áburði sem Skeljungur flytur inn
ríflega tvöfalt það sem leyfilegt er.
Reglugerðir kveða skýrt á um
að innflytjendur þurfi að votta að
kadmíuminnihald áburðar skuli
vera samkvæmt reglum áður en
sala hans hefst. Þarf innflytjandi
að leggja fram þar til gerða yfir
lýsingu til Matvælastofnunar. Skal
hún fylgja vörunni til heildsala og
kaupandi á rétt á að sjá hana.
Þetta atriði kemur skýrt fram á
eyðublaði sem má finna á heima
síðu Matvælastofnunar: Yfirlýsing.
Kadmíuminnihald áburðar.
Valgeir Bjarnason, sérfræðingur
áburðar og fóðureftirlits hjá
Matvælastofnun, hefur staðfest
að vitað var á vormánuðum að
áburðurinn stóðst ekki kröfur en
það var látið óátalið að hann yrði
notaður. Því var 11 þúsund tonnum
af þessum áburði dreift í sumar.
Í viðtali við Fréttablaðið sagði
hann að vissulega bæri Skeljungur
ábyrgð á þeirri vöru sem seld er og
fyrirtækið hafi allan tímann haft
sömu upplýsingar og stofnunin.
Skeljungur gerði grein fyrir
því í yfirlýsingu á þriðjudag að
bændum hefði verið greint frá
því bréflega í desember hvers
kyns var. Fyrirtækið hafði hins
vegar vitneskju um hátt kadmíum
magn áburðarins áður en honum
var dreift, þótt það hafi ekki
komið fram í upphaflegri frétta
tilkynningu eftir að málið komst
í hámæli.
Fréttablaðið óskaði eftir viðtali
við forsvarsmenn Skeljungs
til að afla upplýsinga frá
fyrirtækinu um tæknileg atriði
við innflutninginn og þá hvenær
þeim varð ljóst að áburðurinn var
ósöluhæfur.
Skeljungur brást við með því
að senda út fréttatilkynningu
til allra fjölmiðla síðdegis í gær.
Þar kemur fram að vissulega
hafi verið ljóst allt frá upphafi að
áburðurinn var ósöluhæfur. Eins
að fyrirtækið beri „að sjálfsögðu
ábyrgð á öllum þeim vörum sem
fyrirtækið dreifir, bæði gagnvart
viðskiptavinum sínum og yfirvöld
um, í samræmi við íslensk lög“.
Fyrir Alþingi liggur nú frum
varp um breytingu á lögum um
upplýsingarétt um umhverfis
mál. Þar er lagt til að skerpt verði
á frumkvæðis og viðbragðsskyldu
stjórnvalda, og þá eftirlits stofnana
eins og Matvælastofnunar, til að
veita almenningi upplýsingar um
mengun. svavar@frettabladid.is
Skeljungur þagði um
ósöluhæfan áburð
Matvælastofnun og Skeljungur þögðu um að áburður innihéldi ríflega tvöfalt
magn kadmíums. 11 þúsund tonnum var dreift. Fyrir Alþingi liggur frumvarp
um að skerpt verði á skyldu stjórnvalda um að upplýsa almenning um mengun.
fr
étta
b
la
ð
ið
/g
va
í heyskAp skeljungur sagði í fréttatilkynn-
ingu 3. janúar að fyrirtækið leggi áherslu á
að uppfylla öll skilyrði íslenskra reglugerða
um áburðar framleiðslu og líti málið alvar-
legum augum. Fyrirtækið seldi 11 þúsund
tonn af áburði í sumar vitandi að hann var
ósöluhæfur.
KJörKassINN