Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 54
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR42
Lögin við vinnuna
Vinnan mín sem
tónlistarmaður og
plötusnúður felur
í sér að ég þarf
að hlusta á músík
á hverjum degi.
Byrja daginn
oftast á að hlusta á dub og/
eða afróbít. Síðan þegar ég er
almennilega vaknaður sekk ég
mér í leit að góðri elektróník
og teknó tónlist. Mér finnst svo
alltaf gott að loka deginum með
rólegri tónum frá Miles Davis og
fleiri djass-og blúslistamönnum.
Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson,
meðlimur sveitarinnar Captain Fufanu og
dúx í Borgarholtsskóla.
„Ég hlakka mikið til að koma
fram á Íslandi,“ segir indverska
prinsessan Leoncie.
Leoncie er væntanleg til lands-
ins og kemur fram á Gauki á Stöng
laugardaginn 28. janúar. Sjö ár eru
liðin frá því að Leoncie flutti til
Bretlands og hefur hún síðan þá
ekki komið fram á Íslandi. Í við-
tali við Fréttablaðið segist hún
ekki óttast að það hafi fækkað í
aðdáendahópnum hér á landi. „Ég
á hiklaust fjölmarga aðdáendur á
Íslandi vegna þess að lögin mín
eru upplífgandi og jákvæð,“ segir
hún. „Nýju lögin mín eru hvert
öðru fyndnara og jákvæðara. Ég
nýt þess að koma fólki til að hlæja.
Ég elska að sjá fólk brosa. Það er
niðurdrepandi að horfa framan í
fúlt fólk. Hvers vegna í veröldinni
ætti fólk að vera fúlt og leiðinlegt?
Allir aðdáendurnir mínir eru ham-
ingjusamt fólk. Húrra!“
Leoncie hyggst flytja mörg ný
lög – lög sem hún fór alla leið til
Kanada til að taka upp. „Ég mun
svo pottþétt flytja klassísk lög eins
og Ást á pöbbnum og fleiri,“ segir
hún. Hún segist hafa komið víða
fram undanfarið, meðal annars í
heimalandi sínu Indlandi, Kanada
og Bandaríkjunum. „Ég kem fram
á risastórum vel borguðum við-
burðum á vegum stórfyrirtækja,“
segir hún.
Dvöl Leoncie á Íslandi verður
ekki löng í þetta skipti, en hún
segist vera mikið bókuð á næstunni
og bætir við að eftirspurnin sé
mikil á meðal skólabarna í Kanada
og Bandaríkjunum, sem vilja að
hún komi fram á söngkeppnum.
„Hversu yndislegt er það? Ég
elska það. Þau eru að minnsta kosti
að gera eitthvað jákvætt og gott í
lífinu, í staðinn fyrir að áreita fólk
eins og hatursfullu uppvakningarn-
ir í Sandgerði fyrir sjö árum.“ Hún
ætlar jafnvel að taka upp ný tón-
listarmyndbönd hér á landi ásamt
því að skoða fasteigna markaðinn,
en hún hyggst festa kaup á húsi
hér á landi í náinni framtíð. „Ég
á þegar þorp á Indlandi þar sem
hamingjusöm börn syngja lögin
mín,“ segir Leoncie.
Leoncie lofar einstökum tón-
leikum í lok janúar. „Ég er ánægð
með þá staðreynd að margt fólk
sér lífið með sömu augum og ég.
Hvort sem ég fæ spilun í útvarpi
eða ekki, heimsfrægð eða ekki,
stóra samninga eða ekki. Ég er í
þessum bransa til að vera,“ segir
Leoncie og sendir þjóðinni ára-
mótakveðjur. atlifannar@frettabladid.is
LEonCiE: Nýju lögiN míN eru hvert öðru fyNdNara og jákvæðara
Indverska prinsessan með
langþráða tónleika á Íslandi
væntanLeg tiL Landsins Leoncie kemur fram á tónleikum á Gauknum í janúar.
Hún lofar einstökum tónleikum.
„Hann náði einhvern veginn ekki í
gegn. Hann fékk ekki þá útvarpsspilun
sem hann hefur fengið oft áður og
týndist svolítið,“ segir Eiður Arnarsson
hjá Senu um fyrstu sólóplötu Ingólfs
Þórarinssonar, Ingó, sem kom út fyrir
jólin á vegum fyrirtækisins.
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðs-
ins seldust innan við eitt þúsund eintök
af henni, sem er óvenju lítið þegar
hinn vinsæli Ingó er annars vegar.
„Við vorum að vonast eftir meiri sölu.
Við bjuggumst ekki við neinu í líkingu
við Veðurguða-plötuna en vorum að
vonast eftir um þrjú þúsund seldum
plötum,“ segir Eiður. Plata Ingós og
Veðurguðanna sem kom út 2009 hefur
selst í um fimm þúsund eintökum. Þar
hjálpuðu ótrúlegar vinsældir lagsins
Bahama sem kom út árið áður.
Ingó sjálfur hefur enga eina
skýringu á reiðum höndum. „Maður
veit víst ekki neitt, það er það eina
sem maður veit,“ segir hann. „Hún fékk
lélega dóma á nokkrum stöðum, ég veit
ekki hvort það hefur haft áhrif. Svo var
þetta kannski ekki eins krakkamiðað
og á fyrri plötunni. Náði ekki til eins
víðs hóps.“
Sjálfur segist hann vera ánægður
með plötuna og vonast til að fleira fólk
gefi henni gaum. „Maður fer ekkert á
taugum þó að platan seljist illa,“ segir
hann og er hvergi af baki dottinn. - fb
„Þetta voru töluvert margar senur en ég er ekkert
svekktur og skil mjög vel að þetta skyldi hafa verið
gert. Auðvitað var leiðinlegt að sjá á eftir þessum
atriðum enda í fyrsta skipti sem ég leik í Skaupinu,“
segir leikarinn Atli Þór Albertsson.
Flest öll atriði með leikaranum voru klippt út úr
Áramótaskaupinu en Atli átti að leika Egil Einars-
son eða Gillz. Honum bregður stuttlega fyrir í hlut-
verki Egils í einu af upphafsatriðum spéspegils-
ins, þá ber að ofan með hár á bringunni, þar sem
sjónvarpsþátturinn Með okkar fallegu augum er
kynntur til leiks. Þátturinn var gegnumgangandi í
öllu Skaupinu en stjórnendur hans voru nafntogaðir
einstaklingar á borð við Hildi Líf, Kristrúnu Ösp og
Tobbu Marinós.
„Upphafsatriðið var ekki alveg eins og það átti að
vera en ég veit ekkert hvernig það var klippt til.“
Að sögn Atla voru þetta töluvert margar senur, þar
á meðal ein þar sem hann stendur, ber að ofan, að
taka viðtal uppi á Hellisheiði í skítakulda. Ákvörðun
um að klippa út grínatriði með persónu Egils Ein-
arssonar var tekin eftir að sjónvarpsmaðurinn var
kærður ásamt kærustu sinni fyrir nauðgun. Rann-
sókn á því máli er nú á lokastigi. -fgg
Klipptur út úr fyrsta Skaupinu
sýnir skiLning Atli Þór Albertsson er ekkert sár þótt hann
hafi verið klipptur út úr Skaupinu, hann skilji ákvörðunina
mjög vel í ljósi aðstæðna. Atli átti að leika Gillz í Áramótas-
kaupi Sjónvarpsins. FréttABLAðið/HEiðA
Þrátt fyrir að rapparinn og fjölmiðlamaðurinn Erpur
Eyvindarson sé staddur á Kúbu og ætli að dvelja þar
næstu vikur heldur Gróa á Leiti áfram að láta gamminn
geisa um kappann. Kjaftasagan um endurkomu Johnny
national, persónu sem Erpur lék eftirminnilega í þáttum á
Skjá einum, hefur verið lífseig og ekki alveg að ástæðu
lausu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur
möguleg endurkoma verið rædd í gegnum
tíðina, þótt ekkert sé í hendi. Hinn kjaftfori
Johnny naz fær því að hvíla sig aðeins
lengur. - afb
fréttir af fóLki
Ingó týndist en fer ekki á taugum
vonbrigði Salan á fyrstu sólóplötu ingólfs Þórarinssonar var minni en
búist var við.
Starfsmöguleikar:
Innkaupastjóri
Útlitsráðgja
Stílisti
Verslunarstjóri
1. Önn 2. Önn
Fatastíll
Fatasamsetning
Textill
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101
Erna, stílisti
Ég hef unnið við förðun á
Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal
við förðun keppenda í Idol
og annarra sjónvarpsþátta
hjá 365. Einnig vinn ég við
auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er
óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér
mikið í star mínu í förðun og stíliseringu.
Skjöldur Mio,
tískuráðgja
Ég taldi mig vita est
allt um tísku og útlit
áður en ég fór í skólann.
En annað kom á daginn.
Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu,
textil, litafræði, líkamsbyggingu og est allt um
útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég
er að gera.
Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I
w w w . u t l i t . i s
VILTU VERÐA STÍLISTI?
The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á
helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og
textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant).
Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og
atvinnugreinum.
Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu.
Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
Litgreining
Förðun út frá litgreiningu
Litasamsetning
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Heimsljós (Stóra sviðið)
Lau 7.1. Kl. 19:30 4. sýn.
Sun 8.1. Kl. 19:30 5. sýn.
Lau 14.1. Kl. 19:30 6. sýn.
Sun 15.1. Kl. 19:30 7. sýn.
Lau 21.1. Kl. 19:30 8. sýn.
Sun 22.1. Kl. 19:30 9. sýn.
Lau 28.1. Kl. 19:30 10. sýn.
Sun 29.1. Kl. 19:30 11. sýn.
Lau 4.2. Kl. 19:30 12. sýn.
Sun 5.2. Kl. 19:30 13. sýn.
Lau 11.2. Kl. 19:30 1. Aukas.
Sun 12.2. Kl. 19:30 2. Aukas.
Lau 18.2. Kl. 19:30 14. sýn.
Sun 19.2. Kl. 19:30 15. sýn.
Lau 25.2. Kl. 19:30 16. sýn.
Sun 26.2. Kl. 19:30 17. sýn.
Hreinsun (Stóra sviðið)
Fim 5.1. Kl. 19:30 16. sýn. Fös 13.1. Kl. 19:30 17. sýn.
Sun 8.1. Kl. 13:30 6. sýn.
Sun 8.1. Kl. 15:00 7. sýn.
Sun 15.1. Kl. 13:30
Sun 15.1. Kl. 15:00
Sun 22.1. Kl. 13:30
Sun 22.1. Kl. 15:00
Sun 29.1. Kl. 13:30
Sun 29.1. Kl. 15:00
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan)
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
U
U
U
U
Sun 8.1. Kl. 19:30 33. sýn.
Fim 12.1. Kl. 19:30 34. sýn.
Fös 20.1. Kl. 19:30 37. sýn.
Lau 21.1. Kl. 19:30 38. sýn.
Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 8.1. Kl. 16:00 Fös 13.1. Kl. 22:00