Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 4
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR4 lAnDbúnAðUR „Er þetta ekki eignaupptaka, ég spyr. Við missum töluverðan hluta af okkar tekjum sem gerir erfiðara fyrir okkur að halda áfram búskap hér í eynni. Virði jarðarinnar rýrnar svo ofan í kaupið,“ segir Salvar Baldursson, hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eins og greint var frá í fréttum í gær hefur umhverfisráðherra fengið samþykki ríkisstjórnar til að breyta lögum svo hægt sé að friða fimm sjófuglastofna af svartfugla- ætt. Friðun er ómöguleg ef 20. grein laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum stendur. Greinin fjallar um hlunnindarétt og sölu afurða. Salvar segir að veiði á lunda sé um 15% af tekjum þeirra sem búa í Vigur. Teknir séu fimm til tíu þúsund fuglar á ári, eftir aðstæðum. „Flesta munar um það, en það versta er að ég kem ekki auga á til ganginn. Lundinn er í vand ræðum í Vestmanna eyjum og víðar en það segir ekkert um stöð- una hérna. Hér hefur lundi sótt í sig veðrið á undanförnum árum. Ég vil ekki meira af lunda því hér er stórt æðar varp, sem fer ekki vel saman við of mikinn lunda.“ Salvar hefur veitt lunda í 40 ár í Vigur. Hann segir að á þeim tíma hafi sést greinilegar sveiflur á stofninum. „Þú fjölgar ekki lunda á excel-skjali. Þetta snýst allt um ætið og hvar fuglinn vill vera þess vegna,“ segir Salvar. Hann bendir á til samanburðar að í skýrslunni komi fram að einn netabátur hafi skráð 8.000 fugla í skýrslur eitt árið. Bændasamtökin hafa harðlega gagnrýnt lagabreytingu til friðunar og hvetja til þess að gerðir séu samningar við landeigendur um veiðihlé eða takmörkun veiða. Vegna þessa sögðu samtökin sig frá skýrslu starfshóps umhverfisráðherra en meirihluti hans mælir með friðun. Í úrsagnarbréfi fulltrúa BÍ er bent á að líka þurfi að horfa til sjálf- bærrar þróunar byggða í landinu. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, fulltrúi Bændasamtakanna í starfs- hópnum, segir í viðtali við Frétta- blaðið að í afskekktum byggðum séu hlunnindi oft megin uppistaðan í búskap. Það verði að virða. Einnig rétt landeigenda til nýtingar á hlunnindum þótt þeir stundi ekki búskap á jörðinni. Þá finna Bændasamtökin að því að lögum sé breytt vegna þess að laga- breytingar verði ekki aftur teknar. svavar@frettabladid.is bAUGsMál Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur í skattahluta Baugsmálsins til Hæstaréttar. Hann krefst þyngri refsingar yfir ákærðu í þeim ákæruliðum þar sem sakfellt var, og þess að Hæstiréttur snúi dómi héraðs- dóms í þeim ákæruliðum þar sem sýknað var. „Héraðsdómur sakfelldi fyrir verulegan hluta af því sem var ákært fyrir, en við teljum að það eigi að þyngja refsinguna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Þrír sakborningar í málinu voru í desember sakfelldir fyrir skattalagabrot. Það voru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs Group, Kristín Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárfestingafélags- ins Gaums, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs. Þó að héraðsdómur hafi sakfellt þremenningana fyrir skatta- lagabrot var þeim ekki gerð refsing haldi þeir skilorð í eitt ár. Ástæðan er sú að dómurinn taldi drátt sem varð á rannsókn málsins brot á stjórnarskrárvörðum réttindum sakborni nga og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. - bj GenGið 04.01.2012 Gjaldmiðlar kaup sala Heimild: seðlabanki Íslands 217,7503 GenGisvísitala krónunnar 121,72 122,30 190,44 191,36 158,52 159,40 21,318 21,442 20,564 20,686 17,841 17,945 1,5870 1,5962 187,65 188,77 Bandaríkjadalur sterlingspund evra dönsk króna Norsk króna sænsk króna japanskt jen sdr AUGLÝSinGADeiLDiR FRÉTTABLAðSinS – AUGLÝSinGASTJÓRi: jón laufdal jonl@frettabladid.is ALMennAR SÍMi 512-5401: einar davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur steingrímsson hlynurs@365.is, laila awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMi 512-5402: jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, snorri snorrason snorris@365.is SÉRBLÖð SÍMi 512-5016: Benedikt jónsson benediktj@365.is, sigríður sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAðAUGLÝSinGAR /FASTeiGniR SÍMi 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar pétursson vip@365.is ÞJÓnUSTUAUGLÝSinGAR SÍMi 512-5407: sigurlaug aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, arna kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYnninGARSTJÓRi: einar skúlason einar.skulason@365.is ranglega var sagt að Viðskiptaráð hafi lagt fram hugmyndir um hvernig „lækka mætti skatta minna“ og skera meira niður í Fréttablaðinu í gær. Þar átti að standa „hækka skatta minna“. LeiðRÉTT Ný námskeið hefjast 16. janúar Viltu losna við verkina? Námskeið fyrir þá sem glíma við einkenni frá stoðkerfi svo sem bakverki, eftirstöðvar slysa eða gigt. Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Faxafeni 14 • www.heilsuborg.is HeLGi MAGnúS GUnnARSSon JÓn ÁSGeiR JÓHAnneSSon saksóknari áfrýjar dómi Héraðsdóms reykjavíkur í skattahluta Baugsmálsins: Telur að þyngja eigi refsinguna Á KJÖRSTAð egyptar greiddu atkvæði í gær í síðasta áfanga kosninga til neðri deildar þingsins. NordicpHotos/aFp EGypTAlAnD, Ap Egyptar luku í gær kosningum til neðri deildar þingsins, sem staðið hafa yfir í áföngum frá því í byrjun desember. Kosningar til efri deildar eru þó enn ekki hafnar. Veraldlega sinnaðir stjórnar- andstæðingar, sem voru eitt helsta aflið í mótmælunum í Egyptalandi í byrjun síðasta árs, hafa vaxandi áhyggjur af því að flokkar á vegum Bræðralags mús- líma, sem spáð er góðum sigri í kosningunum, geti nú myndað stjórn með stuðningsmönnum her- foringjastjórnarinnar, sem farið hefur með völdin frá því að Hosni Mubarak hraktist frá völdum. - gb síðasti kosningadagur: Líkur á sigri múslímaflokks Ríkisútvarpið heyrist illa mælingar þróunarsviðs ríkisúvarpsins vegna hlustunarskilyrða í sandgerðisbæ sýna að styrkur Fm sendinga er nokkru fyrir neðan eða í neðri kanti þess sem æskilegt er fyrir góða þjónustu. Bæjarstjórnin vill að unnið verði hratt að nauðsynlegum úrbótum. SAnDGeRði bEIjInG, Ap Milljarðamæringurinn Long Liyuan lést eftir að hafa borðað hægeldaða kattakjötskássu þegar hann fór í hádegismat með tveimur viðskiptafélögum sínum þann 23. desember síðastliðinn. Fljótlega eftir matinn fór Long að finna fyrir svima og ógleði og var fluttur á spítala þar sem hann fékk hjartastopp og dó. Mennirnir þrír deildu sama réttinum og veiktust allir, Long borðaði þó töluvert stærri skammt en hinir sem gerði það að verkum að hann var sá eini sem lést. Talið er að annar hinna tveggja, Huang Guang, hafi eitrað matinn en þeir Long höfðu átt í deilum. - trs Milljarðamæringur deyr: Eitur í katta- kjötskássu Bóndi í Vigur segir bannið ógna búskap Hlunnindabóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi missir 15% af heildartekjum sínum vegna veiðibanns á lunda. Hann efast um rök fyrir banni þar sem stofn lunda í eynni sé stærri en fyrri ár. Veiðin er áþekk skráðri veiði frá einum netabáti. lÖGREGlUMál Lögreglunni á Selfossi var í vikunni tilkynnt um innbrot og þjófnað í sumarbústað við Sogsbakka sem stendur á milli Ljósafossvirkjunnar og Stein- grímsstöðvar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Atvikið hefur átt sér stað á tímabilinu frá 18. desember síðastliðnum til 2. janúar. Þjófurinn eða þjófarnir stálu Philips flatskjá, fartölvu og ýmsum öðrum munum. Þeir fóru um bústaðinn og ollu þar nokkru tjóni á innanstokksmunum. Ógreinileg skóför voru í snjónum við húsið en fennt hafði í þau svo líkur eru til að nokkrir dagar hafi verið liðnir frá inn- brotinu þar til það uppgötvaðist. Lögreglan á Selfossi biður þá sem veitt geta upplýsingar um innbrotið að hafa samband í síma 480 1010. - jss lögregla leitar upplýsinga: Þjófar á ferð í sumarbústað LAnDSÝn Í Vigur hafa verið veiddir fimm til tíu þúsund lundar á ári. myNd/BjÖrN BaldurssoN Í skýrslu starfshóps er lögð áhersla á að hér við land sé einn stofn af lunda, álku, langvíu, stuttnefju og teistu þannig að staðbundin áhrif og breytingar hafi áhrif á viðkomandi stofn um allt land. rannsóknir sýna viðvarandi viðkomubrest hjá um 75% af lundastofninum í nokkur ár og algjört hrun var í varpi hans árið 2011 nema á Norðurlandi hjá um 20% af stofninum, þar sem varp var viðunandi. starfshópurinn telur helstu orsakir hnignunar stofnanna vera fæðuskort en telur að tímabundið bann við veiðum og nýtingu muni flýta fyrir endurreisn þeirra. Rök meirihluta starfshóps fyrir friðun VEðURspá alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg kaupmannahöfn las palmas london mallorca New york orlando Ósló parís san Francisco stokkhólmur HeiMURinn Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 10° 5° 5° 8° 5° 5° 5° 22° 10° 18° 4° 18° 1° 11° 15° 5° Á MoRGUn 8-13 m/s. LAUGARDAGUR 5-10 m/s. -10 0 -4 -2 -2 -2 1 0 -5 -2-1 3 2 1 2 3 8 6 15 5 7 5 2 4 5 -1 -1 1 2 0 -2 -2 LæGð Á Leiðinni til landsins en áhrifa hennar fer að gæta í kvöld með vaxandi suð- austanátt og snjó- komu fyrst sunnan og vestan til. Það dregur smám saman úr frosti og á föstudag má víða búast við 0-6 stiga hita og skúrum eða éljum en vægu frosti norðaustantil. elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður slys Fimmtán íslensk skip strönduðu eða tóku niðri í fyrra og er það fjölgun úr átta frá árinu áður. Árið 2009 voru þau ellefu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa (RNS) fyrir árið 2011. Þar segir einnig að engin banaslys urðu á sjónum, en það gerðist síðast árið 2008. Fjölda skipa sem sökkva fækkar verulega milli ára, úr sex í tvö. Þá lentu fleiri skip í árekstri í fyrra en árið áður. - sv Mun færri skip sökkva: Fleiri íslensk skip strönduðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.