Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 28
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR2 l fréttablaðið l flutningar l notið tækifærið til að grisja Þarftu virkilega á fjórum tappatogurum að halda? Og hvað með fjarstýringuna sem stendur alltaf á sér? Að flytja í nýtt húsnæði gefur gullið tækifæri til að taka skurk í því að losa sig við hluti sem enginn notar lengur. Það sem er nothæft og í góðu standi er tilvalið að gefa í Góða hirðinn eða Hjálpræðis herinn, nú eða selja það á ebay og nota féð til að skreyta nýja heimilið. Það sem er orðið úr sér gengið og ónothæft setjið þið í endurvinnslu – ef það er hægt – eða setjið í þar til gerða ruslagáma. Ónýt rafmagnstæki, málning og annað sem ekki flokkast undir heimilissorp verður að fara í Sorpu sem veitir svör við því hvert tiltekið dót á að fara. l þegar flytja þarf píanó Kallaðu til fjóra sterka vini til aðstoðar og settu tvo á hvorn enda píanósins. Passaðu að enginn þeirra sé slæmur í baki. Allir ættu að vera í vinnuvettlingum. Passaðu að lokið á píanóinu þarf að vera læst. Vefðu plasti eða dúk um píanóið og límdu vel saman svo engir lausir endar þvælist fyrir fótum flutningsmanna. Með samstilltu átaki skal síðan lyfta píanóinu upp á hjóla- bretti. Munið að beygja hnén og hafa bakið beint svo átakið lendi á lærvöðvum. Þá er píanóinu rúllað á brettinu fram að dyrum, haldið allan tímann um öll horn og farið varlega yfir þröskulda. Ef flytja þarf píanó milli hæða gæti verið vissara að hringja í flutningaþjónustu. Eins ef píanóið er mjög stórt og þungt gæti verið vissara að fá fagmenn í verkið. Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari, tók álfana til fyrirmyndar og flutti búferlum um áramótin. Hann hefur búið í Grafarvoginum undanfarið en tók sig upp og settist að í hjarta Reykjavíkur. „Ég flutti úr Grafarvoginum niður í Lækjargötu. Bjó í þessu sama húsi fyrir átján árum en ekki samt á þessari hæð sem ég er á núna. Er búinn að flytja upp um nokkrar hæðir og kemst ekkert hærra. Þetta er bara toppurinn enda er ég með glæsilegt útsýni.“ Ekkert ónæðissamt? „Nei, alls ekki. Mér finnst æðislegt að vera í miðju hringið- unnar. Það hentar mér mjög vel.“ Þú hefur verið eins og uppi í sveit í Grafarvogi. „Já, núna er ég þannig að þegar ég ek þangað upp eftir þá hugsa ég: Djö… er langt hingað. Allt í einu fer allt að snúast við. Samt fannst mér það ekkert mál þegar ég bjó þar. En þetta á mun betur við mig. Ég þarf að vera í lífæðinni.“ Ertu búinn að koma þér fyrir? „Engan veginn. Enda er ég bara búinn að vera hér síðan á nýársdag. Nýársnótt var nótt númer eitt. Álfarnir flytja um áramótin og ég var með þeim í því. Þetta er mjög góð byrjun á nýju ári. Bara alger unaður.“ Hvar er vinnustaðurinn þinn? „Í Borgartúninu. Ég er bara tvær mínútur í vinnuna. Þar er ég á annarri hæð í turninum og með flott útsýni þar líka.“ Fannst þér mikið átak að flytja? „Eiginlega ekki (hlær). Við skulum segja að ég hafi verið svona skipulagður. Nei, annars. Ég var bara með svo marga til aðstoðar. Á mjög góða að og þeir voru allir boðnir og búnir að hjálpa mér. En svo á ég eftir að mublera upp og fleira.“ Þurftuð þið að bera dótið upp marga stiga? „Nei, nei. Það er lyfta í húsinu þannig að dótið fór beint inn af götunni og upp.“ Nú má Karl ekki vera að því að masa öllu lengur því viðskiptavinur bíður eftir hársnyrtingu en ekki er hægt að sleppa honum úr símanum öðruvísi en að óska honum til hamingju með nýja þáttinn, Í nýju ljósi, sem fór í loftið í gær. Þar er hann að hjálpa konum að upplifa sig í nýju ljósi, eða eins og hann orðar það, að fara í gegnum vaxtarlag og klæðaburð og hvernig á að hafa hlutföllin rétt. „Ég held þetta verði skemmtilegt,“ segir hann. „Bland af húmor og fræðslu og ég vona að ég finni réttu hlutföllin þar á milli.“ - gun Flutti búferlum um nýár eins og álfarnir „Þetta er mjög góð byrjun á nýju ári. Bara alger unaður,“ segir Karl um flutninginn niður í miðbæ. Fréttablaðið/Valli Til greina koma allir sem hafa lagt umtalsvert af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Frá kynslóð til kynslóðar Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Heiðursverðlaun Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra samfélagi. Samfélagsverðlaunin Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL SAMFÉLAGS- VERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2012 GÓÐVERKI? SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS ERU VEITT Í FIMM FLOKKUM. 1 2 3 4 5 SAMFÉLAGSVERÐLAUN Sendið tilnefningar á hlekknum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelags- verdlaun@frettabladid.is, eða bréfleiðis merkt: Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Dómnefnd tekur allar innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í mars. að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 31. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.