Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 5. janúar 2012
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík Kletthálsi 7.
Flísa&Baðmarkaðurinn Bæjarlind 6, Kóp.
Reykjanesbæ Fuglavík 18.
Akureyri Furuvöllum 15.
Rýmingarsala
á flísum og fleiru
Rýmum fyrir nýjum vörum.
Yfir 40 tegundir af flísum.
Mikil verðlækkun, verð frá kr. 900 pr m2.
Einnig útlitsgallaðar vörur á niðursettu verði!
Gott verð fyrir alla
alltaf – í 10 ár
Við mótun stefnunnar var horft til fram-
tíðar og tekið mið af því sem áunnist
hefur á undanförnum árum.
Í ávarpi sínu til þjóðarinnar á nýársdag lýsti forseti Íslands,
herra Ólafur Ragnar Grímsson,
yfir því, að hann mundi yfirgefa
Bessastaði á árinu tilkomandi.
Þetta lízt mér ekkert á. Ég vil
að Ólafur Ragnar gefi kost á sér
enn um fjögur ár og mælist til
þess, að hann verði áfram forseti
okkar nefndan tíma, til ársins
2016.
Ég setti saman tvær vísur í
þessu sambandi, sem fara hér á
eftir:
Fólkið kýs þig forseta
fjórum árum lengur,
örugglega einhuga,
af því vel þér gengur.
Og með Dorrit unir þú
enn á Bessastöðum.
Áfram þar í ást og trú
og með huga glöðum.
Með beztu kveðju til forsetans og
eiginkonu hans.
Auðunn Bragi Sveinsson,
rithöfundur.
Ólafur Ragnar
verði áfram forseti
Íþróttir
Katrín
Jakobsdóttir
mennta- og
menningar-
málaráðherra
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP
TAKTU VÍSI
Á HVERJUM
MORGNI!
Á nýju ári fagnar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
aldarafmæli sínu. Að baki sam-
bandinu standa um 150 þúsund
félagar, þar af um 85 þúsund iðk-
endur. Íþróttir hafa mikla þýð-
ingu í samfélaginu hvort sem fólk
stefnir að afrekum í íþróttum,
tekur þátt í keppnisíþróttum, eða
vill einfaldlega stunda holla og
skemmtilega hreyfingu sem bæði
eflir heilsu og félagsþroska. Á
þessum tímamótum er mikilvægt
að minnast þess hvernig sjálf-
boðaliðar hafa byggt upp íþrótta-
hreyfinguna um áratuga skeið.
Þessi vinna hefur verið mikilvæg
fyrir æsku landsins og samfélagið
allt, auk þess sem hér hefur komið
fram íþróttafólk á heimsmæli-
kvarða.
Síðastliðið haust gaf mennta-
og menningarmálaráðuneytið út
stefnumótun í íþróttamálum til
ársins 2015. Hún er sameigin-
leg stefna þeirra aðila sem bera
ábyrgð á málaflokknum, sem eru
ríkið, sveitarfélögin og íþrótta-
hreyfingin. Stefnan byggist á því
grundvallarsjónarmiði að almennt
íþróttastarf á Íslandi skuli skipu-
lagt af frjálsum félagasamtök-
um. Hún tekur að auki á öllum
helstu þáttum íþrótta í félaga-
starfi og hvernig opinberir aðil-
ar og atvinnulíf geti stutt við það
starf. Stefnan tekur einnig á öllum
helstu þáttum íþrótta í félagastarfi
og hvernig opinberir aðilar og
atvinnulíf geti stutt við það starf.
Þá er lögð sérstök áhersla á að
auka hreyfingu barna og unglinga
á öllum skólastigum. Fjölmargar
rannsóknir hafa sýnt fram á
nauðsyn þess að bæta lífsstíl fólks
og gegnir skólakerfið leiðandi
hlutverki við að hvetja til hreyf-
ingar og að auka þekkingu á gildi
íþrótta. Við mótun stefnunnar var
horft til framtíðar og tekið mið
af því sem áunnist hefur á und-
anförnum árum. Sett eru fram
skýr markmið og bent á leiðir til
að framfylgja þeim. Stefna þessi
gildir til ársins 2015 og verður hún
þá endurmetin.
Stefna í íþróttamálum tekur mið
af þeim lagaskyldum sem ríkið
hefur samkvæmt íþróttalögum,
alþjóðalögum og samningum sem
tengjast opinberum aðilum og
frjálsum félagasamtökum, sem
fara með íþróttamál í landinu. Auk
þess birtist hún í framlögum á fjár-
lögum til íþróttamála og áherslum
mennta- og menningarmála-
ráðherra hverju sinni.
Til þess að vinna að framgangi
stefnunnar er mikilvægt að aðilar
sem bera ábyrgð á málaflokknum,
þ.e. ríkið, sveitarfélögin og íþrótta-
hreyfingin, hafi með sér sam-
ráð og samstarf. Byggt er á því
grundvallarsjónarmiði að almennt
íþróttastarf á Íslandi skuli skipu-
lagt af frjálsum félagasamtök-
um. Þar er vísað til Íþrótta- og
Ólympíu sambands Íslands, Ung-
mennafélags Íslands, sérsam-
banda, íþróttahéraða, íþrótta-
félaga og deilda um land allt. Stór
hluti landsmanna tekur þátt í
þessu starfi á einn eða annan hátt.
Til þess að fylgja stefnumótun-
inni eftir hefur mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið að undan-
förnu unnið að gerð samnings við
ÍSÍ til þess að fylgja eftir stefnu-
mótuninni til ársins 2015. Sam-
hliða þeirri vinnu er mikilvægt
að skoða á vettvangi stjórnmál-
anna hvernig eigi að þróa fjár-
framlög ríkisins til íþróttamála
þannig að fylgja megi stefnunni
eftir með sóma. Að lokum óska ég
ÍSÍ hjartanlega til hamingju með
aldarafmælið.
Íþróttir skipta okkur
öll máli