Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 5. janúar 2012 Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík Kletthálsi 7. Flísa&Baðmarkaðurinn Bæjarlind 6, Kóp. Reykjanesbæ Fuglavík 18. Akureyri Furuvöllum 15. Rýmingarsala á flísum og fleiru Rýmum fyrir nýjum vörum. Yfir 40 tegundir af flísum. Mikil verðlækkun, verð frá kr. 900 pr m2. Einnig útlitsgallaðar vörur á niðursettu verði! Gott verð fyrir alla alltaf – í 10 ár Við mótun stefnunnar var horft til fram- tíðar og tekið mið af því sem áunnist hefur á undanförnum árum. Í ávarpi sínu til þjóðarinnar á nýársdag lýsti forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, yfir því, að hann mundi yfirgefa Bessastaði á árinu tilkomandi. Þetta lízt mér ekkert á. Ég vil að Ólafur Ragnar gefi kost á sér enn um fjögur ár og mælist til þess, að hann verði áfram forseti okkar nefndan tíma, til ársins 2016. Ég setti saman tvær vísur í þessu sambandi, sem fara hér á eftir: Fólkið kýs þig forseta fjórum árum lengur, örugglega einhuga, af því vel þér gengur. Og með Dorrit unir þú enn á Bessastöðum. Áfram þar í ást og trú og með huga glöðum. Með beztu kveðju til forsetans og eiginkonu hans. Auðunn Bragi Sveinsson, rithöfundur. Ólafur Ragnar verði áfram forseti Íþróttir Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! Á nýju ári fagnar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands aldarafmæli sínu. Að baki sam- bandinu standa um 150 þúsund félagar, þar af um 85 þúsund iðk- endur. Íþróttir hafa mikla þýð- ingu í samfélaginu hvort sem fólk stefnir að afrekum í íþróttum, tekur þátt í keppnisíþróttum, eða vill einfaldlega stunda holla og skemmtilega hreyfingu sem bæði eflir heilsu og félagsþroska. Á þessum tímamótum er mikilvægt að minnast þess hvernig sjálf- boðaliðar hafa byggt upp íþrótta- hreyfinguna um áratuga skeið. Þessi vinna hefur verið mikilvæg fyrir æsku landsins og samfélagið allt, auk þess sem hér hefur komið fram íþróttafólk á heimsmæli- kvarða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Hún er sameigin- leg stefna þeirra aðila sem bera ábyrgð á málaflokknum, sem eru ríkið, sveitarfélögin og íþrótta- hreyfingin. Stefnan byggist á því grundvallarsjónarmiði að almennt íþróttastarf á Íslandi skuli skipu- lagt af frjálsum félagasamtök- um. Hún tekur að auki á öllum helstu þáttum íþrótta í félaga- starfi og hvernig opinberir aðil- ar og atvinnulíf geti stutt við það starf. Stefnan tekur einnig á öllum helstu þáttum íþrótta í félagastarfi og hvernig opinberir aðilar og atvinnulíf geti stutt við það starf. Þá er lögð sérstök áhersla á að auka hreyfingu barna og unglinga á öllum skólastigum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bæta lífsstíl fólks og gegnir skólakerfið leiðandi hlutverki við að hvetja til hreyf- ingar og að auka þekkingu á gildi íþrótta. Við mótun stefnunnar var horft til framtíðar og tekið mið af því sem áunnist hefur á und- anförnum árum. Sett eru fram skýr markmið og bent á leiðir til að framfylgja þeim. Stefna þessi gildir til ársins 2015 og verður hún þá endurmetin. Stefna í íþróttamálum tekur mið af þeim lagaskyldum sem ríkið hefur samkvæmt íþróttalögum, alþjóðalögum og samningum sem tengjast opinberum aðilum og frjálsum félagasamtökum, sem fara með íþróttamál í landinu. Auk þess birtist hún í framlögum á fjár- lögum til íþróttamála og áherslum mennta- og menningarmála- ráðherra hverju sinni. Til þess að vinna að framgangi stefnunnar er mikilvægt að aðilar sem bera ábyrgð á málaflokknum, þ.e. ríkið, sveitarfélögin og íþrótta- hreyfingin, hafi með sér sam- ráð og samstarf. Byggt er á því grundvallarsjónarmiði að almennt íþróttastarf á Íslandi skuli skipu- lagt af frjálsum félagasamtök- um. Þar er vísað til Íþrótta- og Ólympíu sambands Íslands, Ung- mennafélags Íslands, sérsam- banda, íþróttahéraða, íþrótta- félaga og deilda um land allt. Stór hluti landsmanna tekur þátt í þessu starfi á einn eða annan hátt. Til þess að fylgja stefnumótun- inni eftir hefur mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið að undan- förnu unnið að gerð samnings við ÍSÍ til þess að fylgja eftir stefnu- mótuninni til ársins 2015. Sam- hliða þeirri vinnu er mikilvægt að skoða á vettvangi stjórnmál- anna hvernig eigi að þróa fjár- framlög ríkisins til íþróttamála þannig að fylgja megi stefnunni eftir með sóma. Að lokum óska ég ÍSÍ hjartanlega til hamingju með aldarafmælið. Íþróttir skipta okkur öll máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.