Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 44
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR32 folk@frettabladid.is Fræga fólkið var samankomið á Times Square í New York um áramótin en þar er allajafna bein útsending í sjónvarpinu og talið er niður í komu nýs árs. Hinn eini sanni Ryan Seacrest sá um að kynna herlegheitin ásamt leikkonunni Jenny McCarthy en þau kynntu meðal annars til leiks vinsælustu tónlistarmenn ársins 2011, Justin Bieber og Lady Gaga, sem tóku lagið. Rappararnir Pitbull og Drake komu einnig fram fyrir mannfjöldann á Times Square sem fagnaði nýja árinu með tilheyrandi húllumhæi. Árinu fagnað á Times square klæddur í pels Rapparinn Cee Lo Green mætti á Times Square í sínu fínasta pússi. Nýárskoss Borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, fékk góðan koss frá Lady Gaga þegar nýja árið gekk í garð. HressaNdi Lady Gaga söng fyrir áhorfendur. Góðir samaN Rapparinn Pitbull og Justin Bieber stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. stóð siG vel Jenny McCarthy stóð vaktina á gamlárskvöld sem kynnir kvöldsins. viNsæll Ryan Seacrest er orðinn vanur kynnir og vinsæll meðal áhorfenda. NoRdiCPhoToS/GeTTY „Þetta leggst vel í mig. Það er gaman að vera kom- inn þarna aftur,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann hefur tekið við hlutverki kráareigandans Thénardiers í söngleiknum Vesalingarnir sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í mars. 22 ár eru liðin síðan Laddi steig síðast á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu, eða þegar hann lék Fagin í söng- leiknum Oliver!. Hringt var í Ladda rétt fyrir áramót og hann beðinn um að taka að sér hlutverkið eftir að Örn Árnason heltist úr lestinni vegna anna með Spaugstofunni. „Það var eiginlega tekin ákvörðun á gamlársdag. Þetta gerðist svo snöggt að ég hafði ekki tíma til að segja nei.“ Æfingar fyrir Vesalingana eru nýhafnar og segist Laddi hafa verið svolítið nervus fyrstu dagana en allt eigi eftir að fara vel. Aðspurður segist hann vera í góðu söngformi, enda stóð hann sig með prýði í áramótaþætti Hljómskálans í Sjónvarpinu. „Það er búið að hrósa mér fyrir það, bæði fyrir Snjókorn falla og Búkollu, þannig að ég hlýt að vera í ágæt- isformi,“ segir hann hógvær. „Maður er svo sem ekkert sísyngjandi en ég hlýt að komast í gott form með því að syngja á hverjum degi.“ Með aðalhlutverkið í Vesalingunum fer Þór Breiðfjörð sem hefur sungið sama hlutverk á West End í London. Nokkrir leikarar koma fram í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu í söngleiknum, eða þau Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Bjarni Snæbjörnsson, Jana María Guðmundsdóttir og Orri Huginn Ágústsson. -fb Leikur óvænt í Vesalingunum sNýr aftur í þjóðleikHúsið Laddi snýr aftur í Þjóðleikhúsið eftir 22 ára fjarveru. fRéTTaBLaðið/aNToN eru liðiN frá fæðingu hinnar bráðhuggulegu January Jones úr Mad Men-þáttunum. 34 Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn föstudaginn 13. janúar 2012, kl. 15:00 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá: 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofunni í Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag. Mosfellsbæ 5. janúar 2012 Stjórn ÍSTEX hf. Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn föstudagi n 13. janúar 2012, kl. 15.00 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá: 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15.grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórntil kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins mun liggja fr mmi á sk ifstofunni í Mosfellsbæ viku fyrir aðalfund hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag. Mosfellsbæ 5. janúar 2012 Stjórn ÍSTEX hf. 94DCK296CS BORVÉL 18V, OG SKRÚFVÉL 10V 13mm patróna | 2 x 1,5Ah Li-Ion | 2 gírar | Led ljós 1/4” Hex | 2 x 1,3Ah Li-Ion | 8 Nm | Sterk taska 109.900 m/vsk Fullt verð 124.900 www.sindri .is / sími 5 75 0000 ÖFLUGIR VINNUÞJARKAR Demi Moore tjáir sig á mjög opinskáan hátt um skilnað sinn og Ashtons Kutcher í viðtali við bandaríska glamúrtímaritið Harper‘s Bazaar. Þar kemur meðal annars fram að sambandi þeirra hafi verið lokið í nóvember en þá höfðu fjölmiðlar velt sér upp úr hjónabandinu og stöðu þess í nokkrar vikur. Moore viðurkennir að eftir tvö misheppnuð hjóna- bönd óttist hún að hinn eini sanni sé ekki til. „Ég hræðist það mest að þegar ég stend nú á þessum tímamótum að ég sé ekki þess verð að vera elskuð,“ segir Moore af mikilli hreinskilni. „Að ég verðskuldi hreinlega ekki að vera elskuð, að eitthvað sé að mér.“ Moore segist jafnframt hafa verið niður- brotin þegar skilnaðurinn var yfirvofandi en hún sé óðum að jafna sig. „Ég óttaðist virkilega að vera yfirgefin þar til góður vinur minn útskýrði fyrir mér að aðeins börn væru yfirgefin, ekki fullorðið fólk, það hefði alltaf eitthvert val.“ Moore opnar sig óttast ástleysið demi Moore óttast að vera ekki þess verðug að vera elskuð og að sá eini rétti sé hreinlega ekki til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.