Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 40
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR28 28 menning@frettabladid.is Um 20 leikarar koma að leikritinu Fanný og Alexander sem verður frumsýnt á Stóra sviði Borgar leikhússins á þrettándanum, næst­ komandi föstudag, í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Hin mikla fjölskyldu- og átaka- saga Fanný og Alexander eftir Ingmar Bergman verður frumflutt á Stóra sviði Borgarleikhússins á föstudaginn kemur, nánar tiltekið á þrettándanum. Stefán Baldursson er leikstjóri og höfundur leikgerðarinnar, sem hann vann upp úr handriti að sjónvarps- þáttum Bergmans um systkinin Fanný og Alexander og fjölskyldu þeirra. Þættina stytti hann síðan í kvikmynd árið 1982, en hún var síðasta kvikmyndaverk Bergmans. Leikhúsgestir fá að kynnast systkinunum Fanný og Alexander, sem alast upp við mikið ástríki víðsýnnar og litríkrar leikhús- fjölskyldu. Breytingar verða á högum þeirra þegar faðir þeirra deyr og móðir þeirra giftist biskupnum í bænum. Við það breytist líf þeirra í martröð. „Þarna er stillt upp mismunandi lífs viðhorfum, bæði í uppeldis- málum og því hvernig fólk kýs að lifa sínu lífi,“ segir Stefán. „Ég vona að fólk hafi gaman af þessu. Þetta er sterk og mögn- uð saga, heilmikið drama sem verður spennandi og næstum því ævintýralegt þegar á líður. Við höfum sett þetta í búning ævintýrisins og losum okkur frá umhverfisraunsæi kvik- myndarinnar og sjónvarpsins. Sviðsmyndin er innblásin af leikhúsinu hans Alexanders, sem hann fær í gjöf í upphafi verksins. Leikmyndin er stækkuð mynd af því. Það má segja að þetta sé heim- urinn séð með augum Alexanders.“ Ingmar Bergman hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Stefáni, eða allt frá því að hann horfði á bíó- myndir hans á unglingsárunum. „Ég hef alltaf haldið mikið upp á Ingmar Bergman og hann hefur verið mér innblástur á marg- an hátt. Hann kenndi mér meðal annars í háskólanum, þegar ég var að læra leikstjórn og leikhúsfræði í Svíþjóð. Hann var mjög áberandi á meðan ég var þarna úti, bæði í kvikmyndum en ekki síður í leik- húsinu, þar sem hann hefur ekki síður verið áberandi í Svíþjóð, þótt hann sé heimsfrægur fyrir bíómyndirnar.“ Það eru um 30 ár frá því að sjónvarpsþætt ir Bergmans um Fanný og Alexander voru frumfluttir. Það var hins vegar fyrst í desember árið 2009, sem verkið var sett upp á sviði, þegar það var heims frumsýnt í þjóðleik- húsi Norðmanna. Sú uppfærsla varð sú vinsælasta í sögu leikhússins. Síðan hefur verkið verið sett upp í nokkrum leikhúsum á Norðurlöndum, en það verður frumflutt í Svíþjóð í febrúar. Stór hópur fólks úr ýmsum áttum kemur að sýningunni. Þórarinn Eldjárn annaðist íslenska þýðingu, tónlistarstjórn er í höndum Jóhanns G. Jóhanns- sonar, Vytautas Narbutas hannaði leikmyndina, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir búningana og Björn Bergsteinn Guðmundsson sér um lýsinguna. Með helstu hlutverk fara þau Hilmar Guðjóns- son, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson. Í heild taka 20 leikarar þátt í sýningunni. holmfridur@frettabladid.is Fjölskyldu- og átakasaga frumflutt á þrettándanum SamSýningu Sigurðar ÞóriS og Sigurðar Örlygssonar í sýningarsölum Norræna hússins fer að ljúka. Síðasti dagur málverkasýningarinnar, sem ber heitið Strangir fletir, er á sunnudaginn næstkomandi, 8. janúar. S.L.Á.T.U.R. samtökin standa fyrir tónleikum á laugardaginn klukkan fjögur þar sem hátalarar verða í aðalhlutverki. Á dagsskrá tónleikanna verða ný verk sem eru samin sérstaklega með ákveðin hátalaraeintök í huga. Einnig verða sérstakar samsetningar hátalara, hljómbreyttir hátalarar og hátalarar í nýju hlutverki og samhengi á tónleikunum, segir í fréttatilkynningu. Þar eru áhugamenn um nýja tækni, raftónlist, hljóðlist og nýmæli sérstaklega hvattir til að mæta. S.L .Á.T.U.R. eru samtök tónskálda sem standa reglu- lega fyrir tónleikum og hátíð- um. Tónleikarnir verða í sal Tónverkamiðstöðvar Íslands, Skúlatúni 2, efstu hæð. Tónverk fyrir hátalara 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Almanak háskóla Íslands 2012 Þorsteinn Sæmundsson Konur eiga orðið 2012 Kristín Birgisdóttir ritst. Maggi mús heldur jól Bergvin Oddsson The 13 Yule Lads of Iceland Brian Pilkington Þóra - heklbók Tinna Þórudóttir Þorvaldsd. METSÖLULISTI EYMUNDSSON 28.12.11-03.01.12 Almanak Íslenska þjóðvina- félgasins - Ýmsir höfundar Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Happ happ húrra - Unnur Ólafsdóttir og Erna Sverrisd. The Yule Lads Brian Pilkington 1001 Þjóðleið Jónas Kristjánsson SamKvæmT BÓKSölU í EYmUndSSOn Um land allT Litrík fjöLSkyLda Hér eru þau Kristbjörg Kjeld og Jóhann Sigurðarson í hlutverkum sínum, sem amma og frændi systkinanna Fannýar og Alexanders. Þau systkinin búa við litskrúðugt og ástríkt fjölskyldulíf, sem skuggi fellur á þegar faðir þeirra deyr. Mynd/BorgArleiKHúSið Stefán BaLdurSSon LeikStjóri Sænski kvikmyndaleikstjórinn og leikhúsmaðurinn ingmar Bergman, höfundur kvikmyndarinnar um Fanný og Alexander, hefur lengi verið Stefáni innblástur. FréttABlAðið/Anton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.