Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 12
12 5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Góð húsRáð Jólatré Losaðu þig við jólatréð Ein leið til að fjarlægja jóla- tréð án þess að fá grenið af trénu út um allt er að vefja trénu í gamalt lak eða sængurver áður en það er hreyft. Þá ætti að vera hægt að flytja tréð út fyrir á sem auð- veldastan hátt án þess að sóða allt út. „Þegar ég velti fyrir mér bestu kaupunum kemur tvennt til. Annars vegar minn ástkæri iPhone 4 sem ég fullyrði að sé merkasta uppfinning mannkyns frá vatnssalerninu. Og hins vegar afar vel með farið eintak af grundvallarritinu Ástríki heppna, sem ég kom höndum yfir fyrir skömmu. Enda einn af hornsteinum evrópskrar sagnagerðar,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og textasmiður. Aðspurður um verstu kaupin svarar Bragi: „BBC Master Compact tölva, 128 k. Einstaklega áferðarfagur gripur með hárauðum lykla- borðshnöppum sem ég vældi út úr foreldrum mínum seint á 9. áratug síðustu aldar. En þar sem ég var sá eini í 600 kílómetra radíus sem átti slíkan kostagrip var ekki vinnandi vegur að fá í hana leiki eða annað skemmtiefni. Því sat ég uppi með glataða útgáfu af Frogger, meðan aðrir drukku í sig lystisemdir Atari og Amstrad. Gríðarleg vonbrigði.“ neytandinn: BrAGi VAldiMAr SkúlASOn, BAGGAlútur Sat uppi með Frogger Nemakort hjá Strætó kostar nú 15 þúsund krónur fyrir vorönnina. Kortið fyrir haustönnina kostaði 11 þúsund krónur. Sá sem keypti kort fyrir báðar annirnar í haust greiddi hins vegar aðeins 20 þúsund krónur. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., segir að með verðhækkuninni hafi verið komið til móts við óskir umboðsmanns barna um jafnræði. „Strætó barst bréf frá umboðsmanni barna þar sem bent var á að fólki á framhalds- og háskólastigi væru boðin betri kjör í strætó en börnum og unglingum. Við stóðum frammi fyrir því að lækka fargjöld flestra aldurshópa eða hækka nemakortin í átt að almennum unglingafargjöldum. Niðurstaða stjórnarinnar var að gera það.“ Um leið og nemakortið fyrir báðar annir var hækkað úr 20 þúsundum króna í 30 þúsund krónur var grunnskólanemendum boðið að kaupa kortið á því verði, að því er Reynir greinir frá. „Ungmenni sem áttu ekki kost á nemakorti og hefðu þurft að kaupa ungmennamiða hefðu á ársgrunni þurft að greiða 38 þúsund krónur í strætó ef þau ferðuðust tvisvar á dag. Neminn greiddi hins vegar 20 þúsund krónur. Nú ferðast allir á sama verði.“ - ibs Ungmenni geta nú fengið nemakort hjá Strætó: Kortin hafa hækkað Í strætó unmboðsmaður barna benti á að fólki á framhalds- og háskólastigi væru boðin betri kjör í Strætó en börnum og unglingum. Kaupmaðurinn í Kosti, Jón Gerald Sullenberger, hefur ásamt starfsmönnum sínum verið önnum kafinn að undanförnu við að merkja erfðabreytt matvæli í verslun sinni í samræmi við reglur sem tóku gildi um áramótin. Jón Gerald segir merkingarnar hafa í för með sér gríðarlegan kostnað. „Við erum með mannskap sem gerir ekkert annað en að líma miða á vörurnar. Þessu fylgir gríðar- legur kostnaður sem mun fara út í verðlagið. Það sem innflytjendur eru að gera núna mun kosta neytendur tugi ef ekki hundruð milljóna króna. Þetta gæti endað eins og í Danmörku að hér verði ekki hægt að kaupa Cheerios og Cocoa Puffs,“ segir Jón Gerald Sullenberger í Kosti um merkingar á erfðabreyttum matvælum. „Það er eins og stjórnvöld séu að ýta okkur út í að kaupa aðföng sem eru 20 til 40 prósentum dýrari,“ bætir Jón Gerald við. Markmiðið með reglugerðinni um merkingar erfðabreyttra matvæla sem tók gildi um áramótin er að neytendur fái réttar og greinargóðar upplýsingar um þau erfðabreyttu matvæli sem boðin eru til sölu. Heilbrigðis- nefndir sveitarfélaga munu undir yfirumsjón Matvælastofnunar hafa eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé fylgt. Helga Pálsdóttir, sérfræðingur á Matvælastofnun, segir að framleiðendur og innflytjendur eigi að afla sér upplýsinga um hvort þeir séu með undir höndum erfðabreytt hráefni og vörur. „Það er kannski engin leið fyrir neytandann að ganga úr skugga um það. Það er verið að höfða til samvisku seljenda og innflytjenda. Ég veit að fyrirtæki, sem stunda innflutning frá Bandaríkjunum, hafa látið rannsaka vörur fyrir sig úti og spurt okkur hvort niðurstöðurnar séu fullgildar.“ Að sögn Helgu verða teknar stikkprufur og sjónum beint að þeim vörum sem líklegt þykir að innihaldi erfðabreyttar lífverur. „Það er langmest um erfðabreytingar í maís og soja sem er í afar mörgum vörum.“ Helga getur þess að vörur frá löndum Evrópusambandsins séu undir mun strangara eftir- liti en vörur annars staðar frá. „Neytendur ættu að vera nokkuð öruggir um að vörur frá þeim löndum séu ekki erfðabreyttar.“ ibs@frettabladid.is Erfðabreytt matvæli eiga nú að vera merkt Merkt vara Jón Gerald Sullenberger segir kostnaðinn vegna merkinga erfðabreyttra matvæla fara út í verðlagið. Þetta gæti endað með því að ekki verði hægt að kaupa Cheerios og Cocoa Puffs á Íslandi. FréttABlAðið/AntOn Brink Við kaup á hálkuvörn þarf að hafa í huga hvenær og hvar eigi að nota hana og hversu auðvelt er að setja hana á. Á að bregða henni undir skóna fyrir göngu eða hlaup úti í náttúrunni eða fyrir göngu út í búð? Á vefsíðunni www.forvarnahus- id.is segir að gormar séu góðir í göngu, sérstaklega úti í náttúrunni. Þeir geti hins vegar orðið mjög hálir á flísum og steingólfum. Stutt- ir naglar bæði að framan og aftan eru sagðir góðir í kraftgöngu og hlaupatúra. Þeir eru taldir góður búnaður þegar ísing er og klaki en síður þegar snjór liggur yfir klaka. Þá þykir betra að nota lengri nagla. Broddar þykja hentugir undir gönguskó en þá þarf að taka af þegar gengið er á auðu undirlagi. Annars er hætta á að göngumaður festi þá og detti. Gúmmítappar eru hálkuvörn með brodda sem hægt er að taka af. -ibs n varnir í hálkunni: Gormar, broddar, naglar og tappar krónur var meðalverðið á kílói af kjötfarsi í nóvember síðastliðnum samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Verðið hefur hækkað um 6,6% frá árinu 2007. 569 Rannsóknaþjónusta NÁMSKEIÐ Í GERÐ LEONARDO UMSÓKNA UM MANNASKIPTA- OG SAMSTARFSVERKEFNI MÁNUDAGINN 9. JANÚAR 2012 KL. 13-15 Í NÁMU, SAL ENDURMENNTUNAR HÍ, DUNHAGA 7 Næstu umsóknarfrestir Leonardo verkefna eru: Yfirfærsluverkefni 2. febrúar 2012 Mannaskiptaverkefni 3. febrúar 2012 Samstarfsverkefni 21. febrúar 2012 Dæmi um verkefni: að senda starfsmann, nemanda eða leiðbeinanda erlendis í starfsþjálfun eða endurmenntun að nemendur í starfsnámi taki hluta starfsþjálfunar í öðru Evrópulandi samstarfsverkefni við aðrar evrópskar sambærilegar stofnanir um þróun í starfsmenntun samstarf um þróun nýrra kennsluhátta eða aðferða við mat í starfsmenntun Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Skráning fer fram í síma 525 4900 eða með tölvupósti á lme@hi.is Hægt er að óska eftir aðgengi að námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað símenntunarstöðva á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar um áætlunina og forgangsatriði næsta umsóknarfrests er að finna á www.leonardo.is og heimasíðu Menntaáætlunar ESB www.lme.is LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB www.lme.is Leonardo: Dunhaga 5 107 Reykjavík | Sími: 525 4900 STYRKIR TIL STARFSMENNTUNAR Í EVRÓPU LEONARDO STARFSMENNTUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.