Fréttablaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 16
16 5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR
frá degi til dags
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is fréttastjórar: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
Helgarefni: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is menning: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is allt og sérblöð: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
íþróttir: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is ljósmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðslustjóri: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. stjórnarformaður: Ingibjörg S. Pálmadóttir forstjóri og Útgáfustjóri: Ari Edwald
ritstjóri: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is aðstoðarritstjóri: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Halldór
ólafur þ.
stephensen
olafur@frettabladid.is
sKoðun
Undanfarin ár hafa verið mörgum tegundum svartfugla erfið hér á landi.
Mælingar sýna að árleg fækkun álku er
um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og
stuttnefju um 24%. Viðvarandi brestur
hefur verið hjá lundastofninum í nokkur
ár og á síðasta ári varð algjört hrun í
varpi hans, nema á Norðurlandi.
Vegna þessa skipaði ég starfshóp í
september sl. til að gera tillögur um
verndun og endurreisn svartfuglastofna.
Hópurinn hefur skilað af sér skýrslu sem
kynnt var fyrir ríkisstjórn á þriðjudag,
en þar er m.a. lagt til að fimm tegundir
sjófugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum
og nýtingu, þ.á m. eggjatínslu, næstu
fimm árin. Þessar fimm tegundir eru
álka, langvía, stuttnefja, lundi og teista.
Starfshópurinn telur eina helstu orsök
hnignunar stofnanna vera fæðuskort.
Svartfuglar lifa á sandsílum, fiski tegund
sem virðist hafa fært sig til í sjónum
umhverfis landið á síðustu árum. Þetta
er mögulega varanleg afleiðing loftslags-
breytinga, en vonandi tímabundin sveifla
í lífríki hafsins. Telur hópurinn að tíma-
bundið bann við veiðum muni draga úr
fækkun í stofnunum og flýta fyrir endur-
reisn þeirra. Leggur hópurinn jafnframt
til að tíminn verði nýttur til að afla betri
upplýsinga um tegundirnar, rannsaka þær
og vakta, til þess að bæta megi verndun
og sjálfbæra nýtingu þeirra og endurmeta
ástandið þegar friðunartímabilinu lýkur.
Þannig háttar um veiðar á þessum
fimm tegundum, að þær teljast til
hlunnindaveiða í villidýralögunum,
þannig að almenn friðunarákvæði
laganna ná ekki yfir þær. Starfshópurinn
leggur til að þessu ákvæði verði breytt
og umhverfisráðherra geti með nýrri
heimild stýrt veiðunum með reglugerð,
líkt og gildir um aðrar fuglategundir. Slík
lagabreyting er nauðsynleg forsenda þess
að hægt sé að bregðast við erfiðri stöðu
svartfuglategundanna með afgerandi hætti.
Brýnt er að almenningur sé vel upplýstur
um þróun lífríkisins og náttúrunnar allrar.
Þótt skýr lagasetning og öflug vernd séu
mikilvæg tæki til að stuðla að viðgangi
einstakra stofna er jafnframt nauðsynlegt
að samspil manns og náttúrunnar byggi á
ábyrgð og þekkingu.
Tillögur hópsins byggja í meginatriðum
á þeirri grundvallarsýn að náttúran eigi
að njóta vafans, að frekari þekkingar
sé þörf og að stjórnvöldum beri að taka
afstöðu með lífríkinu.
Verndun svartfugla
náttúru-
vernd
svandís
svavarsdóttir
umhverfis-
ráðherra
S
jónin sem blasti við á forsíðumynd Fréttablaðsins í gær
er því miður alltof algeng eftir áramótin. Fleiri kíló af
kössum utan af flugeldatertum skilin eftir á fallegu
útivistarsvæði í Fossvogsdalnum, þar sem fjöldi manns
gengur, hleypur, skíðar og rennir sér á sleða þessa dagana.
Nokkrir dagar eru liðnir frá gamlárskvöldi og sá sem hafði
gaman af að skjóta upp flugeldunum telur það greinilega eiga að
vera verk einhverra annarra að hirða upp eftir sig ruslið. Þó mætti
ætla að sá sem hafði efni á jafnmörgum og stórum skottertum ætti
líka einhverja aura fyrir eldsneyti til að keyra þær sjálfur í Sorpu.
Örn Sigurðsson, skrifstofu-
og sviðsstjóri á umhverfis- og
samgöngu sviði Reykjavíkur-
borgar, sagði í samtali við blaðið
að starfsmenn borgarinnar væru
uppteknir við snjómokstur og
hefðu ekki við að tína upp rusl
eftir gamlárskvöldið nema í
kringum brennur og önnur
vinsæl skotsvæði. Helzt ætti fólk
að tína sjálft upp ruslið. „Það bara stendur upp frá þessu á götu-
hornum og gangstéttum og labbar í burtu,“ segir Örn. „Auðvitað á
fólk ekki að skilja eftir sig sorp eða úrgang á víðavangi.“
Örn bendir á að starfsfólk borgarinnar hafi einnig beðið fólk
um að moka frá sorptunnum í fannferginu að undanförnu til að
auðvelda sorphirðufólki vinnu sína. Það hafi gengið „afskaplega
illa“.
Auðvitað er það rétt hjá Erni að allir sem á annað borð eru full-
hraustir eiga að tína upp eftir sig ruslið eftir gamlárskvöldið og
moka frá sorptunnunum sínum. Letin og hirðuleysið kemur niður
á náunganum; annars vegar þeim sem langar til að njóta fallegs
og snyrtilegs umhverfis og hins vegar þeim sem vinna það erfiða
starf að hirða frá okkur heimilissorpið.
Þetta eru því miður ekki einu dæmin um slíkt á þessum
árstíma. Fréttir hafa verið sagðar af því að bréf- og blaðberar
hafi slasazt af því að fólk hefur ekki hreinsað snjó og hálku frá
inngöngum og bréfalúgum. Og allur sá ótrúlegi fjöldi fólks við
fulla heilsu sem nennir ekki að skafa almennilega af rúðum eða
ljósum á bílunum sínum, þrátt fyrir afleitt skyggni og vetrarfærð,
er eins og tifandi tímasprengjur í umferðinni og líklegri en aðrir
til að valda slysum.
Um helgina er hætta á að til verði nýr haugur af óhirtu rusli
sem fýkur út um borg og bý í næsta roki þegar borgarbúar
fleygja jólatrénu út í skafl og eru kannski búnir að gleyma
að borgarstarfsmenn koma ekki lengur að sækja það vegna
niðurskurðar.
Við megum ekki gleyma að við berum öll ábyrgð á umhverfi
okkar, að það sé snyrtilegt og öruggt. Árstíminn og veðráttan
gera meiri kröfur til okkar en venjulega. Við getum hvorki treyst
á starfsmenn sveitarfélaganna né hirðusama nágranna að vinna
verkin fyrir okkur. Allir eiga að hirða eftir sig ruslið og koma því
sjálfir í gám ef þarf, moka frá heimilinu og skafa af bílnum. Það
er sjálfsögð tillitssemi við samborgarana.
Letin er líka tillitsleysi við samborgarana:
Hirða rusl,
moka og skafa
bætt fyrir brot annars
Akraneskaupstaður hefur ákveðið að
kæra ekki Pál Baldvin Baldvinsson,
gagnrýnanda Fréttatímans, vegna
dóms hans um Sögu Akraness.
Ástæða þess að bæjaryfirvöld sáu
ljósið í þessu máli er hins vegar ansi
sérkennileg. Árni Múli Jónasson
bæjarstjóri segist í yfirlýsingu, sem
birt var í Skessuhorni, ekki nenna að
eyða orku eða fé í málið, þar sem
eftir dóm Páls hafi svo margir virtir
menn farið lofsamlegum orðum
um ritið. Þetta er skrýtið. Ef Árni
telur Pál hafa brotið lög skiptir
varla máli hvað aðrir hafa sagt um
bókina. Þeir bæta varla fyrir hið
meinta brot gagnrýnandans.
Hvað með ávirðingarnar?
Eftir stendur að í dómi Páls var
að finna vel rökstuddar ávirðingar
um ýmislegt sem hann taldi miður
fara í ritun verksins. Snéri sumt að
höfundarrétti. Upp á bæjarstjórann
stendur að svara þeim ávirðingum,
hvað sem öðrum gagnrýnendum
líður.
ekkert eftir
eystein?
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson,
formaður
Framsóknarflokksins,
ritaði áramótagrein,
eins og vera
ber. Hann stiklaði þar á stóru í sögu
flokksins, enda varð hann 95 ára á
síðasta ári. Sigmundur vitnaði í þrjá
forvera sína og fann í ræðum þeirra
orð sem hann gerir að sínum. Þetta
voru þeir Jónas frá Hriflu, Hermann
Jónasson og Eysteinn Jónsson. Þetta
er athyglisvert val. Allir þrír voru hinir
mætustu menn og ekkert að því
að vitna í þá. Eysteinn hætti hins
vegar sem formaður árið 1968 og
síðan hafa sex gegnt stöðunni.
Orð Eysteins frá 1962 hafa hins
vegar meira erindi í dag en orð
eftirmanna hans, að mati
Sigmundar.
kolbeinn@frettabladid.is
Frístundakor t
Tónheimar - Síðumúla 8 - tonheimar@tonheimar.is
Ástvaldur Traustason
skólastjóri Tónheima
Upplýsingar og skráning á tonheimar.is
og í síma 846 8888
Láttu drauminn rætast og lærðu að
spila þín uppáhaldslög eftir eyranu
á píanó, gítar eða ukulele.
Allir aldurshópar, byrjendur sem
lengra komnir.
Tónlistarnám fyrir þig
blús djass sönglögpopp