Fréttablaðið - 05.01.2012, Qupperneq 40
5. janúar 2012 FIMMTUDAGUR28 28
menning@frettabladid.is
Um 20 leikarar koma
að leikritinu Fanný og
Alexander sem verður
frumsýnt á Stóra sviði
Borgar leikhússins á
þrettándanum, næst
komandi föstudag,
í leikstjórn Stefáns
Baldurssonar.
Hin mikla fjölskyldu- og átaka-
saga Fanný og Alexander eftir
Ingmar Bergman verður frumflutt
á Stóra sviði Borgarleikhússins á
föstudaginn kemur, nánar tiltekið
á þrettándanum. Stefán Baldursson
er leikstjóri og höfundur
leikgerðarinnar, sem hann vann
upp úr handriti að sjónvarps-
þáttum Bergmans um systkinin
Fanný og Alexander og fjölskyldu
þeirra. Þættina stytti hann síðan
í kvikmynd árið 1982, en hún var
síðasta kvikmyndaverk Bergmans.
Leikhúsgestir fá að kynnast
systkinunum Fanný og Alexander,
sem alast upp við mikið ástríki
víðsýnnar og litríkrar leikhús-
fjölskyldu. Breytingar verða á
högum þeirra þegar faðir þeirra
deyr og móðir þeirra giftist
biskupnum í bænum. Við það
breytist líf þeirra í martröð.
„Þarna er stillt upp mismunandi
lífs viðhorfum, bæði í uppeldis-
málum og því hvernig fólk kýs
að lifa sínu lífi,“ segir Stefán.
„Ég vona að fólk hafi gaman af
þessu. Þetta er sterk og mögn-
uð saga, heilmikið drama sem
verður spennandi og næstum
því ævintýralegt þegar á líður.
Við höfum sett þetta í búning
ævintýrisins og losum okkur
frá umhverfisraunsæi kvik-
myndarinnar og sjónvarpsins.
Sviðsmyndin er innblásin af
leikhúsinu hans Alexanders, sem
hann fær í gjöf í upphafi verksins.
Leikmyndin er stækkuð mynd af
því. Það má segja að þetta sé heim-
urinn séð með augum Alexanders.“
Ingmar Bergman hefur lengi
verið í uppáhaldi hjá Stefáni, eða
allt frá því að hann horfði á bíó-
myndir hans á unglingsárunum.
„Ég hef alltaf haldið mikið upp á
Ingmar Bergman og hann hefur
verið mér innblástur á marg-
an hátt. Hann kenndi mér meðal
annars í háskólanum, þegar ég var
að læra leikstjórn og leikhúsfræði
í Svíþjóð. Hann var mjög áberandi
á meðan ég var þarna úti, bæði í
kvikmyndum en ekki síður í leik-
húsinu, þar sem hann hefur ekki
síður verið áberandi í Svíþjóð,
þótt hann sé heimsfrægur fyrir
bíómyndirnar.“
Það eru um 30 ár frá því að
sjónvarpsþætt ir Bergmans
um Fanný og Alexander voru
frumfluttir. Það var hins vegar
fyrst í desember árið 2009, sem
verkið var sett upp á sviði, þegar
það var heims frumsýnt í þjóðleik-
húsi Norðmanna. Sú uppfærsla
varð sú vinsælasta í sögu
leikhússins. Síðan hefur verkið
verið sett upp í nokkrum leikhúsum
á Norðurlöndum, en það verður
frumflutt í Svíþjóð í febrúar.
Stór hópur fólks úr ýmsum
áttum kemur að sýningunni.
Þórarinn Eldjárn annaðist
íslenska þýðingu, tónlistarstjórn
er í höndum Jóhanns G. Jóhanns-
sonar, Vytautas Narbutas hannaði
leikmyndina, Þórunn Sigríður
Þorgrímsdóttir búningana og
Björn Bergsteinn Guðmundsson
sér um lýsinguna. Með helstu
hlutverk fara þau Hilmar Guðjóns-
son, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir,
Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir,
Halldóra Geirharðsdóttir, Rúnar
Freyr Gíslason, Kristbjörg Kjeld
og Gunnar Eyjólfsson. Í heild taka
20 leikarar þátt í sýningunni.
holmfridur@frettabladid.is
Fjölskyldu- og átakasaga
frumflutt á þrettándanum
SamSýningu Sigurðar ÞóriS og Sigurðar Örlygssonar í sýningarsölum
Norræna hússins fer að ljúka. Síðasti dagur málverkasýningarinnar, sem ber heitið
Strangir fletir, er á sunnudaginn næstkomandi, 8. janúar.
S.L.Á.T.U.R. samtökin standa
fyrir tónleikum á laugardaginn
klukkan fjögur þar sem hátalarar
verða í aðalhlutverki.
Á dagsskrá tónleikanna
verða ný verk sem eru samin
sérstaklega með ákveðin
hátalaraeintök í huga. Einnig
verða sérstakar samsetningar
hátalara, hljómbreyttir hátalarar
og hátalarar í nýju hlutverki
og samhengi á tónleikunum,
segir í fréttatilkynningu. Þar
eru áhugamenn um nýja tækni,
raftónlist, hljóðlist og nýmæli
sérstaklega hvattir til að mæta.
S.L .Á.T.U.R. eru samtök
tónskálda sem standa reglu-
lega fyrir tónleikum og hátíð-
um. Tónleikarnir verða í sal
Tónverkamiðstöðvar Íslands,
Skúlatúni 2, efstu hæð.
Tónverk fyrir hátalara
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Almanak háskóla Íslands 2012
Þorsteinn Sæmundsson
Konur eiga orðið 2012
Kristín Birgisdóttir ritst.
Maggi mús heldur jól
Bergvin Oddsson
The 13 Yule Lads of Iceland
Brian Pilkington
Þóra - heklbók
Tinna Þórudóttir Þorvaldsd.
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
28.12.11-03.01.12
Almanak Íslenska þjóðvina-
félgasins - Ýmsir höfundar
Ég man þig - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
Happ happ húrra - Unnur
Ólafsdóttir og Erna Sverrisd.
The Yule Lads
Brian Pilkington
1001 Þjóðleið
Jónas Kristjánsson
SamKvæmT BÓKSölU
í EYmUndSSOn Um land allT
Litrík fjöLSkyLda Hér eru þau Kristbjörg Kjeld og Jóhann Sigurðarson í hlutverkum sínum, sem amma og frændi systkinanna
Fannýar og Alexanders. Þau systkinin búa við litskrúðugt og ástríkt fjölskyldulíf, sem skuggi fellur á þegar faðir þeirra deyr.
Mynd/BorgArleiKHúSið
Stefán BaLdurSSon LeikStjóri Sænski kvikmyndaleikstjórinn og leikhúsmaðurinn
ingmar Bergman, höfundur kvikmyndarinnar um Fanný og Alexander, hefur lengi
verið Stefáni innblástur. FréttABlAðið/Anton