Fréttablaðið - 09.01.2012, Side 2

Fréttablaðið - 09.01.2012, Side 2
9. janúar 2012 MÁNUDAGUR2 BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 23. janúar ... 8 mánudagar frá 20-23 Framhald ... 25. janúar ... 8 miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Viltu læra brids? Á námskeiðinu fyrir byrjendur er farið vel yfir leikreglur og undirstöður Standard-sagnkerfisins. Byrjað alveg frá grunni og hægt að mæta ein/einn. • Viltu verða betri spilari? Á framhaldsnámskeiðinu er kafað dýpra í Standard-kerfið og tæknin slípuð í úrspili og vörn. Ekki þarf að koma með makker. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. • Sjá nánar á bridge.is undir ”fræðsla”. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ NÁttúRA Ætla má að langvarandi snjóþekja reki gæsir frá grasblettum og á flakk um götur miðborgar Reykjavíkur segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Stórir gæsahópar hafa mælt göturnar í miðborginni undanfarið. „Líklegast er að þær séu búnar að læra að þær fái mat á ákveðnum stöðum, enda verið langur kafli núna þar sem þær hafa ekki komist í grasið sem er þeirra fæða alla jafna,“ segir Þórólfur. Þá sé spurning hvort þær sæki í hlýjuna frá upphituðum gangstéttum borgarinnar. Hann segir gæsirnar fóðraðar nokkuð víða á höfuðborgarsvæðinu. Borgin gefi þeim í Grasa­ garðinum í Laugardal og í Vatnsmýrinni, en einnig séu borgararnir duglegir við að gefa öndum og gæsum brauð á tjörninni. - bj Telja matarvonina reka gæsirnar á flakk um miðborg Reykjavíkur: Gæsagengin mæla göturnar Á flandri Ekki hafa borist fréttir af því að meira sé um að ekið sé á gæsir á flandri, enda virðast þær vanar bíla­ umferðinni þó ekki séu allar svo snjallar að nýta sér gang­ brautirnar. Fréttablaðið/GVa Viðskipti Skjárinn, sem keypt hefur útvarpsstöðina Kanann, tók ekki yfir félagið utan um útvarpsstöðina heldur keypti út úr því reksturinn – tæki, hljóðver, vörumerki og lagalista – auk þess að kaupa tíðnina á uppboði. Einar Bárðarson, sem rak Kanann og verður áfram yfir stöðinni hjá Skjánum, segir að gamla félagið, Skeifan 7 eignarhald, standi þó ekki eftir sem tóm skel með skuldum. „Það er bara félag sem heldur áfram í rekstri, til dæmis tónleika­ haldi,“ segir Einar. „Það er reyndar ekki umfangs mikið – tekur ekki mikið af mínum tíma – en þetta eru stór verk efni og þau verða áfram inni í þessu fé lagi.“ Friðrik Friðriksson, for stjóri Skjásins, segir það aldrei hafa komið til greina að taka yfir rekstur félagsins og staða þess aldrei könnuð með það fyrir augum. „Það kom aldrei til á lita, enda held ég að Einar sé með ó skyldan rekstur þarna inni. Þetta fé lag hefði bara flækst fyrir okkur.“ Einar segir allt starfsfólk Kanans – mest megnis verktaka – flytjast yfir til Skjásins við breytinguna. „Við borguðum öllu starfs fólki út síðasta starfandi mánuðinn og síðan færast bara allir yfir,“ segir hann. „Þetta eru engir þjóðar flutningar. Þetta eru tíu stöðu gildi í það heila.“ Í fyrravor færði Einar rekstur Kanans úr félaginu ÚÍ ehf. yfir í Skeifuna 7 eignar hald. Við það til­ efni sendi hann frá sér yfir lýsingu þar sem hann sagði á stæðuna vera óbil girni Lands bankans. Hann hefði verið í við skiptum við Spari sjóðinn í Kefla vík, sem hefði sýnt Kananum mikinn vel vilja, en eftir að Lands­ bankinn tók SpKef yfir hefði yfirdráttar lán ekki fengist fram­ lengt og félagið þannig verið gert órekstrar hæft á einni nóttu. Einar kvaðst á þeim tíma íhuga málsókn gegn Landsbankanum vegna þessa. ÚÍ er nú komið í gjaldþrota­ meðferð. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2009 skuldaði félagið þá ríflega 30 milljónir og átti eignir sem metnar voru á um 20 milljónir. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins munu kröfur í þrotabúið verða meiri en 30 milljónir en litlum eignum vera til að dreifa. Skiptastjóri félagsins, Jón Ármann Guðjónsson, segir að kröfu­ lýsingarfrestur renni út á allra næstu dögum og skiptafundur verði 25. janúar. „Félagið var orðið fjár vana undir síðasta vor. Þá var gerður samn­ ingur um að selja ákveðinn rekstur og það er bara verið að skoða þann samning,“ segir hann. „Það sem skiptastjóri skoðar er hvort eðlilegt verð var á honum og greiðslurnar eðlilegar. Ef kröfu­ hafar telja að þetta sé óeðlilegt með einhverjum hætti þá verður látið reyna á það í riftunarmáli en það er algjörlega óafgreitt og verður bara að koma í ljós,“ segir hann. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins hafa kröfu hafar haft sam­ band við skipta stjóra, gert athuga­ semdir við ráðstöfun eigna og telja á sér brotið. stigur@frettabladid.is Þriðja félagið rekur Kanann síðan 2009 Skjárinn keypti rekstur Kanans út úr félaginu utan um stöðina. Einar Bárðarson segir félagið munu starfa áfram að tónleikahaldi. Skiptastjóri fyrsta félagsins utan um Kanann skoðar hvort krefjast skuli riftunar á sölu frá því í fyrravor. Kaninn Einar bárðarson, annar frá vinstri, færði Kanann úr einu félagi í annað í fyrravor. Sá gerningur er nú til skoðunar hjá skiptastjóra. Fréttablaðið/GVa Ef kröfuhafar telja að þetta sé óeðlilegt með einhverjum hætti þá verður látið reyna á það í rift- unarmáli en það er algjörlega óafgreitt ... jón Ármann guðjónsson SKiptaStjóri sýRlAND Leiðtogar Arababandalagsins krefjast þess að stjórnvöld í Sýrlandi bindi enda á ofbeldið í landinu strax. Þetta voru niðurstöður fundar bandalagsins í Kaíró í Egyptalandi í gær. Fulltrúar Arababandalagsins hafa fylgst með gangi mála í Sýrlandi undanfarið og var fundurinn í gær til þess að fara yfir stöðu mála. Aðgerðir bandalagsins hafa verið gagnrýndar fyrir að vera máttlitlar og áhrifalitlar. Ráðherrar ríkjanna samþykktu ekki tillögu frá Katar um að fá sérfræðinga frá Sameinuðu þjóðunum til að aðstoða við eftirlitið í Sýrlandi. Arababandalagið mun hittast á nýjan leik og fara yfir gang mála í lok mánaðarins. Fréttir hafa borist af því að minnst tuttugu hafi látið lífið í Sýrlandi í gær, þar af ellefu hermenn. Þá eru fleiri en hundrað manns sagðir hafa látist undanfarna þrjá daga, þó erfitt sé að staðfesta það vegna þess að erlendir fjölmiðlar fá ekki að starfa í landinu. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 5000 óbreyttir borgarar hafi látist síðan uppreisnin gegn Bashar al­Assad forseta hófst fyrir tíu mánuðum síðan. - þeb Arababandalagið fundaði um ástandið en hundrað eru taldir látnir: Vilja ekki aðstoð SÞ í Sýrlandi fundað í Kaíró leiðtogar ríkja innan arababandalagsins funduðu um málefni Sýrlands í Egyptalandi í gær, en komust að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að hleypa sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna inn í landið. Fréttablaðið/ap kAUpMANNAhöfN, Ap Danski sjó­ herinn stöðvaði sjó ræningja­ skip undan ströndum Afríku og frelsaði 14 gísla sem voru í haldi ræningjanna. Það var danska varðskipið HDMS Absalon sem náði að yfir­ buga sjóræningjana eftir nokkra eftirför. Danirnir handtóku 25 sjóræningja sem voru um borð og frelsaði fjórtán gísla. Líklega var um sjómenn frá Pakistan og Íran að ræða sem höfðu verið í haldi ræningjanna í tvo mánuði. - áp Átök við Sómalíu: Danir frelsa fjórtán gísla eVRópA, Ap Mikil snjókoma hefur verið í austur hluta Sviss og vestur hluta Austur ríkis undan­ farna daga en snjó þyngslin hafa meðal annars sett lestar­ samgöngur í landinu úr skorðum. Búið er að loka helstu járnbrautarleiðum í Ölpunum með þeim afleiðingum að bæir og helstu ferðamannastaðir voru einangraðir í gær. Yfirvöld í Sviss hafa varað við snjóflóðahættu næstu daga en því er spáð að snjókomunni linni í dag. - áp Snjóþyngsli í Ölpunum Mikil hætta á snjóflóðum miKil snjóKoma óvenju snjóþungt hefur verið undanfarna daga í Sviss og austurríki. Róbert, fiska ekki bara þeir sem róa? „jú, og erum við ekki öll á sama báti?“ róbert Hlöðversson er bæjarfulltrúi í Hveragerði. bæjarráðið þar kveðst ekki sætta sig við að sjávarbyggðir fái hærri hluta en önnur sveitarfélög af veiðigjaldi í fiskveiðilögsögunni. ZiMbAbwe Erin Laung Worth, áströlsk kona lenti í kröppum dansi er teygjan slitnaði í miðju teygjustökki með þeim afleið- ingum að hún féll 110 metra ofan í straumharða á. Atvikið átti sér stað nærri Viktoríufossunum við ánna Zambezi. Laung Worth náði að synda að árbakkanum þar sem björgunarmenn tóku á móti henni. „Mér leið eins og ég hefði verið lamin,“ sagði Laung Worth við fjölmiðla en það þykir krafta- verki líkast að hún hafi lifað slysið af. Hún liggur nú á spítala í Suður-Afríku með minniháttar áverka. - áp Teygjan slitnaði í teygjustökki Ung stúlka féll 110 metra fólk Talsverður fjöldi fólks mætti til blysfarar í kringum Grænavatn í Krýsuvík í gær. Blysförin var farin í tilefni þess að hundrað ár voru í gær liðin frá fæðingardegi Sigurðar Þórarins- sonar jarðfræðings. Nokkur félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, nátt- úruvernd og útiveru efndu til blysfararinnar. Með henni vildu þau heiðra frumkvæði Sigurðar í náttúruverndarmálum en hann hélt tímamótaerindi árið 1949 þar sem hann hvatti til þess að sett yrði náttúruverndarlöggjöf hér á landi. - þeb Blysför til minningar: Gengu blys- för í kringum Grænavatn gengið við grænavatn Gengið var með kyndla og blys kringum Grænavatn í gær til að minnast Sigurðar. Fréttablaðið/anton VeRslUN Kristján B. Jónasson, for maður Félags ís lenskra bóka­ útgefenda, segir þá hafa áhyggjur af því hver eignast Pennann sem Arion banki selur nú í gegn um félagið Eigna bjarg. Kristján segir nærri helminga tekna bóka­ útgefenda stafa frá Pennanum. „Því er það mikið áhyggju efni fyrir alla sem starfa við að gefa út bækur; rit höfunda, bóka út­ gefendur, prentara og dreifingar­ aðila, hvernig sölu ferli Eignabjargs ehf. á Pennanum á Íslandi lyktar,“ skrifar Kristján á bloggi sínu. - gar Bókaútgefendur áhyggjufullir: Ekki sama hver kaupir Pennann spurning dagsins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.