Fréttablaðið - 01.02.2012, Side 10

Fréttablaðið - 01.02.2012, Side 10
1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR10 JANÚARTILBOÐ 40x40 cm Verð áður 250 kr. 187 KR. TILBOÐSVERÐ 1 stk. ÖRTREFJAKLÚTAR BLÁIR, BLEIKIR OG GULIR Stórhöfða 42, Reykjavík Austursíðu 2, Akureyri 587 7788 papco.is Góð þjónusta SPRENGJA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR LITIÐ GRAFALVARLEGUM AUGUM Lögregla hafði gríðarlegan viðbúnað á staðnum, og sagði Stefán Eiríksson það til marks um alvarleika málsins. Á þriðja tug lögreglu- manna voru á vettvangi þegar mest lét. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPRENGJAN GRANDSKOÐUÐ Lögreglumenn skoðuðu leifarnar af sprengjunni eftir að búið var að ganga úr skugga um að engin hætta væri á ferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EKKERT GRÍN Lögregla telur að ekkert grín hafi verið á ferðum á Hverfisgötunni. Sprengjusveitir notuðust við fjarstýrt vélmenni til að kanna vettvanginn og skjóta sprengju að því sem fyrir var á götunni áður en maður íklæddur hlífðarbúnaði var sendur á staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Sprengja sprakk nærri Stjórnarráðshúsinu eldsnemma í gærmorgun. Sprengjumannsins er leitað. Gríðarlegur viðbúnaður var á vettvangi fram að hádegi. Sprengjusveitir lögreglu og Landhelgisgæslunnar voru kall- aðar að Hverfisgötu í gærmorg- un eftir að sprengja sprakk þar á sjöunda tímanum. Lögregla lokaði Hverfisgötu frá Lækjargötu upp að Ingólfs- stræti og rýmdi tvö hús: Hverfis- götu 4, þar sem eru meðal ann- ars skrifstofur Ríkissaksóknara, Ríkislögmanns og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, og Hverfisgötu 4A, bakhús með skrifstofum á vegum forsætisráðuneytisins. Enginn hafði verið handtekinn vegna málsins í gær en mikið kapp var lagt á að finna þann eða þá sem voru að verki. Lögregla lýsir eftir vitnum að atburðinum. Vitni sem ræddi við frétta- stofu RÚV í gær kvaðst hafa heyrt tvær öflugar sprenging- ar um klukkan 6.40 um morgun- inn og séð lágvaxinn, feitlaginn mann á miðjum aldri hlaupa af vettvangi og aka á brott á litlum, hvítum sendiferðabíl. Vitnið hafði samband við lögreglu. Starfsmaður í Stjórnarráðs- húsinu varð einnig var við sprengingu en áttaði sig illa á hvaðan hljóðið barst. Fljótlega hafði svæðið verið girt af en lög- reglumenn héldu sig þó lengst af í nokkurri fjarlægð frá sprengj- unni og skýldu sér jafnvel á bak við bíla. Um klukkan tíu óku liðsmenn sprengjusveitar fjarstýrðu vél- menni að leifum sprengjunnar, sem lágu fyrir utan inngang- inn að Hverfisgötu 4. Vélmennið er útbúið myndavél sem sendi myndir af sprengjuleifunum inn í nærstaddan bíl, þaðan sem vél- menninu var stjórnað. Klukkan hálfellefu skaut vélmennið lítilli sprengju að því sem fyrir var á gangstéttinni svo kvað við. Skömmu síðar fór liðsmaður sprengjusveitarinnar, íklædd- ur miklum hlífðarbúnaði, að sprengjunni, lagðist yfir hana og skoðaði gaumgæfilega til að ganga úr skugga um að af henni stafaði ekki lengur hætta. Um hálftólf var aðgerðum lokið og aðrir lögreglumenn fikruðu sig loks nær staðnum þar sem sprengjan hafði sprungið. Meðan á öllu þessu stóð sat ríkisstjórnin á fundi í Stjórnar- ráðshúsinu spölkorn frá. Stefán Eiríksson lögreglustjóri gekk á fundinn á ellefta tímanum til að skýra frá því sem á gekk en ekki þótti ástæða til að rýma húsið. Stefán Eiríksson lögreglustjóri ræddi við fjölmiðlamenn á vett- vangi þegar aðgerðum þar var að ljúka en vildi lítið gefa uppi. „Þetta var alvöru. Þetta voru ekki strákar að leika sér með flugelda,“ sagði hann. Sprengjan er talin hafa verið samsett úr brúsa af bensíni, hvellhettu af einhverju tagi og jafnvel rafgeymi, Í tilkynningu frá lögreglunni vegna málsins segir að sprengj- an hafi ekki verið öflug og hafi ekki valdið skaða en hætta hafi þó verið á ferðum í nánasta umhverfi. Þá sé ljóst að kunnáttu hafi þurft til að útbúa hana. Lögregla hefur í sínum fórum upptökur úr öryggismyndavélum, en ein þeirra snýr að staðnum þar sem sprengjan sprakk. Byggingar rýmdar vegna sprengju í miðborginni Þetta var alvöru. Þetta voru ekki strákar að leika sér með flugelda. STEFÁN EIRÍKSSON LÖGREGLUSTJÓRI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.