Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 8
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR8
1. Hvað hlaut Mugison mörg
verðlaun við afhendingu Íslensku
tónlistarverðlaunanna?
2. Hvað þurftu olíufélögin þrjú
að borga háa sekt vegna samráðs
áranna 1993 til og með 2001?
3. Hvað hafa margir gefið kost á
sér í biskupskjöri Þjóðkirkjunnar?
SVÖRIN
1. Fimm. 2. Ríflega 1,5 milljarða króna.
3. Átta.
ALÞINGI Tillögu Bjarna Benedikts-
sonar, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, um að Alþingi afturkalli
ákæru á hendur Geir H. Haarde,
var vísað frá í gær. Nokkuð örugg-
ur meirihluti var fyrir því; 33
þingmenn greiddu atkvæði með
frávísun, en 27 gegn. Þá voru tveir
þingmenn fjarverandi og einn sat
hjá.
Bjarni lagði tillögu sína fram
16. desember og vildi þá fá hana
strax á dagskrá. Samkomulag varð
um að hún yrði tekin á dagskrá 20.
janúar. Við umræður kom fram til-
laga til frávísunar, sem Magnús
Orri Schram, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, mælti fyrir. Hún var
felld með 29 atkvæðum gegn 31 og
tillögunni var vísað til stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar.
Eftir fjölmarga fundi með fjölda
sérfræðinga afgreiddi nefndin
málið til seinni umræðu á þriðju-
dag. Meirihluti nefndarinnar taldi
þingið mega hlutast til um málið,
en um það höfðu staðið nokkrar
deilur. Ekkert hefði þó komið fram
sem réttlætti slíka íhlutun og því
lagði nefndin til frávísun, sem var
samþykkt.
Vitnaleiðslur í máli Geirs H.
Haarde fara fram á mánudag.
Bjarni Benediktsson segist von-
svikinn yfir að málið hafi ekki
fengið efnislega meðferð.
„Ég tel að rökstuðningurinn
fyrir því að vísa málinu frá og
taka það af dagskrá hafi verið í
algjöru skötulíki og ekkert annað
en pólitískir hagsmunir hafi búið
að baki þeirri niðurstöðu.
Það blasir við öllum sem fylgst
hafa með umræðunni um þetta
mál að ekki er til staðar á Alþingi,
sem fer með ákæruvaldið, sú
meirihlutaskoðun að hinn ákærði
sé sekur. Ef menn koma ekki auga
á það grundvallaratriði þá erum
við illa stödd.“ kolbeinn@frettabladid.is
Geir fer fyrir
Landsdóm
Öruggur meirihluti var fyrir frávísun á tillögu um að
afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrum
forsætisráðherra. Vitnaleiðslur hefjast eftir helgi.
VONSVIKNIR Stuðningsmenn tillögunnar um að afturkalla ákæru á hendur Geir H.
Haarde voru vonsviknir yfir afgreiðslu Alþingis. Bjarni Benediktsson segir að með
klækjabrögðum hafi menn komið sér hjá því að leiða efnislega afstöðu þingsins
fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Já 33 atkvæði
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðs-
son, Birgitta Jónsdóttir, Björn Valur
Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guð-
bjartur Hannesson, Guðmundur Stein-
grímsson, Helgi Hjörvar, Höskuldur
Þórhallsson, Jóhanna Sigurðardóttir,
Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín
Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir,
Lilja Mósesdóttir, Lúðvík Geirsson,
Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri
Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður
Árnason, Oddný G. Harðardóttir,
Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall,
Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir,
Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfús-
son, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður
Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór
Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður
Backman
Nei 27 atkvæði
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn
Óttarsson, Ásmundur Einar Daða-
son, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir
Ármannsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni
Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guð-
laugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi
Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Jón
Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján
Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H.
Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi
Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson,
Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K.
Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson,
Össur Skarphéðinsson
Greiddi ekki atkvæði: Árni Páll Árnason | Fjarverandi: Björgvin G. Sigurðsson
og Kristján L. Möller
Svona féllu atkvæðin
Sölustaðir:
Ellingsen Reykjavík/Akureyri
Útilíf Holtagörðum Reykjavík
Baldvin og Þorvaldur Selfossi
Framleitt í Þýskalandi
Smiðsbúð 6 Garðabæ sími 564 5040
www.hirzlan.com
VATNSHELDAR TÖSKUR OG SJÓPOKAR
margar gerðir, stærðir og litir
SVÍÞJÓÐ Prestur og þrír aðrir hafa
verið ákærðir fyrir að reka illa
anda út úr 12 ára stúlku í Svíþjóð.
Faðir stúlkunnar og stjúpmóðir
héldu að hún væri andsetin norn
og leituðu til særingamanna í
bæði Borås og Malmö.
Stúlkan var brennd með glóð-
heitum hnífi og látin svelta.
Þegar það dugði ekki að mati for-
eldranna var hún í apríl 2010 læst
inni í safnaðarheimili í viku. Hún
kveðst hafa verið þvinguð til að
biðjast fyrir í nokkrar klukku-
stundir að næturlagi og smurð
með olíu og látin drekka hana.
Hún viðurkenndi galdra eftir að
höfði hennar hafði verið slegið
ítrekað í gólfið. Stúlkan er nú á
fósturheimili.
- ibs
Fjórir ákærðir fyrir særingar:
Stúlka pyntuð
þar til hún ját-
aði á sig galdra
FJÖMIÐLAR Fjölvarp Stöðvar 2 er nú aðgengilegt á
myndlyklum Símans, en forstjórar 365 miðla og
Símans undirrituðu samkomulag þess efnis í gær.
Hingað til hefur fjölvarpið verið undanskilið í dreif-
ingu á efni 365 miðla hjá Símanum.
Ari Edwald forstjóri 365 miðla sagði við undir-
ritunina að samningurinn markaði tímamót. Nú sé
loksins hægt að þjóna þeim sem nota dreifikerfi
Símans um alla sjónvarpsþjónustu sem 365 miðlar
bjóði upp á. Hann sagði fyrirtækið hafa fundið fyrir
miklum áhuga og eftirspurn eftir fjölvarpinu.
Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans fagnaði
því einnig að vöruframboð á dreifikerfi Símans hafi
aukist við samninginn. Hingað til hefur Stöð 2, Stöð
2 extra og bíó auk Sportstöðva Stöðvar 2 verið dreift
um kerfi Símans. Fjölvarpið inniheldur 50 erlendar
sjónvarpsstöðvar og segja Ari og Sævar því úrvalið
hafa aukist mjög. - þeb
Forstjórar Símans og 365 miðla skrifuðu undir samning um dreifingu í gær:
Fjölvarpið á myndlykla Símans
SKRIFAÐ UNDIR Forstjórar fyrirtækjanna skrifuðu undir
samninginn í verslun Símans í Kringlunni í gær.
SPÁNN Bæjaryfirvöld í Rasquera
á Spáni hafa ákveðið að rækta og
selja maríjúana til þess að reyna
að komast út úr efnahagskrepp-
unni. Bæjarbúar, sem eru 900
talsins, eiga samkvæmt áætlun
bæjaryfirvalda að leigja bænum
jarðir til ræktunar. Koma á fíkni-
efninu á markað í Barcelona.
Spænska stjórnin hyggst ekki
leyfa þessa nýjung í atvinnusköp-
un. Leyfilegt er að reykja marí-
júana. Það er hins vegar ólöglegt
að rækta það í því skyni að selja
það. - ibs
Atvinnusköpun á Spáni:
Vilja rækta og
selja maríjúana
DÓMSMÁL Pétur Gunnlaugsson,
fulltrúi í stjórnlagaráði og þátta-
gerðarmaður á Útvarpi Sögu,
hefur stefnt ritstjóra og útgáfufé-
lagi Viðskiptablaðsins fyrir dóm
vegna meiðyrða. Pétur krefst
tveggja milljóna króna í miska-
bætur og að ritstjóranum Björvini
Guðmundssyni verði refsað.
Tilefnið er skrif sem birtust
í dálkinum Huginn og Muninn
í Viðskiptablaðinu í maí í fyrra.
Þar sagði að Pétri hefði mislíkað
svo mjög orð þingmannsins Björns
Vals Gíslasonar, sem var gestur í
þætti hans, að hann hefði veist að
honum.
„Þetta var röng frétt – lygi,“
segir Pétur um málið. „Það kom
sér ekki vel að vera talinn ofbeld-
ismaður,“ segir hann, og vísar
til þess að hann hafi þá setið í
stjórnlagaráði og stýrt vinsælum
útvarpsþætti. Ummælin hafi getað
skaðað orðspor hans og fælt fólk
frá því að koma sem gestir í þátt-
inn. Leiðréttingu blaðsins telur
hann ekki fullnægjandi. - sh
Pétri á Útvarpi Sögu er umhugað um orðsporið:
Í meiðyrðamál vegna
orða um áflog í beinni
PÉTUR
GUNNLAUGSSON
BJÖRGVIN
GUÐMUNDSSON
VEISTU SVARIÐ?