Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 02.03.2012, Qupperneq 10
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR10 ÍRAN Stjórnarandstaðan í Íran á fyrirfram litla möguleika í þing- kosningunum, sem haldnar verða í dag. Tveir helstu leiðtogar hennar hafa því hvatt landsmenn til þess að taka ekki þátt í kosningunum. Þetta eru þeir Hussein Mússaví og Mahdi Karrubi, sem buðu sig fram gegn Mahmoud Ahmadinejad forseta í forsetakosningum fyrir þremur árum. Fjölmenn mótmæli brutust út í kjölfar þeirra kosn- inga gegn Ahmadinejads, sem var sakaður um að hafa látið hagræða úrslitum kosninganna. Þau mótmæli voru barin niður og þeir Mússaví og Karrubi eru báðir enn í stofufangelsi. Þeir þurftu því að koma skilaboðum sínum til kjósenda um að sitja heima á framfæri í gegnum milli- göngumenn. Stjórnvöld óttast að svipuð mót- mæli geti brotist út í kjölfar þing- kosninganna í dag. Meðal ann- ars þess vegna hefur aðgangur almennings að internetinu verið takmarkaður verulega og strangt aðhald haft með fjölmiðlum. Þeim stjórnarandstæðingum, sem ætluðu að bjóða sig fram, hefur auk þess verið meinað að gera það. Af tæplega 5.900 manns sem upphaflega hugðust bjóða sig fram eru nú 3.444 í kjöri, eða rúmlega tveir þriðju upphaflegra frambjóðenda. Kosningabaráttan hefur því einkum snúist um innbyrðis átök tveggja meginfylkinga núver- andi ráðamanna landsins. Ann- ars vegar eru þar á ferðinni Mah- moud Ahmadinejad forseti og fylgismenn hans, einkum starfs- mannastjóri forsetaskrifstofunnar, Rahim Mashaie, en hins vegar Ali Khameini erkiklerkur og mestöll klerkastéttin. Þótt Ahmadinejad sé forseti landsins þá er það klerkastéttin sem í reynd hefur síðasta orðið um flest stærri þjóðmálin. Henni er uppsigað við Ahmadinejad og Mashaie að því er virðist fyrir þá sök að þeir hafa stundum látið þjóðernissjónarmið ráða ferðinni frekar en trúarleg sjónarmið, sem birtist meðal annars í nokk- uð reglulegum belgingi Ahmadin- ejads gagnvart Vesturlöndum. Klerkastéttinni virðist mikið í mun að áhrif Ahmadinejads minnki í þingkosningunum, og beitir áhrifum sínum á fjölmiðla og netmiðla ekki síður til að tak- marka möguleika Ahmadinejads í kosningunum. Almennt virðist því mega búast við því að klerkastétt- in treysti völd sín í kosningunum á kostnað forsetans, en stjórnarand- staðan fái lítið að gert. gudsteinn@frettabladid.is Klerkastéttin gegn forseta Íranar ganga að kjörborðinu í dag. Tvær fylkingar keppa um völdin en stjórnarandstaðan fær ekki að vera með. Allt varð brjálað eftir kosningarnar fyrir þremur árum vegna ásakana um kosningasvik. KOSNINGAR Í AÐSIGI Kosningaspjöld hafa verið áberandi víða í borgum Írans, þótt aðgangur að upplýsingum í fjölmiðlum og á netinu hafi verið takmarkaður. NORDICPHOTOS/AFP SÖNGVARA BREYTT Í KARFA Tenórsöngvarinn Florian Simson var gjörbreyttur eftir að förðunarmeist- arar höfðu farið höndum um hann á förðunarsýningu í Düsseldorf. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Kínverskir ferðamenn geta nú notað greiðslukort á Íslandi. Samningar þess efnis tók- ust nýlega á milli Borgunar hf. og kínverska kreditkortarisans Union Pay sem er eitt stærsta kredit- kortafyrirtæki heims. Kínversk- ir ferðamenn þurftu áður að nota peninga. Markaðsrannsóknir sýna að kín- verskir ferðamenn eyða að meðal- tali meiri peningum en aðrir ferða- menn. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað hratt hér á landi. Búist er við það haldi áfram á næstu árum. Haukur Oddsson, forstjóri Borg- unar hf., telur að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir íslenska ferðaþjón- ustu. ,,Þeir Kínverjar sem hingað koma virðast vera vel efnaðir,“ segir Haukur. Einungis fáein ár eru síðan nokkrir tugir kínverskra ferðamanna komu til Íslands en árið 2010 voru þeir í kringum 5000. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðlegu ferðamálastofnun- inn (UNWTO) er búist við því að fjöldi kínverskra ferðamanna til Evrópu muni fjórfaldast til árs- ins 2020. Að sögn Hauks er mikill áhugi á Íslandi á meðal Kínverja og fastlega er búist við því að aukn- ing ferðamanna frá Kína haldist í hendur við þróunina í Evrópu. Greiðslukortið sem um ræðir heiti Union Pay og er mest not- aða greiðslukortið í Kína. Um 2,2 milljarðar manna notast við það í 16 löndum í Asíu. - vgu Borgun semur við kínverskan greiðslukortarisa: Kínverskir ferðamenn geta greitt með korti DANMÖRK Lögreglan á Austur-Jót- landi handsamaði í fyrrakvöld flóttafangann Michael Christian- sen í nágrenni Randers. Christiansen hafði verið leitað í fimm mánuði, en hann slapp úr varðhaldi eftir að hafa verið handtekinn fyrir að hafa eitur- lyf undir höndum. Christansen staldraði ekki lengi við í varð- haldinu því hann fór út um glugga á þriðju hæð fangelsisins. Hann fikraði sig síðan niður hús- vegginn og lagði á flótta. Hann hlaut í kjölfarið viðurnefnið köngulóarmaðurinn í dönskum fjölmiðlum. Christiansen, sem er heljarmenni að burðum, veitti mikla mótspyrnu og barði meðal annars lögreglumann með skóflu, en mátti ekki við margnum. - þj Lögreglan í Randers: Handsömuðu loks „könguló- armanninn“ STJÓRNMÁL Þingmenn gera athuga- semdir við að fjármálafyrirtæki sendi út greiðsluseðla líkt og ófall- inn sé nýlegur dómur Hæstaréttar um gengislán. Efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis fundaði á miðvikudagskvöld um viðbrögð fjármálafyrirtækja. „Til okkar kom fulltrúi Samtaka fjármálafyrirtækja og nefndar- menn lögðu áherslu á við hann að fyrirtækin gættu fyllstu varúðar í þessu máli. Ég geri svo ráð fyrir að samtökin komi áhyggjum okkar á framfæri við sín aðildarfyrir- tæki,“ segir Helgi Hjörvar, for- maður nefndarinnar, og bætir við að nefndin hafi einnig fundað með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins sem hyggist skoða viðbrögðin. Helgi og Guðlaugur Þór Þórð- arson þingmaður gerðu viðbrögð fjármálafyrirtækja við dómnum að umtalsefni á þingi á miðviku- dag. Sagði Guðlaugur að komið hefði fram að það væri almenn regla hjá fyrirtækjunum að senda út greiðsluseðla eins og enginn dómur hefði fallið meðan vinnu við endurreikning lánanna væri ólok- ið. Bentu þingmennirnir báðir á að þessi háttur fyrirtækjanna gæti valdið því að skuldarar ofgreiði af lánum sínum. Þá ættu skuldarar fjárhæð inni hjá fjármálastofnun- unum en í sumum tilvikum er um þrotabú að ræða. Í þeim tilvikum yrði slík inneign að almennri kröfu í búið sem ekki er víst að fengist endurgreidd. Þar með gætu skuld- arar hlotið skaða af. Þá sagði Helgi að sýslumanns- embættin í Reykjavík og í Kópa- vogi hefðu stöðvað aðgerðir sem beindust að ólögmætum gengis- lánum. Mikilvægt væri að sýslu- mannsembætti um allt land tækju upp sama verklag. - mþl Endurútreikningi lána í kjölfar gengislánadóms Hæstaréttar er ólokið og greiðsluseðlar eru óbreyttir: Þingmenn ósáttir við viðbrögð fjármálafyrirtækja HELGI HJÖRVAR GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON er fjöldi fram- bjóð- enda í kosningunum í dag. Upphaflega hugðust 5.900 manns bjóða sig fram. 3.444
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.