Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 12

Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 12
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR12 Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) kærði í gær Gunn- ar Þ. Andersen til lögreglu fyrir meint brot í starfi. Gunnari er gefið að sök að hafa aflað sér upplýsinga úr bankakerfinu með ólögmæt- um hætti. Gunnari var sagt upp störfum í gær en hann þvertekur fyrir að nokkuð sé hæft í ávirðingum FME í sinn garð. Stjórn FME boðaði til blaðamanna- fundar í gærmorgun með skömm- um fyrirvara til að tilkynna um þá ákvörðun sína að Gunnari Þ. Ander- sen hafi verið sagt upp störfum sem forstjóra FME. Ástæða uppsagnar- innar var samkvæmt yfirlýsingu stjórnar að vegna fortíðar hans sem framkvæmdastjóra Lands- bankans teldist hann ekki hæfur til að gegna starfinu. Stjórn FME til- kynnti Gunnari um ákvörðun sína um morguninn og gerði honum að hætta þegar í stað. Unnur Gunnarsdóttir, yfirlög- fræðingur Fjármálaeftirlitsins, hefur tekið við forstjórastarfinu tímabundið sem verður auglýst til umsóknar síðar. Kærður til lögreglu Á fundinum var jafnframt greint frá því að á miðvikudag hafi stjórn FME borist ábendingar um að Gunnar kynni að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýs- inga úr bankakerfinu með ólögmæt- um hætti. Stjórnin hafi kært málið til lögreglu. Kom fram að Aðalsteini Leifssyni, stjórnarformanni FME, bárust upp- lýsingarnar um meint brot Gunn- ars. „Síðdegis í gær fengum við upp- lýsingarnar með þeim hætti að við áttum engan annan kost en að kæra málið til lögreglu,“ sagði Aðalsteinn sem vísaði frá sér öllum spurning- um blaða- og fréttamanna um kæru- málið. „Það væri fullkomlega óeðli- legt að ég færi nánar út í efnisatriði þess máls.“ Kæra stjórnar FME vegna meints brots hans í starfi og ákvörðun um að vísa Gunnari úr starfi eru tvö óskyld mál, að sögn Aðalsteins. „Hins vegar styður málið þá ákvörð- un sem við höfðum komist að áður,“ sagði Aðalsteinn sem afhenti upp- sagnarbréfið persónulega á heimili Gunnars áður en vinnudagur hófst hjá FME í gær. Guðlaugur Þór Fréttablaðið hefur fengið staðfest að upplýsingarnar sem meint brot Gunnars varða snúa að fjármálum Guðlaugs Þ. Þórðarsonar alþingis- manns. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Guðlaug í gær vegna málsins hafði hann ekki upplýsing- ar um hvaða gögn sé um að ræða. Fréttablaðið hefur hins vegar fengið það staðfest að starfsmaður Landsbankans hafi tekið saman gögn um einkahagi Guðlaugs stuttu fyrir orð Gunnars. Starfsmanninum hefur verið sagt upp störfum. Gögn- in urðu tilefni umfjöllunar DV á miðvikudag um sölu Guðlaugs Þórs á umboði fyrir trygginga miðlun svissneska tryggingafélagsins Swiss Life, sem hann seldi til Lands- bankans á sínum tíma. Í umfjöllun kemur meðal annars fram að blaðið hafi reikningsyfirlit Guðlaugs undir höndum. Lögmaður sendir tilkynningu Lögmaður Gunnars, Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður, fullyrðir hins vegar í fréttatilkynningu sem barst fjölmiðlum síðla dags í gær að „gögn frá Landsbankanum um umræddan stjórnmálamann hefur umbjóðandi minn aldrei séð þrátt fyrir fullyrð- ingar fjölmiðla nú í dag um hið gagn- stæða“. Í fréttatilkynningunni kemur fram að Gunnar lýsi sig „fullkom- lega saklausan af öllum sakar- giftum, jafnvel þótt hann hafi af því bitra reynslu í samskiptum við stjórn FME, en stjórnin hefur beitt ótrúlegum útúrsnúningum og ítrek- að lýst því opinberlega yfir að þessi staðfasta afstaða Gunnars til rangs sakburðar sé sérstök sönnun um sekt hans en ekki sakleysi!“ Í fréttatilkynningunni kemur fram að í uppsagnarbréfi Gunnars komi fram að stjórn FME vitnar í bréf frá Landsbankanum varðandi málið sem kært hefur verið til lög- reglu. „Upplýsingar sem fram koma i téðu bréfi bankans eru sagðar á meðal nokkurra nýrra brottrekstrar- ástæðna umbjóðanda míns,“ segir í bréfi Skúla. Ástæða uppsagnar forstjórans Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum veitti Gunnar tveimur aflandsfélögum forstöðu á vegum Landsbankans þegar hann starfaði þar sem framkvæmdastjóri. Það er mat stjórnar FME að hann hafi tekið þátt í því að „veita FME vill- andi eða beinlínis rangar upplýs- ingar um tilvist félaganna“, eins og segir í yfirlýsingu stjórnar frá því í gær. Aflandsfélögin tvö báru nöfn- in NBI Holdings Ltd. og LB Holding Ltd. og voru sett á fót, að sögn Aðal- steins, til að fara með eignarhald í félögum svo það kæmi ekki fram í efnahagsreikningi Landsbankans og hafa þannig áhrif á eiginfjárstöðu bankans. „Þessi viðskiptaflétta hefði aldrei gengið upp ef Fjármálaeftir- litið hefði haft vitneskju um þessi félög,“ sagði Aðalsteinn. Í máli stjórnarmanna FME kom fram að röng upplýsingagjöf til eftir litsins varði við lög og við þeim liggi refsing. Mál Gunnars sé hins vegar fyrnt. Gunnar hefur, frá því að það kom upp, staðfastlega sagt að hann hafi staðið rétt að verki við upplýsinga- miðlun gagnvart FME á sínum tíma. Í tilkynningu lögmanns hans frá því í gær segir: „Málið snerist aldrei um nein rök eða upplýsingar, þaðan af síður um réttlæti. Engin boðleg rök hafa verið færð fyrir uppsögn Gunn- ars, engin ný gögn lögð á borðið. Þá hefur réttur umbjóðanda míns verið virtur að vettugi, bæði lögbundinn andmælaréttur og lögvarin réttindi hans sem opinbers embættismanns.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins í gær náðist ekki í Gunnar til að hann gæti skýrt ein- stakar hliðar málsins persónulega. Fréttatilkynning Vegna málefna FME sendi efna- hags- og viðskiptaráðuneytið frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að staðinn verði vörður um stjórnskipulegt og faglegt sjálfstæði FME. Tilkynningin er jafnframt stuðningsyfirlýsing við stjórn FME. Trúverðugleiki FME Aðalsteinn metur stöðu FME með þeim hætti að trúverðugleiki eftir- litsins hafi ekki borið skaða af deil- um þess við Gunnar, þó annað virð- ist hins vegar blasa við. Hann telur þvert á móti að framganga stjórnar FME í málinu muni styrkja trú- verðugleika stofnunarinnar þegar til lengri tíma er litið. Þá sagði Aðalsteinn að uppsögn Gunnars hafi ekki og muni ekki hafa nein áhrif á þau mál sem FME hefur fjallað um á starfstíma Gunnars, en tugir mála hafa verð sendir embætti sérstaks saksóknara til meðferðar. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is FORSTJÓRA FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS VIKIÐ ÚR STARFI GUNNAR Þ. ANDERSEN Lögmaður Gunnars Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra FME, segir Gunnar aldei hafa séð gögn Landsbankans um Guðlaug Þ. Þórðarson alþingismann. Gunnar rekinn og kærður af stjórn FME Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. Útsalan stendur aðeins frá 2.-10. mars KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUPHandlaugarWC Innréttingar Á HREINLÆTISTÆKJUM AÐ BÆJARLIND 6 Í KÓPAVOGIÚTSALA 3. APRÍL 2009 Gunnar Þ. Andersen ráðinn forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann var valinn úr hópi nítján umsækjenda. 12. APRÍL 2010 Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kemur út. Þar komu meðal annars fram upplýsingar um aðkomu Gunnars að aflandsfélögum í eigu Landsbankans á árinu 2001 þegar hann starfaði hjá bankanum. Stjórn FME leitaði í kjölfarið til Andra Árnasonar hæstaréttarlög- manns og bað hann um að vinna álit á hæfi Gunnars til að gegna forstjóra- starfinu í ljósi þessara upplýsinga. 10. NÓVEMBER Andri Árnason skilar athugun sinni um hæfi Gunnars til stjórnar FME. Á grund- velli þeirrar niðurstöðu ákvað stjórnin að ekki væri tilefni til að aðhafast frekar í málinu. 17. NÓVEMBER 2011 Kastljós á RÚV fjallar um hæfi Gunnars til að starfa sem forstjóri FME í ljósi nýrra gagna sem þáttar- gerðarmenn töldu sig hafa undir höndum um aðkomu Gunnars að aflandsfélögum þegar hann starfaði hjá Landsbankanum. 18. NÓVEMBER Stjórn FME ákveður á fundi sínum að fara fram á að Andri Árnason vinni við- bótarathugun á hæfi Gunn- ars í ljósi þess sem fram kom í Kastljósinu daginn áður. Auk þess er ákveðið að faglegur og óháður aðili verði fenginn til að rýna í málið. 13. JANÚAR 2012 Andri skilar öðru áliti um hæfi Gunnars. Í því stendur hann að öllu leyti við fyrri niðurstöður sínar um hæfi Gunnars og telur ekkert nýtt hafa komið fram um málið í umfjöllun Kastljóss eða í þeim gögnum sem aflað var í kjölfar umfjöllunar- innar. Stjórn FME ákvað í kjölfarið að fela Ástráði Haraldssyni hæstaréttar- lögmanni og Ásbirni Björnssyni endurskoð- anda að fara yfir álit Andra og gögn málsins og gefa sjálfstætt álit á hæfi Gunnars. 16. FEBRÚAR Ástráður og Ásbjörn skila greinargerð til FME. Þeir komast að því að Gunnar hafi gefið villandi og ófullnægjandi upplýsingar um erlenda starfsemi Landsbankans í svari við fyrirspurn FME til bankans árið 2001. 17. FEBRÚAR Stjórn FME boðsendir Gunnari bréf þar segir að honum sé „með þessu bréfi kynnt sú fyrirætlan að segja þér upp störfum sem forstjóra stofnunarinnar“. Gunnar fær frest út mánudaginn 20. febrúar til að andmæla uppsögninni. 20. FEBRÚAR Lögmaður Gunnars, Skúli Bjarnason, sendir bréf til stjórnar FME og óskar eftir lengri andmælafresti. Stjórnin samþykkir að veita Gunnari frest fram á fimmtudagskvöldið 23. febrúar. 23. FEBRÚAR Lögmaður Gunnars fer fram á rýmri frest til andmæla. Hann er samþykktur og Gunnar fær frest til þriðjudagsins 28. febrúar. 29. FEBRÚAR Fjármálaráðherra sendir lögmanni Gunnars bréf þar sem segir að hann hafi réttarstöðu sem embættismaður ríkisins í málinu. 1. MARS Stjórn FME boðar til blaða- mannafundar og tilkynnir að Gunnari hafi verið sagt upp störfum. Enn fremur hefur hún kært hann til lögreglu vegna þess að hann kann að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trún- aðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmæt- um hætti. 20 09 ap ríl 20 10 ap ríl nó ve m be r 20 11 nó ve m be r 20 12 ja nú ar fe br úa r m ar s DEILUR FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS OG GUNNARS ANDERSEN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.