Fréttablaðið - 02.03.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 02.03.2012, Síða 18
18 2. mars 2012 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 M örg stór orð hafa fallið um deilur Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og stjórnar stofnun- arinnar undanfarnar vikur. Óhætt er að segja að stjórnin hafi staðið höllum fæti í umræðunni, enda verið tregari til að tjá sig en forstjórinn. Það virðist hafa villt mörgum sýn að Gunnar Andersen hefur verið í því hlutverki að taka í lurginn á fyrrverandi undrabörnum og útrásarvíkingum, sem grunaðir eru um lögbrot. Því hlutverki hefur hann sinnt vel, en það þýðir ekki að hans eigin gjörðir séu hafnar yfir skoðun eða gagnrýni. Það er ekki rétt hjá forstjóran- um að stjórn FME hafi reynt að losna við hann að tilefnislausu. Gögn málsins sýna að Gunnar tók þátt í því, sem starfsmaður ríkisbankans Landsbankans árið 2001, að leyna fyrir FME tilvist tveggja aflandsfélaga þar sem hann sat í stjórn og tengdust bankanum. Tilgangurinn með félög- unum var að hafa með leynd áhrif á efnahagsreikning bankans. Að gefa FME rangar upplýsingar er refsivert og sá sem í dag yrði uppvís að slíku gæti ekki orðið forstjóri fjármálafyrirtækis, hvað þá FME. Gunnar heldur fram að FME hafi ráðlagt honum að segja ekki frá félögunum. Engin gögn styðja þær fullyrðingar. Hann viðurkennir að hafa ekki veitt upplýsingarnar, en sér ekkert að því. Þess vegna er það rétt sem stjórn FME segir, að hæfi og trúverðug leiki forstjórans og þar með eftirlitsins er ekki hafið yfir vafa. Forstjórinn getur þurft að taka á sambærilegum málum. Þegar þessar upplýsingar voru komnar fram hefðu sumir embættis- menn – að minnsta kosti í útlöndum – bara sagt af sér að fyrra bragði. Í hina hörðu umræðu um aðför stjórnarinnar að Gunnari vantar líka einhverja trúverðuga skýringu á því af hverju stjórnin hefði átt að ganga erinda þeirra sem eru í rannsókn hjá FME. Stjórnin stóð þvert á móti með Gunnari framan af, þegar gögn komu fram um tengsl hans við aflandsfélögin. Hún ákvað sömuleiðis að senda þau mörgu mál, sem forstjórinn lagði fyrir hana, til saksóknara. Stjórn FME kann hins vegar að vera í vandræðum vegna þess að hún hafi farið á svig við lögin um réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna, sem gera ókleift að reka embættismann án undanfarandi áminningar. Þau lög eru reyndar úr sér gengin og gera alla starfs- mannastjórnun hjá ríkinu þunga í vöfum. Það breytir ekki því að þau eru landslög og ekki er ósennilegt að Gunnar geti sótt skaða- bætur fyrir dómi vegna ólögmætrar uppsagnar. Engu að síður er trúverðugleiki FME til framtíðar betur tryggður með þeirri niðurstöðu sem tilkynnt var í gær en ef stjórnin hefði tekið þá afkáralegu ákvörðun að áminna forstjórann og halda svo áfram að vinna með honum eins og ekkert hefði í skorizt. Yfirlýsingar lögmanns Gunnars fyrir hans hönd í fréttatilkynn- ingu í gær um „sorgardag“, „Sovét-Ísland“, og að nú hafi Gamla Ísland sigrað Nýja Ísland eru fram úr hófi dramatískar og ekki trú- verðugar. Stjórn FME virðist einmitt hafa ákveðið að taka slaginn í þágu Nýja Íslands, með því að tryggja að trúverðugleiki þeirra FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Helgi Hjörvar alþingismaður er hálf-drættingur á við Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokks- ins, þegar kemur að uppboðsmarkaði á skattfé almennings. Hann telur sig af þeim sökum hófsemdarmann og tillögur sínar sáttatilboð. Þetta er alvarlegur mis- skilningur. Tillagan er róttæk, breytir leikreglum eftir á, ógildir bindandi samn- inga og gerir eignir upptækar á kostnað ríkissjóðs. Tillaga Helga færir afmörk- uðum hópi íbúðakaupenda 100 millj- arða króna og ætlar skattgreiðendum að greiða reikninginn. Þessi fjárhæð er tvöfalt hærri en það sem ríkið leggur árlega til almannatrygg- ingakerfisins. Hún er þrisvar sinnum hærri en kostnaðurinn við rekstur Land- spítalans. Þar sem ríkið verður að skera niður útgjöld til þess að eiga fyrir sátt Helga Hjörvar munu aldraðir og sjúkir greiða þennan reikning. Ellilífeyrir verð- ur skertur og dregið úr þjónustu hins opinbera bæði nú og í framtíðinni. Þeir sem eiga rétt á þessari þjónustu og munu þurfa á henni að halda á næstu árum hafa spilað eftir leikreglunum í þjóðfélaginu, greitt sína skatta, keypt sér húsnæði og virt þá samninga sem þeir hafa gert. Opinber gögn benda til þess að hópurinn sem keypti í eignabólunni, og sem Helgi vill gefa skattféð, sé vel menntaður, með góðar tekjur, á fertugs- aldri og hafi ekki verið að kaupa sína fyrstu íbúð. Því er líklegt að flestir hafi selt íbúð á uppsprengdu verði og haft verulegan hagnað. Gangi eftir tillögur Helga Hjörvar og fleiri verður hagnaðurinn einkavæddur en tapið sent á skattgreiðendur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráð- herra, skrifaði fyrir nokkrum dögum grein í Fréttablaðið og setti fram sínar hugmyndir til lausnar. Þær voru raun- hæfar og tóku mið af því sem áður hefur verið gert við svipaðar aðstæður. Gylfi leggur til að þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð í eignabólunni á fasteignamarkað- inum fái á næstu árum ríkisaðstoð í gegnum vaxtabótakerfið. Það má kalla sanngjarnt þar sem þeir fengu engan eignabóluhagnað en báru fullan kostn- að af háu íbúðaverði. Tillögur Gylfa eru miklu frekar sáttatilboð en þjóðnýting Helga Hjörvar fyrir fáa útvalda. Megin- reglan verður að vera að ábyrgðin af við- skiptum hvíli aðeins á þeim sem eiga í viðskiptum. Milljarða atkvæðareikningur Fjármál Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður Forstjóri Fjármálaeftirlitsins látinn víkja: Nýja eða gamla Ísland? aðeins fram á sunnudag Lagerútsala! 30-70% afsláttur Bak við Holtagarða!! Andersen-lykillinn Það er leiðinlegt þegar menn dylgja um annað fólk. Nú má vera að voldugir menn hafi síðustu daga og vikur farið óskaplega illa með Gunnar Þ. Andersen – hrakið hann úr starfi og kært til lögreglu fyrir engar sakir. Hann segist raunar sjálfur, í mergjaðri og makalausri yfirlýsingu í gær, ætla að gera grein fyrir sinni „heild- stæðu sýn“ á stríð sitt við stjórn FME á næstu dögum. Vonandi lukkast honum það vel. En þangað til ætti hann að láta hálfkveðnar vísur á borð við þessa eiga sig: „Alltaf er slæmt þegar stigið er á tær, einkum þær sem tengjast bæði peningavaldi og pólitík. Það skyldi þó aldrei vera að í sjálfri kærunni sé að finna lykilinn að lausn gátunnar um raunverulegar ástæður tafarlauss brottrekstrar.“ Þetta er eins og úr lélegri bók eftir Dan Brown og enginn er neinu nær. Traustið Að sama skapi væri stjórn FME réttast að upplýsa almenning – eigendur stofnunarinnar – í smáatriðum um það hvað forstjóri hennar er grun- aður um að hafa gert af sér. Þangað til er tal stjórnarformannsins um að hann vilji auka traust á stofnunina bara hjóm. Segðu það eða þegiðu Annar sem dylgjar er Glúmur Baldvins- son. Hann ber hönd fyrir höfuð föður síns, Jóns Baldvins Hannibalssonar, í samtali við Pressuna. „Ef rétt er, að frænka hafi fengið greitt fyrir viðtalið, þá vona ég, hennar vegna, að hún hafi samið um prósentur af sölu,“ segir Glúmur, og vísar til Guðrúnar Harðardóttur, sem sagði frá blautlegum bréfum Jóns í Nýju lífi í fyrri viku. Veit Glúmur til þess að hún hafi fengið greitt? Ef svo er á hann að segja það, en þegja ella. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.