Fréttablaðið - 02.03.2012, Side 22
22 2. mars 2012 FÖSTUDAGUR
Í byrjun mánaðar kom út skýrsla um fjárfestingarstefnu, ákvarð-
anir og lagalegt umhverfi lífeyris-
sjóðanna í aðdraganda hrunsins.
Skýrslan er afar vönduð, sett fram á
mannamáli og úttektarnefnd Lands-
samtaka lífeyrissjóða á hrós skilið.
Fimmti kafli fjallar um Lífeyrissjóð
verslunarmanna og áður en lengra
er haldið er rétt að taka fram að ég
geri mér grein fyrir því að það var
efnahagshrun sem skýrir hluta af
tapi sjóðsins. Hluta af tapinu segi
ég því eftir lesturinn koma í hugann
orð eins og dómgreindarskortur og
vanþekking á lögum og reglum.
Síðan hafa viðbrögð Lífeyrissjóðs
verslunarmanna í kjölfar skýrsl-
unnar gert illt verra og það hvarfl-
ar að manni að fátt sem ekkert hafi
breyst þar frá því fyrir hrun.
Dómgreindarskortur?
Skýrslan telur upp nokkur atriði
varðandi LV sem ýmist „vekja
athygli“, „vekja nokkra athygli“ og
jafnvel „vekja ýmsar spurningar“
eins og það er orðað. Þar er m.a.
talað um hlutabréfaeign LV í Kaup-
þing banka hf. Sjóðurinn keypti
hlutabréf á 1. ársfjórðungi 2008 og
seldi á 2. ársfjórðungi með umtals-
verðu tapi. Þrátt fyrir að gengi
hlutabréfa héldi áfram að falla
var aftur keypt á 3. ársfjórðungi.
Hægt er að ímynda sér að kaup-
in hafi verið til þess að reyna hífa
upp gengið og komast upp úr öldu-
dalnum til að vernda þá miklu fjár-
festingu sem sjóðurinn átti þegar
í bankanum. Svo má líka líta svo
á að viðskipti LV á 3. ársfjórðungi
falli undir alvarlegan dómgreind-
arskort þar sem formaður sjóðsins
var í stjórn Kaupþings og hefði átt
að vita hve staðan var alvarleg.
Eggin í körfunni
Samkvæmt lögum máttu 35% af
innlendri hlutabréfaeign lífeyr-
issjóðs vera í hverju fyrirtæki
með samanlagða eign, þ.e. í hluta-
bréfum, skuldabréfum, skyldum
fyrirtækjum, inneignum o.s.frv. Í
desember 2008 var þetta hlutfall
hækkað í 70% vegna fárra fjár-
festingakosta lífeyrissjóða. Á tíma-
bilinu sem nefndin skoðaði nam
hlutabréfaeign LV í Kaupþingi
33-48% af innlendri hlutabréfa-
eign sjóðsins sem er klárlega yfir
þessu marki sem lögin sögðu til um
á þeim tíma. Í þessu ljósi er skond-
ið að lesa fréttatilkynningu LV frá
10. febrúar sl. þar sem segir að
dreifing áhættu við fjárfestingar
sé grunnþáttur í starfsemi lífeyris-
sjóða, að setja ekki öll eggin í sömu
körfuna. Í þeim hluta skýrslunnar
sem fjallar um LV segir að aðilar
innan lífeyrissjóðakerfisins hafi
ekki gert sér nægilega grein fyrir
þeirri áhættu sem lægi í því að fjár-
festa í of tengdum aðilum. Er ekki
ótrúlegt að stjórnendur LV létu upp
undir helming af eign sjóðsins í
íslenskum hlutabréfum vera í Kaup-
þingi og tengdum aðilum? Er ekki
líka ótrúlegt að stjórnendur sjóðs-
ins keyptu gjaldeyristryggingar,
sem eru í raun afleiður, fyrir meira
en 90% af erlendri eign hans á sama
tíma og bankarnir keyptu gjaldeyri
hver í kapp við annan? Raunar segir
orðrétt í skýrslunni: „Hvernig getur
það komið heim og saman við lang-
tímasjónarmið að taka jafn mikla
áhættu og raun bar vitni við kaup
á þessum tryggingum?“
Viðbrögð LV
Fyrstu vikuna eftir að skýrslan
kom út sendi LV sex fréttatilkynn-
ingar til að bregðast við gagnrýni
á sjóðinn. Í fréttatilkynningu frá 3.
febrúar er sagt frá því að LV hafi að
verulegu leyti tekið upp þær regl-
ur sem skýrsluhöfundar beindu til
sjóðsins. Dæmi er tekið að LV hefði
gerst aðili að leiðbeinandi reglum
Sameinuðu þjóðanna um ábyrg-
ar fjárfestingar og stjórnarhætti
þegar árið 2006. Í skýrslunni er
aftur á móti sagt eftirtektarvert
að þessi stefnumótun sæist hvergi í
fjárfestingarstefnu eða siðareglum
LV frá þeim tíma. Svo taka þeir
þessar sömu reglur sem dæmi í
fréttatilkynningunni um reglur sem
þeir hefðu þegar tekið upp og unnið
eftir um langa hríð!
Hvað með afsökunarbeiðni?
Athygli vekur að í þessum sex
fréttatilkynningum sem LV sendi
vikuna eftir útkomu skýrslunnar
er hvergi afsökunarbeiðni til sjóð-
félaga. Í tilkynningu formanns
stjórnar LV 8. febrúar sl. er bent á
að sameiginlegt tap sjóðanna hafi
verið 380 milljarðar en ekki 480
milljarðar.
Ástæðan er sú að formaðurinn
miðar við 1. október 2008, svona
eins og kreppan hafi ekki átt sér
neinn fyrirvara, þegar skýrslu-
höfundar miða við 1. janúar 2008.
Slíkar reiknikúnstir munu ekki
endurvekja traust sjóðfélaga á
Lífeyrissjóði verslunarmanna
sem orðið hefur fyrir alvarlegum
hnekki. Ég efast ekki um að ýmis-
legt var vel gert hjá sjóðnum fyrir
hrun og jafnvel til fyrirmyndar
en þau atriði sem skýrsluhöfund-
ar gera athugasemdir við flokkast
ekki með því. Menn þurfa að við-
urkenna mistök til að geta lært af
þeim.
Vart hefur það farið fram hjá nokkrum að nýr meirihluti er
tekinn við í Kópavogi. Stóryrði og
bókanir svífa yfir vötnum bæjar-
stjórnarsals og fundargerða. Sitt
sýnist hverjum um uppbyggilegt
gildi þess.
Nýr meirihluti ákvað að endur-
vekja fundartíma bæjarfulltrúa.
Þessum fundum er ætlað að færa
kjörna fulltrúa nær íbúum bæjar-
ins. Þessi ákvörðun virðist fá hárin
til að rísa hjá bæjarfulltrúa Sam-
fylkingarinnar Hafsteini Karls-
syni. Í 20 mánaða stjórnartíð sinni
ákvað fyrri meirihluti að fella
þessa tíma niður. Það átti að duga
ríflega 30.000 manna bæjarfélagi
að panta sér tíma hjá bæjarstjóra
og formanni bæjarráðs til að koma
málefnum sínum á framfæri. Frétt-
ir bárust reyndar reglulega af því
að biðlistinn eftir viðtali hafi verið
óvenju langur.
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinn-
ar segir þetta endurvakta form vera
gamaldags og úr sér gengið. Hann
vísar til þess að fólk hafi nú tileink-
að sér nýja tækni til þess að hafa
samband við bæjarfulltrúa sína.
Hvort að bæjarfulltrúinn sé að
vísa til síma eða Fésbókar er ógetið
í bókun þeirri sem hann lét frá sér
á bæjarráðsfundi þann 23-02-2012
þar sem hann fyrirfram ákveður að
enginn mæti í þessa tíma.
Það er dapurleg afstaða. Þó svo að
enginn hafi mætt samkvæmt þess-
ari bókun til hans undanfarin ár
segir það svo sem ekkert um hvort
að bæjarbúar vilji mæta til annarra
bæjarfulltrúa í framtíðinni.
Þessi þrældómur sem hann vísar
til og er algerlega óþarfur eru tveir
klukkutímar á ári. Þeir eru sér-
staklega hugsaðir fyrir þá sem illa
kunna að tileinka sér þá tækni sem
hann vill frekar notast við. Svo er
það nú oft þannig, að persónuleg
samskipti yfir kaffibolla er einmitt
það sem fólk hefur verið að kalla
eftir undanfarin ár við sína kjörnu
fulltrúa. Í hverju lá vandinn þegar
hrópað var „gjá á milli þings og
þjóðar“?
Kjörnir fulltrúar eiga að fagna
þessu tækifæri til að geta hitt
bæjarbúa og fræðst og miðlað miklu
frekar en að mótmæla tilgangsleysi
slíkra samskipta. Sum mál, jafnvel
viðkvæm, henta einnig illa til raf-
rænna samskipta þar sem að augn-
samband og einlægni er nauðsyn-
legur þáttur samtalsins. Það má vel
vera að þetta verði ekki fjölsóttustu
fundir bæjarins til að byrja með,
kannski má endurskoða form þeirra
eða staðsetningu til þess að færa
þá nær bæjarbúum til þess að auka
gildi þeirra. Hvað með til dæmis að
setja þá inn í skólabyggingarnar og
færa þá inn í hverfin?
Þótt eitthvað hafi virkað illa fyrir
einn þarf ekki endilega að henda
hugmyndinni og segja hana hand-
ónýta og úr sér gengna. Stundum
þarf bara smá hugmyndavinnu til
að gera gamlan hlut stórkostlegan.
Viðtalstímar, handónýtt fyrirbæri?
Viðbrögð Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna við hrunskýrslu
Þær eru margvíslegar draum-farirnar um bissness og nýt-
ingu náttúruauðlinda á Íslandi.
Einn sérkennilegasti draumur-
inn er að flytja út rafmagn frá
Íslandi til Evrópu með streng.
Seint verður sú hugmynd talin
meðal þeirra vænlegustu til
að stuðla að aukinni hagsæld á
Íslandi. Fyrir því eru nokkrar
ástæður og sem dæmi má nefna:
1. Það er afskaplega úreltur
hugsunarháttur að flytja út
auðlindir landsins í heildsölu
með þessum hætti í stað þess
að nýta orkuna til að auðga
atvinnulífið heima fyrir.
Nýlendutíminn er liðinn – er
það ekki?
2. Við samtengingu íslenska
kerfisins við Evrópumarkað
verða íslenskir neytendur í
samkeppni á Evrópumarkaði
um rafmagnið: rafmagn til
almennings á Íslandi hækkar
því verulega í kjölfarið: lífs-
kjör þorra fólks munu bein-
línis versna. Það er nú varla
göfugt markmið?
3. Mikil orka tapast við orkuflutn-
ing með þessum hætti. Það er
ekki í anda nútímans, þegar
mikilvægast er að draga úr
orkusóun, að tapa stórum hluta
orkuframleiðslunnar við flutn-
ing hennar. Skynsamlega er
að nýta hana með öðrum hætti
nærri framleiðslustaðnum.
4. Það er staðreynd að sú orka
sem menn ásælast í þessum
tilgangi er einfaldlega ekki
til. Síðasta mögulega vatns-
aflsvirkjunin af stærðargráðu
Þjórsárvirkjana er Skatastaða-
virkjun í Skagafirði. Óljósara
er um mögulega orku háhita-
virkjana, en þó augljóst að
sátt getur aldrei náðst um að
flytja rafmagnið út, til þess er
umhverfiskostnaður á háhita-
svæðum allt of hár. Þessi
orkuskortur er vitaskuld nokk-
uð alvarlegur hængur á ráða-
gerðinni.
5. Jarðefnaeldsneyti verður æ
dýrara eftir því sem geng-
ur á forðann á heimsvísu.
En eftirspurnin vex örum
skrefum. Um leið margfald-
ast mikilvægi annarra orku-
gjafa. Rafmagn verður mögu-
lega raunhæfur kostur í
samgöngum, fljótlega á bíla-
flotann og síðar til að mæta
orkuþörf skipastólsins í ein-
hverjum mæli. Íslendingar
þurfa að eiga sinn forða til
að nýta í samgöngum eftir
því sem þessari þróun fleyg-
ir fram. Það er vitaskuld
mun betri kostur en sala með
„hundi“ til Evrópu.
6. Með hækkandi orkuverði opn-
ast sífellt nýir og fjölbreytt-
ari möguleikar til nýtingar
á orku á Íslandi og um leið
eykst framleiðni orkusölunn-
ar til handa íbúum landsins.
Sala á orkunni með streng til
Evrópu eyðileggur beinlínis
slíka möguleika. Svona eins
og að flýta sér að losa sig við
timbrið áður en byrjað er að
reisa húsið. Hefur það verið
gert áður?
Sú orka sem unnt væri að flytja
til Evrópu er svo lítil að hún
skiptir engu fyrir markaðinn í
Evrópu. Eins konar kertaljós er
tírir á undir flóðljósum breið-
strætisins. Mikilvægara er að
nýta orku Íslendinga til hagsæld-
ar heima fyrir. Orkusala með
streng til Evrópu er í raun galin
hugmynd í samanburði. Hvenær
fer að bóla á „hinu nýja Íslandi“ í
draumi athafnamannsins?
Einkennilegur
draumur um raf-
orkusölu til Evrópu Lífeyrissjóðir
Eyrún Ingadóttir
sjóðfélagi í Lífeyrissjóði
verslunarmanna og
situr í stjórn VR
Orkumál
Ólafur Arnalds
prófessor við
Landbúnaðarháskóla
Íslands
Slíkar reiknikúnstir munu ekki endurvekja
traust sjóðfélaga á Lífeyrissjóði verslunarmanna
sem orðið hefur fyrir alvarlegum hnekki.
Stjórnmál
Karen E.
Halldórsdóttir
varabæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi
Innflutningur
– Heildsala
Lítið innflutningsfyrirtæki
er til sölu eftir 15 ára
farsæla starfsemi.
Góð viðskiptasambönd við
birgja og traustir viðskiptavinir.
Gefur góðar tekjur og hentar
vel tveimur samhentum
starfsmönnum.
Nánari upplýsingar veitir
Arna Hilmarsdóttir hjá H.
Sigurðssyni Mosfellsbæ.
Símar: 566-6501, 616-3138
og netfang:
arnahilmars@vortex.is
Útsölu-
markaður
Dagana 1.- 7. mars í Gala salnum
á Smiðjuvegi 1
(2.hæð í Hegas húsinu, beint á móti Bónus).
Opið alla daga kl: 12-17.
Allar vörur á með 45-70% afslætti.
Glæsilegt úrval af vönduðum barnafötum frá Holllandi og Danmörku. M.a.
Cakewalk, Phister & Philina, Cupcake o.fl.
AF NETINU
Gerum þetta vel
Geir Haarde fer nú fyrir landsdóm. Ég held að það hafi verið eina rétta niðurstaðan. Vissulega hefði ég fremur kosið
að hann stæði ekki einn fyrir dómnum, en held samt að þetta verði til góðs.
Í fyrsta lagi sýnir þessi niðurstaða að okkur er alvara með að rannsaka hvað gerðist í hruninu.
Úr því sjálfur forsætisráðherra landsins þarf að svara því fyrir dómi hvort hann hafi gerst sekur um að brjóta lög um
ráðherraábyrgð með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi, þá eiga minni spámenn ekki að vera öruggir heldur!
Þessari niðurstöðu þarf að fylgja eftir með raunverulegum rannsóknum á lífeyrissjóðum, einkavæðingum bankanna
bæði fyrr og síðar, Icesavemálinu, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum og mörgu öðru.
Hvort sem Geir Haarde reynist á endanum sekur um brot á lögum, þá er auðvitað deginum ljósara að hann bar ekki
einn ábyrgð á hruninu, og því er mjög mikilvægt að upplýsa nú alla þætti hrunsins og aðdraganda þess – svo þetta
líti ekki út eins og Geir Haarde eigi einn að vera sektarlamb þjóðarinnar.
http://blog.eyjan.is/illugi/
Illugi Jökulsson