Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.03.2012, Qupperneq 24
600 gr. lambakjöt, skorið í teninga 3 meðalstórir laukar Olía til steikingar 4 heilar kardimommur 5 negulnaglar 1 kanilstöng 7-8 svört piparkorn Um 3 cm engiferrót, röspuð 5-6 hvítlauksgeirar, maukaðir 1 msk. kóríanderduft 1 ½ tsk. chiliduft Salt eftir smekk ½ bolli jógúrt 1 bolli vatn ¼ kasjúhnetumauk (Ég set bara hnetur og slettu af olíu í matvinnsluvél og mauka hressilega saman) 1 tsk. garam masala kryddblanda ½ bolli rjómi Skerið lambið í litla teninga, tommu eða svo. Hitið olíu á pönnu. Þegar olían er orðin heit fara kardimommur, negulnaglar, kanill og svartur pipar út í, og er steikt þar til ilmurinn fyllir eldhúsið. Lauknum er bætt við og hann brún- aður lítillega. Þá fer engiferið og hvítlaukurinn út í og þetta er steikt í mínútu enn. Hrærið stöðugt svo maukið festist ekki við pönnuna. Bætið lambabitunum við og steikið á háum hita í 3-4 mínútur. Hrærið stöðugt. Bætið við kóríanderdufti, chilidufti og salti. Steikið í 2-3 mínútur enn. Bætið við jógúrt og einum bolla af vatni. Látið suðu koma upp. Lækkið hitann, setjið lok á pönnuna og eldið þar til lambabitarnir eru orðnir meyrir. Bætið við kasjúmauki og garam masala dufti. Þetta er látið malla í fimm mínútur til á meðalháum hita. Rjóma er bætt við og blandað vel saman. Látið krauma í tíu mínútur. Skreytið með fersku kóríander. Berið fram heitt. Þetta er langbest með hrísgrjónum, góðu naan-brauði (heimabakað er auðvitað best) og þurru rauðvíni eða millidökkum bjór. INDVERSKUR LAMBAKJÖTSRÉTTUR Sterkt og hressandi FYRIR 4 Framhald af forsíðu Mathias Susaas Halvorsen píanóleikari spilar verk eftir Mozart, Schumann og Poulenc á Gljúfrasteini sunnudaginn 3. mars klukkan 16. Aðgangur er 1.000 krónur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Vina- félag Gljúfrasteins stendur fyrir tónleikunum. „Það var óskað eftir Drakúla litla í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í La bohème og eðlilega mikið átak fyrir lítinn hund og eiganda hans, en við slógum til og ekki annað að sjá en að Drakúla kynni strax vel við sig á stóra sviðinu í Eldborg,“ segir Viðar Eggertsson, leikhús- stjóri Útvarpsleikhússins á RÚV og eigandi kjölturakkans. Dra- kúla hefur hreppt hlutverk í óper- unni La bohème eftir Puccini sem Íslenska óperan frumsýnir í Hörpu 16. mars næstkomandi. Viðar segir að svo heppilega hafi viljað til að Drakúla hafi átt pant- aðan tíma hjá dýralækni vegna hreinsunar á tannsteini sama dag og því mætt til leiks með Holly- wood-bros á vör. „Eða eins og leikstjórinn orðaði það þegar hann leit augum þann merkilega hund sem Drakúla litli er, að vissulega væri hundurinn ekki í áheyrnarprufu fyrir hlut- verkið, heldur Óperan í áheyrn- arprufu hjá Drakúla. Því væri nauðsynlegt að prófa hvernig litlu stjörnunni líkaði fólkið í risastórri sýningunni, með 33 manna barna- kór, 40 manns í kór fullorðinna, 15 einsöngvara, 45 manna sinfóníu- hljómsveit, lúðrasveit og sirkus- flokk; en það gerir einn hund sem kann að þegja og 138 manns með hávaða og læti,“ útskýrir Viðar og hlær dátt. Fljótt kom á daginn að Drakúla líkaði bæði óperan og listafólkið vel, og hændist mjög að söngkon- unni Herdísi Önnu Jónasdóttur sem mest mun leika á móti Dra- kúla í sýningunni. „Innkoma Drakúla verður stutt en örugglega ógleymanleg. Svo er spurning hvort hlutverkið stækki ekki bara með tímanum? Það kæmi mér í sjálfu sér ekki á óvart að leikstjórinn sæi sér leik á borði með jafn óviðjafnanlegan hund á sviðinu,“ segir Viðar glettinn. Fyrirhugaðar eru sex sýningar á óperunni, en ekki hefur verið rætt um launatölur við Drakúla. „Drakúla er enginn efnishyggju- hundur og ekki verið rætt um önnur laun okkar á milli en það hundanammi sem honum þykir best. Því eru litlir harðfiskbitar mestu og bestu verðlaun sem Dra- kúla getur fengið. Hann hefur hlot- ið gott uppeldi og veit að hann fær ekki slíkt nema hafa staðið sig vel, og það kemur sér vel í þessu til- viki,“ segir Viðar. Drakúla er af tegundinni York- shire Terrier og rúmlega fimm ára, sem telst um fertugt í mannsárum. „Hann er afskaplega vel á sig kominn, líflegur, fallegur, hlýðinn og góður. Svo fer alveg að verða spurning um að stofna sérstakan dýraflokk á Grímuverðlaununum, því nú leikur annar hundur stórt hlutverk í Galdrakarlinum í Oz og páfagaukur í Gulleyjunni. Því gæti komið til harðrar keppni á Grím- unni að vori.“ thordis@frettabladid.is Drakúla kann að þegja Hann er ýmist kallaður Kúli, Kúli kúl, Skúli eða Jón Múli, en heitir Drakúla og ætlar sér stóra hluti í óperuheiminum þótt ferfættur sé. Úr sviphreinu andlitinu skín stjörnuljómi ósvikins óperuhunds sem landaði hlutverki í La bohème, en þar réði úrslitum hversu vel hann hafði hemil á spangóli sínu. Viðar Eggertsson með Drakúla nýklipptan og tannsteinshreinsaðan fyrir sviðsljósið. Viðar nefndi hundinn Drakúla eftir að hafa sjálfur leikið blóðsuguna í leiksýningum á Akureyri og í írskri útfærslu í Dyflinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst í dag 2 mars Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457 alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.