Fréttablaðið - 02.03.2012, Qupperneq 24
600 gr. lambakjöt, skorið í teninga
3 meðalstórir laukar
Olía til steikingar
4 heilar kardimommur
5 negulnaglar
1 kanilstöng
7-8 svört piparkorn
Um 3 cm engiferrót, röspuð
5-6 hvítlauksgeirar, maukaðir
1 msk. kóríanderduft
1 ½ tsk. chiliduft
Salt eftir smekk
½ bolli jógúrt
1 bolli vatn
¼ kasjúhnetumauk (Ég set bara hnetur
og slettu af olíu í matvinnsluvél og
mauka hressilega saman)
1 tsk. garam masala kryddblanda
½ bolli rjómi
Skerið lambið í litla teninga, tommu
eða svo. Hitið olíu á pönnu. Þegar
olían er orðin heit fara kardimommur,
negulnaglar, kanill og svartur pipar
út í, og er steikt þar til ilmurinn fyllir
eldhúsið.
Lauknum er bætt við og hann brún-
aður lítillega.
Þá fer engiferið og hvítlaukurinn
út í og þetta er steikt í mínútu enn.
Hrærið stöðugt svo maukið festist
ekki við pönnuna.
Bætið lambabitunum við og steikið
á háum hita í 3-4 mínútur. Hrærið
stöðugt.
Bætið við kóríanderdufti, chilidufti og
salti. Steikið í 2-3 mínútur enn.
Bætið við jógúrt og einum bolla af
vatni. Látið suðu koma upp.
Lækkið hitann, setjið lok á pönnuna
og eldið þar til lambabitarnir eru
orðnir meyrir.
Bætið við kasjúmauki og garam
masala dufti.
Þetta er látið malla í fimm mínútur til
á meðalháum hita.
Rjóma er bætt við og blandað vel
saman.
Látið krauma í tíu mínútur. Skreytið
með fersku kóríander. Berið fram
heitt.
Þetta er langbest með hrísgrjónum,
góðu naan-brauði (heimabakað er
auðvitað best) og þurru rauðvíni eða
millidökkum bjór.
INDVERSKUR LAMBAKJÖTSRÉTTUR
Sterkt og hressandi FYRIR 4
Framhald af forsíðu
Mathias Susaas Halvorsen píanóleikari spilar verk
eftir Mozart, Schumann og Poulenc á Gljúfrasteini
sunnudaginn 3. mars klukkan 16. Aðgangur er 1.000
krónur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Vina-
félag Gljúfrasteins stendur fyrir tónleikunum.
„Það var óskað eftir Drakúla litla
í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í
La bohème og eðlilega mikið átak
fyrir lítinn hund og eiganda hans,
en við slógum til og ekki annað að
sjá en að Drakúla kynni strax vel
við sig á stóra sviðinu í Eldborg,“
segir Viðar Eggertsson, leikhús-
stjóri Útvarpsleikhússins á RÚV
og eigandi kjölturakkans. Dra-
kúla hefur hreppt hlutverk í óper-
unni La bohème eftir Puccini sem
Íslenska óperan frumsýnir í Hörpu
16. mars næstkomandi.
Viðar segir að svo heppilega hafi
viljað til að Drakúla hafi átt pant-
aðan tíma hjá dýralækni vegna
hreinsunar á tannsteini sama dag
og því mætt til leiks með Holly-
wood-bros á vör.
„Eða eins og leikstjórinn orðaði
það þegar hann leit augum þann
merkilega hund sem Drakúla litli
er, að vissulega væri hundurinn
ekki í áheyrnarprufu fyrir hlut-
verkið, heldur Óperan í áheyrn-
arprufu hjá Drakúla. Því væri
nauðsynlegt að prófa hvernig litlu
stjörnunni líkaði fólkið í risastórri
sýningunni, með 33 manna barna-
kór, 40 manns í kór fullorðinna, 15
einsöngvara, 45 manna sinfóníu-
hljómsveit, lúðrasveit og sirkus-
flokk; en það gerir einn hund sem
kann að þegja og 138 manns með
hávaða og læti,“ útskýrir Viðar og
hlær dátt.
Fljótt kom á daginn að Drakúla
líkaði bæði óperan og listafólkið
vel, og hændist mjög að söngkon-
unni Herdísi Önnu Jónasdóttur
sem mest mun leika á móti Dra-
kúla í sýningunni.
„Innkoma Drakúla verður stutt
en örugglega ógleymanleg. Svo er
spurning hvort hlutverkið stækki
ekki bara með tímanum? Það
kæmi mér í sjálfu sér ekki á óvart
að leikstjórinn sæi sér leik á borði
með jafn óviðjafnanlegan hund á
sviðinu,“ segir Viðar glettinn.
Fyrirhugaðar eru sex sýningar á
óperunni, en ekki hefur verið rætt
um launatölur við Drakúla.
„Drakúla er enginn efnishyggju-
hundur og ekki verið rætt um
önnur laun okkar á milli en það
hundanammi sem honum þykir
best. Því eru litlir harðfiskbitar
mestu og bestu verðlaun sem Dra-
kúla getur fengið. Hann hefur hlot-
ið gott uppeldi og veit að hann fær
ekki slíkt nema hafa staðið sig vel,
og það kemur sér vel í þessu til-
viki,“ segir Viðar.
Drakúla er af tegundinni York-
shire Terrier og rúmlega fimm ára,
sem telst um fertugt í mannsárum.
„Hann er afskaplega vel á sig
kominn, líflegur, fallegur, hlýðinn
og góður. Svo fer alveg að verða
spurning um að stofna sérstakan
dýraflokk á Grímuverðlaununum,
því nú leikur annar hundur stórt
hlutverk í Galdrakarlinum í Oz og
páfagaukur í Gulleyjunni. Því gæti
komið til harðrar keppni á Grím-
unni að vori.“ thordis@frettabladid.is
Drakúla kann að þegja
Hann er ýmist kallaður Kúli, Kúli kúl, Skúli eða Jón Múli, en heitir Drakúla og ætlar sér stóra hluti í
óperuheiminum þótt ferfættur sé. Úr sviphreinu andlitinu skín stjörnuljómi ósvikins óperuhunds sem
landaði hlutverki í La bohème, en þar réði úrslitum hversu vel hann hafði hemil á spangóli sínu.
Viðar Eggertsson með Drakúla nýklipptan og tannsteinshreinsaðan fyrir sviðsljósið.
Viðar nefndi hundinn Drakúla eftir að hafa sjálfur leikið blóðsuguna í leiksýningum á
Akureyri og í írskri útfærslu í Dyflinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
UPPLÝSINGAR O
Nýtt námskeið
hefst í dag 2 mars
Sölufulltrúar:
Jóna María
jmh@365.is 512 5473
Brynja Dan
brynjadan@365.is 512 5465
Snorri
snorris@365.is 512 5457
alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel
Hemmi Gunn – og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur