Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 26
2 • LÍFIÐ 2. MARS 2012
Útgáfufélag 365 miðlar ehf.
Umsjón Ellý Ármanns elly@365.is og
Kolbrún Pálína Helgadóttir
kolbrunp@365.is
Forsíðumynd Stefán Karlsson
Útlitshönnun Arnór Bogason
Förðun og hár Elínar: Vigdís Margrétar
Jónsdóttir.
Fatnaður Elínar: Verslunin Eva.
Auglýsingar Sigríður Dagný
Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is
Lífið Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík, sími 512 5000
www.visir.is/lifid
HVERJIR
VORU
HVAR? BARN Í VÆNDUM
Ein farsælasta fitness-kona landsins, Heiðrún Sigurð-
ardóttir, sem á að baki fimm Íslandsmeistaratitla í fit-
ness, 8. sæti á EM, 10. sæti á HM og svo mætti lengi
telja, býr sig nú undir móðurhlutverkið en hún á von á
sér í júní. Hún segir óléttuna hafa komið mjög á óvart
en að hún og kærastinn, Sævar Þór Rafnsson, hafi
tekið henni fagnandi. „Þetta er án efa besta tilfinn-
ing sem ég hef upplifað og finnst alltaf jafn skrýtið
að hugsa til þess að inni í mér vaxi og dafni nýtt líf.
Og það besta er að ég hef ekki fundið fyrir neinum
einkennum; hvorki ógleði, þreytu, né æði fyrir ein-
hverju skrítnu eins og margar konur upplifa. Enda
átti ég mjög bágt með að trúa þessu og tók nokkrar
þungunarprufur til að vera viss.“
Chloé Ophelia og Árni
Elliott sem búa í Mar-
seille í Frakklandi um
þessar mundir þar sem
þau starfa og læra, eiga
von á sínu fyrsta barni
en þau hafa verið par
um árabil.
Þetta var besti dag-
urinn í lífi okkar,“ segir
Chloé um daginn þegar
þau komust að því að
þau ættu von á barni.
„Við hlökkum alveg
ofsalega til og ég ætla
að njóta meðgöngunn-
ar sem allra best.“
Spurð um heilsuna
segir hún hana ekki geta
verið betri!
Chloé og Árni eiga
von á frumburðinum í
ágúst. Lífið óskar pör-
unum þremur hjartan-
lega til hamingju!
Hver glæsikonan eftir
aðra hljóp til styrkt-
ar einstökum börnum
nú í vikunni. Átakið var
á vegum Evu Maríu
Jónsdóttur. Þar voru
fjölmiðlakonurnar og vinkonurnar
Júlía Margrét Alexandersdóttir og
Marta María Jónasdóttir sem hljóp
10 kílómetra þrátt fyrir snúinn ökkla.
Gaman var að sjá hve mörg börn
tóku þátt í hlaupinu.
Árleg afhending ís-
lensku auglýsinga-
verðlaunanna, Lúður-
inn, voru veitt í Hörp-
unni með glæsibrag á
föstudaginn þar sem ljósmyndarinn
Ari Magg og kona hans Auður Kar-
ítas stílisti, Þormóður Jónsson eig-
andi Fíton, útvarpsmaðurinn Auð-
unn Blöndal, Hólmfríður
Einarsdóttir markaðs-
stjóri Íslandsbanka
og Birna Rún Gísla-
dóttir, sem á von á
barni í sumar, voru á
meðal gesta.
Glæsikonan Harpa Þórunn Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofn-
un, og Júlíus Kemp leikstjóri eiga von á barni í ágúst.
Þau tilkynntu gleðifréttirnar á Facebook á dögunum við mikla gleði
vina og vandamanna.
Saman eiga þau fjögurra ára son en einnig á Júlíus tvo syni úr fyrra
sambandi og því óhætt að segja að þau eigi barnaláni að fagna.
HARPA ÞÓRUNN PÉTURSDÓTTIR
GJÚGG Í BORG :)
HEIÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
Mun klárlega halda mikið upp á árið 2011, en fátt mun toppa 2012 :) Held
líka að ég verði að fresta „come-backinu“ um eins og eitt ár þar sem ég
efast um að ég fái mörg stig svona framstæð eins og ég verð orðin í apríl.
CHLOÉ OPHELIA
BABY ON BOARD!!!!
MYNDIR/ÚR EINKASAFNI
FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI
Hvernig kom það t i l að þið
fenguð hlutverkin í myndinni?
„Mér var boðið að koma í prufu,
sem og ég gerði og svo var ég
boðuð í aðra prufu vikunni seinna
og beint eftir hana bauð Óskar Þór
Axelsson leikstjóri mér hlutverkið
en ég leik Dagnýju, sem er fyrrver-
andi fegurðardrottning, sem hefur
leiðst inn í undirheima Reykja-
víkur,“ svarar María Birta.
„Það kom þannig til að Óskar
kallaði mig í prufu í New York
þegar hann var sjálfur staddur þar
í námi. Ég fór í prufuna til hans fyrir
annað hlutverk í myndinni en fékk
síðan hlutverk Stebba sækó í kjöl-
farið. Ég las bókina fyrir prufuna og
þótti hún spennandi.“
Þurftir þú að rifa kjaft í pruf-
unni, Þorvaldur? „Já, þetta var
mikið slangur en karakterinn Stebbi
sækó er ekki grjótharður gæi.
Hann er gæi sem kemur að
vestan og fer ranga leið í l íf-
inu af því að hann á erfitt með
að segja nei en Tóti æskufé-
lagi hans frá Ólafsvík dregur
hann inn í ákveðið sendlastarf.“
María Birta, hvað ráðleggur þú
fólki sem vill leika í bíómyndum
eins og þú? „Það er erfitt fyrir mig
að gefa mörg ráð, en það skipt-
ir máli að vera opinn, hreinskilinn
og óhræddur í prufum, svo ef þér
býðst að koma í prufu, gerðu bara
þitt besta,“ segir María áður en
þau rjúka bæði í fleiri viðtöl.
Lífið hitti Maríu Birtu Bjarnadóttur og Þorvald Davíð Kristjánsson sem eru á meðal
leikara í aðalhlutverkum í kvikmyndinni Svartur á leik sem var frumsýnd í gærkvöldi.
Leikararnir María Birta og Þorvaldur Davíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
REIF KJAFT Í PRUFUNNI
Að námskeiðinu standa m.a. læknar, hjúkrunarfræðingar,
sjúkraþjálfarar, næringarfræðingur, íþróttafræðingar og sálfræðingar.
Ætlar þú að
breyta um lífsstíl?
Heilsulausnir henta ein-
staklingum sem glíma við
offitu, hjartasjúkdóma og/
eða sykursýki.
Hefst 12. mars
Kynningarfundur 7. mars kl. 20:00
Allir velkomnir