Fréttablaðið - 02.03.2012, Page 33

Fréttablaðið - 02.03.2012, Page 33
LÍFIÐ 2. MARS 2012 • 9 B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 50 32 7 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Bókaðu beint á heimsferdir.is í allt sumar! Bodrum hefur slegið í gegn! Bókaðu strax og tryggðu þér10.000 kr. afsl.á mann á völdum dagsetningumGildir til 10. mars Skráðu þig í netklúbb Heimsferða á heimsferdir.is Tyrkland margir vina okkar eru þekktir sjálf- stæðismenn. Ég á mig sjálf. Nú ert þú ein þeirra kvenna sem nefnd hefur verið á nafn í for- setaumræðunni – að öllu gamni slepptu, er það eitthvað sem þú getur raunverulega hugsað þér að skoða? Já, það get ég. Það eru hins vegar ýmis ljón á veginum. Fyrsta ljónið er núverandi forseti. Ætlar hann að gefa kost á sér í fimmta sinn eður ei. Hann stóð illa eftir hrunið, og tengsl hans við almenning höfðu beðið skaða, en svo hefur hann náð aftur sambandi við fólkið í landinu til dæmis með því að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um Icesave-samning- inn. En að mínum dómi er þetta orðið ágætt eftir sextán ár í embætti. Það þarf að hleypa frískum vindum inn á Bessastaði. Fleiri ljón eru á veginum fyrir hugsanlega forsetaframbjóð- endur. Kostnaður við slíkt framboð er óheyrilegur og fjármálin voru fram- bjóðendum árið 1996 þrautin þyngri. Síðast en ekki síst er afar óljóst um stöðu forseta Íslands í framtíðinni vegna boðaðra stjórnarskrárbreyt- inga. Hvað mig sjálfa snertir þá hef ég ekki hugmynd um hvort ég hefði eitthvað fylgi meðal kjósenda, en það er að sjálfsögðu lykilatriði. Ég gef því minni líkur en meiri að ég verði næsti húsráðandi á Bessastöðum, segir Elín og kímir. Hvaða áherslur leggur Elín Hirst forseti Íslands á? Ég vil færa for- setaembættið nær fólkinu í landinu þar sem forsetinn yrði fremstur á meðal jafningja sem ynni með þjóð- inni að hinu góða hverju nafni sem það nefnist. Svo einfalt er það. Allt annað yrðu praktísk úrlausnarefni með þetta meginþema. Hverjar eru þínar fyrirmyndir og af hverju? Forfeður mínir sem þorðu að taka þá áhættu að flytja til Vest- urheims með fjögur ung börn í leit að betri lífskjörum, sem þeim tókst. Þetta fólk sem ekkert átti var líka annálað fyrir góðmennsku, gjafmildi og hjálpsemi við þá sem þurftu á að halda. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ætli við Margrét Stefanía verðum ekki að bauka eitthvað skemmtilegt saman með hinum barnabörnunum sem þá hafa bæst í hópinn. Eitthvað að lokum? Já, þú vilt að ég nefni einhverja speki og í því sam- bandi er ég mjög hrifin af því sem Albert Einstein sagði: að árangur væri 1% snilli og 99% vinna. Þetta finnst mér afar gott veganesti í lífinu. sjálfboðastörf tengd mannúðarmál- um, sem er mjög gaman og gefandi. Einnig er ég að ljúka við gerð heim- ildarmyndar um stofnfrumur ásamt Ásvaldi Kristjánssyni kvikmynda- gerðarmanni sem er afar spennandi og skemmtilegt verkefni. Þú varst viðloðandi pólitík fyrir allmörgum árum hjá Sjálfstæðis- flokknum, geturðu hugsað þér að fara aftur í pólitíkina? Nei, ég hef aldrei verið í pólitík, nema að ég slys- aðist inn í stjórn Heimdallar þegar ég var rúmlega tvítug en var fljót að hætta þar vegna starfa minna sem blaðamaður. Flokkapólitík og hags- munagæsla í tengslum við hana fer í raun mjög gegn mínu eðli. Ég hugsa eins og fréttamaður, vil alltaf skoða allar hliðar, þess vegna valdi ég líka fréttamennsku sem ævistarf. Það fer oft í taugarnar á eiginmannin- um sem er mjög pólitískur og mikill sjálfstæðismaður hvað ég læt illa að stjórn. Samt hefur sá stimpill loðað við mig alla tíð að ég sé eldheitur sjálfstæðis maður, líklega af því að

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.