Fréttablaðið - 02.03.2012, Qupperneq 34
10 • LÍFIÐ 2. MARS 2012
Hver er konan? Þórdís Jóhanns-
dóttir heiti ég og er 28 ára gömul,
móðir tveggja barna, Sævars
Más, 8 ára og Ingu Dísar, 4 ára.
Starf? Í dag starfa ég hjá Barna-
og fjölskylduljósmyndum í Kópa-
vogi. Hlutverk mitt er að fylgjast
með rekstri fyrirtækisins og sjá til
þess að við höfum nóg að gera.
Þar kemur margt fólk sem gaman
er að hitta og mikið skemmtilegt
um að vera.
Bakgrunnur/menntun? Ég er verk-
fræðingur að mennt. Lauk B.Sc.-
námi í iðnaðarverkfræði 2007 og
M.Sc. í iðnaðarverkfræði 2011 við
Háskóla Íslands. Ástæðan fyrir
því að ég valdi verkfræði umfram
annað nám var sú að mér var tjáð
að þá væru mér allar leiðir færar
og ég gæti starfað við hvað sem
er í framtíðinni. Það er svo sann-
arlega rétt. Í náminu lagði ég
áherslu á nýsköpun, framleiðslu-
ferli og stjórnun.
Draumaverkefnið? Spunadís er
litla draumaverkefnið mitt – það
stendur fyrir hálsmen, kraga og
fylgihluti sem ég hanna til að festa
á kjóla og aðrar fallegar flíkur.
Hvaðan kemur nafnið Spunadís?
Það er allt fullt af dísum í kring-
um mig. Við erum dísir í fjóra ætt-
liði og það kom ekki annað til
greina en bæta einni í hópinn.
Það var svo ein vinkona mín, sem
mér þykir vænt um, sem kom
strax með nafnið Spunadís, enda
er hönnunin spunnin áfram hverju
sinni. Ég þurfti ekki að hugsa mig
lengi um.
Af hverju varð svona hönnun fyrir
valinu? Ég hafði um nokkurt
skeið hannað og saumað þæfð-
ar ullarvörur með mömmu minni.
Mamma er sérstaklega nákvæm
og vandvirk. Hún kenndi mér
það að það borgar sig aldrei að
flýta sér. Við unnum vel saman.
Ég passaði upp á að halda fram-
leiðsluferlinu gangandi og hún
passaði upp á vandvirknina og
gæðin.
Hefurðu alltaf verið fagurkeri? Ég
man eftir sjálfri mér frá þriggja
ára aldri þar sem ég var bæði
saumandi og skapandi. Fjög-
urra ára kenndi amma mín mér
að prjóna og átta ára prjónaði ég
mína fyrstu peysu. Á unglingsár-
unum saumaði ég á mig kjóla í
stórum stíl. Þegar ég varð ólétt af
fyrra barninu mínu átti ég prjónuð
ungbarnaföt í stöflum. Auðvitað
deildi ég áhuganum með vinum
og kunningjum og kenndi mörgum
þeirra að prjóna.
Móðurhlutverkið í bland við fram-
ann, hvernig gengur að tvinna
það saman? Það gengur ótrú-
lega vel að tvinna saman barna-
uppeldi, vinnu og áhugamál. Ég
hef til dæmis mikið úthald í að
sitja úti á róló tímunum saman því
saumadótið er ávallt meðferðis.
Ég hugsa að við þrjú gefum hvert
öðru innblástur og vangavelturnar
um lífið og tilveruna eru stórar og
yfirgripsmiklar.
DAGUR Í LÍFI
ATHAFNAKONAN
ALLAR LEIÐIR FÆRAR
EFTIR VERKFRÆÐINA
7.00-8.00 Fer á fætur! Tím-
inn veltur svona aðeins
á því hve lengi ég vann
kvöldinu áður. Svara
e-mail og undirbý morgun-
verð.
8.45 Geng með Ronju í
skólann.
9.00 Fer á góða æfingu í
World Class í Ögurhvarfi
eða hleyp hring í kringum
Elliðavatn.
11.00 Hitti grafíska hönn-
uðinn minn, hana Blæ
Guðmundsdóttur sem
vinnur með mér að nýju
heimasíðunni minni,
Yesmine.com eða Yes-
mine.is sem fer í loftið í
næstu viku á sama tíma
og þessari seríu af mat-
reiðsluþáttunum mínum á
RÚV lýkur.
13.00 Snæði ljúffengan há-
degisverð á Ginger í Síðu-
múla með góðum vinum.
14.30 Skipulagsfundur fyrir
Bollywood-árshátíð.
15.00 Kaupi matvæli
fyrir matreiðslunámskeið
kvöldsins.
16.00 Næ í Ronju, dóttur
mína. Við fáum okkur snarl
og förum á fimleikaæfingu.
17.30 Keyri til Keflavíkur.
18.00-22.00 Kenni ind-
verska matargerð á mat-
reiðslunámskeiði.
22.30 Held heim á leið.
Yesmine Olsson
Sjá nánar á visir.is/lifid
MYND/ÚR EINKASAFNI
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR