Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2012, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 02.03.2012, Qupperneq 36
12 • LÍFIÐ 2. MARS 2012 Engin málamiðlun í gæðum Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni. Rannsóknir staðfesta árangur - www.celsus.is 1 hylk i á dag . Virkar strax! Eykur styrk og þol vöðva Betri árangur! Vöðvabólga og stirðleiki Byltingarkennt andoxunarefni !! Lagar fljótt vöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur og sinaskeiðabólgu.  Gefur aukna mýkt og vellíðan. Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur  árangur við  líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög. Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með AstaZan AstaZan styrkir einnig húðina sem verður  fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk. , Fríhöfninni, Krónunni, Hagkaup og Nettó. Hefur þú alltaf verið áhugamann- eskja um heilsu? Í raun fór ég ekki að hugsa almennilega um heils- una fyrr en ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þá þurfti ég að létta mig og áttaði mig á því hvað samspil matar og hreyfingar er mikilvægt. Hvaða hreyfingu stundar þú? Ég kenni Þol og styrk og Tabata ásamt Súperformsnámskeiði í World Class. Þess á milli fer ég í göngutúra og sund með fjölskyld- unni. Svo á vorin finnst mér ofsa- lega gott að draga fram hlaupa- skóna. Hvað hreyfir þú þig að meðaltali oft í viku? Ég kenni sex til sjö sinnum í viku og læt það nú oftast duga. Hvað er það við líkamsræktina sem heillar þig? Að byrja dag- inn á góðu púli við góða tónlist er dásamleg byrjun á deginum. Fyrir utan hvað tilfinningin er góð þá getur maður líka fengið sér að borða með góðri samvisku. Hefurðu lent í því að fá leið á henni? Áður fyrr fann ég ekki hvaða hreyfing hentaði og pass- aði ekki að taka mataræðið í gegn um leið. Þá hélt ég aldrei lengi út í neinu og missti móðinn fljótt í ræktinni. Hvað gerirðu þá? Ég passa í raun alltaf upp á að breyta reglu- lega um prógram ef ég er að æfa sjálf. Lyfti lóðum, út að hlaupa og synda. Mér finnst langbest að hafa hreyfinguna ekki of einhæfa og reyna að koma líkamanum á óvart. Ekki dunda sér of mikið á hlaupabrettinu dag eftir dag. Aðalatriðið er auðvitað að hafa gaman af því sem maður gerir. Hvað gerirðu til að dekra við kroppinn? Mér finnst dekur og for- réttindi að komast í góðan göngu- túr eða í heitan pott. Algjör lúxus ef ég hef tíma í að fara í morgun- pólitíkina og slúðrið með körlun- um í heita pottinum á Nesinu. Hvað telurðu mataræðið vera stór- an þátt í því að vera heilsuhraust- ur? Best er að hafa gott jafn- vægi á mataræðinu og hreyfing- unni. Mataræðið skiptir gríðarlegu máli ef markmiðið er að grenn- ast, styrkja sig eða hafa orku í annasaman dag. Hins vegar hreyfi ég mig að stórum hluta til að geta leyft mér af og til „hið syndsamlega“ enda er ég algjör súkkulaðigrís. Hvaða ráð geturðu gefið þeim sem bera fyrir sig tímaskorti og setja sjálfan sig á hakann? Það er mikil- vægt að forgangsraða heilsu og hreyfingu framar öllu. Hreyfing og hollt mataræði gefur okkur auk- inn kraft í daginn þó svo það sé oft erfitt að byrja. Gott skipulag skiptir öllu máli. Segir morgun- fúla manneskjan sem stillir klukk- una á 05.45. Eitthvað að lokum? Að mínu mati eru „átök“ ekki mjög gæfuleg- ar leiðir, nema til þess að ná ein- hverjum skammtímamarkmiðum. Best er að venja sig á betri lífs- stíl sem endist til frambúðar og finna hinn fullkomna milliveg. Mér finnst mjög gaman að setja mér reglulega markmið og reyna að keppast við að ná þeim án þess að fara út í neinar öfgar. Við þurf- um að fara vel með þennan lík- ama sem á að endast okkur ævi- langt. SET MÉR REGLU- LEGA NÝ MARKMIÐ EDDA HERMANNSDÓTTIR ALDUR: 25 ára BÖRN: Emilía, 4 ára og Sigurður, 1 árs. STARF: Nemi í hagfræði, kenni leik- fimi í World Class og spyrill í Gettu betur. ÁHUGAMÁL: Eyða tíma með fjölskyldu og vinum, hreyfing, ferðalög og dunda í matargerð og bakstri. Búnaður mikilvægur Góðir hlaupaskór eru án efa mikilvægasti búnað- urinn en skótegund sem hentar manni ekki eða skór sem eru úr sér gengnir og hafa misst alla dempun geta ýtt undir meiðsli. Jákvætt hugarfar skiptir máli Fyrstu hlaupin geta reynst mörgum erfið ekki síður andlega en líkamlega. Með jákvæðu hugarfari og smá aga komast flestir yfir fyrsta hjallann eða þar til þolið er orðið gott. Mikil- vægt er að fara rólega af stað og alls ekki ætla sér of mikið í byrjun. Mataræðið spilar stóra rullu Hollt og fjölbreytt mat- aræði er nauðsynlegt sam- hl iða hlaupunum. Kol- vetni eru helsti orkugjafi okkar á hlaupum og því þurfa hlauparar og annað þolíþróttafólk oft að auka hlutfall þeirra í mataræð- inu. Það þýðir þó ekki að þeir sem eru að byrja að hlaupa ættu að borða stóra skammta af pasta og brauði í öll mál. Það skiptir meira máli að velja fjölbreyttar og næringarríkar fæðutegundir. Teygjur nauðsynlegar Ég mæli með því að fólk skokki mjög rólega eða labbi í fimm til tíu mínút- ur eftir hverja æfingu en þá verður maður yfirleitt fersk- ari í skrokknum á næstu æfingu. Síðan er mikil- vægt að taka góða stund eftir allar æfingar og teygja á helstu vöðvum líkam- ans og þá sérstaklega lær- vöðvum, mjöðmum, rassi og kálfum. Huga að reglulegri öndun Byrjendur ættu að reyna tileinka sér góðan hlaupa- stíl en hann snýst einna helst um að slaka vel á í efri hluta líkamans. Líkam- inn á að vera uppréttur og handleggir og axlir alveg slakar en láta mjaðmir og fætur sjá alfarið um hlaupahreyfinguna. Reglu- leg öndun hjálpar manni að slaka á. HEILSUHEIMUR Elísabet, sem segir áhorfendum Stöðvar 2 hvernig viðrar, veit meira en margur hlaup en hún hefur tekið þátt í sex maraþonhlaupum frá árinu 2005 og hlaupið Laugaveginn síðast- liðin þrjú ár. HLAUPARÁÐ ELÍSABETAR Sjá nánar á visir.is/lifid MYND/EINKASAFN EDDU MYND/365 MIÐLAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.