Fréttablaðið - 02.03.2012, Síða 56
36 2. mars 2012 FÖSTUDAGUR
Bíó ★★★★ ★
Svartur á leik
Leikstjóri: Óskar Þór Axelsson
Leikarar: Þorvaldur Davíð
Kristjánsson, Jóhannes Haukur
Jóhannesson, Damon Younger og
María Birta Bjarnadóttir
Stebbi (Þorvaldur Davíð) er vand-
ræðagemlingur í Reykjavík. Hann
er í skóla, en dettur í það og lemur
menn um helgar. Líf hans tekur
stakkaskiptum þegar hann hittir
gamla félagann Tóta (Jóhannes
Haukur) fyrir utan lögreglustöðina
við Hverfisgötu. Tóti er umsvifa-
mikill í undirheimum Reykjavíkur
og á hraðri uppleið (eða niðurleið,
eftir því hvernig á það er litið) í
bransanum. Hann tekur Stebba að
sér og gefur honum viðurnefnið
Psycho eftir að Stebbi leysir fyrsta
verkefnið sitt með látum.
Eins og í bókinni eftir Stefán
Mána, sem myndin er byggð á,
eru raunverulegir atburðir aldrei
langt undan; svo sem stóra fíkni-
efnamálið og frægt bankarán í
Búnaðarbankanum við Vestur-
götu. Myndin fangar tíðarandann
árið 1999 mjög vel – tónlistin er í
veigamiklu aukahlutverki ásamt
bílum, farsímum og öðru sem
hefur þróast ört síðasta áratug.
Þá er samspil tónlistar og klipp-
ingar sérstaklega skemmtilegt og
vel útfært. Lög með hljómsveitum
á borð við Stjörnukisa, Ensími og
XXX Rottweilerhunda gefa tóninn
og rúmlega það.
Val á leikurum er vel heppnað
og flestir standa sig vel. Damon
Younger og Jóhannes Haukur
standa upp úr sem aðalkrimmarn-
ir. Damon fer einstaklega vel með
siðblinda höfuðpaurinn, sem er
eflaust með viðbjóðslegri illmenn-
um íslenskrar kvikmyndasögu.
Jóhannes Haukur er líka frábær
sem hinn furðulega viðkunnan-
legi Tóti og Þorvaldur Davíð stend-
ur sig vel í hlutverki hins bláeyga
Stebba Psycho, sem skiptist á að
láta áhorfendur skilja og klóra sér
í hausnum yfir viðurnefninu. Loks
er María Birta búin að stimpla sig
rækilega inn sem áhugaverðasta
leikkona sinnar kynslóðar og fer
létt með að sveifla persónunni
Dagnýju úr því að vera seiðandi
kynbomba yfir í aumkunarverð-
an fíkil.
Maður vorkennir þó ávallt
Stebba mest, sem virðist aldrei
eiga skilið að lenda í ömurlegum
aðstæðum þrátt fyrir að vera full-
fær um að koma sér í þær sjálfur.
Óttann sem því fylgir sýnir Þor-
valdur frábærlega með augna-
ráðinu einu. Loks er stórskemmti-
legt að sjá Þröst Leó, Stein
Ármann og Björn Jörund í hlut-
verkum sem eru klæðskerasniðin
fyrir þá.
Myndin heldur dampi nokk-
uð vel, en verður ögn langdregin
þegar síga fer á seinni hlutann.
Hún bætir það hins vegar upp
með æsilegum lokakafla. Óskari
Þór tekst vel að halda utan um við-
fangsefnið og skilar frá sér hörku-
þéttri, spennandi og skemmtilegri
mynd: Öfgafyllsta ofbeldisþriller
sem framleiddur hefur verið á
þessu guðsvolaða skeri.
Svartur á leik húðar viðfangs-
efni sitt ekki í sykur. Gríðarlegt
magn af eiturlyfjum hverfur upp
í nasir aðalpersónanna og ofbeld-
ið er á köflum yfirgengilegt. En
svona er þetta. Þetta er raunveru-
leiki sem fullt af fólki býr við og
kjánaleg samtöl um kóla og kúlur
eiga fullkomlega við. Óskar og
félagar sýna raunverulega mynd
af sýndarheiminum í frábærri
spennumynd.
Atli Fannar Bjarkason
Niðurstaða: Vel leikin, skemmtileg og
spennandi mynd.
Raunverulegur sýndarheimur
VÍGALEGUR Jóhannes Haukur er frábær í hlutverki furðukega viðkunnanlega ill-
mennisins Tóta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Loks er María Birta
búin að stimpla sig
rækilega inn sem áhugaverð-
asta leikkona sinnar kynslóð-
ar og fer létt með að sveifla
persónunni Dagnýju úr því
að vera seiðandi kynbomba
yfir í aumkunarverðan fíkil.
ATLI FANNAR BJARKASON
GAGNRÝNANDI
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS
CAFÉ/BAR, opið 17-23 / www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas
FÖSTUDAGUR: BLACK’S GAME (SVARTUR Á LEIK) 17:50, 20:00, 22:10 MACHINE GUN PREACHER 17:30, 20:00, 22:30
THE AWAKENING 20:00, 22:00 THE SKIN I LIVE IN 20:00 THE DESCENDANTS 22:20 MY WEEK WITH MARILYN 18:00
ELDFJALL 18:00 ÍSL. TEXTI ENG. SUBS
SVARTUR Á LEIK ER LÍKA SÝND Í MIÐBÆNUM!
NEMAR ATHUGIÐ: 25% afsláttur af miðaverði gegn framvísun skólaskírteins!
“MOVES LIKE A SNAKE ON SPEED” -TWITCHFILM
SVARTUR Á LEIK
(BLACK’S GAME) ENGLISH SUBTITLES
GERARD BUTLER
MACHINE GUN
PREACHER
FRÁ FRAMLEIÐENDUM “DRIVE”
KEMUR HRÖÐ OG SPENNANDI GLÆPA-
MYND ÚR ÍSLENSKUM VERULEIKA.
Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN
H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ SVARTHÖFÐI.IS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
SVARTUR Á LEIK KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
SVARTUR Á LEIK LÚXUS KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
TÖFRATENINGURINN KL. 3.40 L
HAYWIRE KL. 5.50 - 8 16
GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.15 12
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10
SAFE HOUSE KL. 10.10 16
SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.40 L
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
FRÉTTABLAÐIÐ
SVARTUR Á LEIK KL. 6 - 8 - 10 16 / THIS MEANS WAR KL. 6 14
GHOST RIDER 2 3D ÓTEXTUÐ KL. 10 12 / HAYWIRE KL. 8 16
SVARTUR Á LEIK KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
TÖFRATENINGURINN KL. 6 L
GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 12
THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14
STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.15 10
THE DESCENDANTS KL. 5.30 L
LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SVARTUR Á LEIK 5.50, 8 og 10.15
JOURNEY 2 3D 4(950 kr) og 6
SAFE HOUSE 8 og 10.20
SKRÍMSLI Í PARÍS 2D 4(750 kr) ISL TAL
THE GREY 10.15
THE IRON LADY 5.50 og 8
ALVIN 3 2D 4(750 kr) ISL TAL
LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarTilboð í bíó. Gildir á fyrstu sýningar dagsins.
V.J.V. - Svarthöfði.is H.S.K. - MBL
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
5%
boxoffice magazine
hollywood reporter
TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA
TOM HANKS OG SANDRA BULLOCK
ERU STÓRFENGLEG Í ÞESSARI ÁHRIFARÍKU MYND
BYGGÐ Á METSÖLUBÓK.
BESTA MYND
BESTI LEIKARI Í AUKAHLUTVERKI – MAX VON SYDOW
blurb.com
Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær
gamanmynd
með
sótsvörtum
húmor
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE
ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN
MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD
Toppmyndin á Íslandi
og vinsælasta myndin
í heiminum í dag
ÓSKARS-
VERÐLAUN5
ÁLFABAKKA
10
10
10
7
7
7
12
12
12
12
12
V I P
EGILSHÖLL
12
16
16
16
L
L
L
16
16
L
L
AKUREYRI
7
KEFLAVÍKSELFOSS
THE WOMAN IN BLACK kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D
THE WOMAN IN BLACK VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D
JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 3:40 - 5:50 3D
JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 3:40 - 5:50 - 8 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D
BEAUTY & THE BEAST - 3D (FRÍÐA OG DÝRIÐ) M/ ísl. Tali kl. 4 - 6 3D
HUGO Með texta kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D
ONE FOR THE MONEY kl. 10:10 2D
CONTRABAND kl. 8 - 10:20 2D
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN M/ ísl. Tali kl. 3:40 2D
10
7
7
12
12
16
16
16
16
L
L
L
KRINGLUNNI
THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D
JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND 3D kl. 5:50 - 8 3D
EXTREMELY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE kl. 8 2D
A FEW BEST MEN kl. 10:10 2D
SHAME kl. 10:40 2D
BEAUTY & THE BEAST - 3D (FRÍÐA OG DÝRIÐ) M/ ísl. Tali kl. 6 3D
THE HELP kl. 5 2D
THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:20 2D
JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 6 3D
PRÚÐULEIKARARNIR enskt tal ísl texti kl. 6 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D
THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D
JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D
HUGO kl. 5:20 2D
HAYWIRE kl. 8 - 10:10 2D
PRÚÐULEIKARARNIR m/ens tali kl. 5:40 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D
CONTRABAND kl. 8 2D
MISSION IMPOSSIBLE - GHOST PROTOCOL kl. 10:20 2D
SVARTUR Á LEIK kl. 8 2D
THE WOMAN IN BLACK kl. 10:20 2D
JOURNEY 2 : THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 5:50 3D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D
PUSS IN BOOTS m/ísl.tali kl. 6 2D
þ ré m a á sa bg u yr oðt g im i. s ið
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULTSPARBÍÓ
Time
Movieline
Myndin sem hefur setið síðustu 3
vikur á toppnum í Bretlandi og notið
gríðarlega vinsælda í USA.
Ein besta draugamynd síðari ára