Fréttablaðið - 02.03.2012, Síða 62
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR42
„Það er búið að skipta laginu út.
Nýju auglýsingarnar eru með öðru
lagi. Þetta var bara svona gítar-
riff,“ segir Hörður Harðarson hjá
VERT markaðsstofu sem sér um
markaðsmál fyrir smálánafyrir-
tækið Hraðpeningar.
Útgáfurisinn EMI hafði sam-
band við Hraðpeninga fyrir tæpum
mánuði og kvartaði undan aug-
lýsingastefi fyrirtækisins. Stef-
ið þykir afar líkt kafla úr laginu
Seven Nation Army með hljóm-
sveitinni White Stripes, sem kom
út á plötunni Elephant og var eitt
af vinsælustu lögum ársins 2003.
Hörður segir stefið hafa verið
keypt af tónlistarmanni hér á
landi. „Þeir gerðu athugasemd,
fannst þetta of líkt. Við sögðum
þetta ekki of líkt. En við ætlum
ekki að standa í einhverri laga-
deilu út af stefi í útvarpsauglýs-
ingu. Þannig að við skiptum því út,
þar með er málið búið,“ segir hann.
Spurður hvort Hraðpeningar
hafi þurft að greiða bætur til EMI
eða White Stripes segir Hörður svo
ekki vera.
Geturðu sagt mér hvaða lista-
maður seldi ykkur lagið?
„Ég ætla ekki að blanda öðrum
inn í þetta.“
En er verið að reyna að líkja
eftir öðru frægu popplagi í nýju
auglýsingunum?
„Nei, það er bara svona gítarriff.“
atlifannar@frettabladid.is
FÖSTUDAGSLAGIÐ
Þeir gerðu athuga-
semd, fannst þetta of
líkt. Við sögðum þetta ekki
of líkt. En við ætlum ekki að
standa í einhverri lagadeilu út
af stefi í útvarpsauglýsingu.
HÖRÐUR HARÐARSON
VERT MARKAÐSSTOFA
Ég hlusta á tvö lög til að koma
mér í helgarstuð. Annað er lagið
So Rich, So Pretty með Mickey
Avalon og svo hið óborganlega
Olsen Olsen með Lúdó Sextett
og Stefáni.
Aron Bergmann Magnússon, barón af
Reykjanesinu og leikmyndahönnuður.
„Ég hef aðallega sungið uppi á
hálendi Íslands í hestaferðum en
þetta var rosalega gaman,“ segir
leikarinn Hilmir Snær Guðnason.
Hann sýnir á sér nýja hlið sem
söngvari í laginu 1989 sem var
samið sérstaklega fyrir bjórhátíð
Kex Hostels sem nú er í gangi. Lagið
verður spilað á staðnum í fyrsta sinn
í kvöld en Hilmir Snær verður fjarri
góðu gamni því hann er önnum kaf-
inn í leikhúsinu.
Spurður hvers vegna hann var
fenginn í verkefnið segir hann:
„Þeir hafa örugglega einhvern tím-
ann heyrt mig syngja. En kannski
hafa þeir ekki náð í neinn annan, ég
veit það ekki,“ segir hann og hlær.
Höfundar lagsins eru Bjarki Sig
og Benzín-bræðurnir Börk-
ur og Daði Birgissynir. Upp-
tökur fóru fram á þriðjudag-
inn og gengu eins og í sögu.
„Þetta var voða skemmtilegt
og það er aldrei að vita nema
maður geri meira af þessu,“
segir Hilmir Snær hress en
hljómsveitin hefur fengið
nafnið Hilmir og humlarnir.
Er frekara samstarf á döfinni
eða jafnvel plata? „Við vitum
ekkert um það enn. Það fer bara
eftir þessum strákum en ég er til
hvenær sem er.“ -fb
Hilmir Snær syngur nýtt bjórlag
SYNGUR NÝTT BJÓRLAG Hilmir
Snær Guðnason sýnir á sér nýja
hlið í bjórlaginu 1989 sem var
tekið upp fyrr í vikunni.
Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Sergio De
Vega verður gestur á alþjóðlegu stuttmyndahátíð-
inni Northern Wave sem fram fer í Grundarfirði um
helgina. Stuttmynd De Vega, Making Counts, verð-
ur sýnd á hátíðinni auk þess sem móðir hans mun
keppa í hinni vinsælu fiskisúpukeppni sem haldin er
í tengslum við hátíðina.
„Mömmu hefur alltaf langað til að heimsækja
Ísland, fyrir okkur er landið mjög framandi og
spennandi, þannig að þegar myndin mín komst að
á hátíðinni var aldrei spurning um hver ferðafélagi
minn yrði,“ útskýrir De Vega. Hann segir móður
sína, Concepción Sánchez Casillas, vera hæfileika-
ríkan kokk og því hafi hann ákveðið að skrá hana
til þátttöku í fiskisúpukeppninni sem haldin er í
tengslum við Northern Wave.
„Hún er með tvær hugmyndir að ýsurétti sem
hana langar að gera, en hún hefur ekki enn valið á
milli þeirra. Önnur er uppskrift frá Norður-Spáni
og hin er klassísk uppskrift frá Austur-Spáni.“
De Vega kveðst spenntur fyrir heimsókninni til
Íslands og segir það ekki skemma fyrir að stutt-
mynd eftir hann verði sýnd á landinu á sama tíma.
„Ég hlakka mikið til ferðarinnar. Það eitt að ferðast
um landið er mjög spennandi og það eykur aðeins
á spennuna að ég fái að sækja stuttmyndahátíð á
sama tíma. Þetta verður án efa einstök ferð,“ segir
De Vega að lokum. - sm
Mæðgin keppa á Northern Wave
SPENNTUR FERÐALANGUR Spænski kvikmyndagerðarmaður-
inn Sergio De Vega tekur þátt í stuttmyndahátíðinni Northern
Wave sem fram fer um helgina. Móðir hans mun einnig taka
þátt í fiskisúpukeppninni sem fram fer í tengslum við hátíðina.
HÖRÐUR HARÐARSON: ÆTLUM EKKI Í LAGADEILU VEGNA MÁLSINS
Breyttu stefi eftir kvörtun
frá útgáfu White Stripes
AUGLÝSA EKKI LENGUR LÁN Stefið í auglýsingum Hraðpeninga þótti of líkt kafla
í laginu Seven Nation Army með White Stripes. Auglýsingunni hefur verið breytt.
NORDICPHOTOS/GETTY
NÝ
KILJA