Fréttablaðið - 09.03.2012, Page 18

Fréttablaðið - 09.03.2012, Page 18
9. mars 2012 FÖSTUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. timamot@frettabladid.is BOBBY FISCHER SKÁKMEISTARI (1943-2008) fæddist þennan dag. „Ég trúi ekki á sálfræði, ég trúi á góða leiki.“ Hugvísindaþing 2012 verður haldið í aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag og á morgun og í ár verður boðið upp á 27 mál- stofur um allt milli himins og jarðar. Meðal annars verður fjallað um Charles Dickens, gröf og dauða, matarmenningu, höfundarrétt, loftslagsumræðuna, þöglar kvikmyndir og kvæði, sálma og ljóð eftir konur og handa konum. „Hugvísindaþing var fyrst haldið 1996 og hefur verið árviss viðburður síðan 1999,“ segir Margrét Guðmunds- dóttir, verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar, spurð hversu langt sé síðan Hugvísindaþingi var hleypt af stokkunum. „Málstofurnar endurspegla breidd Hugvísindasviðs. Það er fjallað um skáldskap, nýjan og gamlan, innlendan og erlend- an, tungumálið, sagnfræði, kirkjuna, ásýnd lands og fleira og fleira. Ég held það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Undir Hugvísindasvið heyra Deild erlendra tungumála, Íslensku- og menningardeild, Guðfræði- og trúarbragða- fræðideild og Sagnfræði- og heimspekideild. „Lengi voru flestar þessar greinar kenndar í Heimspekideild,“ segir Margrét. „Hún breyttist síðan í Hugvísindadeild og árið 2008 sameinuðust Hugvísindadeild og Guðfræðideild og til varð Hugvísindasvið.“ Hugvísindaþingið hefur ekkert þema, þeir sem standa fyrir fyrirlestrum og málstofum hafa alfarið frjálsar hendur um efni og efnistök. „Umfjöllunarefnið er menning í breiðum skilningi,“ segir Margrét. „Margir eru að kynna rannsóknarverkefni sín og afrakstur þeirra. Hver fyrirlest- ur er þrjátíu mínútur og flestar málstofurnar standa í einn og hálfan tíma en sumar lengur. Í anddyri aðalbyggingar- innar verður yfirlit yfir hvað fer fram í hvaða stofu og eins getur fólk kynnt sér málið á heimasíðunni okkar.“ Dagskráin hefst klukkan 13 í dag og stendur til 16.30. Á morgun hefst dagskrá klukkan 10 og lýkur klukkan 16.30. Hægt er að skoða dagskrá þingsins á heimasíðu Hugvísinda- stofnunar: hugvis.hi.is/hugvisindathing. fridrikab@frettabladid.is HUGVÍSINDAÞING: ÁRLEGT SÍÐAN 1999 Dickens, dauði og margt fleira HUGVÍSINDI Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Hugvísindastofn- unar, segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Hugvísindaþingi 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Alúðarþakkir fyrir hluttekningu og vinarþel við andlát Ásu Guðmundsdóttur og fyrir að sýna minningu hennar sóma á útfarardegi. Guðmundur Þorgeirsson Bryndís Sigurjónsdóttir Gestur Þorgeirsson Sólveig Jónsdóttir Eiríkur Ingvar Þorgeirsson Ragnheiður Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Sigurðardóttir Neðstaleiti 6, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, þriðju- daginn 6. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. mars kl. 15.00. Sigurður Viggó Grétarsson Erna Björnsdóttir Árni Grétarsson Lene Salling Bjarni Grétarsson Gróa Ingibjörg Grétarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gréta Halldórs Bakkahlíð 39, Akureyri, lést á heimili sínu 3. mars. Helga Sigríður Kristjánsdóttir Jón Þór Guðjónsson Árni V. Kristjánsson Ragnheiður Skúladóttir Sverrir Þór Kristjánsson Guðrún Hörn Stefánsdóttir Margrét Jónína Kristjánsdóttir Páll Pálsson Kristján Ísak Kristjánsson Sigríður G. Pálmadóttir Gunnar Freyr Kristjánsson Margrét Dögg Bjarnadóttir Elín Íslaug Kristjánsdóttir Kristinn Ágúst Ingólfsson ömmu- og langömmubörn. Ástkæri maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, tengdasonur og bróðir, Magnús Ingvar Ágústsson Hrísrima 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 4. mars sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 12. mars kl. 15.00. Hjördís Hafsteinsdóttir Berglind Magnúsdóttir Heimir Jónasson Auður Magnúsdóttir Ágúst Magnússon Áslaug María Sigurbjargardóttir Stella Sveinbjörnsdóttir barnabörn og systkini. Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eiríkur Egill Jónsson stýrimaður, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. febrúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 9. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnaskóla sjómanna. Guðlaug S. Eiríksdóttir Elo Gartmann Jón Ágúst Eiríksson Elísabet Magnúsdóttir Sigurbjörn Eiríksson Elva Kristjánsdóttir Helga Eiríksdóttir Einar Bjarnason afabörn og langafabörn. Þökkum innilega fyrir samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, Katrínar Jónsdóttur Brekkubyggð 61, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Líknardeildar Landspítalans Landakoti og hjúkrunarfræðingum hjá heimahjúkrun Garðabæjar fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Ásgeir Örvarr Jóhannsson Hanna Lilja Jóhannsdóttir Lúðvík Örn Steinarsson Hjördís Hildur Jóhannsdóttir Ellert Kristófer Schram og ömmubörn. Sigríður Jónsdóttir Ásgeir Guðmundsson Gunnhildur Jónsdóttir Gunnar M. Hansson Þórarinn Jónsson Anna Kristín Þórðardóttir Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðjóns Þorsteinssonar. Sérstakar þakkir færum við þeim sem veittu honum fyrstu aðhlynningu. Guð blessi ykkur öll. Elsa Borg Jósepsdóttir Guðbjörn Jósep Guðjónsson Þorsteinn Rúnar Guðjónsson Sigrún Borg Guðjónsdóttir Jón Kristjánsson Kolbrún Guðjónsdóttir Finnur Ingimarsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, Guðmundur Kristjánsson vélstjóri, frá Dunkárbakka, Hörðudal, Krummahólum 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk föstudaginn 2. mars. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 9. mars kl. 13.00. Dagný Jónsdóttir og aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, Ólafur Á. Egilsson sem lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 4. mars sl., verður jarðsunginn fimmtudaginn 15. mars kl. 15 í Háteigskirkju. Egill Ólafsson Tinna Gunnlaugsdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Pjetur Þ. Maack Hinrik Ólafsson Drífa Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Margrét E. Guðmundsdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.