Fréttablaðið - 09.03.2012, Síða 20

Fréttablaðið - 09.03.2012, Síða 20
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Við bjóðum meðal annars upp á námskeið sem nefnist Heilsu-lausnir en það hentar vel þeim sem glíma við offitu, sykursýki eða aðra lífsstílstengda sjúkdóma. Á þetta nám- skeið kemur einnig fólk sem vill breyta um lífsstíl burtséð frá þyngdinni. Við viljum ekki kalla þetta átak heldur miklu fremur lífsstílsbreyting til fram búðar,“ segir Haddý Anna Hafsteinsdóttir, íþróttafræðingur og verkefnastjóri nám- skeiða hjá Heilsuborg. „Námskeiðið er byggt upp á hreyfingu þrisvar í viku. Fyrst fer fólk í heilsumat hjá hjúkrunarfræðingi. Þar er mæld grunnorkuþörf og ein stak- lingurinn fær ráðleggingar um matar- æði miðað við þörf hvers og eins. Inni- falin er ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara og einstaklings viðtöl hjá lækni og mark- þjálfa. Þar að auki er fjölbreytt fræðsla og stuðningur frá hinum ýmsu fag- aðilum,“ greinir Haddý Anna frá. MIKILL ÁRANGUR „Heilsulausnir er 12 mánaða námskeið en við skiptum því upp í tveggja mánaða grunnnámskeið og 10 mánaða fram- haldsnámskeið. Í tímunum er fjölbreytt hreyfing þar sem allir fá að vinna á eigin hraða. Hjúkrunarfræðingur kemur inn í tímann og fer yfir næringu og boðið er upp á huglæga atferlismeðferð. Fólk hefur náð miklum árangri á þessu námskeiði. Það á jafnt við um andlega líðan sem líkamlega. Þeir sem hafa fundið fyrir einhvers konar verkjum í líkamanum, álagseinkennum eða þreytu hafa fundið mikinn mun á sér eftir að hafa farið á námskeiðið. Við höfum verið að þróa það allt frá byrj- un og breytum eftir því sem reynslan kennir okkur,“ segir Haddý Anna. HEIMILISLEGT ANDRÚMSLOFT „Við höfum auk þess lagt áherslu á að hafa stöðina notalega og skapað heimilis legt andrúmsloft. Fólki finnst þægilegt að koma hingað og líður vel í þessu umhverfi. Hér starfar fag- fólk, hvert á sínu sviði, sem leggur sig fram um að þjóna viðskiptavinum eftir þörfum hvers og eins. Hægt er að koma hingað til að fara í tækjasalinn, á námskeið eða eingöngu í heilsumat til hjúkrunar fræðings til að fá ráðleggingar. Fyrir utan Heilsulausnir erum við með námskeið fyrir þá sem glíma við stoðkerfisvandamál, verki, gigt eða álagsmeiðsli. Einnig námskeið fyrir 60 ára og eldri sem hafa gaman af því að hittast, hreyfa sig og setjast niður í gott spjall á eftir. Konur á öllum aldri hafa verið að sækja hjá okkur kvenna- leik fimina og ekki má gleyma Zumba- tímunum sem eru mjög vinsælir,“ útskýrir Haddý Anna. „Aðalmarkmið okkar er að fólk hreyfi sig og hugsi um heilsuna. Við vinnum með lausnir fyrir hvern og einn ein- stakling sem vill ná árangri með bættri heilsu og betri líðan.“ LÍFSSTÍLSBREYTING TIL FRAMBÚÐAR HEILSUBORG KYNNIR Heilsuborg býður upp á alhliða námskeið fyrir þá sem vilja bæta andlega og líkamlega líðan. NOTALEGT UMHVERFI Haddý Anna Hafsteins- dóttir íþróttafræðingur starfar hjá Heilsuborg. MYND/VALLI Eftir að ég sá auglýsinguna frá Heilsu-borg fór ég á netið og skoðaði betur hvað var í boði. Ég hafði hugsað um það í talsverðan tíma að ég yrði að gera eitt- hvað í mínum málum. Ég var allt of þung,“ segir Ólafía sem starfar hjá Símanum. „Námskeiðið er ætlað þeim sem glíma við offitu, sykursýki eða öðrum sem vilja bæta heilsuna sína. Tímarnir eru þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Hreyfingin í tímunum er fjöl- breytt en einnig er okkur kennt á tæki í sal. Í tímunum er farið nákvæmlega yfir matar- æðið og einnig eru haldnir fyrirlestrar með næringarfræðingi, sálfræðingum og fleiri,“ segir Ólafía. „Námskeiðið er hugsað sem lífsstílsbreyting til frambúðar. Grunnnám- skeiðið er tveir mánuðir en síðan er fram- hald sem nær yfir í eitt ár. Ég ákvað að taka allt árið, enda er það nauðsynlegt til að ná árangri.“ ZUMBA-TÍMARNIR FRÁBÆRIR „Þar sem ég var ákveðin í að taka mig í gegn ákvað ég að mæta sex sinnum í viku. Auk þess breytti ég mataræðinu og minnkaði matarskammtana. Ég þarf að losa mig við 40 kíló og er þegar búin að missa 20 þannig að árangurinn er mjög góður. Á þriðju- dögum og fimmtudögum fer ég í Zumba. Ég mæli eindregið með þeim tímum því kennarinn er frábær,“ segir Ólafía. Hún segist finna mikinn mun á líðan sinni frá því að hún byrjaði í Heilsuborg. „Ég finn bæði mun á andlegri og líkamlegri líðan. Ég hef miklu meira þol, sef betur og vakna betur,“ segir Ólafía sem er 27 ára. „Ég reikna með að halda áfram eftir árið þar sem þessi nýi lífsstíll á vel við mig. Þar utan hef ég fengið afar jákvæð viðbrögð frá fólki í kringum mig sem er ánægjulegt.“ 20 KÍLÓ FARIN Ólafía Jónsdóttir ákvað á síðasta ári að taka sig í gegn. Hún sá auglýsingu frá Heilsuborg um námskeið sem nefnist Heilsulausnir. GÓÐUR ÁRANGUR Ólafía Jónsdóttir missti tuttugu kíló á hálfu ári í Heilsuborg. MYND/VILHELM Í FAXAFENI Heilsuborg var stofnað árið 2009 í húsnæði þar sem Hreyfing var áður að Faxafeni 14, sími 560 1010. Þeir sem vilja skoða námskeiðin geta farið inn á heima- síðuna www.heilsuborg.is FÍN AÐSTAÐA Góður tækjasalur er í Heilsuborg með vönduðum tækjum. FÓLK/VALLI Ætlar þú að breyta um lífsstíl? Heilsulausnir henta einstaklingum sem glíma við offitu, hjarta- sjúkdóma og/eða sykursýki. Hefst 12. mars Að námskeiðinu standa m.a. læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingur, íþróttafræðingar og sálfræðingar. Stutt kynning í hádeginu 9. mars kl. 12:15 - Allir velkomnir Þjálfun á mán., mið. og fös. kl. 06:20, 10:00. 14:00 eða 19:30 (uppselt 19:30) Grunnnámskeið 2 mánuðir - Framhaldsnámskeið 10 mánuðir Tilboð: Bæði grunn- og framhaldsnámskeið, 12 mánuðir, kr. 14.900 pr. mán

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.